Tíminn - 16.04.1978, Blaðsíða 36

Tíminn - 16.04.1978, Blaðsíða 36
A 1» U Sýrð eik er sígild eign TKtSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 ■ SÍMI: 86822 FÆRIBANDAREIMAR í METRATALI LANDVÉLAR HF. Smiöjuvegi 66 Sími:766CX3 Sunnudagur 16. apríl 1978 — 62. árgangur —78. tölublað Góðir virkjunar- möguleikar í Ófeigsfirði — sagði ungur stúdent, sem verður árlangt við rannsóknir á atferli refa i Ófeigsfirði JH — Reykjavik. — Nú eru eitthvað tvö ár siðan byrjað var aðrannsaka Hvalá á Ströndum á vcgum Orkustofnunar, sagði Guðmundur P. Valgeirsson, fréttaritari Timáns i Trékyllis- vik, i gær. Nú siðast var Sigurjón Rist vatnamælinga- maður hér fyrir fáum dögum. Hvalá fellur niður i Ofeigsfjörð á Ströndum og er ein af vatnsmestu ám á Vestfjörðum. Neðst i henni er foss, allt að þrjátiu metra hár, svo nærri sjó, að sjávarfalla gætir nær upp undir fossinn. önnur á, sem einnig kemur af Ófeigsfjarðarheiði, RjUkandi, rennur i' hana neðan við fjall- brekkurnar. Taliðer, að meðódýrum hætti mætti virkja sjálfan fossinn i Hvalá, en stórvirkjun mætti fá meö þvi að gera uppistöðulón á Ofeigsfjarðarheiði, þar sem flatlent er og margt vatna, og sameina Hvalá og Rjúkanda þar efra. Fengist þá mikið fall mikils vatns, sem halda mætti nokkuðjöfnu með miðlun úr lón- inu á heiðinni. Ófeigsfjörður hefur verið i eyði um s keið þótt hús standi þar oghlunnindihafiveriö nytjúö að sumrinu. Þangað er jeppafært á sumrin, þótt vegur sé ekki nema að Eyri i Ingólfsfirði. Aftur er þó nokkur vegarspotti, sem gerður var árið 1975 og einkum sumarið 1976 frá Seljanesi, sem er á nesinu á milli Ingólfsfjarð- ar og Ofeigsfjarðar út að Hvalá, trúlega vegna rannsókna á virkjunarmöguleikum þar og hugsanlegrar virkjunar siöar. Þó eru á þessarileið tvær smáa'r óbrúaðar, Sýrá og Húsá, skammt norðan við bæinn i Ófeigsfirði. Þessi vegarspotti íefur ekki verið tengdur vegi, sem liggur úr Trékyllisvik um iVleladal til Ingólfsfjarðar, og er regarstæði fremur örðugt norð- an Ingólfsfjarðar út að Selja- nesi, en leiðin ekki löng. Það þætti að sjálfsögðu mikl- am tiðindum sæta i Arnes- nreppi, ef að þvi kæmi, að Hvalá /rði virkjuð. Það yrði byggð á þessum slóðum, ásamt þeirri byggðaráætlun, er gerö hefur verið, hinn/mesti styrkur. Við má búast, að það eigi enn nokk- uð langt i' land, að orkuver risi i Ófeigsfirði, þótt tæpast sé að efa, að einhvern tima verður hafizt þar handa. Röö fossa I annarri ánni, sem fellur niöur I ófeigsf jörö. Fjöllin eru há á þessum slóöum og tiltölulega siétt hiö efra, og hliöar brattar. Aö því leyti hagar ekki ólikt til og i Arnarfiröi, þar sem helzta orku- ver Vestfiröinga er. Ófeigsfjöröur á Ströndum aö sumarlagi. Nú eru fjöll þar nyröra þakin snjó, en talsverö jörö komin upp á láglendi. næturþeli, þegar fjara var, þar sem hennar var helzt von. Nú um lengt skeið hefur engin byggð verið frá Ingólfsfirði á Ströndum norður og vestur um. allt að Vébjarnarnúpi norðan Snæfjallastrandar i isafjarðar- djúpi, og ekkert mætt á tófustofn- inum þar. Þær voru áður mjög á ferli á ströndinni, þótt þær leituðu til fjalls, ef þær mættu styggð, en siðan byggð lagðist niður, eru þær eigi að siður á snöpum heima við bæi þá, sem uppi standa, eins og dæmið úr Ófeigsfirði sýnir. Hesturinn hljóp á