Tíminn - 25.04.1978, Page 8

Tíminn - 25.04.1978, Page 8
8 Þriðjudagur 25. april 1978 Á fundi sameinaðs Al- þingis á föstudagskvöld mælti Halldór E. Sig- urðsson samgönguráð- herra fyrir þingsálykt- unartillögu um mark- mið og leiðir i flug- öryggismáluin. Tillögu- greinin er svohljóðandi: „Alþingi ályktar, að stefnt skuli að þvi við skiptingu þess fjár, sem árlega er veitt til fram- kvæmda i flugmálum, að hliðsjón verði höfð í öllum meginatriðum af tillögum flugvalla- nefndar frá nóvember 197(>, og að viö mat á for- gangsröö slikra fram- kvæmda verði eftirfar- andi einkum haft i huga: a) Öryggisbúnaður flug- vallarins b) Aðbúnaður flugfarþega c) Fjöldi flughreyfinga og magn flugflutninga d) Ástand núverandi flugbrauta og/eða búnaðar e) Mikilvægi flugs fyrir viðkomandi byggðarlag f) Þarfir millilanda- flugs”. í framsögu fyrir þingsályktunartillögu þessari fjallaði ráðherra nánar um flugvalla- nefnd, skýrslu hennar, og flugmál yfirleitt. Fer ræða hans hér á eftir. Flugvallanefnd „„Nefnd sú sem visað er til i þingsályktunartillögu- flugvalla- nefnd — var skipuð hinn 23. janúar 1976 til „að^gera úttekt á islenzkum flugvalla- og flug- öryggismálum i heild” auk til- lagna um nauðsynlegar úrbætur, svo og áætlun um á hve löngum tima sé raunhæft að stefna að þvi að ljúka slikum úrbótum og i hvaða röð. 1 upphafi starfs sins óskaði nefndin eftir nánari skilgreiningu á verkefni sinu og voru þá m.a. eftirfarandi atriði staðfest: a) Meginverkefni nefndarinnar væriúttekt og tillögugerð varð- andi þá flugvelli sem þjóna áætlunarflugi og reglubundnu póstflugi. b) Málefni varðandi Keflavikur- flugvöll væru ekki á verksmiði nefndarinnar. c) Aö nefndin veitti einnig um- sögnum þörf fyrir varaflugvöll norðan eða austan lands, sem ætiaður sé til afnota fyrir stór- ar millilandaflugvélar. Nefndin lauk störfum sinum i nóvember 1976 og skilaði þá skýrslu þeirri sem er fylgiskjal þessarar þingsályktunartillögu. Ennfremur hafði nefndin látið vinna sérstakt myndskreytt yfir- litsrit i nokkrum eintökum þar sem fjallað var um hvern ein- stakan flugvöll sérstaklega. Skýrslu nefndarinnar var þá strax dreift til háttvirtra þing- manna og skrifstofu þingsins fal- in umsjá eins eintaks af áminnztu yfirlitsriti. Hinn 4. mai 1977 var skýrslan siðan á dagskrá sameinaös þings, sem þskj. 594, en umræöu varð ekki lokið. Aminnzt skýrsla hefúr verið höfð til hliðsjónar hjá flugráði og samgönguráðuneyti viö gerð f jár- lagatillagna fyrir árin 1977 og 1978. Nú er þaö svo að i flugmálum eru ekki lagaákvæði um áætlana- gerð likt og gildir t.d. um vegi og hafnir, en i starfsreglum fyrir flugráð nr. 253/1976 segir m.a. að flugráð geri heildaráætlun um nauðsynlegar framkvæmdir flug- mála í 4 ár i senn og siðan, er ráð- herra hefur fallizt á slikt sem eöiilega stefnu, sérlegar tillögur um framkvæmdir i samræmi við heildaráætlunina svo og aðrar fjárlagatillögur flugmála, innan þess frests sem ráðuneytið setur. Áætlunarbúskap- ur í flugmála- framkvæmdum Með ákvæði þessu er reynt að færa flugmálaframkvæmdir nær alþingi um að vetrarlagi þegar fjallvegir lokast. A sumum þessara flug- valla eru aðflugsaðstæður þröng- ar, og rými fyrir flugvöllinn tak- markað. Þrátt fyrir þessa ann- marka verður aö leggja sérstaka áherzlu á að ibúar þessara og svipaðra byggðarlaga njóti