Tíminn - 07.05.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.05.1978, Blaðsíða 7
Sunnudagur 7. mai 1978. 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm), og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurbsson, Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðimúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: r 16387. Verð I lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á 'mánuði. Blaðaprent h.f. Flótti framleiðslu- fyr ir tækj anna Dag einn i vetur rann það snögglega upp fyrir borgarstjóranum i Reykjavik, að iskyggilega mörg atvinnufyrirtæki höfðu flúið undjan regimenti hans út fyrir borgarmörkin og sett sig niður i næstu sveitarfélögum. Þau voru til dæmis i röðum i nýjum byggingum i Kópavogi, rétt hinum megin við markalinuna. Orsökin lá i augum uppi: Sjálfstæðis- meirihlutinn i borgarstjórninni, sjálfur atvinnurek- endaflokkurinn, hefur á siðustu árum ekki boðið at- vinnulifinu þá kosti, er þvi voru aðgengilegir eða jöfnuðust á við það, sem til boða stóð i grannbyggð- unum. Og það var ekki aðeins sá hluti atvinnureksturs- ins, sem var i einkaeign, er verið hafði vanræktur. Bæjarútgerð Reykjavikur, eign borgarinnar sjálfr- ar, var i megnustu niðurniðslu sökum langvarandi hirðuleysis borgaryfirvalda um hag hennar og við- gang. Forðum tið, þegar mörg önnur bæjarfélög á landinu, firrtu sig og sina þegna stóráföllum með stofnun útgerðarfyrirtækja, var bæjarútgerð bann- orð hjá ihaldinu i Reykjavik. Þegar það sneri við blaðinu, seint og um siðirr hafði það samt kok- hreysti til þess að skira togarana nöfnum forystu- manna sinna, sem áður höfðu ekki viljað heyra nefnd skip með sliku eignarhaldi. Þetta voru að sjálfsögðu tiðindi til næsta bæjar á sinum tima. En þvi er verr, að hin stoltu nöfn bæjartogaranna hafa illa enzt til þess, að rækt væri lögð við bæjarútgerðina og svo að henni búið sem vert hefði verið. Hún varð olnbogabarn með óhægan húsakost og búnað og jafnvel miður heppileg skip, að minnsta kosti þegar fram i sótti. En gott er til þess að vita, að Birgir ísleifur Gunnarsson var rumskaður, þótt seint brygði hann svefni sinum. Þannig vaknaði hann sjálfur fyrir sið- ustu borgarstjórnarkosningar og kembdi þá upp með grænu byltinguna, þótt fæðinguna hafi ekki borið jafnbrátt að og látið var þá i veðri vaka, og þannig höfðu aðrir borgarstjórar Sjálfstæðisflokks- ins á undan honum vaknað rétt fyrir kosningar og varpað fram hugmyndum til þess að sýna, að þeir væru ekki fallnir i ævarandi dá. En það hefur ein- kennt öll þessi kosningaviðbrögð, að framkvæmd fyrirheitanna hefur orðið siðbúin, ef þá nokkur. Ekkert hefur skort á, að ýtt hafi verið við Birgi ís- leifi og Sjálfstæðismeirihlutanum siðustu fjögur ár- in. Seint og snemma hefur hann verið minntur á, hvað við liggur, að atvinnulifi vegnaði þolanlega i borginni og framleiðslustörfum væri sýndur sómi. En allar tillögur, sem að þessu hnigu, voru um- svifalaust sendar i það hraðfrystihús, sem borgar- stjórnarmeirihlutinn á sér fyrir ferskar hugmyndir og umbótatillögur minnihlutaflokkanna. Þar hafa þær verið vistaðar eftir að hafa gengið i gegn um svæfingarstöðvar nefnda og ráða. Þegar kosningafiðringinn setti að borgarstjóran- um, varð honum þó fyrst fyrir að hyggja að þessum tillögum. Hann hafði sem sagt ekki gleymt þeim með öllu. Siðan hrammsaði hann saman nokkuð af þeim og viðraði þær sem hugmyndir sinar um það, hvernig spornað skyldi gegn hrörnun framleiðslu og atvinnulifs i borginni. Að sjálfsögðu ber ekki að hæða manninn fyrir þetta. Hann steig spor i rétta átt. Hitt er öllu lakara, að i fæstum greinum hafa hann og hans menn brugðið eldsnöggt við að kippa þvi i lag, sem lengi hafði verið vanrækt. Hvað boðar