Tíminn - 22.03.1978, Side 3
Miðvikudagur 22. marz 1978.
3:
Alþýðubandalagsmenn
í Hveragerði hafna
öllirni viðræðum um
vinstrasamstarf
Fundur var haldinn i Fram-
sóknarfélagi Hveragerðis, þriðju-
daginn 28. febrúar til undirbún-
ings framboðs, við næstu sveita-
stjórnakosningar. Kom þar fram
mikill áhugi á að núverandi sam-
starf við Alþýðubandalagsfélag
Hveragerðis mætti haldast og
jafnframt yrði Alþýðuflokksfé-
laginu boðið aðild að þvi sam-
starfi. Og i framhaldi af því gerði
fundurinn, sem var fjölsóttur,
eftirfarandi samþykkt:
Fundurinn felur stjórn félagsins
og framboðsnefnd, að kanna
grundvöll að sem viðtækustu
samstarfi um framboð við næstu
sveitarstjórnarkosningar. Verði
Alþýðubandalagsfélagi Hvera-
gerðis og Alþýðuflokksfélagi
Hveragerðis boðið til viðræðna á
þeim grundvelli, sem fyrst.
Daginn eftir, eða 1. marz, reit
formaður félagsins bréf til for-
manna Alþýðubandalags- og Al-
þýðuflokksfélags Hveragerðis og
gerði þar grein fyrir vilja Fram-
sóknarmanna og óskaði eftir við-
ræðum um þessi mál, á grund-
velli þessarar samþykktar.
Fljótlega barst jákvætt svar frá
Alþýðuflokksmönnum, og eru
viðræður við þá þegar hafnar.
Frá Alþýðubandalagsfélaginu
barst siðan formanninum eftir-
farandi svarbréf i hendur þann
14. marz:
Til Framsóknarfélags Hvera-
gerðis og nágrennis.
c/o Garðar Hannesson formaður.
Á fundi i Alþýðubandaiagsfé-
lagi Hveragerðis 12. marz var
bréf frá Framsóknarfélagi
Hveragerðis og nágrennis tekið
til afgreiðslu.
Fundurinn samþykkti að hafna
öllum viðræðum við Fram-
sóknarfélag Hveragerðis og ná-
grennis um samstarf i sveitar-
stjórnarkosningunum 28. mai
1978.
Hveragerði 12. marz 1978
Auður Guðbrandsdóttir
formaður
I þeirri viðleitni vinstrimanna, að
fella núverandi hreppsnefndar-
meirihluta Sjálfstæðisflokksins i
Hveragerði, með þvi að bjóða
fram einn sameiginlegan lista,
hafa „kommar” óneitanlega
gerzt liðsmenn „ihaldsins” með
þessari afstöðu sinni. Er það
kannski þetta sem koma skal að
loknum Alþingiskosningum i vor?
Vinnsla oliurafstöðva jókst á siðasta ári.
Vinnsla olíu-
rafstöðva jókst
um 25% 1977
— var 35% af heildarorku
vinnslu á Austurlandi
KEj — Hlutur oliurafstöðva i
heildarraforkuvinnslu landsins
jókst á siðasta ári um 0,3% en
hlutur vatnsafls- og jarðvarma-
stöðva minnkaði að sama skapi.
Raforkuvinnsla vatnsaflstöðva
jókst þó um 7,2% en orkuvinnsla
jarðvarmastöðva dróst hins veg-
ar saman um 15,2%. Vinnsla oliu-
rafstöðva minnkaði á árinu 1976
um heil 26% en jókst aftur á
siðastaári um 24,7%. Þessar upp-
lýsingar er að finna I nýútkominni
skýrslu Orkustofnunar.
Þar segir ennfremur að tals-
verður vatnsskortur á árinu 1977
hafi orsakað mikinn samdrátt i
raforkuvinnslu vatnsaflsstöðva
og þvi hafi orðið mikil aukning á
raforkuvinnslu disilstöðva sér-
lega á Vestfjörðum og Austur-
landi. A Austurlandi t.d. var 35%
orkuvinnslunnar framleidd i
disilrafstöðvum.
Að sögn Rúts Halldórssonar rit-
stjóra Orkumála vænkast ekki
hagur Austfirðinga fyrr en með
tilkomu Austurlinu frá Kröflu en
ráðgert er að ljúka lagningu
hennar fyrir næstu áramót. Þá er
jafnframt áætlað að taka i gagnið
þriðja rafal Sigölduvirkjunar
fyrir næstu áramót en hann kem-
ur til með að framleiða 50 þús.
kilówött.
Færeyingar byrjaðir
kolmunnaveiðar
Tveir færeyskir togarar, Sig-
inundur Brestisson og Leifur
össurarson, hófu kolmunnaveið-
ar nú i vikunni. Þriðja skipið fer á
kolmunnaveiðar þegar' eftir
páska.
Nokkuð af kolmunna hefur þeg-
ar verið sett á land i Færeyjum,
og hefur fengizt fyrir hann jafn-
virði sautján Islenzkra króna á
kflógramm, en fast verð hefur
ekki verið ákveðiö enn.
Rannsóknarskip á vegum haf-
rannsóknarstofnunar Færeyinga
leitar að kolmunna á miðunum.
En veður hefur verið slæmt og
minna fundizt af þessum fiski en
venjulega.
