Fréttablaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 49
ÞRIÐJUDAGUR 8. ágúst 2006 25 TÓNLIST [UMFJÖLLUN] Sóðakjafturinn Merrill Nisker, betur þekkt sem Peaches, snýr nú aftur eftir þriggja ára þögn með fleiri soravísur fyrir sjóarana sem veiða á næturklúbbum bæjarins. Hún hefur víst aldrei áður eytt jafn miklum seðlum í að gera plötu, enda seldust hinar tvær alveg sæmilega. Platan hljómar nú samt eins og hún hafi verið gerð í svefnherberginu heima hjá henni. Bæði vegna hljóm- gæðanna og textainnihaldsins. Peaches hefur gert feril úr því að klæmast við hlustendur sína. Textarnir eru oft það ögrandi að það kæmi mér ekkert á óvart ef tón- list hennar væri algeng á stripp- stöðum um heim allan. Nú eru sex ár liðin frá útgáfu fyrsta slagara hennar, Fuck the Pain Away. Peaches, sem er fyrrverandi grunn- skólakennari, nálgast nú óðfluga fertugt og maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hversu lengi hún nennir að standa í því að leika djammdrottningu með brókarsótt. Ef hún heldur þessum leik áfram er mögulegt að hún endi sem paródía af sjálfri sér. Reyndar spilar hún lítið út á útlitið. Ólíkt flestum öðrum tónlist- armönnum í dag gerir hún engar til- raunir til þess líta út eins og klám- myndastjarna í von um að vera meira aðlaðandi fyrir fjöldann. Hún gerir frekar í því að líta út eins og konan á stolna heimamyndbandinu sem rakar sig ekki undir höndun- um. Eins og í tónlist hennar eru engar málamiðlanir gerðar þegar kemur að sjónrænu hliðinni. Hún nýtur þess að vega salt á því sem öðrum þykir siðsamlegt. Það eru kannski einhverjir búnir að gleyma því, en um það snerist rokkið í gamla daga, fyrir daga Rock Star Supernova. Peaches brýtur reglur og gengur eins langt og hún mögu- lega getur, og þess vegna er hún stjarna. Rokkstjörnur hafa ekki þol- inmæði í að „sækja um vinnu“ í nokkurra vikna vinsældakeppni í beinni útsendingu. Hversu lengi haldið þið að Kurt Cobain eða Jim Morrison hefðu enst í slíku rugli? Það er ekkert á þessari þriðju plötu sem lyftir Peaches á næsta plan sem tónlistarmanni. Þetta er nákvæmlega sama formúla og á hinum tveimur plötunum. Stand- pínutaktar undir einföldum hljóm- borðs- og gítarlínum, með grófum textum um hinn eilífa dans typpa og píkna. Í öðru lagi reynir hún svo að sannfæra okkur um að það sé til fiskur í Atlantshafi sem heitir Slipp- ery Dick. Hér leynast svo nokkrir skot- heldir poppslagarar, eins og Downtown og Two Guys (For Every Girl). Blygðunarlausar tilraunir til þess að komast í meginstraumsút- varp, með öllu saklausri textum sem Peaches gerir þó þokkafulla með frábærri tjáningu sinni. Öskr- in í You Love It eru svo alveg geð- veik! Þar er engu líkara en púkinn sem læddist í Lindu Blair í The Exorcist hafi rennt sér inn í Peaches þann daginn í stúdóínu. Niðurstaða; enn og aftur skilar Peaches af sér frábærri partíplötu. Birgir Örn Steinarsson Drottningin er enn með brókarsótt PEACHES IMPEACH MY BUSH Niðurstaða: Þriðja breiðskífa elektró- sorakjaftsins Peaches er svipuð og hinar tvær. Ögrandi, grípandi og stuðandi. ������� ������ ������������������ ������� ������ ������������������ ��� ��������� ��� ��������� ����� �������� ������� ��������� ����� ��������� Stúlknasveitin Pussycat Dolls hefur ákveðið að leita eftir nýjum meðlim í þætti sem ber hið frum- lega nafn The Search for the Next Pussycat Doll. Sigurganga þessar- ar sveitar hófst árið 1995 þegar stúlkurnar voru einungis dansar- ar í myndböndum en á síðasta ári gáfu þær út lögin Don‘t Cha og Stckwitu sem bæði náðu hæstu hæðum í Bretlandi. Sigurvegarinn verður sjálfkrafa hluti af sveitinni en hún samanstendur af sex með- limum sem hafa verið saman síðan 2003. Sveitin vakti fyrst athygli þegar hún bauð stórstjörnum á borð við Drew Barrymore, Charl- ize Theron og Nicoletta Sheridan að taka þátt í frekar erótískum dansýningum. Leitað að næstu kisu PUSSYCAT DOLLS Hafa vakið athygli í Bretlandi fyrir fiman limaburð og ágætis popplög. Meryl Streep mun verða þulur í nýrri heimildarmynd um fellibyl- inn Katrínu eftir leikstjórann Greg MacGillivray. Katrína olli gríðarlegum skemmdum í New Orleans og Louisiana-ríki og varð fjölda fólks að bana. Myndin verð- ur frumsýnd í New Orleans 29. ágúst en þá verður liðið ár frá því að hörmungarnar dundu yfir. Framleiðandinn Allen Toussaint, blúsarinn Tab Benouit og hin fjór- tán ára gamla Amanda Shaw verða einnig í myndinni. Reiknað er með að myndin verði síðan frumsýnd opinberlega um jólin. Streep talar um Katrínu MERYL STREEP Mun verða rödd kvikmynd- arinnar Hurricane on the Bayou sem frumsýnd verður í lok ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.