Tíminn - 25.04.1978, Side 3

Tíminn - 25.04.1978, Side 3
Þriðjudagur 25. apríl 1978 3 Nýtt gufuraforkuver gangsett í Svartsengi Verða Suðumesjamenn sjáJfum sér nógir um rafmagn? Næstu daga verður sett i gang ný rafstöð i Svartsengi á vegum Hitaveitu Suðurnesja. Er þetta gufutúrbina sem framleiðir eitt megavatt af rafmagni, en alls hefur hitaveitan leyfi til þess að framleiða tvö megavött með þessum hætti. Að sögn Jóhanns Einvarðs- sonar, bæjarstjóra i Keflavik, verður túrbinan sett i gang i næstu viku, og önnur sams kon- ar verður tengd við holurnar siðar. Við erum þarna með mjög ódýra gufuvirkjun, sagði Jóhann,envið tvinotum gufuna, fyrst til raforkuvinnslu og siðan til hitaveitunnar. Ennfremur hafði Jóhann þetta að segja, efnislega: Spara 800 þúsund á mánuði i rafmagni — Við notum þessa nýju raf- orku til þess að knýja dælur og fyrir hitaskiptistöð, en alls er talið að raforkuþörfin veröi um 1.7 megavött, þegar hitaveitan heur öll komizt i gagnið. Mjög mikil raforkunotkun er samfara hitaveitunni og var rafmagnsreikningurinn fyrir siðasta mánuð frá Landsvirkjun um 800 þúsund krónur. — Hvað kostar raforkuverið? — Túrbinan með tilheyrandi kostar um 50 milljónir króna uppsett.og mér er ekki kunnugt um ódýrari rafstöð en þessa. — Ætla Suðurnes jamenn kannski aö hætta að fá raforku frá Landsvirkjun? — Það er nú ekki þar með sagt, en auðvitað munu þessar gufuvirkjanr auka hagkvæmni hitaveitunnar. Við höfum mögu- leika til þess að vinna 6-7 mega- vött af raforku við þær aðstæð- ur, sem nú eru fyrir hendi, sagði Jóhann, og það hafa komið fram hugmyndir um að virkja sér- staklega á þessu svæði til raf- orkuvinnslu. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar, en raflinan til Suðurnesja er orðin léleg, enda er hún komin til ára sinna. Þaðmun kosta um einn milljarð króna að endurnyja hana, þann- ig að þaö verður að skoöa stöð- una vel, þegar þar að kemur. Hitaveita Suðurnesja ódýrari en ætlað var — Nú er hitaveitan smám saman að komast i gagnið. Hvernig er Utkoman hjá fólki sem fengið hefur hitaveitu? — Hitaveitan hefur reynzt sérlega hagkvæm, hagkvæmari en við gerðum ráð fyrir, ’ og veldur þar mestu að olian hefur enn haldið áfram að hækka i Orkuverið við Svartsengi. verði. Flestir sem ég hef talað við, og fengið hafa hitaveitu, telja sig spara a.m.k. helming frá þvisem var, meðan þeir not- uðu oliu. Éghef sjálfur fengið hitaveit- una inn til min og eru það mikil viðbrigöi, þvi ég greiddi þúsund krónur á aag fyrir oliu siðustu vikurnar, en þá var vetur og kuldi hér. Ég geri ráð fyrir að nú muni hitareikningurinn lækka um að minnsta kosti helming. — Hver er gjaldeyrissparn- aðurinn af Hitaveitu Suður- nes ja? — Éghef nú ekki séð tölur um þetta nýverið, en ég geri þó ráð fyrir að gjaldeyrissparnaðurinn sé um það bil einn milljarður á ári, þegar Keflavikurflugvöllur hefur fengið hitaveitu. — Þetta eru miklar fjárhæð- ir? — Já, þetta leynir á sér. Mikl- ar umræður eru um orkumál i landinu.Þærumræður snúastá- vallt að mestu um raforkumál- in. Hitaveiturnar eru lika orku- ver og ósmá i sniðum. Til dæmis er Hitaveita Reykjavikur stærsta orkuver landsins. — Hvernig hefur heita vatnið reynzt? — Vel. Menn eru ánægöir með þetta vatn og gallar hafa ekki komið fram. Hitaveitan hefur lika dregið úr vatnsnotkun hjá vatnsveitunni, þannig að menn nota mikið af þessu vatni, sagði Jóhann Einvarðsson að lokum. JG Heildarvelta KRON jókst um 35% — á siðasta ári Aðalfundur Kron var haldinn 16. april siðastliðinn og sóttu hann um hundrað