Fréttablaðið - 28.07.2006, Page 90

Fréttablaðið - 28.07.2006, Page 90
42 28. júlí 2006 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is STAÐAN Í LANDSBANKADEILDINNI: 1. FH 11 8 2 1 20-7 26 2. FYLKIR 11 5 2 4 14-13 17 3. VALUR 11 4 4 3 15-13 16 4. BREIÐABLIK 12 5 2 5 19-23 16 5. KEFLAVÍK 11 4 3 4 20-12 15 6. VÍKINGUR 12 4 3 5 14-11 15 7. GRINDAVÍK 11 3 5 3 16-13 14 8. KR 11 4 1 6 10-22 13 9. ÍA 11 4 0 7 15-20 12 10. ÍBV 11 3 2 6 11-20 11 Kópavogsvöllur, áhorf.: 612 Breiðablik Víkingur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 7–10 (6–6) Varin skot Hjörvar 6 – Ingvar 4 Horn 5–5 Aukaspyrnur fengnar 12–15 Rangstöður 2–5 VÍKINGUR 4–3–3 Ingvar Kale 7 Höskuldur Eir. 4 Grétar 5 Valur Adolf 4 (83. Rannver -) Hörður Bjarna 5 Daníel Hjalta 5 (80. Andri Tómas -) Jökull 5 Jón Guðbrands. 3 (76. Stefán Kári -) Arnar Jón 5 Viktor Bjarki 6 Davíð Rúnars. 5 *Maður leiksins BREIÐB. 4–4–2 *Hjörvar 8 Árni Kristinn 6 Gasic 7 Kári Ársælsson 7 Stig Haaland 6 Podzemsky 8 Olgeir Sig. 6 (77. Arnór Sveinn -) Zivanovic 6 (89. Magnús Páll -) Arnar Grétars. 7 Viktor Illugason 6 (70. Kristján Óli 6) Marel Jóhann 7 1-0 Marel Jóhann Baldvinsson (8) 1-0 Erlendur Eiríksson (4) HJÓLREIÐAR Hjólreiðagarpurinn Floyd Landis frá Bandaríkjunum féll á lyfjaprófi eftir sautjándu dagleið Tour de France hjólreiða- keppninnar sem lauk um síðustu helgi. Landis bar þar sigur úr býtum en í sýni sem var tekið úr honum kom í ljós óvenjulega hátt magn testósteróns. Umboðsmaður hjólreiðakappans sagði í gær að þessi niðurstaða kæmi verulega á óvart en beðið er eftir niðurstöð- um úr B-sýni. Ef niðurstaðan þar verður sú sama á hann von á að verða sviptur titli sínum. Hjólreiðaíþróttin hefur um langt skeið þurft að standa af sér ásakanir um lyfjamisnotkun og hefur Landis verið rekinn úr Phonak-hjólreiðaliðinu þangað til niðurstaða fæst í málinu. Spán- verjinn Oscar Pereiro hafnaði í öðru sæti í Tour de France og fær gullverðlaunin ef Landis verður fundinn sekur. - egm Sigurvegari Tour de France: Féll á lyfjaprófi BROSIR EKKI LENGUR Landis verður líklega sviptur gullinu. NORDICPHOTOS/AFP Birgir neðarlega á blaði Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson náði sér ekki almennilega á strik á móti í Wales sem er hluti af áskorendamóta- röðinni. Birgir Leifur lék fyrsta hringinn í gær á tveimur höggum yfir pari, en hann er í sæti númer 106 eftir daginn. Efsti maður er á sjö höggum undir pari. > Jakob Örn til Spánar Körfuknattleiksmaðurinn Jakob Örn Sigurðsson hefur komist að samkomu- lagi við spænska liðið Ciudad de Vigo Basket. Liðið er nýstofnað og leikur í þriðju deildinni þar í landi. Jakob kemur úr röðum þýska félagsins Bayern Leverkusen þar sem hann lék í fyrra en hann er í landsliðs- hópnum sem fer á Norðurlandamótið í Finnlandi. Jakob er fjórði íslenski landsliðsmaðurinn á Spáni en þar spila einnig Hörður Axel Vilhjálms- son, Pavel Ermolinskij og Jón Arnór Stefánsson. Íris Björk Eysteinsdóttir og Marína Ósk Þórólfsdóttir voru aðstoðardómarar á sitt hvorum leiknum í síðustu