Tíminn - 07.05.1978, Síða 13
Sunnudagur 7. mai 1978.
13
Esra S. Pétursson læknir:
Sálarlífið
Sálkönnunin heitir bæklingur
eftir sænska heimspekinginn Alf
Ahlberg. Bókadeild Menningar-
sjóðs gaf hann út 1938 i þýðingu
Jóns Magnússonar. í bókinni er
stutt (64 bls.) yfirlit um fyrstu
og helztu kenningar Freuds.
Heimspekilegt og skáldlegt við-
horf, sem mun vera eiginlegt
höfundinum, setur oft mark á
skoðanir hans. Er það aö vonum
þar eð mannúðarstefna er oft
sameiginleg sálkönnun, heim-
speki og skáldskap. Gott dæmi
er lýsing hans á draumlifi frá
sjónarmiði sálkönnunar.
„ÍDraumurinn er eins og
krampakennd tilraun til þess að
losa sig við illa anda i undir-
djúpunum .. en ... hann er einnig
tjáning viðleitni vorrar til ein-
ingar og heildarsamhengis,
hann er ef til vill dásamlegasta
opinberunin á mætti lifsins til
þess að endurnýjast og skapa.
Táknmyndir draumsins eru
tengingar, lifrænar nýmyndan-
ir, er breyta hráefninu i lifandi
heildir, sem fella má inn i sam-
hengi h'fs vors.”
Fleiri lýsingar á aðferðum og
kenningum sálkönnunar fylgja.
Siðan fer höfundur nokkrum
orðum um mismunandi mat
manna á henni. Það hefur
i'erið mjög breytilegtfrá þvi hún
kom fram skömmu fyrir alda-
mótin. Skipzt hafa á ofsóknir og
ofdýrkun, ofmat og vanmat.
Raunhæfara gildismat á sál-
könnun hefur mátt finna á
seinni árum einkum i löndum
þar sem hún hefur verið svo
lengi iðkuð að reynsluþekking
hefur fengizt á henni. Skipar
hún þann sess þar sem henni ber
i hópi lækningaaðferða og fræði-
greina um sálarlifið.
„Þegar ég tók sjálfur að beita
sálkönnun við sálfræðilegar
rannsóknir á þriðja tug aldar-
innar,” segir norski prófessor-
inn Harald Schjelderup. 1. „var
sálkönnun ennþá tortryggð af
langflestum læknum og sálfræð-
ingum. Það var næstum álitið
kasta rýrð á eiginlega visinda-
mennsku að leggja alvarlega
stund á hana .. Nú horfa málin
allt öðruvisi við .. Sálkönnunar
aðferðin er nú almennt viður-
kennd meðal fremstu sérfræð-
inga sem hornsteinn visinda-
legra rannsókna á reynslu og
atferli mannsins.”
Bók Schelderups, Furður
sálarlifsins, kom út 1963 i þýð-
ingu Gylfa Ásmundssonar og
Þórs Edward Jakobssonar.
Fyrri hluti hennar fjallar um
reynsluvisindi þau, sem rann-
sóknir sálkönnunar á dulvitund-
inni leiddu i ljós. Kjarni þeirra
rannsóknaraðferða eru hin svo-
nefndu frjálsu hugrenninga-
tengsl. Skýringin og lýsingin á
þeim felst i eftirfarandi leið-
beiningu um iðkun þeirra, sem
Freud uppgötvaði og notaði
fyrstur manna. Sjúklingnum er
boðið að slaka á og setja sig i
hvildarstellingar og skýra siðan
afdráttar- og undanbragðalaust
frá öllu sem honum kemur i
hug. Þannig getur honum tekizt
að rekja jafnóðum allar tilfinn-
ingar sinar, hugsanir og endur-
minningar um leið og þær kom-
ast upp á yfirborð meðvitundar-
innar og verða þar efst i huga.
Honum er leiðbeint að gera það
fordóma- og gagnrýnislaust og
án þess að reyna að vega og
Áttunda grein
meta hvort honum finnist þær
merkilegar eða skipta máli.
Einkum ber að varast að velja
eða hafna þvi sem honum kem-
ur i hug, jafnvel þó honum finn-
ist það vera litilvægt, óþægilegt
eða ruglingslegt. Með þvi að
skýra jafnt og þétt frá þvi sem
er efst i huga rýmist i sifellt
fyrir dýpri tilfinningum sem
siðan fá svigrúm, svo að segja,
til að skjóta upp kollinum úr
dýpri lögum hugans. Þar hafa
þær legið i kafi undir fargi
varnarkerfa sjálfsins, ýmist
„gleymdar” eða „bældar” og
valdið þarmargs konar erfið-
leikum, togstreitu og sálar-
flækjum. Hafaþærsiðan seytlað
fram sem einkenni taugaveikl-
unar, sálarstrið og mistök. En
eins og heimspekingurinn
Santayana segir,
„Þeir eru dæmdir til að
endurtaka fortiðina sem ekki
tekst að muna hana visvitandi.”