félagar, en félags- menn i Kron eru nú um 14.590. Ragnar ólafsson, formaður fé- lagsins, og Ingólfur ólafsson kaupfélagsstjóri, fluttu skýrslur um starfsemi félagsins á liðnu ári. t skýrslum þeirra kom m.a. fram, að verzlunarárferði 1977 hefði verið óhagstætt, einkum sið- ari hluta ársins. Lögð var fram nýgerð athugun á arðsemi vöru- flokka, sem sýndi, að álagning landbúnaðarafurða stendur að- eins undir hluta af kostnaði við sölu þeirra. Heildarvelta félagsins árið 1977 varð 1.777 milljónir króna og rekstrarafgangur 758 þús. Er veltuaukning 35% miöað við árið áður. Rekstrarafgangur er ekki mikill og sýnir glögglega, hvað smásöluverzlun með nauðsynja- vörur er þröngur stakkur skorinn, og á það þó sérstaklega við um verzlun með landbúnaðarafurðir. Heildareignir félagsins i árslok voru940 milljónirkróna, þar af er eigið fé að meötöldum stofnsjóði félagsmanna 551 milljón eða 58%, sem er góð fjárhagsstaða miðað við islenzkar aðstæður. Heildarfjárfestingar á árinu vorurúmlega lOOmilljónir króna, Frá aðalfundi Kron. en stærstur hlutiþeirra var vegna nýbyggingarinnar við Skemmu- veg 4a i Kópavogi. Bygging þessi er á tveimur hæðum og er gólf- flötur beggja hæða rúmlega fjög- ur þús. fm. Áætlað er að annar helmingur húsnæðisins verði tek- inn i notkun i júni n.k., en hinn helmingurinn i nóvember n.k. Á fundinum flutti nýráðinn fræðslufúlltrúi félagsins, Elfar Loftsson, stjórnmálafræðingur, erindi um félagsmál. Rakti hann ýtarlega vandkvæöi félagsstarfs- ins og benti á ýmsar leiðir til úr- bóta. Á aðalfundi voru endurkjörin i stjórn: Adda Bára Sigfúsdóttir, Böðvar Pétursson og Ólafur Jóns- son, en kjörnir endurskoðendur voru Gunnar Grimsson og Björn Jónsson. Þá voru einnig kosnir fulltrúar og varafulltrúar á aðal- fund Sambandsins, sem haldinn verður 29.-30. júni nk. (Fréttatilky nning) 15 sálir á stórfundi Vilmundar í Keflavík Blaðinu var frá þvi skýrt að fámennt hafi veið á opinberum fundi, sem Vilmundur Gylfason og Kjartan Jóhannsson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins i Reykjaneskjördæmi, efndu til i Keflavik um helgina. Þetta er einn verst sótti póli- tiski fundur, sem menn muna á þessum slóðum, en þarna búa um 9000 manns i næsta ná- grenni. Velta menn þvi nú fyrir sér hvort hér sé um undantekningu að ræða, eða hvort hinir' raun- verulegu Alþýðuflokksmenn séu allir á bandi Jóns Armanns Héðinssonar, sem hrökklaðist úr fyrsta sætinu i prófkjöri flokksins. JG Bílasýningin framlengd um viku — tæplega 60 þúsund manns hafa séð sýninguna ESE — Vegna fjölda áskorana hefur bilasýningin AUTO 78 verið framlengd um eina viku. Sýningarstjórn AUTO 78 tók þessa ákvörðun i samráöi við sýnendur eftiraö henni höfðu bor- izt fjöldi áskorana frá fólki utan af landi og af Reykjavikursvæð- inu um það að framlengja sýning- una. Til marks um vinsældir sýn- ingarinnar hefur sýningarstjórn fengið það staöfest hjá Flugleið- um, að ekki hafi verið hægt að anna farpöntunum i innanlands- flugi og hjá hótelum i Reykjavik hafi allt verið yfirfullt. auk þess sem aðsókn að sýningunni hafi verið mjög góð og mun betri en búizt var við. Sýningin verður opin virka daga kl. 17-22 og siðustu sýning- arhelgina verður opið frá kl. 14-22. AUTO 78 — Um slðustu helgi kom 50 þúsundasti gesturinn á bflasýning- una og að þessu sinni var það Brandur Sigurðsson sem hlaut Pioneer hljomflutningstæki frá Karnabæ aö gjöf. A myndinni er starfsmaöur Karnabæjar rétt nýbúinn að afhenda Brandi tækið. Timamynd Gunnar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.