Tíminn - 16.04.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.04.1978, Blaðsíða 5
Sunnudagur 16. apríl 1978 5 Felix Gorodinski (APN): STYRJA RÆKTUÐ I ELDISSTÖÐVUM A forngrískri mynt er mynd af styrju. Rómverskir fyrirmenn snæddu styrju af gulldiskum. t Kina til forna voru þaö aöeins meölimir keisaraf jölskyldunnar sem boröuöu styrju. Og þessi fiskur varö einu sinni orsök styrjaldar milli borgrikjanna Feneyja og Genúa. Frá upphafi vega hefur þessi göfugi fiskur lifaö i vötnum en gengið upp i ár til þess eins að hrygna. En þessari grein er raunar ætlað að fjalla meir um furðulegan nýjan styrjukyn- blending, sem ræktaður hefur verið, en um venjulega styrju. Beluga- og sterletblend- ingur 1 lok fimmta áratugarins voru i byggingu i Sovétrikjunum nokkur risastór vatnsorkuver. Afarstór uppistöðulón lokuðu Volgu. Tsimljanskojeuppistöðu- lónið breiddi úr sér umhverfis Don. Hrygningargönguleiðir styrjunnar, sem lágu frá vötn- unum upp árnar, voru lokaðar af uppistöðulónum. Margar hrygningarstöðvar liðu bókstaf- lega undir lok. Brýnt var að finna aðferðir til þess að varð- veita þennan dýrmæta fisk. 1 Evrópuhluta landsins eru fimm mismunandi tegundir af styrju, sem eru mikilvæg verzlunar- vara: Venjuleg styrja (osjotr) Kaspiahafsstyrja/eða sevrjuga, risastyrja eða beluga, ship og sterlet. Með tilliti til þess voru gerðir sérstakir fiskistigar i uppistöðulónunum. En aðeins hluti af fiskitorfunum gekk báð- ar leiðir. Tugir klakstöðva lögð- ust þvi niður. Styrjuverndun var nýtt svið á þessum tima, til orðið vegna mistaka. En smám saman tókst fiskifræðingum, fiskræktar- mönnum og vatnsaflsverkfræð- ingum að finna lausn á vanda- málinu. Eftir gervifrjógun eru hrognin geymd i sérstökum klakkössum. Siðan er seiðunum sleppt aftur á sinum heimaslóð- um, i Azovha og Kaspiahaf. A þessum tima, þegar vernd- un styrjunnar var i brennidepli, kom prófessor Nikolai Nikoljuk- in, fiskifræðingur, með þá djörfu hugmyndn að rækta af- brigði af styrju, sem þrifizt gæti i hinum nýju uppistöðulónum, m.ö.o. fisk sem hefði alla eigin- leika styrju en hefði fast aðsetur i lónunum i stað þess að ganga langar leiðir eftir ánum til þess að auka kyn sitt. Prófessor Nikoljukin hóf til- raunir en án árangurs. Blend- ingarnir eignuðust annað hvort ekki afkvæmi eða þá að þau voru ekki lifvænleg. Svo var það vorið 1952, að kona prófessorsins, sem vann með honum að þessum tilraun- um, ákvað að frjógva beluga- hrogn með sterletsvilum. Það kom engum til hugar að þessi ó- skipulagða tilraun (það voru einfaldlega nokkur hrogn og svil afgangs) myndi blása nýju lifi i fiskiræktina. Fiskitegundirnar tvær voru of ólikar. Tökum þyngdina sem: dæmi: Beluga getur orðið allt að þvi eitt tonn, en sterlet er aðeins á bilinu 1.5 —2 kg. og tegundirnar hrygna á ólikum stöðum og á ó- likum tima. Kynblendingarnir eign- uðust afkvæmi Það tók viku að klekja út hrognunum. Siðan tók við löng bið. Hve lengi mundi hún standa? Beluga verður kyn- þroska 16 ára gamall en sterlet er 5—7 ár að verða kynþroska. Prófessorinn og kona hans urðu mjög undrandi þegar karl- blendingarnir náðu þroska inn- an þriggja ára og voru þá orðnir 6 kg áð þyngd. Og það var ekki siður mikilvægt, að kvenfisk- a-nir uðu einnig kynþroska mjög fljótt. Innan árs þaðan i frá var kominn annar ættliður kynblendinganna, þ.e. kyn- blendingar fæddir af kynblend- ingsforeldrum. Þetta var sannarlega stórviðburður i fiskifræði: Styrja hafði vaxið upp orðið kynþroska og átt af- kvæmi i eldistjornum. Arfgengi styrjunnar hafði þróazt i milljónir ára og sérhver breyt- ing á hinu vana bundna um- hverfi hennar hefði vel getað leitt til hörmulegra endaloka. En þarna voru kyn- blendingarnir vaxnir upp i eldistjörn eins og venjulegur vatnakarfi. Dr. Nikoljukin kom með til- löguna að nafni á þennan nýja fisk, „bester”, sem er samsett úr fyrstu atkvæðum hinna rúss- nesku heita á foreldrum kyn- blendingsins — beluga og ster- ljad. Likingin við enska orðið „best” er hrein tilviljun, en bester virtist draga dám af þessum tengslum. Hverju er þessi fiskur likur? Svo virðist sem blendingur hins stóra beluga og sterlet hafi erft skjótan vöxt frá belugamóður- inni og öran þroska og gott bragð frá sterletföðurnum. Afar þýðingarmikið er að kynblend- ingurinn hefur reynzt mjög frjó- samur, hver kvenfiskur gefur af sér 100—150 þúsund egg, sem er engu færra en beluga og miklu fleira heldur en sterlet gerir. Sérfræðingar reiknuðu það út, að hentugt væri að reisa bester- bú með djúpum tjörnum sem hvert um sig næði yfir 200 hekt- ara svæði. Það hefði þó kostað 3—4 milljónir rúblna að koma upp einu sliku búi. Af þessum sökum var ákveðið að rækta bester i sérstökum eld- istjörnum. Fyrst i ferskvatns- tjörnum, uppistöðulónum og kælitjörnum orkuvera, en siðar i sjávartjörnum. 1 ljós kom, að auk annarra kosta þá þrifst bester jafn vel bæði i fersku vatni og söltu. Tjörnin er afgirt frá vatni, fljóti eða uppistöðulóni með neti og er með þaki og botni. Það má sökkva henni á nokkurt dýpi. Til þessa hafa verið hannaðar ýms- ar gerðir af bestertjörnum. Höf- uðeinkenni þeirra er, að þær kosta aðeins um 250 rúblur hver tjörn. Með öðrum orðum, kostn- aðurinn við' það að koma upp styrjutjarnaeldisbúi hleypur aðeins á þúsundum rúblna en ekki á milljónum. Bester hefur þegar verið ræktaður með góðum árangri á mörgum búum i Ukrainu, Georgiu, Moskvuhéraði, sovézku Mið-Asiu, Eystrasalts- lýðveldunum og i Hvita-Rúss- landi. Þau vita allt um IB-lán Hafir þú hug á að kynnast betur hinum nýju IB-lánum og IB-veð- lánum, skaltu bara koma eða hringja. IB-ráðgjafar okkar kunna svör við spurningum þínum. Sé þess óskað, geta þeir einnig rætt og ráðlagt um hve lengi sparað er og hversu há upphæð. Að ýmsu þarf að hyggja til að sparn- aðaráætlunin standist. Hvað þarf lánið að vera hátt til að takmarkinu verði náð? Hvað eru líkur á að hægt sé að leggja mikið inn mánaðarlega? Svör við þeim spurningum ráða mestu um hve langt sparnaðartímabilið þarf að vera. Kynntu þér möguleikana betur. Hafðu samband við IB-ráðgjafana í aðalbanka eða einhverju útibúanna. Fyrirhyggja léttir framkvæmdir. Bankiþeirra sem hyggja að framtíðinni Iðnaðarbankinn Lækjargötu 12, Sími 20580

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.