Tíminn - 07.05.1978, Blaðsíða 9
T.
f
Mikið um ref
í Austurdal
AS-Mælifelli. Allmjög hefur
orðið vart við ref siðari hluta
vetrar i Skagafjarðardölum
að sögn Helga Jónssonar
bónda i Merkigili i Austurdal
og fleiri. Undanfarnar vikur
hefur Helgi hreinsað töluvert
til umhverfis sig að ekki sé
meira sagt, þvi aö hann sýndi
fréttaritara Timans er kom
nýlega að Merkigili 6 refi sem
hann hefur banað i april og að
auki einn mink. Bera menn
sem von er kviöboga fyrir
sauðburðinum, þegar svo
mikið er um refinn og hann
kemur jafnvel heim undir bæi
um ljósan dag. A Skátastöðum
munu hafa veiðzt tveir refir
ekki alls fyrir löngu að sögn
Helga.
Mjög litill snjór er frammi i
Austurdal en göngufæri vont
vegna bleytu. Þurrt er þó i
hinu nafnfræga Merkigili en
mikið hefur runnið þar i reið-
götur enda ekki búiö að
hreinsa sneiðingana svo
snemma vors.
Vegna þeirra fjölmörgu um
land allt sem þekkja Moniku i
Merkigili skal þess getið aö
hún er hin hressasta,ungleg og
glöð i sinni þótt hún hálfnaöi
áttunda áratuginn i vetur.
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Hæsta vinningshlutfall i heimi!
OTRULEGT VERÐ!
Frábært tæki á aðeins kr. Verð aðeins kr
28.000 58.000
SANYO FT-4306
bilútvarp með kassettuspilara,
lang-, mið- og FM-bylgju.
• Tóngæði 6 W útgangur á rás.
• Tónstillir með stýringu á rásum.
• Hröð áfram-spólun á segulbandi.
SML.----------zmak -
SANYO FT-8088
bílútvarp með 4 bylgjum og forvali
á 6 stöðvar.
• Lang-, mið-, stutt- og FM-bylgjur.
• Forval á allar bylgjur. 3 möguleikar
á FM.
• Tónstillir.
• Tóngæði 6 W útgangur.
Vegna
magninnkaupa
getum við boðið
tæki á geysi
pv hagstæðu
verði
' k > í
Nú er ein vika til tónleikahaldsins i Akureyri og æfingar hafnar af kappi.
Hér sjáum við Passiukórinn á æfingu.
vandaðasta og umfangsmesta
kirkjukantata Bachs og yrði
flutningurinn á Akureyri frum-
flutningur verksins hér á landi.
Sálumessa Mozarts er eitt vin-
sælasta ogfegursta kirkjutónverk
allra tima og hefur hún einu sinni
áður verið flutt hérlendis, árið
1950.
Við spurðum Jón Hlöðver,
hvernig þessi mikla hátið yrði
fjármögnuð, og kvað hann fjár-
magni náð inn aö stórum hluta
með sölu áskriftarskirteina og
miðum að einstökum tónleikum.
Einnig væri verið að safna f rjáls-
um framlögum. Heildar-
kostnaður hátiðarinnar verður
um þrjár milljónir og gerði Jón
Hlöðver ráð fyrir, að inn kæmi
um ein milljðn frá opinberum
aðilum. — Þetta er miklu meira
fyrirtæki en menn grunar kannski
i fljótu bragði, sagði Jón Hlööver
aðlokum, og treystum við þvi að-
eins að Norðlendingar kunni að
meta tónlistarviðburð á við þenn-
an.
Framkvæmdastjóri Tónlistar-
daga i mai 1978 er Jón Helgi
Þórarinsson.
