Fréttablaðið - 08.08.2006, Síða 2

Fréttablaðið - 08.08.2006, Síða 2
2 8. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR VIÐSKIPTI Marel hefur keypt danska matvælavélaframleið- andann Scanvaegt International á 109,2 milljónir evra, eða sem nemur tæplega 9,9 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækið segir að með kaup- unum aukist velta þess um yfir 100 prósent á árinu, en Marel keypti einnig nýverið breska fyrirtækið AEW Delford. Marel og Scanvaegt starfa áfram á markaði sem tvær aðskildar rekstrareiningar með sín eigin vörumerki. Hörður Arnarson, forstjóri Marels, segir mikla hagræðingarmöguleika nýtast í fyrirsjáanlegum vexti starfseminnar og býst ekki við samdrætti í mannahaldi. „Orð- spor Scanvaegt er afar gott og vörur þess framúrskarandi,“ segir hann og kveðst líta á kaupin sem stórt skref við innleiðingu á stefnu Marel um að vera í for- ystu á alþjóðlegum markaði í þróun og markaðssetningu á sviði matvælavéla. Í febrúar sagðist fyrirtækið ætla að þrefalda velt- una á næstu þremur til fimm árum. Með viðskiptunum eignast Lars Grundtvig, stjórnarformað- ur Scanvaegt, og fjölskylda átján prósenta hlut í Marel og verða þar þriðji stærsti hluthafi. Lárus Ásgeirsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Marels, leiðir starfsemi Scanvaegt ásamt Erik Steffensen, núverandi fram- kvæmdastjóra. Hjá Marel samstæðunni starfa nú yfir 2000 starfsmenn, þar af um 350 á Íslandi, 795 í Danmörku, 380 í Bretlandi, auk starfsmanna á yfir 30 söluskrifstofum víða um heim. Landsbanki Íslands veitti Marel ráðgjöf við kaupin Scan- vaegt International. - óká Marel hf. kaupir keppinautinn Scanvaegt International í Danmörku: Starfa undir eigin merkjum ÁRNI ODDUR OG HÖRÐUR Árni Oddur Þórðarson stjórnarformaður og Hörður Arn- arson, forstjóri Marels, gengu frá kaupum á Scanvaegt í Árósum í Danmörku í gær. TOLLURINN Sigurður Elísson þarf að sitja tvo daga í fangelsi borgi hann ekki 5.000 króna sekt fyrir að koma með gaskveikjara frá Aserbaídsjan til landsins. Hann hyggst ekki borga sektina. Sigurður keypti kveikjarann, sem er í byssulíki, í Aserbaídsjan þar sem hann var með fjölskyldu sinni og tók hann með sér í far- angrinum heim. Í Keflavík var kveikjarinn gerður upptækur og fékk Sigurður bréf frá sýslumanni nokkrum dögum seinna með þess- um afarkostum. „Þetta er eins kveikjari og hægt er að kaupa í hundraðatali í Kolaportinu og tób- aksbúðum. Ég ætla sko ekki að borga,“ segir Sigurður. - sgj Maður sætir afarkostum: Fer í fangelsi vegna kveikjara LÖGREGLUMÁL Þrír tæplega tvítug- ir menn réðust á konu neðarlega á Laugaveginum aðfaranótt mánu- dags, slógu hana í andlitið og hrifs- uðu af henni veski. Konan, sem er erlendur ferða- maður í heimsókn hér á landi, leit- aði aðstoðar á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Athugull nágranni tilkynnti um grunsamlegar ferðir þriggja manna á horni Njálsgötu og Vita- stígs til lögreglu nokkrum mínút- um síðar. Þegar lögregla kom svo á staðinn voru þar árásarmennirn- ir þrír sem konan hafði tilkynnt. Því má segja að þeir hafi verið gripnir glóðvolgir og fékk konan alla muni sína til baka og þakkaði hún lögreglu vel og innilega. - æþe Þrír menn réðust á konu: Slegin í andlit- ið og rænd SLYS Kona á fertugsaldri lét lífið í bílslysi á Suðurlandsvegi við