Tíminn - 16.04.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.04.1978, Blaðsíða 7
Sunnudagur 16. april 1978 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Eitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulitrúi: Jón Sigurösson. Augiýsingastjóri: Stein- grfmur Gfslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: . 86387. Verö I lausasölu kr. 90.00 Askriftargjald kr. 1700 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Fjársvika- málin Að undanförnu hefur orðið uppvist um óvenju- lega mörg fjársvikamál, sum mjög stórfelld. Þá hafa af hálfu saksóknara rikisins verið höfðuð óvenjulega mörg mál vegna fjármálalegra af- glapa. Við þessi mál hafa verið riðnir menn úr flestum flokkum, en réttilega hefur þvi verið sleppt i frásögnum blaðanna að bendla þá nokkuð við umrædd afglöp. Flokkar verða ekki sakfelldir fyrir það, þótt einstaklingar, sem einhvern tima hafa verið i þeim, geri sig seka um afbrot, sem ekki eru i minnstu tengslum við flokkinn. Þessi hógværð blaðanna, einkum þó æsifrétta- blaðanna, stingur ánægjulega i stúf við frétta- mennsku þeirra og skrif fyrir fáum misserum. Þá var reynt að tengja slik mál sem mest við Fram- sóknarflokkinn. Þegar menn, sem siðar reyndust saklausir, voru úrskurðaðir i gæzluvarðhald i tengslum við svonefnt Geirfinnsmál, var hafin á Framsóknarflokkinn einhver mesta ofsóknarher- ferð, sem sögur fara af. Ástæðan var sú, að þeir höfðu einu sinni verið leigjendur i húsnæði, sem Framsóknarflokkurinn átti. Svo langt var gengið, að þessari rógsherferð var fylgt eftir á Alþingi. Næstum dag eftir dag var þessari herferð gegn Framsóknarflokknum haldið uppi i æsifréttablöð- unum, og reynt að gera þann mann, sem helzt stóð fyrir henni, að eins konar þjóðhetju. Lengst var gengið, þegar þvi var dróttað að Ólafi Jóhannes- syni dómsmálaráðherra, að hann hefði á sinum tima stöðvað rannsókn Geirfinnsmálsins, þegar athuganir Hauks Guðmundssonar hafi tekið að beinast að þeim mönnum, sem siðar voru sak- lausir dregnir inn i Geirfinnsmálið sökum rangs framburðar. Þótt þessi áróður æsifréttablaðanna fengi nokk- urn hljómgrunn um skeið, er það nú úr sögunni. Það er almenningi ljóst, að tilgangur umræddra blaða með þessum skrifum var allt annar en sá að fá umrædd afbrotamál upplýst, heldur að reyna að nota þau til áróðurs gegn pólitiskum andstæðing- um. Þessi málflutningur hefur hlotið að verðleik- um þann dóm almenningsálitsins, að æsifrétta- blöðin telja sér hyggilegast að halda honum ekki áfram, a.m.k. ekki á sama hátt og áður. Sá stjórnmálaflokkur, Alþýðuflokkurinn, sem helzt reyndi að gera sér mat úr þessum áróðri æsi- fréttablaðanna, er einnig hættur þvi. Á tveimur þingum reyndi hann að auglýsa sig sem sérstakan andstæðing fjársvika og spillingar, og hóf umræð- ur utan dagskrár og flutti tillögur þessu til árétt- ingar. A þessú þingi hefur hvorki heyrzt hósti né stuna frá Alþýðuflokknum varðandi þessi mál. Forustumenn flokksins á þingi hafa gert sér ljóst, að það hitti ekki siður Alþýðuflokkinn en aðra flokka, ef reynt væri að eigna flokkunum afbrot, sem einstakir menn, sem einhvern tima hafa til- heyrt þeim, hafa gert sig seka um. Fjársvikamálin sem hafa verið upplýst að undanförnu, hafa sýnt ljóslega þörf á auknu að- haldi og eftirliti i þessum efnum. Hvað sem liður pólitiskum ágreiningi flokkanna, ætti hér að geta verið verkefnið, sem þeir sameinuðust um, i stað þess að bera hver annan brigzlum. Lýðræðinu er fátt mikilvægara en að f jármálaspilling verði upp- rætt, sem ella yrði færð á reikning þess. Þ.Þ. í Joseph C. Harsch: Bandaríkj amenn að ræða við Kínverja Síðar gætu Bússar gripið tækifærið Frá fundi kinverska þingsins i vetur. t Bandarikjunum er nú verulega rætt um, hvort þau eigi að leita aukins sam- starfs viö Kina, enda þótt það gæti leitt til erfiöari sambúðar viö Sovétrikin. Höfundur eftirfarandi greinar er i hópi þeirra, sem aöhyllast aukiö samstarf viö Kinverja og túlkar hún allvel sjónarmiö hans og skoöanabræöra hans. Ef vel á aö vera, þarf aö lesa ýmsar fréttir, sem nýlega hafa birzt, I samhengi. — Myndir voru birtar af kinverskum hermönnum aö reyna vopn, sem þýzki herinn notar. — Frétt frá Moskvu sagöi frá þvi, aö tilraunir til