„Tónlistardag'ar í maí
1978” á Akureyri um
hvítasunnuhelgina
— Mörg fögur verk flutt i fyrsta
sinn á Islandi á þessari hátið
FI — Tónlistarfélag Akureyrar,
Passiukórinn og Lúðrasveit
Akureyrar munu gangast fyrir
tónlistarhátið dagana 12., 13. og
14. nk. og hefur hátiðin hlotið
nafnið „Tónlistardagar i mai
1978”. Er hér á ferðinni mikil
hátið, þar sem fram munu koma
um 250 manns, þ.á m. Sinfóniu-
hljómsveit tslands, Passiukórinn
á Akureyri, Lúðrasveit Akureyr-
ar og allir kórar bæjarins.sex að
tölu. Tónlistarhátiðin fer fram i
fþróttaskemmu bæjarbúa og
verður reynt að útbúa hana sem
bezt undir tónleikahaldið, en
norðanlands skortir tilfinnanlega
almennilegt tónleikahús. Að sögn
Jóns Hlöðvers Askelssonar, for-
manns stjórnar „Tónlistardag-
anna ”, má búast við mikilli að-
sókn, sé miðað viðsvipaða hátið i
fyrra. Þá sóttu hljómleikana um
1700 manns.
Jón Hlöðver sagði ennfremur,
aðmarkmið hátiðarinnar væri að
flytja tónlist, sem bragð væri að
fyrir Norðlendinga og ekki heyrð-
ist venjulega á þessum slóöum.
Má nefna, að á fyrstu tónleikun-
um leikur Sinfóniuhljómsveit Is-
lands ásamt Unni Sveinbjörns-
dóttur lágfiðluleikara konsert’
fyrir lágfiðlu og hljómsveit eftir
Béla Bartok.
önnur verk á efnisskrá Sinfóni-
unnar fyrsta daginn þann 12. mai
verða forleikur að óperunni Hol-
lendingurinn fljúgandi eftir Ric-
hard Wagner og Furutré Róma-
borgar eftir Ottorino Respighi.
Laugardaginn 13. mai kemur
röðin að blásurum. Lúðrasveit
Akureyrar leikur ásamt
blásurunum úr Sinfóniuhljóm-
sveit Islands og u.þ.b. 160 manna
kór undir stjórn Roars Kvam.
Einleikarar verða Sigurður I.
Snorrason og Ole Christian Han-
sen. Þessa tónleika verður að
telja merkan viðburð, þvi að öll
verkin á efnisskránni fjögur að
tölu verða þarna flutt i fyrsta sinn
á íslandi. Þar á meðal er „Sym-
phonie Funebre og Triomphale”
eða Sorgar- og sigursinfónian eft-
ir H. Berlioz, sem verður loka-
verkið á tónleikunum. Þar verða
flytjendur auk blásaranna um 200
manna kór, sem verða mun
stærsti kór norðan heiða og
myndaður er af félögum allra
Akurey rarkóranna.
Siðasta daginn sunnudaginn 14.
maisyngur Passiukórinn á Akur-
eyri ásamt kammersveit félaga
úr Sinfóniuhljómsveit Islands.
Einsöngvarar verða Ólöf K.
Harðardóttir, Ruth Magnússon,
Jón Þorsteinsson og Halldór Vil-
helmsson.
A efnisskrá eru verk eftir Bach
ogMozart. Fyrsta Kantatan „Ich
hatte viel Bekummernis” nr. 21
eftir Bach og þá Requiem eða
Sálumessa eftir Mozart.
Jón Hlöðvar sagði, að Kantata
nr. 21 væri af mörgum talin ein
Erroðin
komin að þér?
Það er ekki ólíklegt, að þú hljótir
vinning í Happdrætti Háskólans.
Hátt vinningshlutfall gerir
möguleikana mikla, ef þú bara
manst að endurnýja í tæka tíð!
Mundu, að það er mögulegt að
endurnýja fleiri flokka í senn.
5. flokkur
18 @ 1.000.000,- 18.000.000,-
18 -- 500.000,- 9.000.000,-
207 — 100.000.- 20.700.000,-
504 — 50.000- 25.200.000,-
8.316 — 15.000.- 124.740.000,-
9.063 197.640.000,-
36 — 75.000,- 2.700.000,-
9.099 200.340.000,-
Dregið verður miðvikudaginn 10. maí