En hvernig uppgötvaðist nú
þessi aðferð hinna frjálsu hug-
renningatengsla? Freud hafði
um skeið laðazt mjög að dá-
leiðslumeðferð og náði nokkuð
góðum árangri með suma þá
sjúklinga, sem gott var að dá-
leiða og þá vitanlega fyrst og
fremst þá sem þjáðust af sefa-
sýki. Sjúkdómseinkenni hurfu
og sjúklingurinn virtist albata.
En oft versnaði honum fljótt
aftur. Freud reyndi þá að
endurbæta dáleiðslu aðferðina
og fór að knýja sjúklingana til
að einbeitasérbeturtilað muna
„gleymda” atburði. Einnig tók
hann að spyrja þá i þaula og
beitti fortölum.
Dag nokkurn kvartaði sjúkl-
ingurhans, Elisabeth R., undan
þvi aðsífelldar spurningar hans
trufluðu bara hugsanaferil
hennar og bað hann að spyrja
sig minna. Fraud tók þvi vel og
fór þess i stað að hlusta með e nn
meiri athygli á það sem sjúkl-
ingurinn sagði. Um leið talaði
og spurði hann minna sjálfur.
Kom þá i ljós, að hin frjálsu
hugrenningatengsl stjórnuðust
sjálfkrafa af skapferli og endur-
minningum sjúklingsins. Nutu
þau sin betur eftir þvi sem bið-
lund Freuds jókst og hann varð
þolinmæðari, hlutlausari og
umburðarlyndari, fjarri þvi að
hafna og dæma tilfinningar,
kenndir og hvatir sjúklingsins.
Við það urðu skilyrðin betri til
þess að’orsakir ií dulvitundinni
að sálarflækjum og hugsýki
kæmust alla leið upp i dagsljós
meðvitundarinnar. Var þá opn-
ari leið til dýpri greininga og
könnunar á einstaklingseðli
persónunnar. Manneskjan lærði
að þekkja sjálfa sig betur, og
virðing læknisins fyrir sérkenn-
um einstaklingsins fór vaxandi.
En hér, eins og viðar, er hæg-
ara um að tala en i að komast.
Leiðin er ekki öllum eins greið-
fær og óíullkomin og stutt lýsing
þessi kann að bera með sér.
Sumum sjúklingum Schjelder-
ups fannst hún harla torsótt. A
fyrrihluta þeirrar leiðar veitist
okkur erfittað komast i gegnum
myrkviði varnarkerfa sjálfs
okkar. Þau höfum við ofið um
okkur i þeim tilgangi að draga
úr kviða- og þunglyndistilfinn-
ingum. Einn sjúklingurinn
sagöi, að sér fyndist engulikara
en að hann hefði verið krufinn,
þá vitanlegai táknrænum skiln-
ingi.
Merkur kafli bókarinnar
fjallar um eftirgrennslan, sem
höfundurinn gerði á 28 sjúkling-
um sem til hans höfðu leitað.
Mun ég væntanlega ræða hann
nánar i næsta þætti á fyrsta
sunnudegi júnimánaðar.
1. Harald Schelderup. Furður
sálarlifsins. Sálarrannsóknir og
sálvisindi nútimans. 1 þýðingu
Gylfa Asmundssonar og Þórs
Edward Jakobssonar. Almenna
Bókafélagið, 1963.
NÝTT SÍMANÚMER
29022
m BREIÐFJÖRÐS
ÆJ BLIKKSMIÐJA HE
SIGTÚNI7 • PÓSTHÓLF 742 • SÍMI29022
Framkvæmdastjóri
Staða framkvæmdastjóra við prjónastof-
una Kötlu h.f. Vík i Mýrdal er hér með
auglýst laus til umsóknar.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmda-
stjóri, Vigfús Guðmundsson i sima
(99)7225.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf ber að senda til
prjónastofunnar Kötlu h.f., Vik i Mýrdal.
Til sölu
notað þakjárn.
Selst ódýrt.
Upplýsingar i sima (92)7102.
Jörð til leigu
Jörðin Klettur i Gufudalssveit, A-Barð., er
laus til ábúðar i næstu fardögum.
Bústofn og vélar eru til sölu á staðnum.
Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur
Sæmundsson i sima 95-3127, Hólmavik.
Útilíf auglýsir
Hnakkar
nýkomnir
Hubertus
Island
vestur-þýzk
gæöavara.
Hubertus- hnakkar
eruhannaðirfyrir
íslenzka hesta.
Verö aöeins
kr. 79.600.-
Einnig pakistanskir
hnakkar, mjög
hagstættverö, kr. 42.350.
útiiíf
( N v PÁctci
Glæsibæ
Sími 30350
Póstsendum