Fréttablaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.08.2006, Blaðsíða 2
2 8. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR VIÐSKIPTI Marel hefur keypt danska matvælavélaframleið- andann Scanvaegt International á 109,2 milljónir evra, eða sem nemur tæplega 9,9 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækið segir að með kaup- unum aukist velta þess um yfir 100 prósent á árinu, en Marel keypti einnig nýverið breska fyrirtækið AEW Delford. Marel og Scanvaegt starfa áfram á markaði sem tvær aðskildar rekstrareiningar með sín eigin vörumerki. Hörður Arnarson, forstjóri Marels, segir mikla hagræðingarmöguleika nýtast í fyrirsjáanlegum vexti starfseminnar og býst ekki við samdrætti í mannahaldi. „Orð- spor Scanvaegt er afar gott og vörur þess framúrskarandi,“ segir hann og kveðst líta á kaupin sem stórt skref við innleiðingu á stefnu Marel um að vera í for- ystu á alþjóðlegum markaði í þróun og markaðssetningu á sviði matvælavéla. Í febrúar sagðist fyrirtækið ætla að þrefalda velt- una á næstu þremur til fimm árum. Með viðskiptunum eignast Lars Grundtvig, stjórnarformað- ur Scanvaegt, og fjölskylda átján prósenta hlut í Marel og verða þar þriðji stærsti hluthafi. Lárus Ásgeirsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Marels, leiðir starfsemi Scanvaegt ásamt Erik Steffensen, núverandi fram- kvæmdastjóra. Hjá Marel samstæðunni starfa nú yfir 2000 starfsmenn, þar af um 350 á Íslandi, 795 í Danmörku, 380 í Bretlandi, auk starfsmanna á yfir 30 söluskrifstofum víða um heim. Landsbanki Íslands veitti Marel ráðgjöf við kaupin Scan- vaegt International. - óká Marel hf. kaupir keppinautinn Scanvaegt International í Danmörku: Starfa undir eigin merkjum ÁRNI ODDUR OG HÖRÐUR Árni Oddur Þórðarson stjórnarformaður og Hörður Arn- arson, forstjóri Marels, gengu frá kaupum á Scanvaegt í Árósum í Danmörku í gær. TOLLURINN Sigurður Elísson þarf að sitja tvo daga í fangelsi borgi hann ekki 5.000 króna sekt fyrir að koma með gaskveikjara frá Aserbaídsjan til landsins. Hann hyggst ekki borga sektina. Sigurður keypti kveikjarann, sem er í byssulíki, í Aserbaídsjan þar sem hann var með fjölskyldu sinni og tók hann með sér í far- angrinum heim. Í Keflavík var kveikjarinn gerður upptækur og fékk Sigurður bréf frá sýslumanni nokkrum dögum seinna með þess- um afarkostum. „Þetta er eins kveikjari og hægt er að kaupa í hundraðatali í Kolaportinu og tób- aksbúðum. Ég ætla sko ekki að borga,“ segir Sigurður. - sgj Maður sætir afarkostum: Fer í fangelsi vegna kveikjara LÖGREGLUMÁL Þrír tæplega tvítug- ir menn réðust á konu neðarlega á Laugaveginum aðfaranótt mánu- dags, slógu hana í andlitið og hrifs- uðu af henni veski. Konan, sem er erlendur ferða- maður í heimsókn hér á landi, leit- aði aðstoðar á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Athugull nágranni tilkynnti um grunsamlegar ferðir þriggja manna á horni Njálsgötu og Vita- stígs til lögreglu nokkrum mínút- um síðar. Þegar lögregla kom svo á staðinn voru þar árásarmennirn- ir þrír sem konan hafði tilkynnt. Því má segja að þeir hafi verið gripnir glóðvolgir og fékk konan alla muni sína til baka og þakkaði hún lögreglu vel og innilega. - æþe Þrír menn réðust á konu: Slegin í andlit- ið og rænd SLYS Kona á fertugsaldri lét lífið í bílslysi á Suðurlandsvegi