Tíminn - 22.03.1978, Síða 24
± ' Ökukennsla Greiðslukjör
Wtwmm V18-300
Miðvikudagur 22. marz 1978. Auglýsingadeild Tímans. Gunnar ^/0 JO pð Jónasson 1 (m Sími 40-694
TRÉSMIDJAN MÉIDUR
SÍÐUMÚLA 30 ■ SÍMI: 86822
Sýrö. eik
er sígild
eign
Hér sjást „slökkvilibsmenn” Arnarholts gera upp brunaslöngur sinar, en þær eru nýjar af nálinni og
viröast svo sannarlega ætla aö standa fyrir sfnu. Tlmamyndir G.E.
Arnarholt:
Loðnuleitarleiöangri á r/s
Árna Friðrikssyni lokið:
„Hræddur um
að vertið sé
að ljúka”
GV — Ég er hræddur um aö allt
útlit sé fyrir að loðnuvertiöinni
sé að ljúka, þó að menn stundi
veiðarnar trúlega eitthvað
áfram. Við urðum varir viö
mjög litiö af loðnu skammt suð-
austur og austur af
Eystra-Horni, og ef taka má
mark á þvi er ekki von á miklu i
viðbót, sagði Hjálmar
Vilhjálmsson fiskifræðingur og
leiðangursstjóri á r/s Arna
Friðrikssyni. Rannsóknarskipið
er væntanlegt til Reykjavikur
i dag.
Hjálmar sagði þó, að ekki
væri alveg loku fyrir það skotið
að von væri á smágöngum i
viðbót, þar sem loðnan væri
slæm meðaö breiða yfir sig SSA
af landinu. Leiðangursmenn
urðu varir við smáloðnu Ut af
Vestfjörðum, en ekki er von á
göngum þaðan suður fyrir land-
ið.
Loðnan er nú farin að hrygna
og heldur sig á svæðinu frá
Hornafirði og vestur undir Vest-
mannaeyjar, aðallega i Meöal-
landsbugt og Mýrarbugt.
Starfsfólkið af-
stýrði eldsvoða
ESE —Um kl. 11.50 i gærmorgun
var slökkvilið Reykjavikur kvatt
aö vistheimilinu að Arnarholti i
Mosfellssveit, en þar hafði komiö
upp eldur i einu herbergi i elztu
álmu hússins. Þegar slökkviliðiö
kom á vettvang laust upp úr há-
degi, þá hafði starfsfólkið á vist-
heimilinu ráöið niðurlögum eids-
ins og með þvi trúlega bjargaö
byggingunni frá stórtjóni ef ekki
eyöileggingu.
Aö sögn varöstjóra hjá slökkvi-
liðinu, þá var æfing I brunavörn-
um haldin með starfsfólkinu á
Arnarholti fyrir u.þ.b. mánuöi
þar sem þvi var kennd meöferö
slökkvitækja, auk þess sem allt
slökkvikerfið var endurnýjaö. Aö
þessari kunnáttu bjó starfsfóikiö
nú, og brást þvi hárrétt við
háskanum.
Litlar skemmdir urðu á húsa-
kynnum, nema i þvi eina herbergi
þar sem eldurinn kom upp, en þaö
er enn hulin ráðgáta hvernig
kviknaði þar i, þar sem herbergi
þetta hefur staöiðmtrtt eg-var ný-
búið að rýma þaö. Svo vel vildi til
að munir, sem fara áttu á
væntanlegan bazar vistheimilis-
ins, sluppu alveg við skemmdir af
völdum elds og reyks, en munirn-
ir munu þó hafa verið geymdir
nálægt herberginu, þar sem elds-
ins varð vart.
Starfsfólk heimilisins aö Arnarholti eftir aö tekizt haföi aö ráöa niöur-
lögum eldsins.
Borinn Narfi finnur
enn viðbótarvatn að
Y tri-Tj ör num
FI — Borhola Hitaveitu
Akureyrar aö Ytri-Tjörnum i
Eyjafiröi gefur nú af sér heimingi
meira vatnsmagn en áöur, aö
sögn Ingólfs Árnasonar, raf-
magnsveitustjóra á Akureyri.
Sjöunda þessa mánaðar fundust
20 sek.-litrar i þessari holu á 475
m dýpi, en borinn Narfi er nú
kominn niður á 1000 m dýpi og
hafa komiö alls um 38—40
sek.-litrar af sjálfrennandi vatni
úr holunni. Þessi nýju tiöindi hafa
mikiö aukið á bjartsýni manna á
vatnsöflun á svæðinu, sem ekki
hefur veriö kannað nema aö litl-
um hluta.og er búiö aö gera „bor-
Sala dilkakjöts hefur
dregizt saman
— vart næg framleiðsla á nautakjöti
SKJ — Sala Búvörudeildar Sam-
bandsins á dilkakjöti innanlands
dróst nokkuð saman frá fyrra ári
en samtals seldi hún á heima-
markaði 2.448 lestir árið 1977 á
móú 2.650 lestum 1976. Aftur á
móú jókstsala á ær- og geldfjár-
kjöti hér innanlands úr 256 lestum
1976 i 480 lestir 1977. Aö sögn
Agnars Tryggvasonar fram-
kvæmdastjóra Búvörudeildarinn-
ar á hækkandi verrð og áróður
gegn neyzlu landbúnaðarafurða
mestan þátt i samdrætti á dilka-
kjötssölu. Hins vegar kvað hann
erfitt að segja nokkuð um litlar
sölusveiflur eins og átt hafa sér
stað i sölu ær- og geldfjárkjöts.
