Tíminn - 16.04.1978, Blaðsíða 18

Tíminn - 16.04.1978, Blaðsíða 18
18 Sunnudagur 16. apríl 1978 Verzlunarhús kaupfélagsins á Akranesi árift 1938. Björn Stefánsson stendur i dyrunum. ENDURNY. ER OFTAS1 TIL BÓTA Björn Stefánsson, fyrrum kaupfélagsstjóri, er mörgum Is- lendingum aft góðu kunnur. Hann hefur lengi starfað að félagsmál- um, verið kaupfélagsstjóri um áratuga skeið og látið samvinnu- mál til sin taka, og auk þess innt af höndum mikið og heillarikt starf á vettvangi bindindismála og verið erindreki Afengisvarna- ráðs um árabil. Allt þetta, og reyndar margt fleira, gerir þaö að verkum, aö gott er að sitja á tali við Björn Stefánsson. Hann kann frá mörgu að segja, og lifsviðhorf hans er skynsamlegt og laust við hleypi- dóma. „Það voru mér dýrmæt- ar stundir....” Aður en við fórum að ræða um ævistarf Björns, skulum við huga að þeim hlutum, sem mótuðu hann ungan og ollu þvi að lifs- braut hans varð slik sem raun er á. — Þú ert Austfirðingur, Björn? — Já, það erég, og ég verð vist alltaf Austfirðingur, hvar sem leiðir minar liggja. Ég fæddist að Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð, þar sem foreldrár minir bjuggu fyrsta búskaparár sitt. Við áttum heima í húsakynnum, sem norsk- ir hvalveiðimenn höfðu komið upp þarna á sinum tima, en voru nú á bak og burt. Eftir stóðu myndarlegar byggingar, og svo vildi til, að báðir afar minir keyptu þessi hús, og þannig stóð nú á þvi, að ég fæddist i húsa- kynnum, sem höfðu verið aðsetur norskra hvalveiðimanna. — ólst þú svo upp á Fögrueyri? — Nei, þegar ég var á öðru ári, fluttust foreldrar minir að Nesi i Loðmundarfirði. Þar áttum við heima þangað til ég var tiu ára gamall, og þaðan eru fyrstu bernskuminningar minar. Þar er ákaflega sumarfagurt, umhverfið er sérkennilegt, landslag fjöl- breytt og fullt af draumalöndum fyrir börn og unglinga. Þar er mikiö um smá-hella og kletta- borgir og annað slikt, sem börn kunna vel að meta. Frá Nesi var flutt að Sóma- staðagerði við Reyðarfjörð. Astæðan til þeirrar ráðabreytni mun einkum hafa veriö sú, aö mágur föður mins, séra Stefán Björnsson, var þá orðinn prestur að Hólmum i Reyðarfirði, en stutt erá milli þessara bæja, Hólma og Sómastaðagerðis, og mun for- eldrum minum hafa þótt nokkurt traust I þvi að vera nágrannar séra Stefáns, móöurbróður mins. Frá Sómastaðagerði var talsverð útgerð á þessum árum, fiskur gekk inn allan Reyðarfjörð ogtil- tölulega litil fyrirhöfn var aö róa út á fjörðinn og fá sér i soðið. Við bræðurnir vöndumst þvi sjónum fljótt, ogvorum ekki gamlir, þeg- ar við fórum að „fljóta með.” Ekki voru nein efni til þess að gjalda vinnufólki, heldur h jálpað- ist fjölskyldan að við hvað eina sem gera þurfti. Ég naut þess, að ég er elztur systkina minna, og þess vegna komu þau forréttindi i minn hlut að fá að fylgja föður minum að störfum, bæði á sjó og landi.Hannvarlengstum einn við verk, bæðiá sjóog landi, þangað til ég kom til sögunnar. Það voru mér dýrmætar stundir, þegar við pabbi vorum við verk tveir einir. Ég gleymi þeim aldrei og bý að þeim alla ævi. „Ég sá hana gráta.” — Hvort þótti þér skemmti legra að sýsla við búskapinn eða draga fisk úr sjó? — Það var nú svona sitt á hvað. Ég var alltaf