Fréttablaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 22
[ ]
Í garðskála Sigurðar Þórð-
arsonar og Sigrúnar Andrés-
dóttur er að finna forsögulegt
tré sem lengi vel var talið út-
dautt. Þetta er Ginkgo biloba,
musteristréð.
Musteristré er eina tegundin sem
eftir lifir af áður stórri fylkingu
plantna. Þessi ætt var vel þekkt úr
steingervingasögunni en fram til
1690 var hún talin útdauð. Allt þar
til þýskur landkönnuður, Engelbert
Kaempfer, fann tré ólíkt öllum
öðrum í klausturgarði í Nagasaki í
Japan.
Musteristré er nú að finna víða
um heim og eru nokkrar plöntur
hér á Íslandi. „Ég fékk tréð árið
1993 og þá var það 30 sentímetra
hátt,“ segir Sigurður, sem auk þess
að vera verkfræðingur og líffræð-
ingur var í stjórn Garðyrkjufélags
Íslands í 20 ár. „Ég geymi það úti í
garðskála en það vex frekar hægt.
Það tók nú samt kipp í sumar og er
búið að vaxa einhverja 40 sentí-
metra.“ Tréð er nú orðið um 170
sentímetra hátt en við réttar
aðstæður geta musteristré orðið
allt að 50 metra há, þó svo að þau
verði sjaldan hærri en 35 metrar.
Þetta ætti að útiloka musteristré
sem stofuplöntu og eins og Sigurð-
ur bendir á fellir það einnig laufin,
sem þykir lítil prýði innandyra yfir
langa vetrarmánuði.
Musteristré verða mjög gömul
og í Kína hafa fundist núlifandi tré
sem talin eru yfir 1.500 ára gömul.
Þetta þýðir að þeim var plantað í
klausturgarðinn á svipuðum tíma
og hinar myrku miðaldir hófust.
Auk þess að vera langlíf eru trén
afskaplega hörð af sér og vinsæl á
þéttbýlum svæðum þar sem þau
þrífast betur en flest önnur tré.
Fyrir utan að vera eina núlifandi
tegund sinnar fylkingar er musteris-
tréð merkilegt fyrir margar sakir.
Það er eins konar millistig milli ber-
frævinga og dulfrævinga en til
glöggvunar má geta þess að barrtré
eru berfrævingar á meðan lauftré
og blómplöntur eru dulfrævingar.
Ginkgo Biloba extrakt er framleitt
úr musteristrjám en efnið hefur
blóðþynnandi áhrif, er afoxandi og
margir trúa því að það geti bætt
minni og hefur því meðal annars
verið beitt í baráttunni gegn
Alzheimar.
Öfgafyllsta dæmið um lífskraft
musteristrjáa er að finna í
Hiroshima. Í innan við tveggja kíló-
metra fjarlægð frá þeim stað sem
kjarnorkusprengjan féll árið 1945
fundust fjögur lifandi musteristré,
illa sviðin en heilbrigð að öðru leyti.
Á meðan allt annað líf slökknaði
stóðu trén kjarnorkusprengju af sér.
Engan þarf því að undra heilagleika
musteristrjáa í augum búddista og
konfúseista. tryggvi@frettabladid.is
Lifandi steingervingur
Orðið ginkgo þýðir „silfurapríkósa“ á kantónsku. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blöð musteristrésins hafa sérkennilega lögun.
Reykskynjarar eru nauðsynlegir í öll hús, heimilið jafnt
sem sumarbústaðinn.
Formaco • Fossaleynir 8 • 112 Reykjavík • Sími: 577 2050 • Fax: 577 2055 • www.formaco.is
ÞARFTU AÐ LOSA ÞIG VIÐ VIÐHALDIÐ?
Veldu glugga vegna lítils viðhalds, góðrar hönnunar, gæða,
útlits, endursölu og 10 ára ábyrgðar.
Vertu viss um að gluggarnir séu - Spurðu fasteignasalann.
RYKBURSTINN VINSÆLI
Þyrlar ekki upp ryki heldur
safnar því í sig. Góður hvar sem
rykugt er t.d. á mælaborðið í
bílnum, rimla- og strimlatjöld,
húsgögn, rafmagnstæki, tölvur,
skjái og annan húsbúnað.
Verð 1500 kr.
www.daggir.is
s: 462-6640
����������������
��������������������
���������������������������
���������������������
������������������������������
�������������������������
������������������������
������������������������
�����������������������
����������������������
����������������������
��������������� ���������
Handrið og
stigasmíði
Mikið úrval af handriðum inni
sem úti. Stigar fáanlegir á lager
- Gerum tilboð í sérsmiði.
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir