Tíminn - 16.04.1978, Blaðsíða 19
Sunnudagur 16. april 1978
19
fun
— Rætt við Björn Stefánsson, fyrrverandi
kaupfélagsstjóra og erindreka Áfengisvarnaráðs
KaupfélagshúsiA og kirkjan á SiglufirAi.
sem barn og unglingur. Mér var
ljúft að gera flest, sem ég var
beðinn — nema að fara i kaup-
stað. Og til þess lágu gildar
ástæður: Þá var skipt við kaup-
menn, og búðarmenn höfðu á
stundum þau fyrirmæli frá hús-
bændum sinum, kaupmönnunum,
að vera ekki að ausa vörum i þá
bændur, sem ekki áttu neitt inni i
verzluninni. Nú var faðir minn að
visu sæmilega bjargálna að
þeirrar tiðar hætti, en þó komu
þeir timar, að hann „átti ekki
neitt inni” i verzluninni, og jafn-
vel ekki dæmalaust að hann
skuldaði eitthvað, þótt ekki væru
þær upphæðir háar. Nú kom það
fyrir, þegar ég var sendur I kaup-
stað, að mér var neitaö um aðra
úttekt en allra nauðsynlegasta
varning, og ég varð meira að
segja þess var á stundum, aö mér
var sagt ósatt i búðinni: Mér var
sagt, að þetta eða hitt væri ekki
til, þótt ég yrði þess var, eða sæi
það beinlinismeðeigin augum, að
nóg væri til af þeirri vöru, sém
mér var neitað um. Þetta særði
mig ákaflega, ég færðist mjög
undan þvi að fara kaupstaðar-
ferðir, og ég var ekki gamall,
þegar hjá mér vaknaði sterk
löngun til þess að bæta úr þessu
ófremdarástandi. Ég hét því að
gera mitt til þess að losa bændur
undan þvi verzlunarvaldi, sem
litillækkaði þá og laug að þeim,
þegar þvi bauð svo við að horfa.
— Þetta hygg ég að hafi ráðið
mestu um það, að ég sótti um
Samvinnuskólann. Hér kom það
lika til, að faðir minn fylgdi
Framsóknarflokknum að málum,
og gerðist áskrifandi að Timan-
um um leið og blaðið hóf göngu
sina.
— Þótti þér ekki gaman i Sam-
vinnuskólanum?
— Jú,þar var ákaflega gott að
vera. Jónas Jónsson var skóla-
stjórinn, og hann lét ekki við það
sitja að kenna okkur tilteknar
námsgreinar, heldur þreyttist
hann aldrei á þvi að brýna fyrir
okkur gildi og nauðsyn samvinn-
unnar. Ég hafði auðvitað haft
nokkurt veður af honum óður,þvi
að stjórnmáladeilur þessara ára
snerust að langmestu leyti um
hann sjálfan i eigin persónu.
Menn skiptust i flókka eftir aðdá-
un sinnieða andúð á honum, engu
siður en eftir afstöðu til þeirra
mála, sem hann barðist fyrir.
Mér fór svo, þegar ég kynntist
Jónasi sem einstaklingi og kenn-
ara, að ekki er fráleitt að segja að
ég hafi bókstaflega trúaðá hann.
— Það hefur þá ekki heldur ver-
ið nein tilviljun, að þú gerðist
sjálfur kaupfélagsstjóri f fyllingu
timans?
— Nei, það var ekki nein tilvilj-
un. Ég hygg að ég sé mjög félags-
lyndur að upplagi, og að sama
skapi litill einstaklingshyggju-
maður. Mig hefur, frá þvi ég man
fyrst eftir mér, langað til þess að
verða fleirum að liði en sjálfum
mér. Þegar svo bættist við sú
reynsla af kaupmönnum, sem ég
var að lýsa áöan, þá var það sjálf-
gefið, að ég gerðist fylgismaöur
samvinnuhreyfingarinnar og
starfaði á hennar vegum. Ég var i
Samvinnuskólanum veturna
1930-’31 og 1931 ’32. Og þótt ég lifð
eins spart og nokkur kostur var,
safnaði ég námsskuldum báða
þessa vetur!
Millibilsástand — far-
kennsla
— Gerðist þú svo kaupfélags-
stjóri strax að námi loknu?
— Nei. Tvo næstu veturna á eft-
ir var ég farkennari, annan
veturinn i Loðmundarfirði. I Nesi
i Loðmundarfirði bjuggu þá og
lengi siðan móðursystir min,
Hólmfriður Björnsdóttir, og mað-
ur hennar, Halldór Pálsson, sem
frægurer af fræðastörfum sinum,
meðal annars rannsóknum á
skaðaveðrum og slysförum á
Austurlandi o.fl. Þau höfðu tekið
við Nesi, þegar foreldrar minir
fluttust þaðan, og bjuggu þar
lengi, eins og kunnugt er.
