Fréttablaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 44
 8. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR24 – Mest lesið Þetta gæti tekið tíma Er fasteignin þín ekki í mest lesna fasteignablaðinu? Þegar hægist um á fasteignamarkaði er mikilvægara en nokkru sinni að auglýsa á besta staðnum. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup* lesa 40% fleiri Íslendingar á aldrinum 25–49 ára Allt-fasteignir en Fasteignablað Morgunblaðsins. Vertu viss um að eignin þín nái athygli sem flestra! *Samkvæmt könnun Gallup, maí 2006 F í t o n / S Í A Þjóðmenningarhúsið, eða Safnahúsið eins og það er oft kallað, var reist á árunum 1906 til 1908 en ekki formlega opnað fyrr en árið 1909. Helsti hvatamaður að byggingu húsins var Hannes Hafsteinn ráðherra, en í bygg- ingarnefnd sátu auk hans meðal annars Guðmundur Björnsson landlæknir og Tryggvi Gunnarsson bankastjóri, sem einnig hafði séð um byggingu Ölfusárbrúar. Daninn Johannes Magdahl Nielsen var arkitekt hússins en þó er skemmtileg staðreynd að hann kom aldrei til landsins til þess að fylgj- ast með eða stjórna byggingu þess, en það var Trésmíðafélagið Völundur sem sá um að reisa bygginguna. Utan á veggi húsins eru letruð nöfn átta merkra manna úr íslenskri bókmenntasögu. Húsið var á sínum tíma reist fyrir Landsbókasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands en helsta markmið þess nú er að vera vettvangur til að kynna íslenska sögu og menningararf. (Heimild: www.thjodmenning.is) ÞJÓÐMENN- INGARHÚSIÐ Draumahús Heimis í Á móti sól er umkringt trjám og vötnum í Lúxemborg. Það er Heimir Eyvindarson, tónmenntakennari og hljómborðsleikari í Á móti sól, sem lýsir fyrir okkur draumahúsinu sínu að þessu sinni. „Ég er sennilega búinn að sjá það, þó ég hafi ekki sigtað það sérstaklega út. Það er í kringum Lúxemborg. Við spiluðum þar í vetur og keyrðum aðeins um sveitina þar í kring. Þetta er til dæmis alveg brilljant staður til að vera með fjölskyldu og rosalega fallegt og stutt í allar áttir. Svæðið heillaði okkur, sem og samfélag Íslendinga. Það er góð stemning á þessu svæði. Þarna er fullt af trjám og litlum vötnum og ég mundi vilja hús sem stæði við svona lítið vatn. Samt það grunnt að enginn gæti farið sér að voða í því. Svo væri löng heimreið að húsinu og allt væri þakið í trjám, maður mundi keyra í gegnum trjágöng. Húsið sjálft væri hvítt í kastalastíl og mjög stórt. Nógu stórt til að ég geti haft stúdíó og heitan pott á efstu hæðinni. Svo er skilyrði að hafa vinnukonu, helst færeyska. Ég held að þær séu mjög duglegar og taki ekki mikil laun.“ Heimir á þrjú börn með konu sinni og segir því nauðsynlegt að hafa alls konar leiktæki á lóðinni. „Og góðan bílskúr fyrir tvo bíla. Svo er klárlega billjardborð einhvers staðar, ég er bara ekki búinn að staðsetja það. Og borðtennisborð líka.“ Heimir segir lítið að gera hjá sér þessa dagana, hann liggi bara heima og bíði eftir Magna. „Við erum að undirbúa plötu sem á að koma út fyrir jól. Við erum að verða búnir með allt sem við getum gert án hans,“ segir Heimir að lokum. DRAUMAHÚSIÐ MITT: HEIMIR EYVINDARSON HLJOMBORÐSLEIKARI Hvítur kastali með stúdíói Sala fasteigna á höfuðborgar- svæðinu hefur dregist mikið saman á undanförnum vikum en færst í aukana á Akureyri. Alls seldust 465 fasteignir í síð- asta mánuði á höfuðborgarsvæð- inu. Þær voru hins vegar 600 í júní síðastliðnum og fækkunin milli mánaða nemur 22,5 pró- sentum. Annað er uppi á teningn- um þegar horft er til Akureyrar. Þar seldist 41 fasteign í júlí en 25 í júní, þannig að þar jókst salan um hvorki meira né minna en 64 prósent. Þegar tölur milli ára eru born- ar saman kemur í ljós að dregið hefur úr fasteignasölu bæði norðan heiða og sunnan. Í fyrra seldust 725 eignir í júlí á höfuð- borgarsvæðinu og mismunurinn milli ára er fækkun um tæplega 36 prósent. Á Akureyri voru sölurnar 88 í júlí í fyrra svo fækkunin nemur 53 prósentum. Fasteignaverðið hefur samt hækkað frá því í júlí í fyrra. Á höfuðborgarsvæðinu var meðal- verð á hvern samning nú 25,6 milljónir á móti 23,5 milljónum í fyrra og á Akureyri var meðal- verð nú 17,75 en í fyrra 14 millj- ónir. Sala eykst á Akureyri Fasteignasala hefur aukist á Akureyri síðustu vikur. SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 16/6- 22/6 202 23/6- 29/6 117 30/6- 6/7 121 7/7- 13/7 116 14/7- 20/7 126 21/7- 27/7 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.