Tíminn - 16.04.1978, Blaðsíða 27
Sunnudagur 16. aprfl 1978
27
muleikari. Dave Greenfieid,
— koma til
íslands 2. maí
fram i Lundúnum i fyrsta skipti,
en þá léku þeir sem „pásu”
hljómsveit hjá Alberto Y Los
Trios Paranoias á hinum þekkta
skemmtistað Nashville, en hann
er einn frægasti skemmtistaður
Lundúnaborgar. Ekki féllu
STRANGLERS alltaf i kramið
hjá gestum skemmtistaðarins
og oft voru þeir baulaðir niður.
Eftir þessar upptroðslur i Nash-
ville komu STRANGLERS fram
reglulega á hinum ýmsu
skemmtistöðum, en þó án þess
að ná nokkrum vinsældum, svo
heitið gæti.
Fyrsta stóra tækifæri
STRANGLERS kom um mitt
sumarið 1976, er þeim var boðið
að aðstoða sjálfa guðmóður
ræflarokksins, Patti Smith, á
hljómleikum sem hún hélt á The
Roundhouse i LundUnum. Eftir
þetta tækifæriléku þeir á nokkr-
um hljómleikum Patti til við-
bótar, og eftir það fóru hjólin
heldur betur að snúast hjá
STRANGLERS, þvi að þetta
framlag þeirra með Patti Smith
varð til þess að hljómplötufyrir-
tæki sýndu þeim áhuga, og var
þess ekki langt að biða að þeir
gerðu samning við eitt þeirra,
United Artists Record co., en
það gerðist í desember 1976.
Stuttu siðar fóru fram fyrstu
hljóðritanir á tónlist þeirra og
þá kom á markað meðþeim litil
plata með lögunum Grip og
London Lady, en Grip komst
siðaná vinsældalista f Bretlandi
í vetur kom siðan Ut litil plata
með þeim sem bar heitið Five
minutes, en á henni eru tvö lög
af væntanlegri hljómplötu
þeirra, Black and White. Five
minutes þykir gefa góð styrir-
heit um góða plötu, en það verð-
ur hún að vera ef STRANGL-
ERS eiga að verða eitthvað
meira en dægubóla um
skamma stund.
Framtiðin
Black and White verður sá
prófsteinn sem STRANGLERS
verða að komast frá á farsælan
hátt, ef þeir eiga að tryggja
framtið sina i náinni framtið. Ef
platan fær slaka dóma er útséð
um þaðað STRANGLERS kom-
ist inn á markað i Bandarikjun-
um, og ekki yrði það til þess að
auka vinsældir þeirra i Evrópu
heldur. En ef platan fær hins
vegar góða dóma, þá ættu
STRANGLERS að eiga góða
möguleika i Bandarikjunum, en
þar seldist Rattus Norwegicus i
yfir 50 þúsund eintökum. Rétt
auglýsing gæti i þessu sambandi
verið hljómsveitinni mikils
virði, þannig að sjá má að „ís-
lands ævintýrið” er ekki alveg
út i bláinn. STRANGLERS hafa
sannað, að þeir eru þess
megnugir að taka bæði and-
streymi og velgengni, þannig að
litil hætta er á þvi að þeir
myndu fjarlægjastuppruna sinn
þó að þeir hlytu frama vestan
hafs. Sem dæmi um það hve
STRANGLERS eru truir sinni
sannfæringu má nefna að oft og
iðulega leika þeir á smáknæp-
1 j óms veitin
LERS kynnt
Hugh Cornwell staddur i Eng-
landi með sænsku hljómsveit-
inni Johnny Sox. Cornwell var
einn af stofnendum hljóm-
sveitarinnar, en auk hans voru i
hljómsveitinni tveir Sviar og
tveir Bandarikjamenn. Eftir
nokkra dvöl i Englandi ákváðu
Sviarnir að hætta i hljómsveit-
inni og hverfa aftur til Sviþjóð-
ar, og bauð þá Cornwell Jet
Black að ganga til liðs við þá.
Þáði Black boðið og tók við
kjuðunum. Stuttusiðar kynntust
þeir félagar i Johnny Sox Jean
Jacques Burnelfyrirtilviljun-,en
hann var þá að koma frá karate
móti i Kingston. Ekki leið á
löngu þar til Bandarikja-
mennirnir hurfu sömu leiðina og
Sviarnir, þ.e., aftur i hið efna-
hagslega öryggi i Sviþjóð, og
gerðist þá Burnel bassaleikari
Johnny Sox. Siðar bættist svo
Dave Greenfield i hópinn og
breyttu þeir þá nafni hljóm-
sveitarinnar i The Guildford
STRANGLERS, en þetta var ár-
ið 1975. A þessum tima léku
STRANGLERS mest i nágrenni
Guildford, og þá þegar voru þeir
farnir að flytja lögin „Some-
times” og „Hanging Around”,
en þau eru bæði á fyrstu stóru
plötu þeirra, RattusNorwegicus.
i desember 1975 gerðu þi;ir
samning við Albion umboðs-
skrifstofuna, sem sá um að
koma þeim á framfæri á minni
háttar skemmtistöðum. Nokkru
siðar komu STRANGLERS
og hélzt þar i sjö vikur.Þessi tvö
lög voru siðan Rattus Norwegi-
cus.