fjöll JH — A Svanshóli i Rjarnarfiröi geröist þaö á dögunum, aö hestur, sem látinn haföi veriö út i góöu veðri, svo að hann gæti velt sér og viðrað, hvarf frá bænum og hefur ekki sézt siöan. Hestar á Svanshóli voru þrir, þótt hestaeign þar i sveit sé ekki lengur nema til gamans eins og svo viða annars staðar. Hesturinn er ættaður vestan úr fjörðum, og er ekki annað sýnna en strok hafi komið að honum, þótt allt sé enn undir fannafeldi þar nyrðra, nema rimar riðri i byggð. — Það voru rakin för eftir hann á fjöll upp, sagði Þórunn Hall- dórsdóttir á Svanshóli, en þar tapaðist af þeim, og hesturinn hefur ekki fundizt, þótt leitað hafi verið. Við höfum ekki hugmynd um, hvað af honum hefur orðið. Bein lina úr Bjarnarfirði vestur i Isafjarðardjúp er á að gizka þrjátiu og fimm kilómetrar um reginfjöll, þar sem ailt er undir hjarni. JH — Reykjavik. — Ég verö hér aö mestu leyti upp undir ár viö rannsókn á hátterni tófunnar, sagði ungur stúdent, Páll Hersteinsson, sem dvelst i Ófeigsfiröi á Ströndum, viö Tim- ann i gær. Ég mun fanga tófur og setja á þær radióhálsband til þess aö geta siöan fylgzt með feröum þeirra og gert mér grein fyrir at- ferii þeirra. Páll stundar nám i atferlisfræði i háskólanum i Oxford, og þessi rannsókn er verkefni, er hann hefur fengið á vegum háskólans.. Páli til aðstoðar er annar ungur námsmaöur, Magnús Már Magnússon, en hann mun ekki verða i ófeigsfirði nema fram á vorið. — Við komum hingað fyrir hálf- um mánuði og byrjuöum að sjálf- sögðu á þvi að búast um. Tófurn- ar ginnum viö með hrosshaus, sem við komum fyrir hér ofan viö bæinn, og i kring um hann lögðum við fótsnörur, sem tófurnar eiga að festa sig i. Við höfum ekki enn náð nema einni tófu, sagði Páll enn fremur, og hún festi sig i einni fótsnörunni núna um miðja vikuna. Við settum i snatri á hana radióhálsband og slepptum henni að loknum þeim athugunum, sem við þurftum að gera. Með henni höfum viö siðan fyglzt með tækjum okkar í tvo sólarhringa. Þessa daga hefur hún haldið sig að mestu leyti á láglendi og hlaupið nokkuð á milli fjarða. Þvi má bæta við, að á Ströndum norður hafa menn frá fornu fari haft nokkuö aðra afstöðu til tóf- unnar en viðast hvar annars stað- ar. Tófan var þar ekki bitvargur, heldur sótti æti I fjöru, og það var aðeins á vetrum, þegar skinnin voru bezt, að tófur voru skotnar. Lágu skotmenn þá i byrgjum að Fengi hann á sig radióhálsband gæti visindamaöurinn fylgzt meö hverri hreyfingu hans. 35-40 milljóna söluskattssvik — hjá einu og sama fyrirtæki Upp hefur komizt um mikil söluskattssvik I Reykjavik, og er hermt, aö hjá einu og sama fyrir- tækinu nemi þau 35-40 milijónum króna. Mun hér vera um aö ræöa innflutningsfyrirtæki, sem jafn- framt rekur verzlun. Timinn sneri sér til Garðars Valdimarssonar skattrannsókn- arstjóra og spurðist fyrir um þetta mál. — Ég get hvorki játaö þessu né neitað, sagði skattrannsóknar- stjóri. Það er okkar hlutverk að rannsaka mál, sem upp kunna að koma, og afgreiða þau, þegar rannsókn er lokið. Þetta gerum við, án þess að tilkynna blöðum eða öðrum fjölmiðlum, hvað við erum að fjalla um, og þið verðið að leita staðfestingar á slikum málum annars staðar. „VIÐHÖFUMNÁÐ FYRSTU TÓFUNNI”,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.