Fréttablaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 20
 8. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Sigur Rós á safni fyrir vestan Piltarnir í Sigur Rós komu við á safninu Melódíur minninganna hjá söngvaran- um Jóni Kr. Ólafssyni á Bíldudal þegar þeir voru á leiðinni í Selárdal í Arnarfirði fyrir skemmstu. Jón Kr. hefur safnað saman ýmsum munum á safninu sem varpa ljósi á tónlistarsögu landsins og því barst það í tal hvort kapparnir í Sigur Rós gætu ekki gefið safninu einhvern grip. Þótti þeim líklegt að brotinn gítar úr eigu þeirra gæti sómt sér vel þar og leist Jóni Kr. vel á það. Þegar Fréttablaðið spurði Jón Kr. hvort þetta væri gítar sem þeir hefðu brotið á tónleikum svaraði hann af sínu alkunna hispursleysi, „nei, ætli þeir hafi ekki sest á hann á einhverju fylleríinu.“ Þessi heimsókn er gott dæmi um það hvernig menningarlegt framtak íbúa á landsbyggðinni getur komið heima- byggðinni í brennidepil þegar svo ber undir. Syngja þjóðsöng í C-dúr Árni Johnsen söng brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyj- um í ár eins og hann hefur gert nær undantekn- ingalaust í 30 ár. Hann sagði í viðtali við Fréttablaðið að það væri mögnuð stund þegar fólkið risi á fætur og syngi þjóðsönginn en Árni hefur þann vana á að ljúka brekkusöng með þjóðsöngnum, sem hann leikur í C-dúr svo allir geti sungið með. Kannski að það ætti að breyta textanum í gamla Stuðmannalaginu og segja: „Það er eingin leið að hætta að syngja svona þjóðsöng í C.“ Guðslaun fyrir Skolla Hólmfríður Óskarsdóttir skellir ekki skollaeyrum við þegar neyð ber að en hún sendi vængbrotinn hrafn suður með flugi á eigin kostnað frá Vopnafirði til Reykjavíkur. Hrafninn, sem fljótlega fékk nafnið Skolli, fékk svo aðhlynningu í Fjölskyldu- og dýragarðinum. Ef hið fornkveðna reynist satt að guðslaun séu fyrir hrafninn þá er hún afar öfundsverð. jse@frettabladid.is Ofurlaun – hvað er til ráða? Fréttir af ofurlaunum forstjóra stórfyrirtækja og stjórnenda í fjármálafyrirtækjum hafa vakið hörð viðbrögð hjá almenningi. Þessar fréttir eru til marks um þá misskiptingu sem vaxið hefur hröðum skrefum í íslensku sam- félagi í tíð núverandi ríkisstjórn- ar. Við höfum þróast frá frændum okkar á Norðurlöndunum og er nú svo komið að ójöfnuður á Íslandi er orðinn jafn mikill og í Bret- landi en þar mun hann vera mest- ur í Evrópu. Þetta er meira en íslenskt samfélag þolir og mun slíta í sundur friðinn í samfélag- inu ef ekki er spyrnt við fótum. Gamla höfuðsyndin Rökin sem færð eru fyrir ofur- laununum eru gjarnan þau að fyrirtækin starfi í alþjóðlegu umhverfi og þetta sé einfaldlega það verð sem þau verði að greiða til að vera samkeppnishæf um gott fólk. Ég gef lítið fyrir þessi rök. Þau eru málsvörn fólks sem vill ekki horfast í augu við að það sem býr að baki þessum ofurlaun- um er gamla höfuðsyndin – græðgi. Í því efni eltir hver annan. Við hljótum hins vegar að krefjast siðrænna viðhorfa af fyrirtækj- um, efnafólki og þeim sem hagn- ast af hlutverkum sínum í samfélaginu. Einstaklingarnir sem um ræðir eru eflaust flestir hverjir hæfi- leikaríkir, útsjónasamir og vel vinnandi. En það eru líka margir aðrir sem láta sér þó nægja tals- vert minna endurgjald fyrir fram- lag sitt til samfélagsins. Samfélagslegar skyldur fyrirtækja Það heyrist æ oftar að það sé frumskylda fyrirtækjanna að skila sem mestum arði til eigenda sinna. Sá