það um athafnasemina, þegar kosn- ingavarpan hefur verið dregin að landi, ef meiri- hlutinn helzt óbreyttur? JH Harðvitug deila í litlu Alaskaþorpi: Afbrotafréttir í skóla- sjónvarpi valda róti Andstætt siðareglum Indiána að niðra fólk opinberlega Smábærinn Jakútater kyrr- látt fiskimannaþorp á ör- mjórri strandlengju sunnarlega i Alaska. A aðra hlið er breiður flóinn, opinn til suðurs og suðausturs, en á hina Elisarf jöllin, og ör- skammt til landamæra Kanada. Fólkið er margt Indfánar af Tlingit-kyn- þætti, og þeir, sem fasta bú- setu hafa i bænum, eru litlu fleiri en á Skagaströnd eða Eyrarbakka og heldur færri en í Garðinum. Engar sam- gönguleiðir á landi eru til bæjarins frá öðrum byggð- um bólum, og verður þang- að aðeins komizt á bátum eða flugvélum. Blöð eru þar óþekkt.ogsjónvarp þekktist þar fyrst árið 1975. í fljótu bragði skyldu menn ætla, að fáir staðir væru ólik- legri til þess að verða vett- vangur heiftarlegra átaka um frelsi fjölmiðla og rétt þeirra til þess að segja tiðindi en svo litill og afskekktur bær. Þó hafa einmitt blossað þar upp slik átök. I Jakútat er litill skóli, sem að gerð er nokkurs konar fjöl- brautaskóli, og þar eru niu nemendur i deild, þar sem kennd er fjölmiðlun. Nemendurnir brugðu þess vegna á það ráð að koma sér upp eins konar æfingastöð, tiu vatta sjónvarpsstöð, sem dregur nokkra kilómetra. Dagskrá er útvarpað einu sinni i viku, á föstudagskvöld- um, og venjulega eru tuttugu minútur látnar nægja. Skóla- stjórinn, sem jafnframt var frumkvöðull að þessum al- þýðuskóla i Jakútat, Elisabet Boario, leggur nemendum sin- um lið eftir fremsta megni. Stundum tekst að afla nægjan- lega mikils fréttaefnis til þess, að dagskráin geti staðið hálf- tima. Þessi litla sjónvarpsstöð nemendanna byggist að sjálf- sögðu á fréttum af heimaslóð- um, og þótti fólki slikt mikið nýnæmi. Margir þeirra, sem efni höfðu á, fengu sér sjón- varpstæki, og föstudagskvöld- annavar beðið með eftirvænt- ingu. Útsendingarnar voru mikil tilbreytni i þessu litla samfélagi. Þannig gekk allt með prýði um hrið. En þegar unglingarnir tóku upp á þvi að birta f rásagnir af handtökum, ákræum og sektum, tók að krauma i pottinum. Slikur fréttaflutningur var öndverð- ur venjum og lifsviðhorfum Indiána, sem þess konar skrá- veifur af völdum lögreglu og yfirvalda bitnuðu einkum á. Þettá varð upphaf harðra áfekstra á milli indiánskra og bandariskra viðhorfa, er mót- uð voru af ákvæðum um tján- ingarfrelsi i stjórnarskrá Bandarikjanna. Forsvarsmenn æfingastöðv- ar nemendanna skirskotuðu til þess, hvaða rétt stjórnarskrá- in veitir fjölmiðlum, og stóðu fast á þvi, að sá réttur næði einnig til unglinga i skóla á af skekktum stað i Alaska. Bæjarbúar margir héldu þvi aftur á móti fram, að það væri öndvert góðum siðum og óskráðum lögum i sambúð manna meðal Indiána að hampa yfirsjónum fólks og niðurlægja það opinberlega. Það væri einn af gildari þátt- um gamallar siðmenningar Indíána-kynþátta á þessum slóðum að hlakka ekki yfir óförum annarraog mikla þær, eða særa þá og auvirða, er eitthvað hefði orðið á. Þetta siðalögmál i mannlegum sam- skiptum næði einnig til þeirra, sem kynnu að hafa brotið ákvæði laga og reglugeröa i litlu og einangruðu fiski- mannaplássi. Frá þessu siða- lögmáli væri þeim mun isjár- verðra að vikja, þar eð þessi ákvæði væru sett af aðvifandi mönnum, sem hefðu tileinkað sér annan hugsunarhátt en þann, sem frumbyggjar landsmanna byggðu á og hefði fylgt þeim og fleytt fram á þennan dag. Ct af þessu hafa orðið mikl- ar sviptingar, og hefur verið deilt af miklum tilfinningahita um sjónvarpsefnið. Þær öldur hefur ekki lægt, þótt þessi efni hafi nú verið sleppt um sinn, og kemur þar meðal annars til, að