Tíminn - 22.03.1978, Side 2

Tíminn - 22.03.1978, Side 2
2 Miðvikudagur 22. marz 1978. Sumarland Óskum eftir að kaupa land undir sumar- bústað á fallegum stað helzt við á eða vatn. Landinu mætti fylgja bústaður sem þarfn- aðist endurbóta. Staðgreiðsla. Upplýsingar i simum 3-51-10, 3-03-51, 7-44- 54 og 3-50-96. 1. júní falla úr gildi réttindi til hópferða- aksturs útgefin 1977 Réttindi til hópferðaaksturs fyrir tima- bilið til 1. mars 1979 yprða veitt i april 1978 og er umsóknarfrestur til 20. april n.k. Um- sóknir skulu sendar umferðarmáladeild Pósts og sima, Umferðarmiðstöðinni, Reykjavik, en þar skal tilgreina skrásetn- ingarnúmer bifreiðar, farþegafjölda og árgerð. Reykjaik, 20. mars 1978, Umferðarmáladeild Póst og sima. Skíðaferðir í Bláfjöll úr Kópavogi og Hafnarfirði páskavikuna Þriðjudag kl. 13 og 18 Miðvikudag kl. 13 Skirdag kl. 13 og 18 Föstudaginn langa kl. 10 og 13 Laugardag kl. 10 og 13 Páskadag kl. 10 og 13 Annan i páskum kl. 10 og 13 Skiðakennari verður á staðnum. Páska- mótið verður haldið annan páskadag. Tómstundaráð Kópavogs Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar Skiðadeild Breiðabliks WW AMERISKUR WWW KULDAKLÆÐNAÐUR FYRIR ! VINNU OG LEIK A Hetta Úlpa Buxur Samfest- ingur með hettu WmSendum i póstkröfu ÁRNI ÓLAFSSON & CO J) 40088 a* 40098 á Vopnahlé í Suður-Líbanon Tel Aviv-Reuter. Israelska stjórnin hefur gefið hernum fyrir- mæli um að hætta bardögum i Suður-Libanon, og er með vopna- hléinu undirbúin koma friðar- gæzlusveita Sameinuðu Þjóðanna til svæðisins. Vopnahlé gekk i gildi klukkan átján að staðartima og munu israelskir hermenn þá hætta bardögum meðfram allri viglinunni i Libanon. Opinber tilkynning um vopna- hléið kom á sama tíma og áætlað var að fundur Carters Banarikja- forseta og Begins, forsætisráð- herra ísraels, hæfist. Weizman varnarmálaráöherra var við um- ræður á þinginu þegar hann var kallaður brott i skyndingu. Skömmu siðar barst yfirmanni hersins, Mordecha^Gur orðsend- ing um að vopnahle skyldi komið á hið fyrsta. 1 fyrrakvöld lýsti Weizman þvi yfir, að tsraelsmenn væru albúnir að semja um vopnahlé, en kvað útilokað að þeir semdu við full- trúa Frelsissamtaka Palestinu- manna, PLO en skæruliðarnir Framhald á bls. 23 Bódesía: Brádabirgdastj ór nin tekin við völdum Salisbury/Reuter. Bráðabirgða- stjórnin i Ródesiu, sem undirbúa á valdatöku meirihlutastjórnar blökkumanna i landinu eftir nær aldarlanga stjórn hvitra manna, sór embættiseið i gær. Hin nýja stjórn er skipuð bæði hvitum mönnum og svörtum. Skipt verður um forsætisráðherra á fjögurra vikna fresti, en Ian Smith og þrir leiðtogar blökku- manna drógu um það hver sezt fyrstur i stól forsætisráðherra, en niðurstaðan varð sú, að Ian Smith verður áfram i embættinu fjórar vikur til viðbótar. Næstur Smith mun ættarhöfðinginn Jeremiah Chirau taka við embættinu, þá séra Ndabaningi Sithole og að lokum Abel Muzorewa biskup. Hvita stjórnin kom saman til fundar i siðasta sinni gær, en blökkumenn hafa nauman meirihluta i bráða- birgðastjórninni. Smith lýsti þvi yfir, að dagurinn Ian Smith, siðasti hviti forsætisráöherrann? i gær væri einn hinn þýðingar- mesti i sögu landsins en Ródesia er nú i fyrsta skipti frá þvi að brezkir landnemar stofnuðu þar riki 1889 — undir stjórn sem ekki er eingöngu skipuð hvitum mönn- um. Ef bráðabirgðastjórninni tekst að ljúka verkefni sinu og yfirráð hvitra verða