Tíminn - 25.04.1978, Blaðsíða 17

Tíminn - 25.04.1978, Blaðsíða 17
Þriöjudagur 25. apríl 1978 17 ENSKA KNATTSPYRNAN: Jafntefli á Highfield Road tryggði Nottingham titilinn Fyrsti Engiandsmeistaratitill i 113 ára sögu félagsins Leikmenn Nottingham komu til Coventry með það i huga að ná sér a.m.k. i eitt stig, stig sem myndi gera félagið að Englands- meisturum i fyrstaskipti i 113ára sögu félagsins. Og það tókst þeim i hörkuleik við lið Coventry, sem keppir að þátttöku i Evrópu- keppni að ári. Peter Shilton sýndi i þessum leik hve dýrmætur hann er fyrir félagið, þau voru ófá skiptin, sem hann varði meist- aralega og markvarzla hans i vetur er örugglega búin að færa liði Nottingham allmörg stig. Leikur liðanna var mjög fjörugur og vel leikinn og bæði liðin áttu mýgrút af tækifærum, en eins og Shilton i marki Nottingham, varði Blyth i' marki Coventry lika eins og berserkur. Lokastaðan varð þvi 0—0 og fögnuður leikmanna qg áhangenda Nottinghamliðsins var mikill eftir leikinn. Brian Clough framkvæmdastjóri Nottingham er annar maðurinn i sögu ensku knattspyrnunnar, sem gerir tvö lið að meisturum, Derby og Nottingham. En frá glaum og gleði i herbúð- um Nottingham er bezt að sniia sér beint að harðskeyttri fallbar- áttunni. Eftir úrslit helgarinnar versnaði staða West Ham mikið, þarsem öll önnur lið, sem berjast um að lenda ekki i 20. sæti, unnu eitt eða fleiri stig. West Ham keppti á Old Trafford í Manchest- er og aðeins frábær markvarzla Ferguson i marki West Ham hélt þeim á floti i fyrri hálfleik, hann varði meðal annars vitaspyrnu frá Stuart Pearson. En sókn Manchester liðsins var linnulaus og mörkin hlutu að koma, og i seinni hálfélik urðu þau þrjú tals- ins. Ashley Grimes skoraði um miðjan seinni hálfelik, og tvö mörkin á sömu minútunni frá Pearson og Sammy Mcllroy gerðu vonir West Ham um stig á Old Trafford að engu. A meðan þessu fór fram bætti QP.R. stöðusina ideildinni mikið með þvi að sigra Newcastle örugglega á St. James'Park i Newcastle, 3—0. 1 fyrri hálfleik skoraði Q.P.R. tvivegis, og voru þar að verki þeir Givens 6g McGee, og Hollins innsiglaði stór- sigur þeirra i seinni hálfleik með glæsilegu marki. A Stamford Brigde i London mættust tveir af fallkandidótun- um, Chelsea og Wolves. Tommy Langley skoraði fyrrir Chelsea i fyrri hálfleik mikið á móti gangi leiksins, þar sem leikmenn Wolves höfðu ráðið lögum og lof- um á leikvellinum fram til þess tima. Þetta mark virtist ætla að duga Chelsea til sigurs allt þar til á siðustu minútu leiksins að Eves tókst að jafna metin fyrir Wolves, og bætti þar með stöðu liðsins i deildinni mikið. Nú er staða neðstu liða i fyrstu deild þannig: Leicester hefur 20 stig og Newcastle 21 stig, og eru þessi lið bæði fallin i 2. deild. Siðan er staðan sú, að West Ham er með 30 stig eftir 40 leiki á eftir Middlesbrough á útivelli i kvöld og Liverpool heima n.k. laugar- dag. Wolves hefur einnig 30 stig, eneftir 39 leiki, á eftir Manchest- er United heima á laugardaginn, Aston Villa heima 2. mai, og Ipswich úti 9. mai. Chelsea hefur 31 stig eftir 38 leiki, á eftir Leicester titi á morgun, Everton útiálaugardaginn, Q.P.R.hefur einnig 31 stig, en eftir 39 leiki, á eftir Birmingham heima i kvöld, Leeds heima á laugardaginn og Chelsea Uti 2. mai. Staða West Ham er þannig greinilega verst og fallið i'2. deild blasir við þeim. Derby vann öruggan sigur á Leicester á Baseball Ground, 4—1, eftir markalausan fyrri hálfleik. Mörk Derby gerðu þeir