Tíminn - 16.04.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.04.1978, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 16. apríl 1978 menn og málefni Að sigra sjálfan sig Fólk, sem vinnur aO framleiOslustörfum á sjó og landi vftt um byggOir, leggur svo mikiO I þjóOarbúiO, aO sums stáöar má þaO meO óllkindum heita, enda ekki slegiö slöku viO. En meöhöndlunin á gjaideyrinum, sem þetta fólk vinnur fyrir, er vægast sagt ógætileg. Myndin er úr vinnslusal Noröurtanga á tsafiröi, en engir standa Vestfiröingum framar um gæöi sjávarafuröa og góöa nýtingu á fiski Ifrystihúsum. Að leggja sig fram af alhug Þegar tal manna berst að efha- hagslegri velgengni, er oft vitnað til tveggja þjóða, Þjóðverja og Japana. Þessar tvær þjóðir eiga það sameiginlegt, að fyrir þrjátiu árum, aðeins þremur áratugum, lá allt i rústum i löndum þeirra eftir tapaða styrjöld, sem háð haföi verið af ti 11 itslausr i grimmd. Milljónirmanna í blóma lifsins höfðu fallið i valinn i vit- firrtum hildarleik, sem þær sjálf- ar áttu sök á, og aðrar milljónir voru á vergangi, hungraðar og klæðavana, bæklaðar og bjagað- ar, bæði likamlega og andlega. Stórlega hafði verið sniðið af þeim löndum, er þær réðu, borgirnar voru sundurmolaðar af sprengjum, ef ekki næstum eða alveg eyddar, akrar og skógar sviðnir, atvinnutækin farin for- görðum eða i hers höndum, og eiginlega ekkert nema botnlaus eymd og þjáning, hvert sem litið var. Svo gerðist það, sem fæstir töldu hugsanlegt, og sizt svo fljótt sem varð: Þessar þjóðir risu úr öskunni, og þær hafa spjarað sig betur en þorri sigurvegaranna, jafnvel þeir, sem hlutfallslega fátt manna misstu og ekki urðu fyrir efnahagslegum skakkaföll- um. Sumir kunna að skirskota til þess, að Japanir og Þjóðverjar séu iðnar og atorkusamar þjóðir. En þeim kostum eru fleiri þjóðir búnar, hver á sina visu. Miklu sennilegri er sú sálfræðilega skýringá skjótum uppgangi þess- ara þjóða, að þær hafi andspænis ægilegu hruni horfzt i augu við tvo kosú: Að leggja allt i sölurnar sér til viðreisnar eða búa við vesal- dóm til langframa. Ailt var glat- að, og þær gátu ekki á annað treyst en sjálfar sig. Þær áttu milli þess að velja að duga eða drepast. Það hefur trúlega verið hin mikla hvatning, sem gagntók þær, sú ögrun, er brýndi viljann og efldi seigluna, og Ikrafti henn- ar urðu þær f járhagsleg stórveldi, svo aösegja áður en við var litið. Það er svo margt, sem er kleift, efnógumargir leggjasig fram af alhug. Frá kjarn- orkusárum til yfirburða í samkeppni Aö sjálfsögðu hafa þetta verið þung spor. Mikið hefur orðið á sig að leggja til þess að ná þessu marki, og ekki hefur stoðað að hlaupa eftir þvi, sem hugurinn kann að hafa girnzt, þótt nokkuð rættist úr, þegar stundir liðu fram. Gönguna frá örbirgð til allsnægta þreytir engin þjóö án mikillar elju, mikillar vinnu og þaðan af siður án mikillar sjálfs- afneitunar. Þær hafa oröið miklu til að kosta að vinna þá sigra á sjálfum sér, er gat bætt þeim upp verðskuldaðan ósigur i striöi við aðra. Svo langt hafa þessar þjóðir náð á þeirri braut, sem þær mörkuðu sér i lægingu sinni og hafa fylgt i reisn sinni, að minnsta kosti Japanir, að nú er samkeppni af þeirra hálfu á mörkuðum heimsins orðin ásteytingarsteinn og áhyggjuefni meðal þeirra stórþjóða, sem ákafast hafa sótt að gera svo- nefnd frjáls viðskipti að trúar- atriði i veröldinni. Þeir hafa náð svo langt i einbeitingu sinni og skipulagningu, þótt ekki hafi ver- iðáfallalaus fyrir þá sjálfa á öðr- um sviðum, að aðrar stórþjóðir telja sig verða að reisa skorður við efnahagslegri framsókn þeirra, ef þær eigi að standast hana. Það eru mikil umskipti