Henri prins rlkisarfi Luxemborgar hafði stutta viðdvöl I Keflavlk s.l. sunnudag. t fylgd með rlkisarfan-
um voru Gaston Thorn, forsætisráöherra, Greth, yfirmaður hirðarinnar og Helminger, ráðgjafi rlkis-
stjórnar Luxemborgar. Hörður Helgason tók á móti hinum tignu gestum fyrir hönd rikisstjórnarinnar
en einnig voru mættir á flugvellinum Pétur Pétursson ræðismaður Luxemborgar á tslandi, Þorgeir
Þorsteinsson lögreglustjóri Keflavlkurflugvallar og Jón Óskarsson og Sveinn Sæmundsson frá Flug-
leiðum. Prinsinn ferðaðist með flugi Loftleiða frá Luxemborg til Keflavlkur og áfram til New York.
Markaðsöflun Ferðaskrifstofu rikisins:
Samkeppni um hylli
ferðamanna fer vaxandi
JB —I byr jun þessa mánaðar tók
Ferðaskrifstofa rikisins þátt i
ferðasölusýningu ITB (Inter-
national Tourismus Börse) i
Berh’n, með hlutdeild Ferðamála-
ráðs. Þessi sýning er mikilvæg-
asti vettvangur ferðamála i
Evrópu og viðurkenndur alþjóða-
vettvangur. Er þetta i tólfta sinn
sem þessi sýning er haldin, og
tóku islenzkir aðilar nú þátt i
henni i fyrsta skipti.
Á fundi með blaðamönnum fyr-
ir siðustu helgi sagði Kjartan
Lárusson, forstjóri Ferðaskrif-
stofu rikisins, að þátttaka ferða-
skrifstofunnar hefði einkum
beinzt að öflun nýrra viðskipta-
sambanda til fjölgunar ferða-
mönnum til íslands, en skrifstof-
an hefur um árabil verið einn
stærsti fyrirgreiðsluaðili þeirra
ferðamanna, er fara i langferðir
um landið. ,,A meðan ferðaskrif-
stofur hér á landi miða að þvi að
flytja ferðafólk út héðan, er okkar
markmið að fá hingað til lands
sem flesta erienda ferðamenn”,
sagði Kjartan. Þátttakan i sýn-
ingunni er einn þáttur i beinni
viðleitni Ferðaskrifstofunnar til
markvissrar markaðsöflunar, og
e.t.v. ekki siður til að halda hlut
sinum og landsins i aukinni sam-
keppni og kynningarstarfsemi
margra landa til að ná hylli
ferðamannsins. En skrifstofan
hefur einnig gefiðút mikið af upp-
lýsingabæklingum um landið og
dreift þeim i sama tilgangi.
Arið 1973 var að sögn Kjartans
metár hvað varðar fjölda ferða-
manna hingað, en þeir voru þá
um 74000. Stefnt er að þvi i ár, að
Frá sýningunni I Berlln.
ná þessum fjölda og auka hann ef
kostur er, en það hefur hingað til
ekki tekizt. Mikilvægasti
markaðurinn fyrir tsland eru
þýzkumælandi lönd i Evrópu en
að þvi er fram kom á fundinum
virðist eitthvað vera á Islandi
sem skirskotar sérstaklega til
þess fólks er þau lönd byggir.
Áhugi á ferðalögum til tslands
virðist þó fara vaxandi v.oa og
var sérstaklega minnzt á ttaliu i
, þvi sambandi.
Ferðaskrifstofa rikisins er nú
rekin með hagnaði ásamt með
Edduhótelunum, en hún átti á sin-
um tima i miklum fjárhagskrögg-
um. Mun breyttur rekstur hafa
bætt þar um og að þvi er Kjartan
Lárussonsagði, er ekki fjarri lagi
að álita að veltan hafi á siðasta
ári numið þrem til fimm hundruð
milljónum.
Kjartan Lárusson, forstjöri
Ferðaskrifstofu rikisins með einn
af þeiin bæklingum, sem þeir
hafa gefið út i sambandi við land-
kynninguna.
Timamynd Gunnar
Eftirlegunet
dregin úr sjó
GV— Eftir að þorskveiðibannið
hófst á hádegi i gær lágu enn
nokkur net i sjó við Suðvestur-
landið. Erfiðlega hafði gengið
að ná netunum úr sjó vegna
veðurs siðustu dagana fyrir
þorskveiðibannið. En i hæg-
viðrinu i gær fór að ganga betur
og að sögn Þrastar Sigtryggs-
sonar hjá Landhelgisgæzlunni
var nokkuð um báta á Faxaflóa
og austur með Suðurlandi sem
voru að draga netin úr sjó. —
Sjórinn ætti þvi að vera hreinn
af netum i dag, sagði Þröstur.
Landhelgisgæzlan mun haga
eftirliti sinu á venjulegan hátt i
þorskveiðibanninu og að sögn
Þrastar láta þeir sjávarútvegs-
ráðuneytið vita ef þeir sjá skip á
veiðum þar sem eingöngu er
þorskað hafa. En það er ihönd-
um eftirlitsmanna i landi að
fylgjast með prósentu þorsks i
aflanum.
A Breiðafjarðarmiðum voru
engir netabátar á veiðum i gær
og Vestfjarðatogarar voru flest-
ir á leið til hafna. Togarar fara
flestir á karfaveiöar4en Þröstur
taldi óliklegt að togarar kæmust
að á ufsaslóðunum sunnan af
landinu vegna neta.
Tveir belgiskir togarar voru á
veiðum suðvesturaf Eldey i gær
en þar er litil þroskveiði aðsögn
Þrastar en Landhelgisgæzlan
mun fylgjast með þeim sem
öðrum úr lofti og af sjó.