Tíminn - 09.04.1978, Blaðsíða 7
Sunnudagur 9. april 1978
7
Wwmm
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Stein-
grímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Sibumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:.
86387. Verö i lausasölu kr. 90.00 Askriftargjald kr. 1700 á
mánuði. Biaöaprenth.f.
Má hjálpa
málfötluöum?
Maðurinn er að mörgu leyti verr úr garði gerður
en önnur dýr. Hann er ekki loðin sér til skjóls eins og
hestur eða sauðkind, hann er ekki syndur eins og
selur,hann getur ekki lagzti dá á köldum árstimum
eins og björninn, honum nægir ekki greni i urð eins
og refnum og ungviðið ris ekki jafnskjótt á legg og
það er fætt eins og kálfarnir.
En eitt hefur hann: Mál og minni, og hvort
tveggja yfirgripsmeira en aðrir flokkar dýra, þótt
þeir hafi þetta einnig i nokkrum eða jafnvel veru-
legum mæli og kannski meiri en kunnugt var til
skamms tima. Og það, sem ekki siður hefur riðið
baggamuninn i þekkingarleit og færni hans til þess
að tileinka sér kunnáttu: Hann hefur á valdi sinu
kerfi tákna, sem hann getur lesið úr hugsanir,
ályktanir og vitneskju annarra manna, hvort heldur
þeir eru i mikilli fjarlægð eða fyrir löngu gengnir
fyrir ætternisstapann. Þetta er ávöxtur þeirrar
greindar, sem manninum er gefin, og þetta er það,
sem hefur skilað honum lengst fram á veginn.
Þessi staðreynd ætti að vera ærin hvöt til þess, að
menn vönduðu hugsun sina og mál, jafnt talað sem
skrifað, gættu nákvæmni i orðafari og leituðust við
að brjála ekki merkingu þess, sem þeir segja eða
festa á pappir. öllum ætti að vera annt um, að ann-
að fólk skilji þá, og skilji þá rétt.
Jafnskjótt og með íslendingum kviknaði von um
betri tið en þeir höfðu notið um raðir alda, var mál-
hreinsun og málfegrun i fylgd með þeirri von.
Aðeins fáir áttu þá að skólum að hverfa sér til halds
og trausts og leiðsagnar i þeirri viðleitni. öll alþýða
manna varð þar við sjálfsnám og sjálfsögun að
styðjast.
Nú eru hér á landi hundruð skóla, þúsundir kenn-
ara og tugþúsundir nemenda. Þá bregður svo við,
að rækt við málfar hefur farið forgörðum á áber-
andi hátt, málskyni hnignar, ambögur vaða uppi,
merking brengslast, orðaforði gerist fátæklegri,á
súðum veður um fallbeygingar, útlent orðalag sæk-
ir á og illtyrfið og torskiljanlegt stofnanamál riður
húsum.
Ekki svo fáir virðast vera það, sem ekki verður
annað nefnt en málfatlaðir, og i þeim hópi ekki sið-
ur, en aðrir, langskólagengnir menn, sem sjálfir
lita vafalaust svo á,að þeir séu hámenntaðir.Og eru
það sjálfsagt að vissu leyti, þó að fyrir þeim vefjist
að orða hugsanir sinar á móðurmálinu.
Andspænis þessu mætti ætla, að flestum sýndist
ráð að spyrna við fótum og leitast að minnsta kosti
við að hjálpa þeim, sem i þessum ófamaði hafa lent,
ekki sizt þar sem tungan er eitt af þvi, sem helgar
tilverurétt okkar meðal þjóða. En ekki eru allir á
þeim buxunum. úr ýmsum horaum heyrast þær
raddir, að þessi málfötlun sé eins konar helgur
dómur, sem ekki megi hrófla við, nokkurs konar
réttur einstaklingsins til þess að hasla sér völl á lág-
um stað i samfélaginu og enga tilburði megi hafa til
að bæta úr slikum vanmætti i svokallaðri tjáningu.
Það er ekki aðeins, að reiðingsrista innan veggja
stofnananna þyki góð og gild, hrá enskan sjálfsögð
og merkingabrenglið fullboðlegt, heldur predika
þessir forsvarsmenn upplausnarinnar einnig, að
latmæli, tæpitunga og hálfsögð orð séu jafngott
tungutak og skýr framburður, og flámæli vel boð-
legt, ef ekki lofsvert. Sumir breiða þá skikkju yfir
þennan boðskap að þeim gangi til elska á verkalýð
og alþýðufólki, sem að sjálfsögðu út af fyrir sig er
móðgun, þar eð engin rök verða að þvi færð að van-
máttur um málfar flokkist eftir stéttum. Hitt sýna
dæmin, að háskagripanna, sem telja málspjöll bhrai
góð, er annars staðar að leita. JH
ERLENT YFIRLIT
Oleystu deilumálin á
hafréttarráðstefnuiuii
Sum þeirra snerta Island
Amarsinghe hefur veri1' endurkosinn forseti hafréttar-
ráðstefnunnar.
