Fréttablaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 48
8. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR
KEMUR ÚT ALLA FIMMTUDAGA
Ágúst og Þorbjörg
Ganga í það heilaga í Dómkirkjunni
Katrín Hermannsdóttir
Fljúgandi þula með kennaramenntun
Tinna Alavis
Heillast af einlægni og heiðarleika
NÝTT&FERSKARA
HÉR&NÚ Ég er Íslendingur og sem slíkur
hefur mér verið
innrætt ákveðið
landlægt gildis-
mat. Í samræmi
við það var mér í
æsku kennt var að
fara út að leika
mér ef veðrið var
gott. Ég gerði það samviskusam-
lega. Þetta var í árdaga tölvubylt-
ingarinnar og þrátt fyrir að ég
væri einn af þeim fyrstu til að fá
leikjatölvu lá hún ónotuð á blíð-
viðrisdögum. Ég fór heldur út í
eina krónu með öllum krökkunum
í götunni, spilaði fótbolta þar til
svo dimmt var að boltinn sást
ekki, stillti upp stórorustum í
sandkassanum með tindátum og
lét svo sprengjunum (steinum)
rigna þangað til mamma kallaði
mig inn að sofa.
Ég bý ennþá að þessari arfleifð.
Í hvert einasta skipti sem lægir á
kvöldin og veðrið verður blítt fæ
ég óheyrilega þörf fyrir að fara út.
Ég hef ekkert að gera úti. Ég er
jafnvel búinn að hamast úti allan
daginn og er orðinn örþreyttur og
þarf að mæta snemma í vinnuna
daginn eftir. Samt sem áður nagar
samviskubitið mig ef ég fer ekki
út. Góða veðrið skal nýta því það
kemur svo sjaldan.
Þetta er víst afskaplega
íslenskt. Varla finnst sá maður
hérlendis sem ekki fær samvisku-
bit ef hann hangir inni að nauð-
synjalausu ef sólin skín. Sólskin
er munaðarvara og hiti upp á 15
stig er eins og sólmyrkvi í augum
Íslendinga. Allir verða að komast
út að fylgjast með fyrirbærinu.
Margir vinnustaðir gefa sólarfrí,
starfsfólk tekur sér lengri pásur
og mötuneytin taka upp á því að
grilla úti í hádeginu. Samfélags-
gangverkið hægir á sér og hættir
að hugsa um hagvöxt og snýr sér
að brosframleiðslu.
Hagfræðingar myndu segja að
þetta væri spurning um framboð
og eftirspurn. Eftirspurn okkar
eftir sumaryl og framboð veður-
guðanna á heiðríkju. Eitthvað
verður að breytast, því sem stend-
ur annar framboðið hvergi nærri
eftirspurn.
STUÐ MILLI STRÍÐA Framboð og eftirspurn
TRYGGVI GUNNARSSON FÆR SAMVISKUBIT Í GÓÐU VEÐRI.
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
■ Pondus Eftir Frode Øverli
Þú ert fínn í
tauinu í dag,
Günther.
Ja! Í dag
fer Ich í
spariskóna,
gut, na ja?
Ich skal rölta
að Schpari-
sjóðurinn í
Zkólavörðu-
stígur!
Af hverju að
flýta sér? Það er
lítill banki niðrá
horni!
Hahaha! Náðirðu
þessum?! Lítill
banki!
Ókei! High
five! Úps...
fyrirgefðu!
Hættu þessu Jói! Við
þurfum ekki fleiri
geðilla lágvaxna
þýskumælandi
menn með
yfirvaraskegg!
En frú Öxi er
staðráðin í því að
gera líf mitt að
hreinu helvíti!
Palli, Frú Öxi kennir
áreiðanlega í kring-
um 200 nemend-
um á hverjum degi.
200 mismunandi einstakl-
ingum sem þurfa ráðgjöf,
leiðsögn og gagnrýni.
Heldurðu virkilega að hún sitji á
nóttunni og finni upp á leiðum
til að eyðileggja líf þitt?
Tjah,
þegar þú
segir það
þannig...
Leiðir til að
eyðileggja
líf Páls
Jóhannes-
sonar.
ÞRÁHYGGJU-
MIÐSTÖÐIN
Bankið sjö
sinnum og
gangið svo
inn.
Sísí sá sól
Sísí sá stóra sól
Sól, sísí, sá
Siggi sá.
Hmmm...
Spennan eykst.
Við teiknuðum bókamerki, saum-
uðum það saman í saumavél,
tókum til inni hjá mér, settum nýj-
ar reimar í skóna mína, löguðum
rennilásinn í buxunum mínum,
tókum til í fataskápnum mínum
og tókum saman púsluspilið mitt.
Jahá.
Svo
borðuð-
um við
morgun-
mat!
Ég panta kínverskan mat. Hvað eru
margar vikur
eftir af sumar-
fríinu?