Tíminn - 07.05.1978, Qupperneq 24
24
[MT 7. Mi l»7t.
Anthon Mohr:
Árni og Berit
FERÐALOK
barnatíminn
Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku
Það var ákveðið að
í'jórirhvitumennirnir og
tveir burðarmennimir,
Sinchi og Mayti, skyldu
mynda tvennar klifur-
þrenningar þennan dag-
inn. Talið er að bezt sé
að þrir og þrir bindi sig
saman á sama vað, þeg-
ar klifið er á háfjöll i
hættulegum klettum. Er
þá kaðallinn um 25
metra langur, og eru þá
um 10 metrar á milli
manna. í annarri klifur-
tauginni var Clay verk-
fræðingur bundinn
fremstur, þar næst Árni,
en Indiáninn Mayto sið-
astur. í hinni tauginni
var Sinchi fyrstur, þar
næst Wilsonprófessor og
siðastur Grainger sjálf-
ur foringi fararinnar.
Árni var ánægður yfir
að lenda ,,í bandi” með
Clay verkfræðingi. Hann
bar mikið traust til
hans. Hann var svo
rólegur og öruggur i
allri framkomu. Þar
sem Clay verkfræðingur
hafði forystuna var öðr-
um óhætt að feta i hans
fótspor. . Hinir burðar-
mennirnar áttu að biða
við, þar til báðir
þremenningarnir voru
komnirupp á næsta stall
og hefðu fengið þar góða
fótfestu. Þá ætluðu þeir
að renna niður grönnum
kaðli og draga matar-
forðann og annan fra-
angur til sin.
Fyrsta klukkutimann
var gangan ekki mjög
erfið, en leiðin var að
mestu leyti hjarnskaflar
og urðu þeir að höggva
sér spor i hjarnið. Enn-
þá var niðamyrkur og
urðu þeir að notast við
ljósið frá vasaljósunum,
og tafði það mjög ferð-
ina, og urðu þeir nokkuð
á eftir áætlun. En áfram
þokuðust þeir fet fyrir
fet. Um klukkan fjögur
voru þeir komnir að
bergsyllunni, sem þeir
ætluðu að reyna að feta
sig eftir upp á næsta
klettabelti. Þessisylla lá
skáhallt utan i fjallinu.
þarna var næstum
snjólaust, aðeins berar
klettasyllur. Sinchi ráð-
lagði þeim nú að skipta
um skó. Þeir tóku af sér
gaddaskóna, sem þeir
notuðu á hjarninu en
settu á sig mjúka
gúmmiskó. Þeir voru
léttari og ekki eins hálir
á nöktum klettunum.
Gaddaskóna létu þeir
hanga um hálsinn eða á
öxlinni.
Eftir þennan umbúnað
lögðu þeir af stað upp
sylluna eða bergstallinn.
Sinchi fór fyrstur. Hann
hafði bundið bjart vasa-
ljós a brjóstið og fetaði
sig mjúklega eins og
kötttur um klettana.
Hann þreifaði fyrir sér
með fótum og höndum,
fann fótfestu hér og
handfestu þar og vó sig
þannig áfram. Árni
fylgdi með spenningi
ljósinu, sem þokaðist
upp eftir klettunum
(maðurinn sjálfur sást
ekki vegna myrkurs).
Nú fann Árni ekki til
kuldans. Ennþá gat
þettaorðið skemmtilegt.
Allt i einu hætti ljósið
að hreyfast. Annaðhvort
hafði Sinchi lent i ógöng-
um, eða hann var kom-
inn upp á stall, þar sem
hann hafði fengið góða
fótfestu — og var nú að
festa kaðalendann um
steinnibbu eða á annan
hátt.
Litil stund leið en svo
heyrðist ómur af orðun-
um „come on”(komið).
Var það merki til þeirra
Wilsons og Graingers
um að koma á eftir.
Wilson kveikti á vasa-
ljósinu og fór að feta sig
af stað þessa hættulegu
leið. Árna fannst líða
heil eilifð áður en hann
komst á stallinn hjá
Sinchi. Grainger var
allmikið fljótari.
Nú kom röðin að Clay
verkfræðingi og Árna. Á
meðan Grainger var á
leiðinni, fór Clay að færa
sig i áttina. Árni og
Mayto fylgdu honum
eftir nokkra metra. Clay
fór að feta sig upp
stallinn. Það gekk hægt
en öruggt. Árni reyndi
að fylgjast með hverri
hans hreyfingu. Á með-
an hann smátt og smátt
rakti taugina, sem batt
þá saman, reyndi hann
að festa sér i minni,
hvernig Clay beitti
höndum og fótum. Loks
kippti Clay léttilega i
taugina og það merki til
Árna um það, að hann
væri kominn alla leið.