forstjóri sem stendur sig best í því að hækka hlutbréfin í fyrirtækinu svo eigendur geti inn- leyst umtalsverðan gróða á stutt- um tíma – sá forstjóri er talinn dýrmætastur og launum hans eru engin takmörk sett. Í umræðunni um kraftmikil fyrirtæki og stjórn- endur í útrás vill gjarnan gleym- ast að það er samfélagið sem gerir þeim kleift að starfa og skapar þeim aðstæður. Markaðurinn – þar sem fyrirtæki kaupa og selja – virkar ekki ef hann er ekki í sæmi- legri sátt við samfélag sitt og helstu stofnanir þess. Þess vegna bera fyrirtækin ríkar félagslegar skyldur. Með samstilltu átaki verkalýðs- hreyfingar, samtaka atvinnulífs- ins og stjórnvalda má auka félags- lega ábyrgð fyrirtækja verulega. Lífeyrissjóðir geta vísað veginn Á síðasta þingi voru gerðar ýmsar lagabreytingar sem eiga að stuðla að betri stjórnarháttum og upplýs- ingagjöf fyrirtækja. Flest er það til bóta – sérstaklega fyrir hluthafa - en dregur þó athyglina að því hversu lítill gaumur er gefinn að öðrum þáttum s.s. hagsmunum starfs- manna, umhverfis og samfélags. Í því efni geta lífeyrissjóðir lands- manna gegnt lykilhlutverki. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu stofnanafjárfestarnir hér á landi og eru í eigu yfir 170 þúsund íslenskra launþega. Í árslok 2005 voru eignir sjóðanna um 1.200 milljarðar sem er sama upphæð og öll viðskipti með hlutabréf á íslenskum markaði það ár. Lífeyris- sjóðirnir eru því efnahagslegt stórveldi. Þeir eru lifandi hluti af þjóðfélaginu og efnahagsmunstri þess og geta haft afgerandi áhrif á allar fjárfestingar. Ábyrgð þeirra er þ.a.l. mikil og ef þeir móta sér fjárfestingastefnu þar sem lögð er rík áhersla á félagslega ábyrgð fyrirtækja geta þeir haft gríðarleg áhrif á allan markaðinn. Fulltrúar verkalýðshreyfingar og atvinnu- rekenda í stjórnum sjóðanna hljóta að taka þetta til alvarlegrar skoð- unar. Sú aukna misskipting sem þró- ast hefur á Íslandi á sl. áratug er ekki tilviljun. Hún á rót sína að rekja til þeirra frjálshyggjuhug- mynda sem móta stefnu ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þessar hug- myndir vega að siðrænum viðhorf- um og samfélagsvitund. Þær ala á þeirri hugsun að það eigi hver að hugsa um sjálfan sig, skara eld að eigin köku. Í tíð núverandi ríkis- stjórnar hefur ójöfnuður aukist verulega ekki síst vegna þeirrar stefnu hennar að lækka skattbyrði hinna tekjuhæstu en þyngja skatt- byrðar þeirra sem lægri hafa tekjur. Andspænis þessum áhersl- um frjálshyggjunnar stillir Sam- fylkingin hugmyndum jafnaðar- stefnunnar um réttlæti, sanngirni og ábyrgð manns á manni. Þessar hugmyndir hafa átt ríkastan þátt í því að móta samfélög Norðurland- anna – réttlátustu samfélög sem enn þekkjast. Við viljum þróast í átt til þeirra en ekki frá þeim. Eftir 9 mánuði gefst okkur tækifæri til að velja nýja ríkisstjórn þar sem jöfnuður og réttlæti eru höfð að leiðarljósi. Nýtum það! Í DAG AUKIN MISSKIPT- ING Á ÍSLANDI INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur ójöfnuður aukist veru- lega, ekki síst vegna þeirrar stefnu hennar að lækka skattbyrði hinna tekjuhæstu en þyngja skattbyrðar þeirra sem lægri hafa tekjur. Andspænis þessum áherslum frjálshyggj- unnar stillir Samfylkingin hugmyndum jafnaðarstefn- unnar um réttlæti, sanngirni og ábyrgð manns á manni. Umfjöllun fjölmiðla af samkomuhaldi um verslunarmannahelgi ár hvert er athyglisverð. Fyrst er kynt