skólastjóri og prestur staðarins, sem heyrir til öldungakirkjunni, standa fast á þvi, að þessar fréttir verði teknar upp að nýju. Þetta hef- ur klofið hið litla samfélag i tvær fylkingar, og ræður það langmestu, hvar i flokki menn standa, hvort þeir eru af Indiánakyni eða úr hópi hvitra manna. Eru jafnvel likur á, að þetta verði dómsmál, sem þá kæmi fýrir dómstól i Juneau, höfuðborg fylkisins, sem er miklu sunnar á strandlengj- unni. — Okkur finnst, að hér hafi verið beitt þrýstingi, er telja megi ritskoðun, andstæða stjórnarskránni, segir skóla- stjórinn, Elisabet Boario. Stjórnarskráin er ætluð okkur öllum, og það skiptir engu máli, hvort þessi eða hinn fell- ir sig við ákvæði hennar. Við ætluðum ekki að dæma fólk eöa áfellast eða auömýkja það. Um alla má tina eitthvað til, er einhverjum finnst leitt að heyra, og þar getur verið erfitt að sigla milli skers og báru i fréttum. Formaður skólanefndarinn- ar, Viktoria Demmert, sem er Indiánai, hefur aftur á móti greitt atkvæði með þvi, að framvegis verði eftirlit haft með þvi, að fréttir skólasjón- varps séu ekki meiðandi fyrir fólk, oghúnskirskotartil þess, að á slikum stað beri að taka tillit til virðingarverðra lifs- viðhorfa Tlingit-Indiána — lifsviðhorfa, sem séu undir- staða menningar þeirrar og sambúðarhátta. — Við viljum ekki trúa þvi, að kynþáttahatur hafi stjórn- * að þvi, að út á þessabraut var farið, segir hún. En við viljum eigi að siður standa vörð um þær sambúðarvenjur, sem um langan aldur hafa staðið djúp- um rótum meðal okkar og eru kjölfesta okkar. Hingað til hefur það ekki þótt mönnum sæmandi okkar á meðal að kasta opinberlega steinum að náunganum eða gera honum smán, þótt breyskur kunni að vera, hvort heldur ungir eða gamlir eiga i hlut, og að nota sjónvarpsstöð skólans til þess að rifa niður þessa aldagömlu tillitssemi, er verknaður, sem hlýtur að valda úlfúð og ill- deilum i samfélagi, þar sem friðsemi hefur verið höfð í há- vegum. Fram hjá orðum Vikta-iu Demmerts verður ekki geng- ið, því að það er skólanefndin, sem að lögum fer einnig með yfirstjórn sjónvarpsstöðvar- innar. tbúar i Jakútat skiptast nokkurn veginn til helminga i Indiána og hvita menn. Þótt þvi sé afneitað, einkum af hvita fólkinu, að upptökin hafi verið hneigð til þess að niður- lægja annan kynþáttinn, eru það eigi að siður hvitir menn, sem vilja halda þvi til streitu, að sagt verði frá yfirsjónum fólks i sjónvarpinu. — Það er leiðinlegt, hvernig fólk hefurskipzt eftir uppruna i þessu máli, segir prestur staðarins, sem einnig á sæti i skólanefndinni og greiddi at- kvæði gegn eftirliti. Og það verður að segjast eins og er, að stjórnarskráin fellur ekki að hugsun Tlingit-Indiána, og það hefúr fengið hér vængi, eins og kannski getur verið skiljanlegt, að við hvitumenn- irnir séum að þröngva sam- borgurum okkar til þess að vikja frá gömlum siðareglum þeirra. Næst kjarna málsins hefur þó ef til vill komizt hvitur maður, sem fæddist og ólst upp i Alaska, Walker Porter, einn helzti framkvæmda- maðurinn i Jakútat. Hann sagði um þetta mál: — Stjórnarskráin er i sinu gildi. En ákvæðum hennar ættiekkiað beita sem vopni til þess að misbjóða fólki. Ég held, að það hafi ekki verið hugsun okkar aö þröngva venjum okkar hvitra manna upp á aöra. Hugmyndir okkar um lýðræði leiddu okkur til þess að hugsa sem svo, að við hefðum rétt tilþess að ákveða, hvað væri rétt og hvaö rangt. Alaska er viða kuldalegt land af sjó að sjá, láglendiö sums staðar ekki nema mjó ræma á strönd- inni, en baki þvi geimur fjalla og jökla, þar sem hærra ber. Landiö er lika stórt, og vfða eru alls engir vegir, svo aö ekki er um samgöngur á landi að tala.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.