A HAFRÉTTARRAÐ-
STEFNUNNI, sem nýlega
hefur hafið sjöunda fund sinn i
Genf, mun aðalathyglin bein-
ast að störfum fyrstu nefndar
hennar, en hún fjallar um
nýtingu á auðæfum hafsbotns-
ins utan efnahagslögsögu
strandrikja. í nefndinni hefur
náðst samkomulag um viss
grundvallaratriði, sem mikið
ósamkomulag er um, hvernig
þau skuli framkvæmd. I grein,
sem Gunnar G. Schram hefur
nýlega ritað um þessi mál,
lýsir hann i stuttu máli þvi,
sem um er deilt, á þennan
hátt:
„Samkomulag hefur náðst
um aðný alþjóðastofnun, Haf-
botnsstofnun S.Þ., skuli fara
með stjórnun á svæðinu. En
þróunarlöndin vilja flest að
hin fyrirhugaða hafsbotns-
stofnun fari þar með öll yfir-
ráð varðandi oliu, gas og
námavinnslu og aðarðurinn af
vinnslunni renni að mestu til
stofnunarinnar sjálfrar og til
þróunarlandanna. Iðnrikin
hafa mörg hver verið mjög
treg til þess að leggja öll völd i
hendur slikri alþjóðastofnun,
sem ljóst er að þau munu hafa
minnihlutavöld i. Þeirra tíl-
lögur hafa verið þess efnis, að
hafsbotnssvæðið verði opnað
til vinnslu fyrir einkafyrirtæki
og rikisfyrirtæki, auk hinnar
alþjóðlegu hafsbotnsstofnun-
ar. Ýmsar málamiðlunarleið-
ir hafa verið ræddar i þaula i
þessum efnum, m.a. á hvern
hátt arður af vinnslunni skuli
renna til stofnunarinnar, vald
hennar til leyfisveitinga
einkafyrirtækja til vinnslunn-
ar og á hvern hátt unnt væri að
heimila báðum þessum aðil-
um aðang að auðlindunúm
ákveðið timabil (20-25 ár) og
taka siðan málið allt upp til
endurskoðunar. Þá vilja
þróunarlöndin að hluti auð-
lindasvæðanna verði tekinn
frá til vinnslu siðar, svo fram-
boð hráefna af hafsbotni, sér-
staklega málma, valdi ekki
markaðshruni á þeirra eigin
hráefnisútflutning næstu ár-
in.”
A fundinum i Genf mun
verða reynt að jafna þessi
ágreiningsmál, en takist það
ekki, munu sennilega Banda-
rikin og fleiri iðnaðarriki hefja
vinnslu á umræddu hafsvæði,
þvi að engin núgildandi lög
banna það. Þvi mun sennilega
verða meiri áhugi á þvi nú en
áður að leysa þennan ágrein-
ing.
ÖNNUR nefnd hafréttarráð-
stefnunnar fjallar um land-
grunnið, auðlindalögsögu og
siglingafrelsi. Þar eru enn tvö
stórmál óleyst. Hið fyrra er
réttur erlendra rikja til að
veiða i 200 milna auðlindalög-
sögustrandrikis. Hið siðara er
afmörkun landgrunnsins.
Um þetta segir svo i grein
Gunnars G. Schram:
„Tvö hundruð milna auð-
lindalögsagan nýtur nú al-
menns fylgis á ráðstefnunni
sem kunnugt er, enda hafa um
fimm tugir rikja þegar lýst yf-
ir slikri lögsögu undan strönd-
um sinum. En kálið er ekki
sopið, þótt i ausuna sé komið.
Enn er það óútkljáð hver vera
skuli réttindi erlenda rikja tíl
fiskveiða i auðlindalögsög-
unni. Landlukt riki og
þróunarlönd, sem byggja
efnahagsafkomu sina á fisk-
veiðum i auðlindalögsögu ná-
grannarikja, gera kröfu til
þess að fá að veiða á sann-
girnisgrundvelli i lögsögu ná-
grannarikja sinna. Svo sem
samningsuppkastið hljóðar
nú, sem fyrir ráðstefnunni
liggur, er slikum kröfum veitt
viðurkenning. Andvig þessum
sjónarmiðum eru þó mörg
fiskveiðiriki, svo sem gefur að
skilja, enda myndi það þýða
t.d. i framkvæmd, að Austur-
riki, Sviss og Tékkóslóvakia
fengju aðgang að miðunum i
Norðursjó og hluta Norður-At-
lantshafs sem lúta strandrikj-
um þar. Landluktu rikin og
önnur riki, sem afskipt eru af
landfræðilegum ástæðum um
fiskimið, sækja mál þetta af
miklu harðfylgi og hefur það
valdið langvinnum deilum á
fyrri fúndum ráðstefnunnar.