Litilsháttar aukning varð i sölu
hangikjöts milli áranna en sala á
nauta- og kálfakjöti og á kýrkjöti
jókst verulega. Sagði Agnar, að
helzta vandamálið væri nú, að fá
bændur til að framleiða nægt
nautakjöt til að anna eftir-
spurn eftir þvi. Bændur hafa
dregið mjög úr framleiðslu
nautakjöts að undanförnu vegna
þess að þeir telja hana vart eins
arðbæra og aðrar greinar land-
búnaðar. Arið 1977 seldi Búvöru-
deildin samtals 346 lestir af
nauta- og kálfskjöti og 263 lestir
af kýrkjöti. útflutningur á
frystu dilkakjöti var svipaður
árin 1976 og 1977 4.628 fyrra áriö
en 4.733 hið siðara.
plan” eða undirstöðu undir Narfa
annars staðar á svæðinu. Hita-
veita Akureyrar hefur nú úr
rúmiega 200 sek.-IItrum að spila.
Tenging hitaveitunnar gengur
meinhægt eins og við er að búast,
þegar tekið er tillit úl skorts á
pipulangingamönnum. Búið er aö
tengja 250 hús af 550, sem fengið
hafa heimaæðar. Áætlað er að
teng ja eit t þúsund hús á þessu ári,
eða helming bæjarins. Mun teng-
ing hins helmingsins taka a.m.k.
tvö ár til viö bótar.
Boranir að Laugalandi og aö
Ytri-Tjörnum hafa úl þessakost-
aö milli 5—600 milljónir króna.
Borinn Narfi gerir það gott I
Eyjafirðinum. Holan aö
Ytri-Tjörnum gefur nú 38—40
sek.-litra sjálfrennandi vatns á
1000 m dýpi. Þess má geta, að
Narfi kemst niöur á 1500 m dýpi,
svo að það er aldrei að vita, hvað
finnst við frekari boranir.
Tímamynd: A.Þ.
Hjalteyri verður
Arneshrepps
JB — Á laugardaginn mun
væntanlega verða undirritaður
á Akureyri, samningur um sölu
Hjalteyrar i Arneshreppi.
Seljandi i þessu sambandi er
Landsbankinn, en kaupandi er
Arneshreppur. Kom þetta fram
i samtali við Helga Bergs
bankastjóra Landsbankans i
gær. Ekki vildi Helgi greina frá
kaupveröi né innihaldi samn-
ingsins að sinni.
Að undanförnu hafa staöið
yfir umræður milli Landsbank-
ans og hreppsins um sölu þessa,
og mun þriðji aðili einnig hafa
lýst áhuga sinum á kaupunum.
Það sem um er að ræöa i þess-
um viðskiptum, eru eignir Kveld-
úlfs á Hjalteyri, þ.e. land og
mannvirki. Þarna er gömul
sildarverksmiðja, hafnar-
mannvirki og tiu ibúðir auk
annarra eigna Kveldúlfs á
staðnum. Þessar eignir
Kveldúlfs komust i hendur
Landsbankans þegar fyrii'tæk-
ið geröi upp skuldir sina við
bankann fyrir nokkrum árum.
Til viðbótar við þetta er verið að
ganga frá sölu á þrem bújörð-
um i Arneshreppi og verða þær
seldar núverandi ábúendum.
Eru þetta jarðirnar Ytri Bakki,
Dragholt og Skriðuland.
Blaðið hafði samband við
hreppstjóra Arneshrepps
Magnús Stefánsson vegna þessa
máls i gær og innti hann eftir þvi
hvaöfyrir þeim vekti meö kaup-
um þessum. Sagði hann að þeir
vildu efla staðinn, sem byði upp
á ýmsa möguleika. „Þaö er nú
ekki endanlega búið að ákveða
hvað verður gert, en húsin
verða seld, reiknað er með að
útgerð haldist áfram og ætli við
Hjalteyri viö Eyjafjörö mun veröa eign Arneshrepps viö undirskrift
samnings á laugardaginn.
reynúm ekki aö koma upp ein-
hverjum iðnaöi.
Þó er ekki ákveðið hvers
konar iðnaður verður fyrir val-
inu. Timinn mun bara skera úr
um þetta,” sagði nann. Ekki
taldi hann þetta hafa nein áhrif
á ibúa staöarins, sem myndu að
öllum likindum kaupa húsin og
halda áfram að búa þarna.
(