Þó að málin væru nú farin að
snúast STRANGLERS i hag,
létu þeir ekki velgengnina stiga
sér til höfuðs, heldur unnu af
kappi við kynningu á hljóm-
sveitinni. A árinu 1976 komu
þeir alls fram 275 sinnum, og er
talið að þeir hafi komið oftar
fram á árinu en allarþærhljóm-
sveitir til samans, sem hafa
verið nefndar nýbylgjuhljóm-
sveitir.
Arið 1977 var siðan ein sam-
felld sigurganga fyrir
STRANGLERS, þvi að fyrsta
hljómplata þeirra, Rattus Nor-
wegicus, komst í fjórða sæti
brezka vinsældalistans á ör-
skömmum tima, en það er talið
nær einsdæmi hjá nýrri hljóm-
sveit. A vinsældalistanum héldu
þeirsig svo i 21 viku, sem er tal-
ið mjög gott.
Siðar sama ár sendu
STRANGLERS siðan frá sér
lagið No More heroes á litilli
plötu, en það varð siðan titillag
annarrar stóru hljómplötu
hljómsveitarinnar. Lagið No
more heroes fékk strax gifur-
lega góðar undirtektir, svo og
samnefnd hljómplata þegar hún
kom útsíðar áárinu, en þó hefur
mönnum ekki fundizt
STRANGLERS hafa þróað stil
sinn nægilega og sýnt eins miki-
ar framfarir frá Rattus... og
menn áttu von á.
um fyrir örfáa hlustendur á
milli þess sem þeir koma fram i
sjónvarpi, frammi fyrir millj-
ónum áhorfenda, eða leika á
hljómleikum þar sem áhorfend-
ur skipta þúsundum.
Aðhald Stranglers i fjármál-
um hlýturaðveraeinsdæmi, þvi
að þó að hljómsveitin hafi selt
plötur fyrir andvirði u.þ.b. 750
þúsunda sterlingspunda,
skammta meðlimir hljóm-
sveitarinnar sér aðeins um 40
pund hverjum á viku, og ef um
hljómleikahald er að ræða, þá
er hámarkseyðslá á mann i þvi
sambandi aðeins um 5 pund,
sem notuð eru á veitingahúsum.
Þvi er það ljóst, að ef
STRANGLERS ætla sér að
halda uppteknum hætti, verða
verðbólga og islenzkt verðlag
ekki lengi að rýja þá inn að
skinninu á meðan dvöl þeirra
hér á landi stendur, en trúlega
þurfa þeir þó ekki að hafa
áhyggjur af þeim málum ef UA
sér um útgjaldahliðina.
Ekki verður hér rakin nánar
saga STRANGLERS, né neinar
fleiri vangaveltur viðhafðar,
heldur aðeins bent á það og
undirstrikað að lokum, aö
koma STRANGLERS hingað til
lands er eins og sundlaug i eyði-
mörk, viðburður sem enginn
áhugamaður um dægurlagatón-
list getur látið fram hjá sér
fara, hvort sem hann er hlynnt-
ur „ræfildómi”, sé nýbylgju-
sinnaður, eða aðeins rokkari
upp á gamla móðinn.
Þá þarftu ekki
að biða lengur!
Nýju plöturnar með Wings og
BOB MARLEY eru komnar og
fást hjá umboðsmönnum
um land allt.
KR. 4350 KR. 4350
Fyrir þá sem komnir eru
af táningaaldrinum
eru nýkomnar nýjar plötur með
NAT KING COLE og ROGER
WHITTAKER. Þeir félagar svíkja
engan frekar en fyrri daginn.
KR. 4250
KR. 4250
EINNIG
eru verzlanir okkar stútfullar af
öðrum frábærum plötum — eins
og til dæmis:
Abba — The Album
Baccara — Yes Sir I Can Boogie
21st Creation— Break Thru
Bob Welch— French Kiss
David Coverdale— North Winds
Deep Purple —®Powerhouse
, ELO— Out Of The Blue
Genesis — And Then There Were Three
Jackson Browne — Running On Empty
Mannfred Manns Earthband — Watch
Paul Simon — Greatest Hits
Smokie — Bright Lights & Back Alleys og svo
mætti lengi telja.
Af léttri tónlist eru til s/ik ógrynni
vonlaust væri að æt/a sér að teija
það upp. Sjón er sögu rikari.
FÁLKINN í FARARBRODDI
FÁLKIN N
Suöurlandsbraut 8 Laugavegi 24 Vestuveri
Slmi 8-46-70 Simi 1-86-70 Simi 1-21-10
Verzlið þar 1
sem úrvalið er bezt
\