undir spennuna í aðdrag-anda helgarinnar með því að spá í veðrið, hvert straumurinn liggur og þar fram eftir götunum. Á fimmtudegi og föstudegi fyrir helgina taka svo við viðtöl við ungt fólk á leiðinni á hátíð. Þá er iðulega mikið gert úr því hvað eigi að drekka mikið um helgina og stundum er þetta fólk þegar orðið ölvað. Strax á föstudagskvöldi og af fullum þunga á laugardegi hefst svo fréttaflutningur af slagsmálum, nauðg- unum og skemmdarverkum en yfirleitt er þó klykkt út með staðhæf- ingunni um að „að öðru leyti hafi allt farið vel fram“. „Að öðru leyti fóru hátíðahöld vel fram.“ Þetta er áhugaverð stað- hæfing og væri trúlega óvíða annars staðar en á Íslandi eftir fyrstu helgi ágústmánaðar höfð um annan eins darraðardans eins og verslunarmannahelgin er. Þarna hafa öll viðmið um hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi verið sveigð að þessum hátíðarhöldum sem þjóðin virðist samþykkja eins og þau eru. Á stundum tekur þessi sveigði fréttaflutningur beinlínis á sig fyndnar myndir eins og þegar sagt er að ekki hafi verið „teljandi ölvun“ á bindindismóti. Vitanlega fara hátíðahöldin vel fram hjá meginþorra fólks. Sem betur fer kemur mikill meirihluti heim ósár á sál og líkama utan ein- hverra eftirkasta af áfengisneyslu. Það breytir því þó ekki að ein nauðgun er óviðunandi með öllu og á aldrei að eiga sér stað. Sá atburður skilur eftir sig sár á sálu sem aldrei gróa að fullu. Það er því fráleitt að fullyrða að hátíðahöld hafi farið vel fram þar sem einni stúlku hefur verið nauðgað. Ein líkamsárás er líka óviðunandi, ungur maður hlýtur áverka og verður í sumum tilvikum aldrei samur. Hátíð þar sem einn maður er barinn hefur ekki farið vel fram. Skemmdir á eigum fólks eru annars eðlis. Engu að síður er óviðun- andi að eigendur bifreiða sem er lagt utan við heimili fólks sitji uppi með eignatjón eftir hátíðahöld sem annars „fóru vel fram“. Þá eru ótaldir margir tugir fíkniefnamála og síðast en ekki síst sú aukna hætta á umferðarslysum sem skapast í þessu gríðarlega umferðar- álagi og bílstjórar sumir hverjir lúnir eftir helgina. Frídagur verslunarmanna var hátíðisdagur verslunarmanna á sinni tíð. Nú er þessi helgi orðin lengsta helgi sumarsins og mesta ferða- helgi og líklega vinna engir meira en verslunarmenn um þessa helgi ef frá er talinn sá mikli fjöldi sem sinnir löggæslustörfum og hugsan- lega heilbrigðisstarfsmenn. Þeir sem græða eru seljendur vöru og þjónustu, auk hátíðarhaldara, en tekjur af verslunarmannahelgi leggja vissulega grunn að starfi einhverra íþrótta- og ungmennafélaga. Þeir sem bera kostnað eru almennir borgarar vegna aukins álags á lög- reglu (sem mótshaldarar greiða að vísu að hluta sums staðar), heilsu- gæsla og sjúkrahús, auk þeirra óheppnu einstaklinga sem verða fyrir skaða vegna skemmdarfýsnar fólks sem er að „skemmta“ sér. Þá eru ótalin þau óþægindi sem almennir borgarar verða fyrir og athyglisvert að heyra í fólki sem upplifir sig í herkví heima fyrir við að verja eigur sínar fyrir ágangi hátíðargesta. Spurning er hvort ekki sé mál að þessu linni. SJÓNARMIÐ STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR Í fréttaflutningi af verslunarmannahelgi breytast viðmið. Hátíðahöld fóru vel fram Það er því fráleitt að fullyrða að hátíðahöld hafi farið vel fram þar sem einni stúlku hefur verið nauðgað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.