Langastaði í Flóahreppi, um hálf eittleytið aðfaranótt mánudags. Konan, sem var ein á ferð, ók fólksbíl sínum í vesturátt, áleiðis til Reykjavíkur, þegar hún ók framan á jeppabifreið sem kom akandi úr gagnstæðri átt. Jeppa- bifreiðin valt við áreksturinn og kviknaði eldur í henni. Þrír karl- menn sem í henni voru náðu að forða sér út áður en bifreiðin varð alelda. Þeir sluppu án teljandi meiðsla en voru færðir til aðhlynn- ingar á sjúkrahús á Selfossi. Þeir voru útskrifaðir samdægurs. Konan var með lífsmarki þegar sjúkralið kom á vettvang og var óskað eftir þyrlu Landhelgisgæsl- unnar til að flytja konuna á slysa- deild. Hún lést áður en þyrlan kom á slysstað. Að sögn lögreglu voru aksturs- aðstæður eins og best verður á kosið. Tildrög slyssins eru ókunn en málið er í rannsókn lögreglunn- ar á Selfossi. Báðar bifreiðarnar eru taldar gjörónýtar eftir árekst- urinn. Ekki er hægt að birta nafn hinn- ar látnu að svo stöddu. - æþe Kona á fertugsaldri lést í bílslysi á Vesturlandsvegi í Flóahreppi í fyrrinótt: Látin áður en þyrlan kom LÖGREGLUMÁL Um fimm þúsund manns gistu í Ásbyrgi aðfaranótt laugardags eftir tónleika Sigur Rósar. Talsverður erill var hjá lög- reglunni á Húsavík vegna þessa. Fimm einstaklingar voru tekn- ir með fíkniefni í fórum sínum á tónleikum Sigur Rósar á föstu- dagskvöldinu. Um svokallaða neysluskammta var að ræða í öllum tilfellum; smáræði af hassi, amfetamín og kókaín. Lögregla var kölluð til á laugar- dagsmorgun vegna stympinga manna á milli á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi og talsverður erill var hjá lögreglu þann dag vegna tónleika- gesta sem létu ófriðlega. - æþe Fíkniefnamál í Ásbyrgi: Fimm teknir með fíkniefni BANASLYS Á SUÐURLANDSVEGI Kona á fertugsaldri lést í árekstri á Suðurlands- vegi aðfaranótt mánudags. Aðkoman var hrikaleg á slysstað. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Egils- stöðum handtók aðfaranótt mánu- dags fjórtán mótmælendur sem farið höfðu inn á vinnusvæði við Kárahnjúkavirkjun og meðal ann- ars hlekkjað sig við vinnuvélar og truflað framkvæmdir. Tveir mót- mælendanna voru íslenskir en tólf erlendir. Framkvæmdaraðilar á svæðinu hafa lagt fram kæru vegna athæfisins og er það nú í rannsókn hjá lögreglunni á Egilsstöðum. Mótmælendunum sem voru hand- teknir í fyrrinótt var sleppt úr haldi um miðjan dag í gær. Þá hefur tjaldbúðum mótmæl- enda undir Snæfelli verið lokað og gestir þar verið sendir á brott. Í tilkynningu frá Lárusi Bjarna- syni, sýslumanni á Seyðisfirði, kemur fram að lögreglunni hafi borist beiðni frá umráðaaðila landsins sem mótmælendur hafa hafst við á undanfarið um að þeir verði fjarlægðir af svæðinu. „Það er mikilvægt að lögreglan hagi sér samkvæmt sínum vinnu- reglum. Þeir hafa bent á mikinn kostnað við löggæslu á virkjunar- svæðinu en að okkar mati verður það að teljast eðlilegur kostnaður þegar um svona framkvæmd er að ræða,“ segir Bjarki Bragason, talsmaður Íslandsvina, sem skipu- lögðu tjaldbúðirnar undir Snæfelli í upphafi. Hann segir sjálfsagt að fólk mótmæli þessum fram- kvæmdum og að það sé hluti af tjáningarfrelsi einstaklinga. Hins vegar hafi mótmælendurnir sem handteknir voru í fyrrinótt ekki verið á vegum Íslandsvina heldur sjálfstæðir einstaklingar. „Það er spurning hvort yfir- stjórn lögreglumála í landinu