reglu- bundinna og öruggra flugsam- gangna, sérstaklega yfir vetrar- mánuðina. Þarfir millilandaflugs beir flugvellir, sem auk hlut- Halldór E. Sigurdsson: Áætlunarbúskapur í flugmálaframkvæmd- um eins og á öðrum sviðum samgöngumála þeim áætlunarbúskap sem gefizt hefur vel á öðrum sviðum sam- göngumála, en þá er sá megin- munurá, að áætlanir um vega- og hafnargerðir eru ræddar hér i þingingu og afgreiddar i formi þingsályktunar. Tilgangurinn með skipun flug- vallanetndar var að afla sem viðræktastrar og jafnframt sem traustastrar undirstöðu fram- tiðaruppbyggingar flugmála landmanna, og þegar hún var fengin, sem ég tel vera með téðri skýrslu, þá taldi ég rétt og skylt, með hliðsjón af þvi sem sagt var um vega- og hafnaráætlanir, að leita með tillögu þeirri, sem hér er til umræðu, eftir vilja Alþingis um alhliða stefnumörkun innan málaflokks þessa. bvi miður er þess ekki að vænta að unnt reynist að lyfta þvi Grettistaki sem úrbætur flugmál- anna eru á skömmum ti'ma þvi i þeim efnum setja ýmsar ytri að- stæður okkur stólinn fyrir dyrnar, en þótt það takist ekki þá getum við markaðstefnuna, varðað leið- ina að þvi takmarki sem að hlýtur að vera stefnt. Um skýrslu flugvallanefndar get ég i sjálfu sér verið stuttorður þvi hún skýrir sig að flestu leyti sjálf, en þó skulu eftirtalin aðal- atriði tekin fram: Viö ákvöröun á búnaði ein- stakra flugvalla er lagt til að ráð sérstök flokkun vallanna, sem skýrð er í 5, kafla skýrslunnar, þ.e. i aðalflugvelli og STOL — flugvelli, og byggt alfarið á flug- brautarlengd og flugflutningum en með þvi er átt við heildar- þyngd flutninga um flugvöllinn, þ.á.m. farþega, frakt og póst. Hugmyndir nefndarinnar um búnað f lugvallanna i hinum ýmsu atriðum eru siðan settar fram i formi framkvæmdastaðals i .7. kafla skýrslunnar þar sem eink- um eru höfð i huga tilmæli og staðlar Alþjóðaflugmálastofn- unarinnar i þessu efni. Þegar ákveðinn hefur veriö búnaöur flugvallar er komið að hinuerfiða og oftast matskennda vali, þ.e. röðun framkvæmda, og eru í þingsályktunartillögunni sett fram likt og i skýrslunni ýmis þau atriði, sem áhrif geta haft á þessa röðun, en auk þess gerir nefndin í greinum 7.5.9. tillögur um forgangsröð tiltekinna verk- efna. Skulu þessi atriöi rædd nokkuð nánar: Öryggisbúnaður flug- vallar: Framkvæmdir, sem tengdar eru kröfum um .lágmarksöryggis- búnað ílugvallar, t.d. girðingar um athafnasvæðin, simasam- band, veðurmælitæki, fjarskipta- tæki, svo og slökkvibúnaður hljóta að njóta forgangs umfram aliar aðrar framkvæmdir. Sama gildir um tilskilda og nauðsyn- lega lágmarkslengd flugbrauta, þar sem hún er enn ófullnægj- andi. Verkefnum af þessu tagi ætti að ljúka áður en ráðizt er i aðrar framkvæmdir. Halldór E. Sigurðsson. Aðbúnaður flugfarþega: Þegar fullnægt hefur verið lág- markskröfum um öryggi flugsins, þarf einnig að sinna lágmarks- kröfum i sambandi við aðbúnað flugfarþega á flugvelli svo sem með upphituðu farþegaskýli með salernisaðstöðu. A flestum áætl- unarflugvöllum er ástand á þessu sviði bágborið og þarfnast úrbóta. Fjöldi flughreyfinga og magn flugflutninga: Magn flugflutninga flugvallar er veigamikill þáttur i mati á for- gangsröð framkvæmda og var á það drepið hér áðan. Augljóst er, að þurfi t.d. að velja á milli tveggja flugvalia varðandi upp- setningu tækjabúnaðar, sem