sam- komulags viö Kinverja hafi fariðiit um þúfur vegna ,,óað- gengilegra grundvallarskil- yrða Kinverja”. Liklegt er talið að Kinverjar hafi krafist þess, að Rússar fjarlægi heri sina af norðurlandamærum Kina áður en viðræður hæfust. — Kinversk séndinefnd var nýverið 1 Nýju-Delhi að endur- nýja stjórnmálasamband Kina og Indlands, en það rofn- aði fyrir 15 árum vegna landa- mærabardaga i' Himalaya- fjöllum. Kinverjar náðu mest- um hluta þess svæðis, sem deilt var um, og hafa haldið þvi siðan. Þessar þrjár fréttir sýna virka stefnu Kinverja bæði i utanrikismálum og utanrikis- þjónustu. Kinverjar hafa til þessa verið önnum kafnir viö að endurskipuleggja stjórn- ina, eftir lát þeirra Mao Tse- tungs og Sjú-En-læs. Það reyndist ýmsum vandkvæðum bundið, en er nú lokiö. Úrslit hinna langvinnu innanlands- átaka urðu fyrst ljós i byrjun marz, er þau voru birt. á 5. þingi kínverska kommúnista- flokksins. ÞEGAR opinberar yfir- lýsingar höfðu veriö gefnar, var ljóst að Hua Kuo-feng verður áfram æðsti maður þjóöarinnar út á við, og annast opinberar skyldur, en Teng Hsiao-ping sér um stefnu- mótunina i skugga hans. Baráttunni er lokið. Kinverjar hafa fengið sina rikisstjórn. Teng er i rauninni aöal- maðurinn og sér um stefnu- mótun, en kýs af gætni að skipa annað sætiö. Þegar þetta var opinbert gert hinn 5. marz, sneru Kinverjar sér að utanrikismálum á ný. Þeirra fyrsta verk var að senda flokk hermanna til að kynna sér þýzk vopn; gera út sendinefnd til Indlands til að endurnýja stjórnmálasam- band þjóðanna, og setja Sovét- mönnum stólinn fyrir dyrnar. Þetta eru vissulega töluverð umsvif i utanrikismálum, ekki sizt þegar tekið er tillit til hins skamma valdaferils. Þau Hua I heimsókn hjá verkamönnum. sýna, að stjórnin telur sig fasta i sessi heima fyrir, og álitur stöðu sina i utanrikis- málum góða. Hún mun krefj- ast nýrra vopna, og er þegar farin að kynna sér, hvernig kaupin gerast á þeim mörk- uðum. Ekkert kæmi Sovét- stjórninni verr en að V-Þjóð- verjar yrðu fyrir valinu. Það er öldungis óvist hvort Kinverjar munu kaupa vopn af V-Þjóðverjum, en mynd- irnar af kinversku her- mönnunum, sem eru að hand- fjalla þýzk stríöstól með greinilegri aðdáun, er viðvörun til Sovétmanna. Þeir verða að slaka á kröfum sinum, ef samkomulag um eðlileg samskipti við Kinverja á að nást. Sendiför Kinverja til Ind- lands fellur vel inn i heild- armyndina. Meðan Indira Gandhi sat viö stjórnvölinn, voru kærleikar með Indlandi og Sovétrikjunum. Segja mátti, að rikin mynduðu hálf- gerð öxulveldi. Indland var n.k. framlenging á veldi Sovétrikjanna, það er sjálf- stætt á ný. Kinverjar vilja eiga vinsamleg samskipti við Indverja, með þvi skilyröi að sjálfsögðu, að Indland veröi framvegis óháð. ÞESSAR aöfarir Kinverja eru sannarlega með ráðum gerðar. Foringjar „mið- konungsrikisins” fara ekki á fjörurnar við „skrælingjana” — þvert á móti láta þeir „skrælingjana” koma til sin, og setja þeim skilyröin. Kin- verjar munu reynast fúsir til þess að taka upp „eðlilegt” stjórnmálasamband við Sovétmenn, en ekki fyrr en þeir hafa fjarlægt hið mikla herlið sem veriö hefur viö landamærin siðan 1968 og 1969. Hætti þeir að ógna Kina með vopnavaldi, verðuc þeim náðarsamlegast leyft að senda fulltrúa sina til Peking til þess að votta valdhöfunum virðingu sina. En þessi mynd er ekki fullkomin, þvi stjórnirnar i Peking og Washington hafa ekki átt i neinum viðræðum. Væri slikt ekki timabært? Samband Bandarikja- stjórnar við Kinverja er sem stendur mun betra en sam- band Kinverja við Sovét- stjórnina. Bandariskur her er nú hvergi nálægt landa- mærum Kfna. Oðru máli gegnir um Sovétrikin. Af þeim stafar Kinverjum hætta. Sovézki herinn við landamæri Kina er hinn mesti happa- dráttur fyrir Bandarikin og bandalagsþjóöir þeirra. Sovétstjórnin getur bægt þessari vá frá dyrum Kinverja hvenær sem er, og þegar þaö gerist mun hún ekki eiga siður innangengt i Peking en Bandarikjastjórn. Þá nytu Bandarikin ekki lenguf þeirrar sérstöðu að vera i áreitnislausri sambúð við bæöi Kinverja og Rússa. Ég tel þvi, að Bandarikjastjórn eigi skilyröislaust að leggja sem mesta áherzlu á viðræður við Kinverja. (H.Þ. þýddi)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.