Bruce Rioch, Charlie George (2) og Gerry Daly, en Roger Davies skoraði fyrir Leicester. Arsenal vann góðan sigur á Leeds á Elland Road i Leeds, 3—i, og komu öll mörkin þar i fyrri hálfleik. Stapleton, Young og MacDonald skoruðu fyrir Arsenal, en Tony Currie skoraði fyrir Leeds, Við þennan sigur fór lið Arsenal i þriðja sætið i deild- inni, og sæti i UEFA keppninni er tryggt ef bikarúrslitaleikurinn á móti Ipswich tapast. Aston Villa vann óvæntan stór- sigur á WBA á The Hawthorns i West Bromwich, 3—0. Deehan, Cowans og Mortimer skoruðu mörk Villa i' stórskemmtilegum leik tveggja léttleikandi liða. Liverpool vann öruggan sigur á Norwich á Anfield i Liverpool, 3—0. Johan Ryan skoraði stór- glæsilegt sjálfsmark snemma i leiknum, og með þvi marki náði Jjiverpool forystunni. David Fair- cíbugh skoraði siðan tvivegis og sigur Liverpool var allt of litill miðað við mikla yfirburði liðsins i leiknum. ö.O. Stuart Pearson misnotuöi vltaspyrnu á móli West Ham. Allt getur enn gerzt á toppi 2. deildar Southampton á eftir að keppa við Orient úti i kvöld og Tottenham heima á laugardag- inn Bolton á eftir Blackburn úti annað kvöld og Fulham heima á laugardaginn. Tottenham á að leika við Hull heima annað kvöld og Southampton úti á laugardag- inn. Brighton á eftir Charlton heima ikvöld og Blackpool heima á -laugardaginn. Þannig virðist allt geta gerzt ennþá, ekkert þessara líða er ennþá öruggt með að komast upp, og greinilegt er, aðTottenham þarf að geraa.m.k. jafntef li i Southampton á laugar- daginn til að komast örugglega upp. Það sem gerði þessa skemmti- legu stöðu voru töp Bolton og Tottenham á laugardaginn. Tottenham tapaði sinum fyrsta heimaleik á keppnistimabilinu fyrir Sunderland, 2-3 og var lið Tottenham langt frá þvi að vera sannfærandi. Taylor náði að visu forystunni fyrir þá snemma i leiknum, en Sunderland svaraði fyrir sig með þremur mörkum, frá Rowell og Lee (2). Er um fimm minútur boru til leiksloka skoraði Duncan fyrir Tottenham, en þeim tókstekki að skora þriðja markið til að n4 öðru stiginu úr leiknum. Bolton tapaði.0-1 i Cardiff, og skoraði Bishopeina mark leiksins fyrir Cardiff á siðustu minútu. NU .þarf lið Bolton tvö stig úr siðustu tveimur leikjum sinum til að komast örugglega i 1. deild, en tvö siðustu keppnistimabil hefur Boltonhafnaði4. sæti.liðið missti af strætisvagninum i 1. deild i sið- ustu leikjum sinum eins og frægt er orðið. Southampton vann góðan sigur yfir Luton á Kenilworth Road i Luton, 2-1. Peach skoraði fyrir Úrslitin i ensku knattspyrnunni s.l. laugardag urðu þessi: 1. deild. Bir mingham — M anchester City 1-4 Chelsea — Wolves 1—1 Coventry — Nottingham 0—0 Derby — Leicester - 4—1 Ipswich —BristolC 1—0 Leeds —Arsenal 1—3 Liverpool —Norwich 3—0 ManchesterUtd —WestHam3—0- Middlesbrough — Everton 0—0 Newcastle —Q.P.R. - 0—3 WBA — Aston Willa 0—3 2. Deild Blackburn —SheffieldUt. 1—1 Blackpool —Mansfield 1—2 BristolR — Stoke .....4—1 Cardiff— Bolton 1—0 Cha rlton — B urnley 3—2 Fulham — Millwall 0—1 Luton — Southampton 1—2 Notts — C.Palace - 2—0 Oldham —Brighton 1—1 Orient —Hull 2—1 Tottenham — Sunderland 2—3 Skotland, aðaldeild. Aberdeen —St. Mirren 4—2 Ayr —Hibernian 2—0 Celtic —Partick 5—2 Motherwell — Clydebank 0—1 Rangers—Dundee Utd 3—0 Þegar ein umferð er eftir i Skotlandi er staða Rangers bezt, þeir eru stigi á undan Aberdeen og eiga eftir heimaleik á móti Motherwell, meðan Aberdeen þarf að ferðast til Edinborgar og keppa þar við Hibernian. Southampton