við Langastaði í Flóahreppi, um hálf eittleytið aðfaranótt mánudags. Konan, sem var ein á ferð, ók fólksbíl sínum í vesturátt, áleiðis til Reykjavíkur, þegar hún ók framan á jeppabifreið sem kom akandi úr gagnstæðri átt. Jeppa- bifreiðin valt við áreksturinn og kviknaði eldur í henni. Þrír karl- menn sem í henni voru náðu að forða sér út áður en bifreiðin varð alelda. Þeir sluppu án teljandi meiðsla en voru færðir til aðhlynn- ingar á sjúkrahús á Selfossi. Þeir voru útskrifaðir samdægurs. Konan var með lífsmarki þegar sjúkralið kom á vettvang og var óskað eftir þyrlu Landhelgisgæsl- unnar til að flytja konuna á slysa- deild. Hún lést áður en þyrlan kom á slysstað. Að sögn lögreglu voru aksturs- aðstæður eins og best verður á kosið. Tildrög slyssins eru ókunn en málið er í rannsókn lögreglunn- ar á Selfossi. Báðar bifreiðarnar eru taldar gjörónýtar eftir árekst- urinn. Ekki er hægt að birta nafn hinn- ar látnu að svo stöddu. - æþe Kona á fertugsaldri lést í bílslysi á Vesturlandsvegi í Flóahreppi í fyrrinótt: Látin áður en þyrlan kom LÖGREGLUMÁL Um fimm þúsund manns gistu í Ásbyrgi aðfaranótt laugardags eftir tónleika Sigur Rósar. Talsverður erill var hjá lög- reglunni á Húsavík vegna þessa. Fimm einstaklingar voru tekn- ir með fíkniefni í fórum sínum á tónleikum Sigur Rósar á föstu- dagskvöldinu. Um svokallaða neysluskammta var að ræða í öllum tilfellum; smáræði af hassi, amfetamín og kókaín. Lögregla var kölluð til á laugar- dagsmorgun vegna stympinga manna á milli á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi og talsverður erill var hjá lögreglu þann dag vegna tónleika- gesta sem létu ófriðlega. - æþe Fíkniefnamál í Ásbyrgi: Fimm teknir með fíkniefni BANASLYS Á SUÐURLANDSVEGI Kona á fertugsaldri lést í árekstri á Suðurlands- vegi aðfaranótt mánudags. Aðkoman var hrikaleg á slysstað. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Egils- stöðum handtók aðfaranótt mánu- dags fjórtán mótmælendur sem farið höfðu inn á vinnusvæði við Kárahnjúkavirkjun og meðal ann- ars hlekkjað sig við vinnuvélar og truflað framkvæmdir. Tveir mót- mælendanna voru íslenskir en tólf erlendir. Framkvæmdaraðilar á svæðinu hafa lagt fram kæru vegna athæfisins og er það nú í rannsókn hjá lögreglunni á Egilsstöðum. Mótmælendunum sem voru hand- teknir í fyrrinótt var sleppt úr haldi um miðjan dag í gær. Þá hefur tjaldbúðum mótmæl- enda undir Snæfelli verið lokað og gestir þar verið sendir á brott. Í tilkynningu frá Lárusi Bjarna- syni, sýslumanni á Seyðisfirði, kemur fram að lögreglunni hafi borist beiðni frá umráðaaðila landsins sem mótmælendur hafa hafst við á undanfarið um að þeir verði fjarlægðir af svæðinu. „Það er mikilvægt að lögreglan hagi sér samkvæmt sínum vinnu- reglum. Þeir hafa bent á mikinn kostnað við löggæslu á virkjunar- svæðinu en að okkar mati verður það að teljast eðlilegur kostnaður þegar um svona framkvæmd er að ræða,“ segir Bjarki Bragason, talsmaður Íslandsvina, sem skipu- lögðu tjaldbúðirnar undir Snæfelli í upphafi. Hann segir sjálfsagt að fólk mótmæli þessum fram- kvæmdum og að það sé hluti af tjáningarfrelsi einstaklinga. Hins vegar hafi mótmælendurnir sem handteknir voru í fyrrinótt ekki verið á vegum Íslandsvina heldur sjálfstæðir einstaklingar. „Það er spurning hvort yfir- stjórn lögreglumála