umferð Lands- bankadeildar kvenna. Sárafáar konur hafa staðið í dómgæslu á Íslandi og því telst það til tíðinda þegar tvær konur dæma í sömu umferðinni. „Ég eignaðist barn í ágúst í fyrra og ákvað að komast aftur inn í boltann á þennan hátt. Þjálfunin er í fyrirrúmi hjá mér en ég hef alltaf verið eitthvað viðriðin dómgæsluna. Ég vildi kynnast fótboltanum frá öllum hliðum og þetta er enn einn vinkillinn hjá mér,“ sagði Íris við Fréttablaðið í gær en hún hefur lengi verið í þjálfun, auk þess sem hún spilaði sjálf. „Það vantar klárlega konur í þetta. Það er erfitt að segja til um af hverju við erum svona fáar. Þær eru kannski smeykar við að prófa þetta. Það er hundleiðinlegt að fá á sig leiðinleg komment, þetta er vanþakklátt starf og sérstaklega fyrstu árin þegar þetta er sjálfboðavinna. Strákarnir eru kannski ekki eins við- kvæmir en því miður virðist vera sem stelpur detti meira út úr fótboltanum eftir að þær hætta að spila, annað en kannski strákarnir,“ sagði Íris. „Mér finnst þetta mjög gaman. Ég er þannig þjálfari að ég er alltaf brjáluð ef svo má segja á hliðarlínunni og ég skil því vel þegar þjálfarar og leikmenn missa sig aðeins. Ég hef bara gaman af þessu og tek engu persónulega en minn helsti metnaður er í þjálfuninni. Það er gott fyrir þjálfara að kunna fótboltann á alla kanta, sérstaklega frá dómarahliðinni,“ sagði Íris sem er ánægð með viðtökurnar. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð. Margar hafa hrósað mér og segja að það sé frábært að konur séu að dæma. Það er hvetjandi og vonandi fylgja fleiri konur í kjölfarið,“ sagði Íris Björk Eysteinsdóttir að lokum og hvatti allar stelpur til að íhuga það að leggja dómgæsluna fyrir sig. ÍRIS BJÖRK EYSTEINSDÓTTIR: EIN AF FÁUM KONUM SEM STANDA Í DÓMGÆSLU Vildi kynnast boltanum frá öllum hliðum Evrópukeppni félagsliða: ÍA-RANDERS 2-1 1-0 Hjörtur Júlíus Hjartarson (27.), 1-1 Todór Yancev (29.), 2-1 Bjarni Guðjónsson (90.+2). VALUR-BRÖNDBY 0-0 ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Það var fín stemning á pöllunum á Laugardalsvelli í gær- kvöldi þegar Bröndy heimsótti Valsmenn í síðari leik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa en 1.672 áhorfendur sáu liðin gera marka- laust jafntefli. Eftir 3-1 tap í fyrri leiknum þurftu Valsarar að sýna allar sínar bestu hliðar en þeir þurftu í það minnsta að skora tvö mörk ætluðu þeir sér að komast áfram. Greinilegt var að Valsmenn ætluðu sér að skora snemma en þeir voru betri aðilinn í fyrri hálf- leiknum. Þeir áttu nokkrar góðar sóknir og boltinn gekk vel á milli leikmanna sem voru hársbreidd frá því að koma sér í almennileg færi. Það gekk þó illa og til marks um það þurfti markmaður gest- anna aldrei að taka á honum stóra sínum. Matthías Guðmundsson og Guðmundur Benediktsson leiddu sóknarlínu Vals sem saknaði Garðars Gunnlaugssonar sárlega en hann er genginn í raðir Norrköping. Þeir sköpuðu mestu hætturnar auk Birkis Más Sævarssonar sem átti lipra spretti fyrir Valsmenn. Hvorugt liðið var ýkja nálægt því að skora