nokkuð sjóveikur, og það háði mér löngum, en þó fannst mér svo gaman á sjónum, að ég vildi ævinlega fara i næsta róður, þó að daginn áöur hefði ég verið þjáður af sjóveiki. Breiftdalsvik 1948. Þar er útibú frá kaupfélaginu á Stöftvarfirfti, og þvf iágu leiftir Björns Stefánssonar mjög oft þangaft á meftan hann var kaupfélagsstjóri á Stöðvarfirði. — En búskapurinn? — Mér þótti alltaf gaman að kindum, ogtóksnemma við gæzlu þeirra. A fjármennskuárum min- um, á milli 1920 og 1930, byggðist fóðrun fjárins að langmestu leyti á útbeit. Hey voru ekki nema til þess að gripa til þegar jarðbönn voru, eða svo vond veður, að ekki var beitandi. Þegar harðast var til jarðar, þurfti að standa yfir fénu, og ég man meira aö segja eftir þvi að hafa mokað ofan af fyrir það, svo að það næði til jarð- ar. Skemmtilegastur þótti mér þó sauðburðurinn. Þá voru ekki neinar girðingar, heldur þurfti að sitja yfir óbornum ánum, til þess aðmissa þær ekki til fjalla, þvi að alltaf gat veður spillzt skyndi- lega, og þá var nýfæddum lömb- um voðinn vis. Fyrsta árið sem við vorum i Sómastaðagerði var mér gefinn hundur. Þaðvar tik, grá ogloðin, blendingur að ætterni, þvi að móðir hennar var Islenzk, en faðirinn útlendur hundur, sem Rolf Johansen, kaupmaður á Reyðarfirði átti. Þessi tik min reyndist hin mesta afbragðs- skepna. Snilldar fjárhundur, og svo vitur að af bar. Hún gaut i fyrsta skipti að vorlagi. Ég stóð þá yfir ám drjúgan spöl frá bæ. A heimilinu var annar hundur, sem faðir minn átti, og þvi hefur sjálf- sagt ekki þótt ráð að fjölga hund- um, oger nú ekki að orðlengja, að skömmueftiraðtik min gaut, var hvolpum hennar drekkt, öllum i einu. Ég gleymi þvi aldrei, þegar hún kom til min, þar sem ég stóð yfir ánum. Hún flaðraði upp um mig veinandi, og ég bókstaflega sá hana gráta. Hún gaf mér i skyn, aðhún vildi fá mig meðsér, og við gengum á stað. Hún hljóp snuðrandi, en tók svo strikið beint niður að sjó, og að klöppinni þar sem hvolpum hennar hafði verið drekkt. Ég sá, að hún ætlaðist til þess að ég hjálpaði sér, en auövit- að gat ég ekkert gert — nema að vatna músum með henni, tiu ára drenghnokki. Og timinn leið. Þegar tik min átti von á sér næst, hvarf hún, og enginn vissi hvar hún hélt sig. Seinna kom i ljós, að hún hafði grafið sig langt inn i eldgamlan torfvegg. Þar geymdi hún af- kvæmi sin, og enginn fékk að sjá hvolpana, fyrr en einn góðan veðurdag, að þeir komu geltandi fram i holumunnann. En nú höfðu mennirnir lært svo mikið, að hún fékk að halda börnum sínum eins og hana lysti, og einu þeirra til langframa. Nám i Samvinnuskólan- um — Stóð ekki hugur þinn til náms, þótt þér þætti á hinn bóginn gaman aft búskapnum? — Ég var heima i foreldra hús- um fram undir tvitugt. Svo varð að ráði, að ég sækti um Sam- vinnuskólann, þegar ég stóð á tvi- tugu. En reyndar var fjárhagur- inn allt annað en glæsilegur. Verð á afurðum bænda var ákaflega lágt, peningarvoru næsta fáséðir. — Þú hefur leitað i Samvinnu- skólann vegna þess að þaft hefur verið viðráðanlegra fjárhagslega en annað nám? — Já, sennilega hefur það ráðið' nokkru, en þó kom fleira til. Ég held, að ég hafi ekki verið latur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.