lækkað gæti blindaðflugsmörk um helming, myndi sá flugvöllur að öðru jöfnu ganga fyrir er hefði meiri flugflutninga. Þá myndu tekjumöguleikar sliks flugvallar vera meiri, og þvi eðlilegt að þar yrði fyrst ráöizt i framkvæmdir, er kalla á umtalsverða fjárfest- ingu. Ástand núverandi flugbrauta og/eða bún- aðar Öfullnægjandi flugbrautalengd veldur þvi viða að takmarka verður hleðslu þeirra véla, sem nota brautirnar. Á þeim flugvöll- um þar sem nauðsynleg lenging yrði tiltölulega ódýr i fram- kvæmd, ætti að setja slikt verk- efni ofarlega i forgangsröðina. Sama máli gegnir um ljósabúnað tiltekinna flugvalla, sem nú eru eingöngu notaðir af minni flugfé- lögum. Eins og nú er háttað er að- eins heimaflugvöllur þessara flugfélaga búinn ljósum, en það veldur þvi aö flugfloti þeirra nýt- ist ekki nægjanlega vel, einkum að vetrarlagi. Mikilvægi flugs fyrir viðkomandi byggðarlag. Sum byggðarlög eru sérstak- lega háð flugsamgöngum, eink- verks sins fyrir innanlandsflugið hafa sérstaka þýðingu fyrir milli- landaflug, þurfa að fúllnægja vissum kröfum, sem það flug ger- ir. Á tslandi eru nú skráðir milli- landavellir i Reykjavik á Akur- eyri, Egilsstöðum, Hornafirði og Sauðárkróki. Hvað varðar hina eiginlegu for- gangsrööun koma einkum tvær aðalleiðir til greina, þ.e. að taka fyrst fyrir tiltekna flokka brýnna verkefna, t.d. slökkvibúnað eða fjarskiptatæki, og koma þeim i tilætlað horf á öllum flugvöllum, eða að megin áherzlan verði lögð á að fullgera ákveðna flúgvelli þannig að þeir fullnægi öllum settum kröfum varðandi gerð og búnað. í framkvæmd er þó senni- legast raunhæfast að beita að- ferð, sem væri sambland af þessu tvennu, og hafa við forgangsröð- unina hliðsjón af þeim atriðum, sem ég drap á hér að framan. Fyrst og fremst þarf að full- nægja tilteknum kröfum um lág- marksöryggisbúnað, og verða þau verkefni óhjákvæmilega að ganga fýrir öllu. 1 8. kafla skýrslunnar á bls. 44-52i þáltill. setur ne&idin fram i samræmi við þau meginsjónar- mið sem hér hafa verið rakin hugmyndir sinar að fram- kvæmdaáætlun ásamt áætluðum framkvæmdakostnaði. Nú er það auðvitað svo, að breytingar á verðlagi hafa að verulegu marki sett allar kostn- aðartölur úr jafnvægi, en það ætti ekki að hafa riðlað hinum al- mennu meginlinum sem þar koma fram. Nefndin bendir rétti- lega á að hér sé aðeins um tiltölu- lega grófa rammaáætlun að ræða, sem ætluð er til hliðsjónar. Hvað um það, þá má segja að hún gefi allgóða visbendingu hverrar niðurstöðu má vænta þegar tillög- um nefndarinnar er beitt i raun. Hér að framan hef ég einkum tekið mið af þörfum áætlunar- flugvalla.en vert eraðbenda á að auk þeirra eru á opinberri skrá 59 aðrir flugvellir, svo nefndir sjúkraflugvellir. Þótt þeir heyrðu ekki almennt undir verks.við nefndarinnar þá gerir hún þá að umtalsefni i grein 5.5. og bendir réttilega á nauðsyn eðlilegs fjár- streymis til endurbóta á þessum flugvöllum og/eða nýbyggingu eftir þvi sem við á, auk þess sem þar er getið helztu úrbótatillagna nefiidarinnar i þeim efnum. Tekið skal undir með nefndinni, að sérstaka áherzlu þarf að leggja á trausta gerð og búnað flugvalla, sem þýðingu hefðu á hugsanlegum hamfarasvæðum eða við flugflutninga af þeim. Ég hef hér að framan drepið á nokkra meginþættina i skýrslu flugvallanefndar og læt nægja að sinni