Flokk þennan fylla um 50
þjóðir og hér hefur það þýð-
ingu að sá hópur getur komið i
veg fyrir samþykkt tillagna,
sem hann er andvigur, þar
sem aukinn meirihluta, 2/3,
þarf i lokaatkvæðagreiðslum á
ráðstefnunni.
Auk þessa er almennt
ákvæði að finna i 62. gr. upp-
kastsins að hafréttarsátt-
málanum, þar sem ákveðið er,
að ef strandrikið hefur ekki
sjálftbolmagn til að veiða a 11-
an þann afla, sem taka má i
auðlindalögsögu þess, skuli
það heimila öðrum þjóðum
þar veiðar. Hér er með öörum
orðum ekki gert ráð fyrir að
strandrikið fari eitt með ráð-
stöfunarrétt yfir fiskistofnun-
um i lögsögu sinni. Sem að lik-
um lætur er þetta ákvæði
mörgum fiskveiðiþjóöum
þyrnir i augum, jafnvel þótt
strandrikið hafi heimild til
þess að ákveða heildarafla-
magn sitt upp á eigin spýtur.
öttast ýmis riki að hér sé er-
lendum rikjum opnuð greiðfær
leið inn i landhelgi þeirra —
með ófyrirsjáanlegum af-
leiðingum. Hvort sá ótti er á
rökum reistureða ekki verður
reynslanað leiða i ljós. Rétt er
að minna á i þessu sambandi,
að deilur um réttmæti
ákvörðunar strandrikis varð-
andi þann aflahlut, sem það
sjálft telur nauðsynlegt að
veiða i lögsögu sinni, verða
ekki lagðar fyrir hinn væntan-
lega Hafréttardómstól.
Annað deiluefni, sem enn er
óútkljáð, varðar skiptingu
landgrunnsins og þá auðlinda-
lögsögunnar milli rikja. Þar
hefur m.a. verið um það deilt
hvort klettaeyjar eða sker
skuli eiga rétt til 200 milna
auðlindalögsögu, sbr. kröfu
Breta um slika lögsögu út frá
drangnum Rockall. Réttur tíl
auðlindalögsögu út frá
óbyggðum eyjum varðar is-
lenzka hagsmuni að þvi er lýt-
ur að mörkum linunnar miili
íslands og Jan Mayen. Fram
er tekiö i 1. gr. reglugerðar-
innar um 200 mi'lna fiskveiði-
landhelgi íslands frá 1975, að
reglugerðinni skuli ekki fram-
fylgt að svo stöddu utan miö-
linu milli grunnlina Jan May-
en annars vegar og Islands
hins vegar. Biður það þar til
niðurstaða fæst um það hvort
eyjar, sem ekki hafa fasta
byggð, svo sem Jan Mayen,
skuli njóta fullrar auðlinda-
lögsögu. Er hér um aö tefla
svæði, sem er 25.000 ferkiló-
metrar að stærð, og sem Is-
lendingar geta hugsanlega
gert fullt tilkall til og nýtt þá
tii veiða. Er svæði þetta jafn
stórt og öll 3 milna landhelgin
við Island.
Enn annað álitaefni er hér
það, hvortriki, sem eiga land-
grunn, sem gengur lengra en
200 milur út fráströndinni, s vo
sem Astralia og Kanada, getí
krafizt yfirráða yfir þvi, og þá
með hvaða skilyrðum.”
ÞRIÐJA nefnd ráðstefnunn-
ar fjallar um mengun hafsins
og frelsi tíl visindarannsókna.
Þar eru enn mörg ágreinings-
efni óleyst og hafa sum þeirra
verulega þýðingu fyrir Island.
Yfirleitter álitið, aö skriöur
geti komizt á ráðstefnuna, ef
samkomulag næst i fyrstu
nefnd. Þá verður lagt kapp á
aðleysa ágreiningsefnin i hin-
um nefndunum. Nokkurhætta
er á, að þá geti orðið breyting
á textanum, sem nú er lagður
til grundvallar, og Islendingar
telja sér viðunandi. Kappsmál
okkar er þvi, aö þessar
breytingar verði sem minnst-
ar, en sumar þeirra gætu
reynzt til óhags frá islenzku
sjónarmiði. Þvi þarf að vera
hér á verði.
Þ.Þ.