Fréttablaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 50
 8. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR26 menning@frettabladid.is ! Auður Gunnarsdóttir sópransöngkona og Andrej Hovrin píanóleikari flytja sönglög eftir Alban Berg, Jean Sibelius, Edvard Grieg og Sergei Rachmaninoff á sumartónleikum Listasafns Sigurjóns í kvöld. Auður Gunnarsdóttir stundaði nám í Söng- skólanum í Reykjavík undir handleiðslu Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og framhaldsnám í tónlist- arháskólanum í Stuttgart en hún hefur komið fram í ótal óperuhúsum í Þýskalandi, meðal annars sungið hlutverk Pamínu í Töfraflautunni og Donnu Elviru í Don Giovanni en hér heima hefur hún sungið hlutverk Mimiar í La Bohéme og Greifynj- unnar í Brúðkaupi Fígaró hjá Íslensku óperunni. Árið 1999 kom út geisladiskur- inn „Íslenskir söngvar“ þar sem Jónas Ingimundarson leikur með henni á píanó. Andrej Hovrin er af rússnesku bergi brotinn og nam píanóleik við tónlistar- skólann í Samara en hann hélt síðar til framhalds- náms í Stuttgart í Þýskandi þar sem hann sérhæfði sig í flutningi ljóðasöngs. Andrej hefur komið víða fram sem einleikari og kammermúsík- og ljóðapíanóleikari, t.d. í Svíþjóð, Þýskalandi, Grikklandi og á Ítalíu Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. ANDREJ HOVRIN PÍANÓLEIKARI OG AUÐUR GUNNARSDÓTTIR SÓPRANSÖNGKONA Flytja tónlist um bjartar nætur. Sumarleg sönglög í kvöld Martin Santander er arg- entínskur ljósmyndari sem ætlar að mynda íslensk andlit og kynnast kvikunni í þjóðarsálinni. Santander hefur haldið fjölda ljós- myndasýninga í virtum galleríum í París, Brussel og Barcelona og gefið út tvær ljósmyndabækur að auki og nú er komið að Íslandi. „Ég kom fyrst til Íslands árið 1986 þegar ég var á ferðalagi um Evr- ópu og Bandaríkin og millilenti hér. Þá var ég strax staðráðinn í að koma aftur og fanga það sem fyrir augun ber á mynd. Löngu síðar þegar ég bjó í Brussel eignaðist ég yndislegan íslenskan vin sem búsettur var í borginni í nokkur ár. Hann veitti mér innsýn í kynngimagnaða náttúru landins. Einnig benti hann mér á þau and- stæðu öfl sem einkenna víst bæði, íslenskt umhverfi og þá skapgerð sem fólkið geymir, er landið bygg- ir.“ Martin telur að innræti allra þjóða sé skilgetið afkvæmi umhverfisins. „Mér var sagt að náttúruöflin á Íslandi hefðu tvö andlit eins og fólkið. Hún er allt í senn hörð og blíð,“ útskýrir Martin. Auðvelt að kynnast fólki Hann segist þegar hafa sannreynt þessa kenningu um persónuleika landans á fyrstu þremur dögunum sem hann dvaldi hér. „Það er merkilegt hvað fólk virðist annað hvort furðulegt og fráhverft, eða opið og elskulegt. Ég vil þó ítreka að þeir sem tilheyra fyrrnefndu manngerðinni heyra til undan- tekninga, enda hafa langflestir tekið mér opnum örmum. Fjöldi fólks hefur jafnvel komið upp að mér á götum úti og tekið mig tali. Aðrir hafa vísað mér til vegar þegar ég villist um ranghala Reykjavíkurborgar og mér virð- ast Íslendingar almennt hlýir og kurteisir og að mínu viti er mjög auðvelt að kynnast fólki hér eins og í Argentínu. Það sem ég merki hvað rammast í þeirri taug sem auðkennir íslenskt lundarfar er einurð og hreinskiptni. Menn segja það sem þeir meina og meina það sem þeir segja. Það er ómet- anlegt í mannlegum samskiptum því smjaður og óheilindi eru tíma- eyðsla fyrir alla.“ Áhugi á jaðarsamfélögum Martin segir Reykjavík minna sig á borgina Ushuaia í Argentínu, en hún er syðsta borg veraldar. „Þegar maður heimsækir þennan stað er það eins og að koma á hjara verald- ar, dálítið eins og manni líður þegar hingað er komið. Landslagið er mjög sérstakt eins og á Íslandi og húsin í Ushuaia minna um margt á íslenskan byggingarstíl enda bjuggu Skandinavar á þessum stað í Argentínu um stund.