Fréttablaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 91

Fréttablaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 91
FÖSTUDAGUR 28. júlí 2006 43 Dagur Tími Lið Völlur 19:15 KR – Valur KR-völlur 19:15 HK/Víkingur – Fjölnir Víkingsvöllur 19:15 Breiðablik – Kefl avík Kópavogsvöllur 19:15 Stjarnan – ÍR Stjörnuvöllur 8 LIÐA ÚRSLIT KVENNA Föstudagur 28. júlí 2006 FÓTBOLTI Enn er óvíst um þátt- töku AC Milan í Meistaradeild- inni á næstu leiktíð. Eftir Ítalíu- skandalinn var sætið tekið af AC Milan þar sem 44 stig voru tekin af Mílanóliðinu fyrir síðasta tímabil. Félagið áfrýjaði dómn- um og eftir jákvæða niðurstöðu fékk það sæti sitt í deildinni á nýjan leik. UEFA er aftur á móti ekki ánægt með ákvörðunina og ætlar að kryfja málið til mergjar. Búist var við ákvörðuninni í gær en henni hefur verið frestað þar til í næstu viku en sérstök nefnd skoðar nú málið frá öllum hlið- um. Líklegast þykir að AC Milan haldi sæti sínu í Meistaradeild- inni en það þarf að taka þátt í þriðju umferð forkeppninnar. „Hvað stöðu AC Milan varðar er nefndin að skoða málið og mun ákveða hvort það sé viðeigandi að félagið taki þátt í Meistaradeildinni á tímabilinu 2006/2007. Eftir að nefndin hefur gert skýrsluna mun UEFA greina frá niðurstöðu sinni,“ sagði í yfirlýsingu frá UEFA. - hþh UEFA hefur enn ekki tekið ákvörðun: Milan í Meistaradeildina? FAGNA ÞEIR Í MEISTARADEILDINNI? Carlo Ancelotti og Gennaro Ivan Gattuso fagna sigri en óvíst er hvort þeir verði í Meistaradeildinni á næsta tímabili. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Sagan endalausa um Ruud Van Nistelrooy tók óvænta beygju í gærkvöldi þegar Real Madrid lýsti því yfir á heimasíðu sinni að félagið væri búið að kaupa Hollendinginn og að hann myndi skrifa undir þriggja ára samning við félagið í dag. Þessar fréttir fengust ekki staðfestar hjá Manchester United áður en Frétta- blaðið fór í prentun. Ruud van Nistelrooy æfir enn með Manchester United og Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hafnaði tilboði frá Real fyrri- partinn í gær og því kom yfirlýs- ing Real nokkuð á óvart enda kom hún aðeins nokkrum klukkustund- um síðar. „Þeir hækkuðu tilboð sitt örlít- ið en það tók því varla, þeir hækk- uðu það um einhverja smáaura. Við vitum hvað við viljum fá. Ef við ætlum að selja Ruud þá þurf- um við að fá góðan pening fyrir hann,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri United, eftir að hann hafði hafnað tilboðinu en félagið vonast til að fá um fimmtán milljónir punda fyrir Nistelrooy. „Hann er einn af bestu fram- herjum landsins og í Evrópu. Ef þú hugsar um að Andriy Shevchenko kostaði Chelsea 35 milljónir punda og að þeir eru á sama aldri, þá er málið einfalt,“ bætti Sir Alex Ferguson við. - hþh Sagan endalausa um Nistelrooy að enda? Fer Nistelrooy til Real Madrid í dag? NISTELROOY Er verðlagður á um fimmtán milljónir punda. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Fyrri leik liðanna Randers og ÍA í Danmörku lyktaði með 1-0 sigri Randers og því var ljóst að það yrði á brattann að sækja hjá ÍA. Það voru ágætar knattspyrnu- aðstæður á Akranesi í gær, þolan- lega hvasst og fagurgrænn völlur. Áhorfendur voru reyndar af skornum skammti og þeir létu vægast sagt lítið í sér heyra. Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið höfðu varann á og tóku engar áhættur. Miðjumenn danska liðsins tóku þó fljótt völdin af slöppum miðjumönnum Skaga- manna. Danirnir stýrðu algerlega umferðinni og hinn fljóti fram- herji, Djiby Fall, gerði varnar- mönnum ÍA lífið leitt oft á tíðum. Það var fátt sem benti til þess að ÍA myndi gera nokkuð í leikn- um þegar Hjörtur Júlíus Hjartar- son batt endahnútinn á laglega sókn heimamanna með hnitmið- uðu skoti í teignum eftir skalla- sendingu Heimis Einarssonar. Fram að markinu hafði ÍA átt eitt skot og það fór um 23 metra yfir markið. Skagamenn eru því í ágætum málum en þeir voru fljótir að glopra niður forskotinu því aðeins tveim mínútum síðar jafnaði Búlg- arinn Todor Yancev fyrir danska liðið með skalla eftir hornspyrnu. Reyndar voru Skagamenn í miklum vandræðum gegn föstum leikatriðum danska liðsins. 1-1 í leikhléi og Danirnir í vænlegri stöðu og þar að auki mun betri. Skagamenn gerðu eina breyt- ingu á liði sínu í leikhléi, tóku bak- vörðinn Pálma Haraldsson af velli og í hans stað kom Hafþór Ægir Vilhjálmsson. Hann fór út á kant- inn og ÍA um leið í þriggja manna vörn enda engu að tapa lengur. Þessi breyting skilaði ekki til- ætluðum árangri því sóknartil- raunir Skagamanna voru stein- geldar, rétt eins og í fyrri hálfleik, og leikmenn á borð við Þórð Guð- jónsson og Bjarka Gunnlaugsson voru lítið annað en farþegar í leiknum. Vörnin opnaðist að sama skapi meira hjá ÍA og virtist aðeins tímaspursmál hvenær gestirnir tækju forystuna. Þrátt fyrir ákjós- anleg færi vildi boltinn ekki inn hjá Dönunum og vó þar þungt frammistaða besta leikmanns ÍA, markvarðarins Bjarka Guðmunds- sonar, sem varði oft á tíðum vel. Næst komust Danirnir að skora þegar þeir skutu í þverslána. ÍA tók síðan forystuna þvert gegn gangi leiksins í uppbótar- tíma er Bjarni Guðjónsson skoraði úr víti. Of lítið og of seint. Hafþór Ægir fauk svo af velli með rautt skömmu síðar. „Þetta var dapurt og einhver leiðinlegasti leikur sem ég hef séð í langan tíma,“ sagði Arnar Gunn- laugsson, þjálfari ÍA, sem var í smart jakkafötum þar sem hann gat ekki leikið vegna meiðsla. „Töl- urnar gefa ekki rétta mynd af leikn- um því þeir voru vissulega betri. Við reyndum hvað við gátum en því miður gekk það ekki í dag.“ - hbg Randers-liðið var mikið betra en ÍA tókst samt að landa sigri sem dugði ekki til: ÍA úr leik þrátt fyrir sigur gegn danska liðinu Randers DANSKIR KLAUFAR Leikmann Randers fengu fjölda færa á Akranesi í gær og hér er það besta. Bjarki markvörður víðs fjarri en boltinn hafnaði í slánni. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR GOLF Sigmundur Einar Másson úr GKG hefur þriggja högga for- ystu eftir fyrsta daginn á Íslands- mótinu í golfi sem hófst á Urriða- velli í gær. Sigmundur kom í hús á 70 höggum, eða einu undir pari, en hann var sá eini sem lék undir pari vallarins. Gömlu kempurnar Úlfar Jóns- son og Tryggvi Valtýr Tryggva- son koma næstir á tveim höggum yfir pari eftir að hafa komið í hús á 73 höggum. Fjórir kylfingar eru síðan jafnir þar á eftir en það eru þeir Magnús Lárusson, Ólafur Þór Ágústsson, Auðunn Einars- son og Ómar Halldórsson. Slæmt gengi sumra af öflug- ustu kylfingum landsins á borð við Ólaf Má Sigurðsson og Sigur- páls Geirs Sveinssonar vakti athygli en Ólafur var á 79 högg- um en Sigurpáll á 80. Hjá konunum er Helena Árna- dóttir úr GR efst en hún kom í hús á 77 höggum eða sex yfir pari. Þær Ragnhildur Sigurðar- dóttir og Þórdís Geirsdóttir eru höggi á eftir Helenu. - hbg Sigmundur Másson efstur á Íslandsmótinu í golfi: Gömlu kempurnar minna á sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.