í landinu vill reka lögreglu sem nýtur trausts borgaranna og hagar sér í sam- ræmi við almennar lýðræðisvenj- ur eða hvort lögreglustjórnin vill láta lögregluna ganga fram án til- lits til réttinda borgaranna,“ segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttar- lögmaður. Hann segir að ef vilji sé fyrir hinu fyrrnefnda verði að fara fram rannsókn á því sem þarna gerðist og þeir sem beri ábyrgð vera dregnir til ábyrgðar. „Landsvirkjun fer hvorki með lögregluvald né dómsvald í ríkinu en lögreglan hlýddi þeim,“ segir Ragnar. hnefill@frettabladid.is Lögregla lokaði í gær búðum mótmælenda Fjórtán mótmælendur voru handteknir við Kárahnjúkavirkjun í fyrrinótt og tjaldbúðum mótmælenda við Snæfell hefur verið lokað. Íslandsvinir segja mikilvægt að lögregla hagi sér samkvæmt sínum vinnureglum. MÓTMÆLENDUR VIÐ KÁRAHNJÚKA Lögregla handtók fjórtán mótmælendur á vinnusvæði við Kárahnjúkavirkjum í fyrrinótt en þeim var sleppt úr haldi um miðjan dag í gær. Þá hefur tjaldbúðum við Snæfell verið lokað. MYND/GUNNAR GUNNARSSON LÖGREGLUMÁL Töluvert var um skemmdarverk á Akureyri í fyrri- nótt. Þá voru rúður brotnar í um þrjátíu bílum í bænum aðfaranótt mánudags og rúða í íbúðarhúsi brotinn. Hermann Karlsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir menn þar á bæ nokkuð sátta við helgina. Alls komu um sextíu fíkni- efnamál inn á borð lögreglunnar, þar sem aðallega var um að ræða neysluskammta af hassi, amfetam- íni og kókaíni. Eitt kynferðisafbrot var kært til lögreglu og ein líkamsárás þar sem maður var sleginn í andlitið að ástæðulausu með þeim afleiðing- um að hann kinbeinsbrotnaði. - æþe Helgin á Akureyri: Um þrjátíu bílar skemmdir EFNAHAGSMÁL Credit Suisse telur ólíklegt að krónan styrkist á næst- unni vegna ójafnvægis í hagkerfinu, sem stafar einkum af miklum við- skiptahalla. Bankinn býst heldur við lækkun hennar á næstu mánuðum, eða þar til skýr merki sjáist um við- snúning til hins betra í hagkerfinu. Greinendur eru heldur á því að dragi úr viðskiptahalla á næstunni. Í greiningunni er reiknað með að verðbólga haldi áfram að aukast og fari hæst í tíu prósent vorið 2007. Býst bankinn við að Seðlabankinn hækki stýrivexti um 75 punkta á næstu tveimur vaxtaákvörðunar- fundum til að stemma stigu við verðbólgu. Þrátt fyrir tíðar vaxta- hækkanir hafi raunvaxtamunur við útlönd farið minnkandi. - eþa Ný skýrsla frá Credit Suisse: Styrking krónu ósennileg SPURNING DAGSINS Helgi, er þetta agaleysi agalega bagalegt? „Það er verið að sýsla með skattpen- ingana okkar, þannig að sannast hið fornkveðna: Aðgát skal höfð í nærveru opinbers fjár.“ Rúmlega fjórðungur fjárlagaliða fór fram úr heimildum sínum á síðasta ári. Helgi Hjörvar þingmaður hefur gagnrýnt þetta og kallað það agaleysi ríkisstjórnarinnar. Drepinn vegna mp3-spilara Ungur Pólverji hefur verið ákærður fyrir að stinga belgískan dreng til bana, ræna mp3-spilara sem hann átti og flýja til Póllands. Morðið vakti óhug í Belgíu en atvikið náðist á öryggismyndavél. BELGÍA Erindreki særist Danskur erindreki særðist alvarlega þegar ráðist var á hann og fjölskyldu hans á hóteli nærri höfuðborg Kenía, aðfaranótt fimmtudags. Talið er að árásarmennirnir hafi brotist inn í leit að þýfi. DANMÖRK M YN D /EG ILL B JA R N A SO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.