Tíminn - 16.04.1978, Blaðsíða 26

Tíminn - 16.04.1978, Blaðsíða 26
26 Sunnudagur 16. april 1978 Um kverkatök og kyrkingar: Eins og öllum popp áhuga- mönnum ætti að vera kunnugt um, kemur hingað til lands i byrjun næsta mánaðar brezka nýbylgjuhljómsveitin (new wave band) STRANGLERS, til hljómleikahalds og kynningar á nýrri hljómplötu sinni„Black and White, sem væntanleg er á markað innan skamms. Hing- aðkoma hljómsveitarinnar er kostuð af United Artists Re- cords, og er hugmyndin að henni sú, að kynna erlendum blaðamönnum hljómsveitina og væntanlega plötu hennar á nýj- an, ferskan og frumlegan hátt og verður ekkert til sparað að gera þessa kynningu sem veg- legasta. Kynningin á nýju plöt- unni mun fara fram i Skiða- skálanum i Hveradölum, 3. mai en jafnframt halda STRANGL- ERS hljómleika i annað hvort Laugardalshöllinni eða Sigtúni sama kvöld, þar sem að islenzk- um áhorfendum verður gefinn kosturáað berja hljómsveitina augum og hlýða á tónlistarflutn- ing þeirra gegn vægu verði. Steinar Berg og Sigurjón Sig- hvatsson hafa haf t veg og vanda af komu STRANGLERS hingað til lands, en koma þeirra og fylgifiska verður að teljast til meiriháttar tónlistarviðburða, sem hér hafa átt sér stað. Hverjir eru STRANGLERS? Hljómsveitina STRANGL- ERS skipa eftirtaldir hljóðfæra- leikarar: llugh Cornwell aðalsöngvari og gitarleikari hljómsveitarinn- ar. Cornwell er 27 ára gamall lifefnafræðingur, sem m.a. hef- ur unnið að rannsóknarstörfum i Sviþjóð, auk þess sem að hann hefur kennt þar og i Englandi. Jean Jacques Burnel bassa- leikari er sonur veitingahúss- eiganda i' Guildford, og er hann af frönskum ættum. Burnel er hagfræðingur að mennt, en hann er 24 ára gamall. Burnel er svartabeltismaður i karate og er hann ákafur aðdáandi japanskra siðvenja. Aður en hann gekk til liðs við STRANGLERS var hann að hugsaum að taka til við kennslu i Japan. Jct Black trommuleikari er aldursforseti STRANGLERS, 39 ára gamall. Aður en hann gekk til liðs við hljómsveitina var hann vel stæður rjómaissölu- maður, og átti hann heilan flota af i'ssölauvögnum. Einn af þeim vögnum kom sér mjög vel á erfiðleikaárum STRANGLERS, þvi aðhann gátu þeir notað sem farartæki á milli skemmtistaða þar sem þeir komu fram. Þeir sváfu i honum, æfðu sig i hon- um, og er það mál manna að rjómaissölubill hafi aldrei stað- ið sig eins vel. Black hefur mjög gaman af lestri góðra bóka og er hann einnig mikill áhugamaður um stjörnu- og geimfræði. Hugh Cornwell á fullri ferö. x (Frá vinstri) Jean Jacques Burnel, bassaleikari. Jet Black trom hljómborösleikari, og Hugh Corn well, aöalsöngvari og gítarieikari. Glæsilegur iþrótta- fatnað Æfingabolir og -skór, Badmintonbolir, Körfu- boltabolir, Frjálsíþróttabol- ir, Leikfimibolir, Sundbolir og -skýlur. Adidas, Henson og Speedo vörur. Merkin tryggja gæðin! Músik a STRANG MP 8744 Dave Greenfield er hljóm- borðsleikari STRANGLERS. Hann er 26 ára og þykir mjög góður hljóðfæraleikari. Hann vann áður sem skreytingamað- ur i Brighton. Greenfield hefur gaman af þvi að tefla skák, og þvi ætti hann að vera i essinu sinuhér á landi, ef hann kann þá mannganginn. Greenfield hefur einnig gaman af að glápa á sjónvarp, svo að einhver önnur af áhugamálum hans séu nefnd. STRANGLERS telja sig ekki ræflarokkara (punk), þóað þeir hafi oft verið flokkaðir sem slik- ir, heldur vilja þeir skipa sér meðal nýbylgjumanna i brezkri popptónlist, og eru þeir i dag án nokkurs vafa þar einna fremstir i flokki, ásamt mönnum eins og Nick Lowe. Tónlist STRANGLERS bygg- ist á samspili gitars og hljóm- borða, sérkennilegri framsetn- ingu textans i söng Hugh Corn- well, og i bakgrunni er mjög þéttur, þungur bassaleikur og góður trommuleikur. Mörgum getur virzt svo sem tónlist STRANGLERS boði afturhvarf til fyrri tima, og að vissu leyti gerirhún það. Að minu mati má t.d. finna margar hliðstæður með tónlist STRANGLERS. Ekki verður hér leitazt við að vega og meta tónlistSTRANGL- ERS meiraen gert hefur verið, heldur mun verða gerð grein fyrir sögu þeirra, en þó má bæta þvi við, að þeir munu hvergi nærri hafa mótað stil sinn til fulls, þannig að heppilegast er að biða og sjá hverju f ram vind- ur. Jean Jacques Burnel. Upphaf og saga STRANGLERS Upphaf hljómsveitarinnar STRANGLERS má rekja aftur til áranna 1973 og 1974, en þá var ROYAL SKYNDIBÚÐINGARNIR ÁVALLT FREMSTIR ENGIN SUÐA Tilbúinn eftir firtim mínútur 5 bragðtegundir Byggung Kópavogi Aðalfundur félagsins verður haldinn i félagsheimili Kópavogs, laugardaginn 22. april, kl. 14. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagðir fram reikningar 1., 2., 3. og 4. byggingaráfanga. 3. Rætt um byggingarframkvæmdir félagsins. 4. önnur mál. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.