vill reka lögreglu sem nýtur trausts borgaranna og hagar sér í sam- ræmi við almennar lýðræðisvenj- ur eða hvort lögreglustjórnin vill láta lögregluna ganga fram án til- lits til réttinda borgaranna,“ segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttar- lögmaður. Hann segir að ef vilji sé fyrir hinu fyrrnefnda verði að fara fram rannsókn á því sem þarna gerðist og þeir sem beri ábyrgð vera dregnir til ábyrgðar. „Landsvirkjun fer hvorki með lögregluvald né dómsvald í ríkinu en lögreglan hlýddi þeim,“ segir Ragnar. hnefill@frettabladid.is Lögregla lokaði í gær búðum mótmælenda Fjórtán mótmælendur voru handteknir við Kárahnjúkavirkjun í fyrrinótt og tjaldbúðum mótmælenda við Snæfell hefur verið lokað. Íslandsvinir segja mikilvægt að lögregla hagi sér samkvæmt sínum vinnureglum. MÓTMÆLENDUR VIÐ KÁRAHNJÚKA Lögregla handtók fjórtán mótmælendur á vinnusvæði við Kárahnjúkavirkjum í fyrrinótt en þeim var sleppt úr haldi um miðjan dag í gær. Þá hefur tjaldbúðum við Snæfell verið lokað. MYND/GUNNAR GUNNARSSON LÖGREGLUMÁL Töluvert var um skemmdarverk á Akureyri í fyrri- nótt. Þá voru rúður brotnar í um þrjátíu bílum í bænum aðfaranótt mánudags og rúða í íbúðarhúsi brotinn. Hermann Karlsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir menn þar á bæ nokkuð sátta við helgina. Alls komu um sextíu fíkni- efnamál inn á borð lögreglunnar, þar sem aðallega var um að ræða neysluskammta af hassi, amfetam- íni og kókaíni. Eitt kynferðisafbrot var kært til lögreglu og ein líkamsárás þar sem maður var sleginn í andlitið að ástæðulausu með þeim afleiðing- um að hann kinbeinsbrotnaði. - æþe Helgin á Akureyri: Um þrjátíu bílar skemmdir EFNAHAGSMÁL Credit Suisse telur ólíklegt að krónan styrkist á næst- unni vegna ójafnvægis í hagkerfinu, sem stafar einkum af miklum við- skiptahalla. Bankinn býst heldur við lækkun hennar á næstu mánuðum, eða þar til skýr merki sjáist um við- snúning til hins betra í hagkerfinu. Greinendur eru heldur á því að dragi úr viðskiptahalla á næstunni. Í greiningunni er reiknað með að verðbólga haldi áfram að aukast og fari hæst í tíu prósent vorið 2007. Býst bankinn við að Seðlabankinn hækki stýrivexti um 75 punkta á næstu tveimur vaxtaákvörðunar- fundum til að stemma stigu við verðbólgu. Þrátt fyrir tíðar vaxta- hækkanir hafi raunvaxtamunur við útlönd farið minnkandi. - eþa Ný skýrsla frá Credit Suisse: Styrking krónu ósennileg SPURNING DAGSINS Helgi, er þetta agaleysi agalega bagalegt? „Það er verið að sýsla með skattpen- ingana okkar, þannig að sannast hið fornkveðna: Aðgát skal höfð í nærveru opinbers fjár.“ Rúmlega fjórðungur fjárlagaliða fór fram úr heimildum sínum á síðasta ári. Helgi Hjörvar þingmaður hefur gagnrýnt þetta og kallað það agaleysi ríkisstjórnarinnar. Drepinn vegna mp3-spilara Ungur Pólverji hefur verið ákærður fyrir að stinga belgískan dreng til bana, ræna mp3-spilara sem hann átti og flýja til Póllands. Morðið vakti óhug í Belgíu en atvikið náðist á öryggismyndavél. BELGÍA Erindreki særist Danskur erindreki særðist alvarlega þegar ráðist var á hann og fjölskyldu hans á hóteli nærri höfuðborg Kenía, aðfaranótt fimmtudags. Talið er að árásarmennirnir hafi brotist inn í leit að þýfi. DANMÖRK M YN D /EG ILL B JA R N A SO N

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.