frá þeim degi, er svepplaga mökkur- inn reis upp af eyddum borgum Japana, Hírósjima og Nagasaki, og öll hin gula þjóð austursins lá i flakandi sárum. Dæmi af N orðurlöndum Dæmi um endurreisn i kjölfar áfalla er viða að finna i sögu þjóða. A öldinni sem leið urðu Danir fyrir miklum skakkaföllum og létu bæði lönd og lausa aura i skiptum við granna sina i suðri, Þjóðverjana. Allt i einu var Dan- mörk, sem áður hafði allmiklum löndum ráðið og viða komið við sögu, orðin smáriki. Þá varð til hið fræga kjörorð — þetta: Hvad udad tábes, det skal indad vindes. Og þvi var fylgt eftir. Danir sóttu i bókstaflegum skilningi land i greipar náttúruaflanna heima fyrir og gerðu að frjóum svæðum. Þeir einbeittu sér að þvi að rækta lönd og rækta hug og hönd og tóku þannig hjá sjálfum sér þær bætur, sem beztar urðu fengnar fyrir það, sem þeir höfðu misst, og hefðu raunar hlotið að missa, fyrr eða siðar. Viðar má bera níður á Norður- löndum. Finnar voru öldum sam- an þrautpind þjóð af erlendu valdi. Lengi voru þeir undir járn- hæl Rússakeisara og hins ill- ræmda embættisvalds hans. Þeir voru örfátæk þjóð, er heims- styrjöldinni fyrri linnti og sjálf- stæði féll þeim i skaut. Þar á ofan fylgdi grimmileg borgarastyrjöld fæðingarhriöum sjálfstæðis þeirra, með hörmulegum eftir- málum, sem olli djúpum sárum. Eigiað siðurhöfðuFinnarþrektil þess, einir allra þjóða, að greiða allar skuldir sinar til fullnustu á þeim árum, sem fórumi hönd. Það var metnaður þeirra áð leita ekki eftirgjafar hjá neinum, hvað sem aðrir gerðu. I annað sinn urðu þeir að axla slikar byröar, og þá enn þyngri, er þeir lentu á milli steins og sleggju i sföari heimsstyrjöldinni, og samhliöa urðu að afsala sér löndum og framleiðslutækjum. En i skilum stóðu þeir að öllu leyti eins og fyrri daginn. Það er lika saga til næsta bæj- ar. Þáttur úr í slendinga - sögu Einnig i sögu okkar litlu þjóðar má finna dæmi um áþekkt hugar- far. tslendingar vöknuðu upp við það, að þeir stóðu svo að segja tómhentir i landi, þarsem nálega engin mannaverk voru til fram- búðar, oghöfðu setið lengi i sama fari á meðan öðrum þjóðum mið- aði stórlega fram á leið. Einmitt þessi beiska staðreynd varö þeim sem spori — þeir urðu að sækja fram og vinna það upp, er þeim var gengið úr greipum. En til.þess þurfti áræði, vilja, sem var annað og meira en flökt- andi draumur, og ekki sizt það langlundargeð að leggja sig i lima, þótt markið væri fjarlægt og borin von, að sá nyti uppsker- unnar, er erjaði jarðveginn og sáði akurinn. Þar hvorki átti heima né mátti eiga heima sú hugsun að alheimta daglaun að kvöldi. Aldamótakynslóðin er marg- rómuð. Hún var að sjálfsögðu ekki einlit hjörð, hún dró ekki öll einn taum. En nógu fjölmennur og þróttmikill hluti þess fólks, sem var á æskuárum um siðustu aldamót og á hinum næstu árum, varbúinn þessuhugarfari, sem er forsenda mikilla verka. Við get- um ekki gert okkur ljóst, and- spænis hverju þetta fólk stóð, svo sem allterbreyttfrá þessdögum. En við þekkjum verkin. Eða okk- ur ætti að minnsta kosti að vera vorkunnarlaust að gera okkur grein fyrir þeim. I þessum jarðvegi döfnuðu þjóðfrelsishreyfingarnar, þar tók islenzk manngildishugsjón út vöxt sinn, og úr honum spruttu samvinnuhreyfingin, ungmenna- félagshreyfingin og verklyðs- hreyfingin. „Islandi allt”, sögðu menn — „tsland frjálst og það sem fyrst”. Og frelsi lands og þjóðar varð að byggjast á starfi, fyrirhyggju og hagnýtingu lands og sjávar. Til þess urðu menn að leggja sig fram. Gömlu ung- mennafélögunum var I bland, og er stundum enn, brugöið um mál- æði og draumóra. En eftir stend- ur, að verkin sýndu þau merki, að hugur