kveðin niður fyrir fullt og allt verður Ian Smith áttundi og siðasti hviti forsætis- ráðherrann i landinu. Mörg vandamál blasa við bráðabirgðastjórninni, en hið erfiðasta er ef til vill að foringjar skæruliða voru ekki aðilar að samkomulaginu, sem undirritað var 3. marz en samtök þeirr hafa það markmið að velta hvitu stjórninni úr sessi með valdi. Muzorewa biskup og séra Sithole hafa sagt, að þegar bráðabirgða- stjórnin verði komin á muni þeir hvetja skæruliða til að leggja niður vopn. Róm/Reuter. Þúsundir italskra lögreglumanna og hermanna, sem njóta nú aðstoðar þýzkra og enskra sérfræðinga leita nú að Aldo Moro, fyrrverandi forsætis- ráðherra, en ekkert virðist miða i leitinni. Moro var rænt fyrir sex dögum, en félagar úr Rauöu herdeildinni segjast bera ábyrgð á ráninu. 15 félagar úr samtökun- um eru nú fyrir rétti i Torino sak- aðir um að stofna skæruliðasam- tök með það markmið fyrir aug- um að kollvarpa rikinu. Skæru- liðarnir hafa farið fram á að fá aö verja sig sjálfir og i gær fóru verjendur þeirra sem rétturinn hefur skipað fram á að farið veröi að kröfum skæruliðanna i þvi efni. Lögfræðingarnir vitnuðu til alþjóðTegra reglna um mannréttindi og sögðu að sak- borningunum væri heimilt aö verja mál sitt sjálfir, ella myndu réttarhöldin leysast upp i algjört öngþveiti. Italska stjórnarskráin kveöur hins vegar á um að allir sakboningar séu varðir af lög- fræðingum fyrir rétti. Leiðtogi hryðjuverkamannanna sem kalia sig rauðu herdeildina, Renato Curcio og félagar hans höfðu uppi háreysti i réttarsalnum i fyrra- dag og sögðu aö Moro verði dreg- inn fyrir „alþýðudómstól”. Logreglan fæst við þátttakendur I mótmælaaö geröum i Torino Giannino Guiso lögfræðingur Curcio hafði eftir honum i gær að framið væri ofbeldi á föngunum með þvi að neita þeim um að tala sjálfir máli sinu og sagði hann að sliku ofbeldi yrði mætt með of- beldisverkum af hálfu hreyfingar r sinnar. Aðeins 3 af 15 sakborningum i Torino mættu i réttarsalnum i gær en mikil upplausn varð i réttarsalnumi gær, er þeir vildu fá að lesa yfirlýsingu varðandi ránið á Moro. Enginn árangur af leitinni að Moro Kona næsti forsætisráðherra Frakklands? Paris/Reuter. Valery Giscard d’Estaing forseti hefur enn e kkert látið uppskátt um það hver verð- ur næsti forsætisráðherra Frakk- lands. A meðan beðið er.halda vinstri menn áfram að kenna hvor öðrum um ófarirnar i kosningunum s.l. sunnudag. I til- kynningu frá Sósialistaflokknum var Georges Marchais, leiðtoga kommúnista borið það á brýn að hafa komið af stað deilum, sem urðu til þess að vinstriflokkarnir fóru halloka. L'Humanite málgagn Kommúnista segir hins vegar sósialista hugsa um það eitt að reyna að beina athygli manna frá þvi hve mikinn þátt þeir sjálfir hafi átt í óförum vinstrimanna. Forseti landsins hefur þegar rætt við Barre, sem nú gegnir embætti forsætisráðherra.en eng- ar fréttir hafa borizt af þvi að honum hafi verið falin stjórnar- myndun. Fleiri þykja koma til greina sem forsætisráðherra, einkum Alain Peyrefitte dóms- málaráðherra, Simone Veil heil- brigðismálaráðherra og Jacques Chaban-Delmas fyrrum forsætis- ráðherra. Ef Veil verður gerð að forsætisráðherra verður hún fyrsta konan sem gegnir þvi em- bætti á Vesturlöndum, en með þvi myndi forsetinn koma til móts við augljósar kröfur kjósenda um breytingar á rikisstjórninni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.