þóttbrotakennt sé að visa að öðru leyti til hinnar itarlegu skýrslu, en þó verður þessum málflutningi ekki lokið án nokk- urra hugleiðinga um fjármögnun. Aukin afnotagjöld Fé til flugmála kemur i eðli sinu aðeins eftir tveimur leiðum, þ.e. frá skattgreiðendum almennt i formi framlags rikissjóðs, eða frá flugfarþegum og öðrum not- endum loftrýmisins, farþega- skattar, lendingargjöld o.fl. A undanförnum árum hefur sú þró- un oröið viðast hvar i heiminum, að tekna til að standa straum af útgjöldum við rekstur flugvalla og þjónustu fyrir flugið er i vax- andi mæli aflað i formi afnota- gjalda-Hefur Alþjóðaflugmála- stofnunin gert viðamikla úttekt á þessum málum, og beinast tillög- ur hennar einmitt i þá átt. 1 sumum löndum, t.d. Sviþjóð, hefur sú stefna verið mörkuð, að afnotagjöld i einu eða öðru formi standi undir öllum kostnaði hins opinbera við flugmál, og þvi verði ekki um nein framlög úr rikis- sjóði að ræða til þessa mála- flokks. Til þess að unnt sé að ná þessu markmiði þurfa flugflutn- ingar að vera töluvert miklir þannig að nýting hlutaðeigandi mannvirkja verðigóð. Hér á landi er þjóðhagslegt gildi flugflutn- inga það mikið, að eðlilegt er að hlutdeild rikissjóðs i kostnaði við flugvelli og þjónustu sé tiltölulega mikil. Viða um land eru tryggar flugsamgöngur forsenda fyrir bú- setu, auk þess sem t.d. takmarka mætti kostnaðarsama þjónustu svo sem sjúkrahús við tiltölulega fáa staði, en efla i þess stað sam- gönguþættina, t.d. flugið.* 1 tillögum sinum um þetta at- riði bendir nefndin á að rétt sé að stefna að auknu hlutfalli afnota- gjalda ogannarra beinna tekna af flugumferð þannig að það verði 100% af útgjöldum i sambandi við millilandaflug, og ekki hærra en 50% af útgjöldum i sambandi við innanlandsflug. Vangaveltur um þetta atriði koma fram i 9. kafla skýrslunnar,oghlýtégað telja að um rétta stefnu sé að ræða þó auðvitað verði að gæta ákveðinn- ar varfærni með tilliti til eðlis is- lenzkrar flugumferðar og þess að flugrekendum gefist nægilegur aðlögunartimi vegna þessa. Sveitarfélag annast rekstur Hér ereinnig vert að benda á til umhugsunar leiðir þær sem farn- ar hafa verið i Noregi en þar er hluti rikisins i f járfestingarkostn- aði flugvalla 90% en hlutaðeig- andi sveitarfélags 10%. Sveitar- félagið annast siðan rekstur flug- vallarins, þ.e. áthafnasvæða, bygginga, ljósabúnaðar, slökkvi- þjónustu og snjóruðningstækja samkvæmt leyfi flugmálastjórn- arinnar, en fær i þess stað lend- ingargjöldin. Flugmálastjórnin norska annast hins vegar flugum- ferðarþjónustu og starfrækslú blindaðflugs- og fjarskiptakerfa. Að lokum skal undir það tekið með nefndinni, að til litils er að byggjaupp gott kerfiflugvalla og annars búnaðar ef ekki er jafn- framt reynt að tryggja og treysta starfelið flugmálastjórnar þannig að sem bezt eftirlit fáist með öll- um flugrekstri, t.d. gerö og bún- aði flugvéla og menntun þeirra sem með þær eiga, enda hefur verið gert verulegt átak i þessum efnum af ráðuneytisins hálfu, og má segja aðþegarhafiverið tekið mið af öllum tillögum nefndar- innar hvað þetta atriði varðar. Ég tel að ég hafi hér að framan gert þá grein fyrir þingsályktun- artillögunni sem eðlilegt er á þessu stigi og mun þvi, herra for- seti, láta máli minu lokið þar um að sinni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.