í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að Vals- menn fengju betri færi en leik- menn Bröndby komust lítt áfram gegn þéttri Valsvörninni með Atla Svein Þórarinsson í fararbroddi en hann átti frábæran leik. Danirnir sóttu í sig veðrið í síð- ari hálfleik og fengu þá sínu fleiri og betri færi en Valsmenn. Kjart- an Sturluson varði vel í þrígang auk þess sem gestirnir klúðruðu dauðafæri af markteignum. Vals- menn svöruðu fyrir sig og áttu nokkrar góðar sóknir en sem fyrr reyndi lítið sem ekkert á danska markmanninn. Á lokamínútu leiks- ins kom besta færi Valsmanna þegar Birkir Már skallaði fyrir- gjöf Guðmundar Benediktssonar í þverslána. Valsmenn hefðu vel getað unnið leikinn gegn Bröndby í gær en herslumuninn vantaði. „Við erum stoltir Valsmenn í kvöld en auðvit- að er þetta svekkjandi þar sem við erum fallnir út úr keppninni. Mér fannst við eiga meira skilið út úr þessum leik og það hefði verið gaman að sjá Birki setja boltann inn en ekki í slána undir lokin og eiga smá möguleika á að pressa þá síðustu mínúturnar,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. Hann var samþykkur því að mörkin þrjú sem liðið fékk á sig ytra hefðu borið þá ofurliði. „Það er það sem varð okkur að falli og við vorum ekki alveg með trúna í lagi í fyrri leiknum þar sem taugaveiklun gerði líka vart við sig. Við lærum þó bara af þessu,“ sagði Willum „Við vissum að þeir kæmu með minni hraða í sóknarleik sínum í þessum leik en þeir gerðu á sínum heimavelli. Bröndy er ógnarstekrt lið og ef við horfum til þess þá var frammistaða okkar í þessum leik mjög góð og við vorum betri aðil- inn heilt yfir,“ sagði þjálfarinn. „Við lögðum upp með það að spila þétt en reyna að skapa færi, við sköpuðum nógu mörg færi til að skora þetta eina mark sem við vildum virkilega skora til að breyta gangi leiksins. Ef það hefði tekist hefði það ef til vill sett þá út af laginu en ég er mjög ánægður með leikinn og finn til með þeim þar sem mér fannst við eiga meira skilið miðað við frammistöðuna. Þetta fer beint í reynslubankann og vissulega læra menn vel af þessu,“ sagði Willum sem vill meina að munurinn á milli danska og íslenska boltans sé lítill. „Það er mjög stutt á milli íslenska og danska boltans og það sama má segja um þann sænska og norska. Það er fyrst og fremst aðstöðumunur sem felst í tíma sem þeir geta spilað á ári. Okkar leikmenn eru ekkert síðri og ef þeir fengju meiri tíma og aðbúnað til að sinna fótboltanum þá stæð- um við þeim jafnfætis,“ sagði Willum Þór. hjalti@frettabladid.is Við getum gengið stoltir frá borði Valsmenn eru úr leik í Evrópukeppni bikarhafa en liðið gerði markalaust jafntefli við Bröndby á Laugardals- velli í gær. Valsmenn töpuðu fyrri leiknum 3-1 og þar með er Evrópudraumur Hlíðarendapilta úr sögunni. STÁL Í STÁL Það var ekkert gefið eftir á Laugardalsvelli í gær. Valsmaðurinn Matthías Guð- mundsson er hér í harðri baráttu við einn leikmanna Bröndby. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Það er ótrúlegt að aðeins eitt mark hafi verið skorað þegar nýliðar Breiðabliks og Víkings áttust við í fyrsta leik tólftu umferðar Landsbankadeildarinn- ar í gær. Eina markið kom strax á áttundu mínútu en þrátt fyrir það var leikurinn nokkuð opinn og fjörlegur. Báðir markverðirnir áttu góðan leik, þá sérstaklega Hjörvar Hafliðason hjá Breiða- bliki sem varði tvívegis úr sann- kölluðum dauðafærum. Fyrstu mínútur leiksins voru heldur rólegar og Marel Jóhann Baldvinsson skoraði eina mark hans úr fyrsta alvöru færinu. Hann átti flottan einleik og náði góðu skoti að markinu sem Ingv- ar Kale, markvörður Víkinga, náði ekki að verja. Nokkrum mín- útum síðar fékk Viktor Bjarki Arnarsson sannkallað dauðafæri til að jafna metin en Hjörvar varði vel í marki heimamanna. Örstuttu síðar vildu síðan Vík- ingar fá dæmda vítaspyrnu þegar boltinn virtist fara í höndina á varnarmanni Blika en varð þeim ekki að ósk sinni. Vörn Víkinga virkaði mjög óörugg í fyrri hálf- leiknum og Valur Úlfarsson skor- aði næstum sjálfsmark um miðj- an fyrri hálfleik. Blikar voru mun hættulegri og hefðu vel getað skorað fleiri mörk fyrir hálfleik, hinn efnilegi Vikt- or Unnar Illugason fékk sann- kallað dauðafæri og var kominn framhjá Ingvari í markinu en Hörður Bjarnason, uppalinn leik- maður Breiðabliks, bjargaði á marklínu eftir laust skot Viktors. Þá fékk Arnar Grétarsson einnig mjög gott færi undir blálok fyrri hálfleiksins en Ingvar varði örugglega. Bakvörðurinn Árni Kristinn Gunnarsson átti síðan óvænt hörkuskot í upphafi síðari hálfleiks en enn og aftur varði Ingvar. Eftir þetta hresstust gestirnir talsvert og átti Arnar Jón Sigur- geirsson sannkallað dauðafæri eftir frábæran undirbúning Davíðs Rúnarssonar, en Hjörvar, sem átti stórleik í marki Breiða- bliks, varði glæsilega. Stuttu áður voru Blikar þó næstum búnir að bæta við marki en þá átti Marel fínt skot sem fór í stöngina og þaðan aftur fyrir endamörk. Blikar lögðu áherslu á varnarleikinn á lokakafla leiks- ins og drógu sig vel til baka og það skilaði tilætluðum árangri, því ekki náðu Víkingar að finna leiðina framhjá Hjörvari. Vík- ingar unnu fyrri viðureign lið- anna með þriggja marka mun en allt annað var að sjá til Breiða- bliks í þessum leik og sigur liðs- ins verðskuldaður. „Það er alltaf ákveðin stemning þegar við mætum Víkingi og þá er auðvelt að fá menn til að berjast. Það er einhver rígur á milli liðanna sem ég kann ekki nánari skýringar á. Við höfum bætt varnarleikinn frá því í upphafi tímabils,“ sagði Hjörvar Hafliðason eftir leikinn. Eins og fyrr sagði náði hann tví- vegis að verja frá Víkingum úr ótrúlegum færum. „Markvörður þarf að vinna fleiri stig en hann tapar og það var gaman að ná loks- ins að vinna stig. En við erum ekkert að fagna því að hafa komist í þriðja sæti því stöðutaflan er mjög furðuleg.“ - egm Breiðablik vann sér inn þrjú dýrmæt stig með sigri gegn Víkingum í gærkvöldi: Eitt Blikamark úr heilum haug af færum SVEKKTUR Marel Jóhann hefði getað skorað fleiri mörk en markið eina dugði til sigurs. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.