i upphafi seinni hálfleiks, en Ricky Hill jafnaði fyrir Luton. Er stutt var til leiksloka skoraði MacDougall sigurmark Southampton, og þarf liðiðnú, einsog Bolton, tvö stig Ut úr siðustu tveimurleikjum sinum til að gulltryggja veru sina i 1. deild næsta keppnistimabil. Brighton . gerði jafntefli við Oldham á útivelli, l-l, og mega vel við una, þar sem lið Oldham er erfitt heim að sækja. Brighton áeftir að leika tvo heimaleiki, og ef liðið vinnur þá báða kemst það i 56 stig, og setur það óneitanlega pressu á hin liðin að vita af Brighton svo skammt á eftir sér. Baráttan á botni 2. deildar er harðvitug eins og i 1. deild. Millwall og Mansfield unnu bæði góða' sigra á útivelli, Millwall vann Fulham með marki frá Lee, en Mansfield vann Blackpool, 2-1 með mórkum frá Miller og Syrrett, en Bob Hatton skoraði fyrir Blackpool. Hull er hins veg- ar þegar fallið i 3. deiid eftir tap fyrir Orient, 1—2.Kitchen og Clark skoruðu fyrir Orient, en Warboys fyrir Hull. Notts vann C. Palace með mörkum frá Vinter og Bradd, og mörkBristol Rovers á móti Stoke gerðu þeir Williams, Randell (2) og White. ó.O. 2. deild Eftir leiki helgarinnar er staða efstu liða i 2. deild þessi: l.Southampton 1. Southampton 40 69-38 55 st. 2. Bolton . 40 62-33 55 st. 3. Tottenham 40 82-49 53 st. 4. Brighton 40 60-37 52 st. Valur sló Þrótt úr Bikarkeppninni — að viðstöddum 14 áhorfendum — Valur fær Víking en FH fær Hauka i undanúrslitum Valur sigraði Þrótt i átta liða úrslitum bikarkeppninnar i gær- kvöldi með 26 mörkum gegn 25. Leikurinn var mjög jafn og skipt- ust liðin á um forustu. Þróttarar leiddu i byrjun, en Valsmönnum tókst að jafna og komust yf'ir 7-5 um miðjan fyrri hálfleik, en þa kom lélegur kafli hjá Val, tviveg- is skutu þeir friir á linu i stöng, og Þróttarar minnkuðu muninn nið- ur i eitt mark, en staðan i hálfleik var 15-14 fyrir Val. Jafnræði hélzt með liðunum i seinnihálfleik og oft mátti sjá töl- ur eins og 18-18, 20-20 og 25-25. Er 2 mínútur voru til leiksloka, og Þróttarar með boltann og héldu honum, ætluðu sér ekki að skjóta nema i góðu færi, en það mistókst er 10 sek. voru til leiksloka og Valsmenn brunuðu upp og Stein- dór Gunnarsson skoraði sigur- mark Vals. Válsmenn spiluðu þennan leik illa, ;hafa haldið að Þróttararnir værti auðunnir, en svo var ekki, Siguf-inn hefði þess vegna getaS verifi-Þróttara og hefði ekki verio ósanngjarnt. KR- Fylkir 0-0 KR og Fylkir kepptu i gær- kvöldi i' Reykjavikurmótinu i knattspyrnu og lauk leiknum með markalausu jafntefli. Einn leikur verður i kvöld og keppa þá Ar- mann og Valur og hefst hann kl. 20. Jón Karlsson var markhæstur Valsmanna með 5 mörk, en Kon- ráð Jónsson skoraði 9 af mórkum Þróttar. 1 gærkvöldi var dregið i 4-liða Urslitin og spiia þar FH og Haukar og Vikingur — Valur. Leikur FH og Hauka verður i Hafnarfirði á miðvikudagskvöld- ið og Vikingur — Valur keppa á fimmtudagskvöldið, i Lauga- rdalshöll. —RP. Litla bikar- keppnin IBK sigraði Hauka með tveim- ur mörkum gegn engu i Litlu bikarkeppninni á laugardaginn. FH og Breiðablik léku einnig^ á laugardaginn og lauk leiknum með markalausu jafntefli. Einni umferð ólokið i Belgiu Einni umferð er ólokið i 1. deildinni i Belgiu.Standard fékk Courtrai i heimsókn og sigraði 3—2.FC Brugge sigraði LA Louviere 2—1 og Anderlecht sigraði Beveren á Utivelli 2—1. FC Brugge hefur 50 stig en Anderlecht ogStandardhafa bæði hlotið 48 stig. —RP.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.