— Fannst þér gaman að vera
kennari?
— Já, vist er kennsla oft
skemmtilegt starf, og lærdómsrik
er hún, held ég, alltaf. Ég undi
hag minum vel i Loðmundarfirði,
ég var kunnugur þar frá æsku-
árunum, og var farkennslan létt
verk, þviaðbörnin voru fá. Þegar
kennslan var úti á daginn, fór ég
iðulega á skiði með elztu börnun-
um, þviaðskiðalander gotti Loð-
mundarfirði.
Veturinn eftir var ég farkenn-
ari i Fáskrúðsfjarðarhreppi. Þar
þótti mér lika gott að vera. Ég
kynntist aldrei nema góðum
heimilum og góðu fólki þar. En
þótt mér þætti kennslan
skemmtilegt starf, þá hafði ég
ekki aflað mér kennararéttinda,
og gat þvi varla búizt við að ilend-
ast i þeirri stétt. En auk þess full-
nægði kennslan ekki þeirri þrá
minni að breyta verzlunarháttum
og lifskjörum fólksins i kringum
mig. Ég hlaut þvi að hugsa ráð
mitt og taka ákvarðanir um
framtiðina.
í þágu samvinnu-
hreyfingariimar
Ég hafði gerzt einn af stofhend-
um Kaupfélags Fáskrúðsfjarðar
árið 1933, og nafni minn og
frændi, Björn heitinn Stefánsson,
varð fyrsti kaupfélagsstjórinn
þar. Siðan varð ég starfsmaður
þess kaupfélags einn vetur.
Arið 1931 var Kaupfélag Stöð-
firðinga stofnað. Fyrsti kaup-
félagsstjóri þar var Benedikt
Guttormsson, ágæturmaður, sem
mörgum er kunnur. Siðan gengu
Breiðdælingar i það félag, og þeg-
ar verzlunarsvæði félagsins
stækkaði svo mjög, óskaði Bene-
dikt eftir aðstoðarmanni. Ég réð-
ist þá til hans og var starfsmaður
Kaupfélags Stöðvfirðinga i hálft
annað ár.
Svo var það snemma árs 1938,
að mér var boðið að taka við
kaupfélagsstjórastarfi á Akra-
nesi, en það félag hafði lent i
greiðsluþroti, og Sambandið
annaðist málefni þess um stund.
Liklega hefur það verið Ragnar
Ólafsson, sem benti á mig til
þessa starfe, en hann var þá
erindreki hjá Sambandinu og
hafði á hendi eftirlit með kaup-
félögunum. En hvað sem þvi lið-
ur, er hitt vist, að Sigurður
Kristinsson, þáverandi forstjóri
Sambandsins, bað mig að fara til
Akraness og taka að mér kaup-
félagið þar. Ég tók þessu boöi og
fór til Akraness. — Ég undi hag
minum vel á Akranesi, og kynnt-
ist mörgu ágætu fólkí þar, þótt ég
væri þar ekki lengi.
Þegar ég hafði veriö þar tæp-
lega eitt ár, talaöi Sigurður
Kristinsson við mig öðru sinni og
bað mig aðfara til Stöðvarf jarðar
og gerast kaupfélagsstjóri þar.
Þá hafði Benedikt Guttormsson
verið ráðinn bankastjóri útibús
Landsbankans á Eskifirði, og nú
vantaði mann til þess að taka við
starfi hans á Stöövarfirði.
— Hvernig leizt þér á að taka
þessu boði Sigurðar Kristinsson-
ar?
— Þótt mér likaði vel á Akra-
nesi, ogværieinmitt kominn vel á
veg að kynnast mönnum og mál-
efnum þar, þá hafði ég á hinn
bóginn ekkertá móti þvi að flytj-
ast aftur á æskustöðvar minar á
Austfjörðum. En auk þess var
Sigurður Kristinsson slikur mað-
ur, að ekki var auðvelt að neita
bón hans. Hann er sá maður, sem
ég hef haft einna mestan ávinning
af að þekkjaum mina daga. Hann
gerði sér mikið far um að þekkja
alla kaupfélagsstjóra og veita
þeim allt það lið sem hann gat.
Hann var svo einstaklega grand-
var og heiðarlegur, að annars
eins má lengi leita. Hann lagði
rika áherzlu á að kaupfélags-
stjórarnir lofuðu aldrei meira en
þeir væru vissir um að geta staðið
við, og sjálfur var hann svo gæt-
inn að orð var á haft. Hitt þarf
ekki einu sinni að taka fram, að
hann sagði aldrei ósatt orð.
Framhald á bls. 20.
Sildarsöltun hjá Kaupfélagi Siglfirðinga árið 1958.