Fréttablaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 8. ágúst 2006 3 Guðmundur Óli Scheving SKRIFAR UM MEINDÝR OG MEINDÝRAVARNIR Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið gudmunduroli@simnet.is. Þangflugan (Seaweed fly) Þangflugan (Coelopa frigida) er mjög sýnileg við t.d sjávarsíðuna. Flugan er svört og ekki óáþekk hús- flugunni en minni og kubbslegri. Hún getur verið mjög hvimleið og þar sem hún er er mikið af henni og sumir veggir á húsum hreinlega svartir af flugu. Þessi fluga er af fiskifluguætt. Þangflugulirfur forð- ast ljós og þurrk og lifa í dimmum og rökum þarabingjum í fjörunni. Þangflugan er tvívængja og er aðeins ein tegund af henni hér á landi. Frambolur er dökkur, grá- svartur með dökkum langröndum. Undanfarin ár hefur fólk kvartað undan ágangi þangflugunnar í og við híbýli manna við sjávarsíðuna og hefur verið úðað fyrir henni bæði innan dyra og utan. Í sjálfu sér er allt í lagi að úða innanhúss því það drepur þá flugur og önnur skordýr sem fyrir eru en úðun utan- húss í jarðveg gerir ekkert gagn og menn ættu að láta það alveg ógert. Þangflugan er ekki meindýr en pirr- ar fólk. Það borgar sig alltaf að fá mein- dýraeyði til að úða fyrir sig. Það er mjög auðvelt að koma í veg fyrir að þangfluga og aðrar flugur kom- ist inn með því að setja flugnanet í opnanleg fög, hurðir og glugga. Hægt er að fá þessi flugnanet hjá meindýraeyðum og fyrirtækjum sem selja gróðurvörur. Mjög nauð- synlegt er fyrir fiskverkendur, frysti- hús og útgerðarmenn að setja upp viðurkenndan búnað til að verja framleiðsluna fyrir flugum. Það er ekki góð auglýsing fyrir fyrirtæki ef fluga eða bjalla finnst í umbúðum utan af t.d. fiski eða í hráefninu sjálfu. Það er ódýrast og öruggast að fá fagmenn til verksins. Steinfluga (Plecoptera), (Capn- ia vidua) Steinfluga (Plecoptera), (Capnia vidua) er meðalstórt skordýr. Hún er með fjóra vængi og eru aftari vængirnir stærri. Steinflugur eru með ferkantað höfuð og flatvaxn- ar og eru með langa og þráðlaga fálmara. Flestar steinflugur eru með tvö löng skott en þó eru til tegund- ir sem eru með stutt liðskipt skott. Kvendýrin eru með fullvaxna vængi en karldýrin hafa dvergvaxna vængi. Fullorðin dýr eru léleg flugdýr. Það eru um 1700 tegundir til í heiminum en aðeins ein tegund hefur fundist hér á landi. Steinflugan tilheyrir blævængju- ætt sem er fjölskipaðasta ætt stein- flugna í heiminum og telur um 300 tegundir. Ungviði steinflugunnar nefnist gyðla (Capnia vidua) og lifir í vatni en fullorðnu dýrin á landi. Gyðlur finnast um allt land og eru algengastar á grýttum botnum ár og lækja. Þær sjást yfirleitt ekki fyrr en seinni hluta sumars, þá hálfvaxnar. Gyðlur steinflugunnar hafa tálkn til öndunar. Tálknin hverfa í síðustu hamskiptunum upp á landi þegar fullorðna dýrið byrjar nýtt líf. Gyðl- ur sumra tegunda eru rándýr en sú tegund sem þrífst hér er plöntuæta. Gyðlur steinflugunnar hafa fætur og skríða um á ár- og vatnsbotnum eða á gróðri. Þær skrapa ásætu- þörunga og grott með sterklegum kjálkunum en éta líka dýr og hræ sem verða á vegi þeirra. Ástæðulaust er að aðhafast neitt þó vart verði við steinflugu innan- húss. Í Póllandi hafa menn sett mynd af steinflugunni á frímerki. Steinfluga, hrossafluga og þang- fluga eru ekki meindýr og eru upp- lýsingar um þau hér sem hver annar fróðleikur. Óskaðu alltaf eftir að fá að sjá starfsskírteini útgefið af Umhverfis- stofnun og eiturefnaleyfi gefið út af lögreglustjóra/sýslumanni og það mikilvægasta er að viðkomandi hafi starfsleyfi frá viðkomandi sveita- félagi. Athugaðu hvort öll skírteini séu í gildi. Félagar í Félagi mein- dýraeyða eru með félagsskírteini á sér. Fáðu alltaf nótu vegna viðskipt- anna. Réttindi meindýraeyða og garðúðara frá erlendum ríkjum og félagasamtökum gilda ekki á Íslandi. Heimildir: Upplýsingar og fróð- leikur um Meindýr og varnir 2004. Hrossafluga, þangfluga, steinfluga, vorflugur - seinni hluti Steinfluga Grasflötin er oft höfuðverkur garðeiganda. Aðalvandi Íslendinga í ræktun grasflata er bleyta. Yfirleitt er sett allt of mikið moldarefni undir þökur sem bindur mikið vatn. Afleiðingin er oft sú að hitastig jarðvegsins er lægra sem veldur þá minni vexti. Á knattspyrnuvöllum er þess gætt að hafa undirlagið 70-90% sendinn jarðveg. Það hins vegar kallar á meiri umhirðu, bæði við vökvun og áburðargjöf. Falleg grasflöt kallar á mikið viðhald og natni en skilar sér margfalt þegar vel tekst til. Oft veldur grasblettur garðeig- endum áhyggjum vegna mosa. Á Suðvesturlandi stafar mosavöxt- urinn einkum af hinu raka sumar- veðri og rökum loftlausum jarð- vegi. Til að forðast mosann, þar sem rækta á gras, þarf að ræsa vel fram og yfirborðið á helst að vera sendið. Gras þarf birtu og áburð og það á að slá oft en ekki of nálægt rót. Afslegna grasið á ekki að raka af heldur leyfa því að liggja og endurnýja efsta moldarlagið. Til að stemma stigu við mosa má til dæmis grisja hávaxin tré og hleypið þannig birtu að grasflöt- inni, nota mosaeyði og/eða mosa- tætara til að fjarlægja mosann og gata flötina og setjið 3-5 cm lag af sandi yfir. Loks er svo hægt að nota áburð- arkalk (náttúrukalk) á grasflötina, um það bil 15 kg/100 m2 og blá- korn/graskorn um það bil 5 kg/100 m. Blákorn skal síðan bera á einu sinni í mánuði yfir sumartímann en skammturinn minnkaður um 1 kg í hvert skipti. Í sumum tilvik- um getur verið nauðsynlegt að leggja drenrör í lóðina til að minnka rakann í jarðveginum. Mosi dafnar best á rökum og skuggsælum stað. (heimild: www.husa.is) Umhirða grasbletta Fallegar grasflatir eru ekki sjálfgefnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ����������� Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Opið virka daga frá kl. 10-18 Lokað á laugardögum í júní og júlí ww w. de sig n.i s © 20 06 ������ �� � �� � ��������� �� � � � �� � � ��� ���� ������� ������� ������ ������������������������� ��������������������� �������������������������� ��������������������� ������������������������ ��������������������� ������������������������ ���������������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.