Tíminn - 16.04.1978, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.04.1978, Blaðsíða 15
Sunnudagur 16. aprfl 1978 15 Texti og myndir: Magnús Olafsson TJtgerð mun auðveldari — eftir að nýju hafnarmannvirkin komu í gagnið Það var samdóma álit hjón- anna Arna Guómundssonar og Margrétar Aronsdóttur aó þaó væri mjög gott aö búa á Breiö- dalsvik og staðurinn ætti mikla framtið fyrir sér. Verulegt átak hefði veriðgerttil þessað skjóta stoðum undir atvinnulif meö uppbyggingu frystihússins og hafnarinnar, og nú væri unnið að þvi að tryggja hráefnisöfl- unina. Arni kvaðst hafa stundað sjó- mennsku i 18 ár. Með tilkomu þeirra hafnarmannvirkja, sem nú eru komin á Breiðdalsvik væri viðhorfið allt annað til þess að stunda þaðan sjóinn, enda væriþarnúaðkoma örugghöfn, Stutt væri á fengsæl fiskimiö og inn til landsins væri góö sveit. Þvi ætti Breiödalur að geta orðið mjög öflugt byggðarlag i framtiðinni. Arni gerir 90 lesta bát út með bróður sinum, og nú eru þeir að reyna að fá annan bát af sömu stærð. Siðar vonast þeir til þess að geta fengið stærra skip til Breiðdalsvæikur. Hugmynd okkar er að út- í I Höfnin á Breiðdalsvik. — Tlaiamyndir MÓ Hjónin Arni Guðmundsson og Margrét Aronsdóttir ásamt dóttur sinni, Drifu Hrund. gerðin og fiskvinnslan verði sem fyrst sameinuð undir einn hatt, sagði Arni. Þessir þættir styðja hvor annan og þannig myndi skapast aukið öryggi i framtiðinni. Margrét sagði að félagslif væri blómlegra i Breiðdal i vetur en nokkru sinni fvrr. Flestar samkomur fara fram i Staðarborg, sem er fremur gamalt hús skammt fyrir innan þorpið. Nú eru uppi hugmyndir um að byggja við það eða jafn- vel byggja nýtt félagsheimili. Ungmennafélagið hefur geng- izt fyrir félagsmálanám- skeiðum og hafa þau verið vel sótt. Þá hefur kvenfélagið byggt upp smá leikvöll sem er mikið notaður. Auk þessa má nefna, að hér er mikill skiðaáhugi og fara menn á skiði þegar snjóalög eru. Við höfum hér skiðalyftu. Ekki er hún fullkomin, en dugir til sins brúks. MÓ Pétur Sigurðsson framkvæmdastjóri ásamt tveim verkamönnum i frystihúsinu, þeim Björgvin Sveinbjörnssyni og Herbirni Björgvins- syni. Björgvin bjó áður að Skriðustekk, en er nú fluttur niður á Breiðdalsvik. Herbjörn bjó áður á Hliðarenda, en flesta vetur hefur hann sótt vinnu á Breiðdalsvik, og er nú alfluttur þangað. Nýja frysti- húsið gjörbreytir ástandinu Þetta nýja frystihús er undir- staða þess að unnt sé að efla byggð hér á Breiðdalsvik, sagði Pétur Sigurðsson framkvæmda- stjóri frystihússins i samtali við Timann nýlega Byggingar- framkvæmdir hófust árið 1972, en hægt miðaði þar til á siðasta ári, aö kraftur var settur i að ljúka framkvæmdum. Nú er hér orðin ágæt vinnuaðstaða fyrir 60 til 70 manns, en ýmsum ytri frá- gangi við frystihúsið er þó ólok- ið. Næsta skref er að tryggja hráefnisöflunina, og eru þau mál nú öll i athugun. Gamla frystihúsið var byggt 1949 og upphaflega ætlað fyrir kjötfrystingu. Siðan var farið að verka þar fisk, en aðstaðan var þó allt of litil og léleg. Nýja húsið er um 1500 fer- metrar. Þar á að vera vinnslu- aðstaða fyrir um 60 manns, og þvi er allt atvinnuleysi úr sög- unni, ef tekst að tryggja hrá- efni. Eins og er vinna hér 35 manns, þar af eru fimm útlend- ingar. MÓ. L Líf og fjör í Breiðdal — ungir og aldnir lærðu að dansa og dansa nú af hjartans lyst Það er mikill munur aö vinna i þessu nýja húsi, sagði Sigrún Björgvinsdóttir, þegar ég tók hana tali við vinnu sina i nýja frystihúsinu á Breiðdalsvik. Hér er bæði bjart og hlýtt, og vinnu- aðstaða öll hin fullkomnasta. Sigrún sagði að gott væri að búa i Breiðdal. Þar væri fallegt og öllum kæmi vel saman. Hún hefur alla tið búið i Breiðdal. A meöan atvinnuástand var ótryggt flutti fólk burt, en nú vonaðist hún til að slikt heyrði til liðinni tið. — Félagslif er hér allgott. Hér starfar kvenfélag, ung- mennafélag og lionsklúbbur. Hér eru haldin þorrablót og hjónaböll, og hér eru oft margs konar námskeið. T.d. er nú ný- lokið dansnámskeiði og sóttu það um 50 manns, auk þess, sem danskennarinn, Sigurður Há- konarson, kenndi i barnaskólan- um. Dansnámskeiðið sóttu bæöi ungir og aldnir. Sá elzti var Bogi Jónsson bóndi i Gljúfraborg, en hann varð 75 ára 6. marz sl., eða um það leyti, sem námskeiðinu lauk. Þá sóttu áströlsku stúlk- urnar, sem eru i vinnu á Breið- dalsvik, einnig námskeiðið og þótti mikið gaman að vera á þvi. 1 stuttu viðtali, sem blaða- maður átti við eina af stúlkun- um áströlsku i frystihúsinu á Breiðdalsvik, kom i ljós að tvær þeirra eru kennaramenntaöar og tvær lærðar hjúkrunarkonur. Hingað koma þær til að kynnast öðru umhverfi en þær eru aldar upp i, jafnframt þvi, sem þær vinna sér inn peninga. Siðan ætla þær aö halda áfram flakki um heiminn i vor. MÓ Sigrún Björgvinsdóttir unir sér vel i nýja frystihúsinu á Breiðdalsvik. Timamynd MÓ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.