“ „Ég hef mikinn áhuga á fólki, ástandi þess og aðstæðum eða hvað gerir fólk að því sem það er,“ segir Martin. „Kenningar samfé- lagshyggju höfða sterkt til mín, því ég trúi fremur á þátt samfé- lagsins í mótun einstaklinganna en að fólk fæðist með fullmótað eðli. Við komum fremur inn í þennan heim sem óskrifað blað og mótumst síðan af þeim aðstæðum sem við fæðumst inn í,“ áréttar Martin. „Ég hef ekki hvað síst áhuga á þeim sem almennt eru á jaðri samfélagsins eða búa í sam- síða heimum. Það er sem ljós- myndaefni. Jaðarfólk hrærir við mér, vekur með mér forvitni og kveikir áhuga á kynnum af reynsluheimi þess. Það var meðal annars vegna þessa sem ég dróst að samfélagi fólks sem býr á brota- járnsöskuhaugum rétt fyrir utan Brussel og gerði myndasyrpu af því í fyrra.“ Martin Santander mun ferðast um landið í 17 daga en hann kemur hingað í boði Flugleiða, er styrkt- ur af Leica sem er heimsþekkt ljósmyndamerki og íslenska utan- ríkisráðuneytinu í Brussel. Hann kemur aftur til landsins í haust og síðan í nóvember til að ljúka verk- efni sínu. Sýning á verkunum verður haldin í Institut supérieur pour l´étude du language plast- ique Brussels, frá desember 2006 til janúar 2007. bryndisbjarna@frettabladid.is ARGENTÍNSKI LJÓSMYNDARINN MARTIN SANTANDER „Íslensk náttúra er allt í senn hörð og blíð, eins og fólkið sem landið byggir.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Myndar íslensku hörkuna og blíðuna Kl. 10.00 Nú stendur yfir sýning á verkum norrænna listamanna sem tilnefnd voru til Carnegie Art Awards verðlaunanna í ár. Sýningunni lýkur 20. ágúst. > Ekki missa af... útvarpsleikritinu Tími nornar- innar ár Rás 1 en leikritið er byggt á spennusögu Árna Þór- arinssonar. Einar blaðamaður lifnar við á öldum ljósvakans. sumarsýningu Hafnarborgar, Hin blíðu hraun, þar sem myndlist- armenn úr ólíkum áttum vinna með hugmyndir um hraunið sem umlykur Hafnarfjörð. Sýn- ingarstjóri er Jón Proppé. listahátíðinni Art Fart sem hefst í næstu viku. Ungt og frumlegt listafólk sýnir hvað í því býr í húsakynnum Ó. Jónsson & Kaaber. Fimmtudaginn 10/8 Þriðjudaginn 15/8 Miðvikudaginn 16/8 Sunnudaginn 20/8 síðustu sýningar. Aðsóknarmesta sýning síðasta leikárs! Drepfyndinn gamanleikur í Reykjavík! Miðasala er þegar hafin! Miðasala í síma 551 4700 // opið 13:00-17:00 // www.midi.is //Austurbæjarbíó – Snorrabraut 37 Laugardaginn 12. ágúst kl. 20:00 Föstudaginn 18. ágúst kl. 20:00 Laugardaginn 19. ágúst kl. 20:00 Laugardaginn 26. ágúst kl. 19:00 Laugardaginn 26. ágúst kl. 22:00 Á ÞAKINU Sýnt í Landnámssetri í Borgarnesi Sýningar í ágúst og september Laugardagur 19. ágúst kl. 20 örfá sæti laus Sunnudagur 20. ágúst kl. 15 Sunnudagru 20. ágúst kl. 20 örfá sæti laus Föstudagur 25. ágúst kl. 20 uppselt Laugardagur 26. ágúst kl. 20 uppselt Laugardagur 2. sept kl. 20 Sunnudagur 3. sept kl. 15 Sunnudagur 3. sept kl. 20 LEIKHÚSTILBOÐ Tvíréttaður matur og miði Frá kr. 4000 - 4800 MIDAPANTANIR Í SÍMA 437 1600 PANTIÐ MIÐA TÍMANLEGA 17. ágúst - kl 20:00 - uppselt 18. ágúst - kl 20:00 - örfá sæti 24. ágúst - kl 20:00 - laus sæti 25. ágúst - kl 20:00 - laus sæti U pp sö fn uð h lu st un 1 2- 34 á ra y fi r vi ku na sa m kv . d ag bó ka rk ön nu n G al lu p ap rí l 2 00 6. Auglýsingasími: 550 5000 Í Reykjavík er alltaf eitthvað sem er nýjasta nýtt! Máttarstólpi Menningarnætur Menningarnótt 19. ágúst Máttarstólpi Menningarnætur Menningarnótt 19. ágúst Máttarstólpi Menningarnætur Menningarnótt 19. ágúst Máttarstólpi Menningarnætur Menningarnótt 19. ágúst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.