Árni kveikti á vasaljós-
inu sinu og lagði út á
hættusvæðið. ísöxin
hékk i leðuról um vinstri
úlnliðinn.
Fyrstu fimm, sex
skrefin gengu ágætlega.
Árni hafði vandlega sett
á sig hvar bezt var að
fóta sig og það flýtti fyr-
ir. En svo byrjuðu erfið-
leikarnir. Syllan mjókk-
aði, svo að hvergi virtist
fótfesta, og á fimm til
sex metra bili virtist
lika hvergi handfesta i
berginu. Neðan undir
virtist ginandi gjá. Árni
lét ljósið falla á klettana
og athugaði þá gaum-
gæfilega. Jú, þarna sá
hann sprungu, sem hann
gat tyllt i hægri fæti og
þarna virtist tak á
kelttanibbu fyrir hægri
hendi. Árni teygði sig
eins langt og hann gat,
án þess að sleppa taki
með vinstri hendi. Hann
náði rétt með fingur-
gómunum. En — nei,
hann var ekki nógu arm-
langur. Arni fann
hvernig blóðið steig hon-
um til höfuðs, en köldum
svita sló út um hann all-
an. Hann hafði nær þvi
misst jafnvægið en tókst
þó að þoka sér aftur á
bak i sömu spor. Hann
vissi ekkert hvað hann
ætti að taka til bragðs.
Að hugsa sér það, að
hann skyldi ekki duga
jafnvel og hinir.
„Reyndu aftur”, sagði
Clay rólega. ,,Það er
betri handfesta dálitið
hærra og nær. Reyndu
að ná þvi taki með
vinstri hendi”.
Árni reyndi að stilla
sig og hugsa rólega. Lik-
lega hafði hann ekki
þrýst sér nógu vel upp
að klettunum. Það hefur
liklega verið of mikið
loft á milli hans og
standbergsins, þess
vegna náði hann ekki
tökum.
Árni færði vinstri hönd
til og náði góðu taki,
svo þreifaði hann fyrir
sér með hægri fæti, þar
til að hann fékk fótfestu.
Nú varð að hrökkva eða
stökkva. Hver vöðvi i
likama hans var spennt-
. ur. Hann þrýsti sér að
klettunum og teygði
hægri arm eins langt og
hann gat upp á við og til
hliðar. Þarna fann hann
fyrir rauf eða sprungu,
sem hann gat tyllt fing-
urgómunum i. Nú á
hann lika handfestu fyr-
ir vinstri hönd. Það var
áriðandi að ná þar lika
góðu taki.
Hann hugsaði sig um
brot úr sekundu. Svo
sleppti hann af taki
vinstri handar — og
hékk á meðan á fingur-
gómum hægri handar —
en flutti vinstri hönd
varlega eftir berginu,
þar til hann náði góðu
taki i rauf i klettunum.
Siðan lyfti hann sér
gætilega, náði nýju taki
hærra með hægri hönd,
en setti hægri fót þar
sem hægri hönd hafði
verið. í sama bili fann
hann, að þrifið var
sterklega i öxlina á hon-
um og honum lyft upp á
stallinn, þar sem hann
var öruggur og úr allri
hættu. Það voru hinir
löngu og hraustu arm-
leggir Clays verkfræð-
ings, sem lyftu honum
þennan siðasta spöl.
Hann var kominn upp
með hinum.
7.
Þarna voru þeir
staddir á þröngum
klettastalli. Til hægri
handar voru þverhniptir
klettar, en það sýndi sig,
að mögulegt var að
klöngrast skáhalt upp til
hægri. Varþar snarbrött
hjarnbreiða. Árni skipti
i flýti um skó og setti á
sig gaddaskóna. —
Fyrra ,, trióið” var þeg-
ar komið mörg skref upp
i hjarnbreiðuna. Gekk
þeim vel upp hjarnið.
Þegar hærra kom upp,
urðu þeir að vikja til
vinstri, þar sem þeir
rákust á nakinn kletta-
rana, sem var ókleifur.
Þegar Árni kom þar, sá
hann, að þeir voru beint
upp af klettastallinum,
þar sem burðarmenn-
imir biðu.
Sinchi kom þá upp
einskonar ,, samgöngu-
leið” til burðarmann-
anna. Fjallöxinni hafði