fýlgdi máli, og reyndar rættist sumt, á tiltölulega skömmum tima, langt umfram það, er hinir framsýnustu menn leyfðu sér frekast að vona. Vesaldómur í allsnægtum Nú er á orði haft, og ekki að ástæðulausu, að fjármálaástand á Islandi sé næsta fjarri þvi að vera gott, skuldir þjóðarinnar geigvænlegar og margt hangi á horriminni. Verra er þó kannski, að ekki bólar á þvi, að þessi vit- neskja hafi orkað á hugarfarið á þann veg, sem einn liggur á far- sælli braut. Eyðsla umfram efni er jafn- grimmilegogáður, ef sá róðurinn er þá ekki enn hertur, og sú hugs- un virðist viða eiga heima, að ekkert sé eiginlega sjálfsagðara en hlaupa úr landi frá öllu saman, ef grunur kemur upp um það, að einhvers staðar annars staðar megi arga upp fleiri krónur á styttri tima i þann og þann svip- inn. Kannski er hóflaus peninga- dýrkun mesta mein okkar og dýpsta undirrót margs, sem úr- skeiðis hefur farið. Peninga- dýrkunin og bruðlið helzt I hend- ur, enda tvær greinar á sama meiði og honum sjúkum. Menn standa mitt i ágjöfinni á þjóðarskútuna með upplyftar hendur og tala um veröbólguna — bæði þeir, sem hafa látið sig fljóta á faldi hennar, og hinir, sem hún hefur rænt. Hún er djöfullinn, sem kennter um ófarirnar: Sjáið þið, þarna er hann. Vitaskuld er verðbólgan átu- mein. En þvi er minni gaumur gefinn, að hún er ástand, sjúk- dómseinkenni, sem ekki hefur orðið til af s jálfu sér eins og mús i ruslatunnu miðaldakuklara, heldurá sér orsakir. Verðbólga er ávöxtur hugarfars og lifshátta, sem það hugarfar fæðir af sér, og það er þar, sem óvinurinn dylst. Þess vegna er breytt hugarfar, skynsamlegra og heillarikara lifsviðhorf, sem tekur á sig áþreifanlega mynd i verki, for- senda þess, að sá vesaldómur i allsnægtum, er leitt hefur okkur á tæpa nöf, steypi okkur ekki fram af brúninni. Ættlerar og afstyrmi meðal þjóða? Það er algerlega háð hugarfari' okkar sjálfra, hvort það, sem við eigum við að striða, er okkur of- vaxið eða ekki. Það, sem við eig- um við að etja, getur ekki annað heitið en smámunir i samanburði við það, sem aðrar þjóðir hafa axlað með árangri. Hér eru ekki rústir, þar sem hungrað og bækl- að fólk dregst áfram, eins og i striðshrjáðum löndum. Við höfum atvinnutæki, gott heilsufar, fuU- menntað fólk til flestra hluta. Vandamál okkar eru lika smá- vægileg i samanburði við það, sem fyrri kynslóð i landinulét sér ekki i augum vaxa að takast á við. En það segir náttúrlega litið, ef sálarakurinn er fallinn i þá órækt, sem ekki verður úr bætt. Þá vant- ar það, sem brýnast er. Þvi að vilji, er allt sem þarf. Þá erum við lika ættlerar, og auk þess af- styrmi meðal þjóða, ef hættulegt ástand orkar ekki að brýna okkur til þeirra viðbragða, sem geta fleytt okkur yfir skerin. Þvi verður ekki trúað fyrr en i siðustu lög, að þjóð, sem sannar- lega ætti ekki að bresta neitt, er hún þarfnast, glopri þannig niður tilverurétti sinum af éinskærri græðgi og hóflausri fikn til meiri lifsgæða en hún er borgunarmað- ur fyrir. „Neyzluþjóðfélagið, sem i framboði sinu á gæðum til kaups er komið langt fram úr hæstu hillingum næstu forfeðra, ber ekki hamingju á gullglófum inn i nægtanna hús”, var sagt um slð- ustu áramót. Þar að auki mun þvilikt gull- glófahamingja verða endaslepp, þegar hún er tekin út i reikning framtiðar, sem þegarhefur verið yfirhlaðin skuldum. Þann dag, er hjólinu verður snúið við ognútiðin fer að standa i skilum, er betri tið i nánd, þótt minna verði en áður borið um sinn inn i húsnægtanna. Þann dag hafa Islendingar unnið þann sig- ur, sem öllu máli skiptir — sigur- inn á sjálfum sér. — JH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.