Tíminn - 07.05.1978, Side 25

Tíminn - 07.05.1978, Side 25
 Sunnudagur 7. mai 1978. 25 Hugheilar þakkir til þeirra fjölmörgu viðsvegar um land sem heiðruðu minningu Snorra Sigfússonar fyrrverandi námsstjóra og sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall hans og jarðarför. F.h. barna hans og annarra vandamanna, Bjarnveig Bjarnadóttir. Þaö er eins og aö hafa sérstakan nuddara í baöherberginu heima hjá sér, slík eru áhrif vatnsnuddtækisins frá Grohe. Frábær uppfinning sem er oröin geysivinsæl erlendis. Tilvaiiö fyrir þá sem þjást af vöövabólgu, gigt og þess háttar. Hægt er aö mýkja og herða bununa að vild, nuddtækið gefur 19-24 lítra meö 8.500 slögum á mfnútu. Já, þaö er ekkert jafn ferskt og gott vatnsnudd. En munið að þaö er betra aö hafa „orginal" og þaö er GROHE. Grohe er brautryöjandi og leiðandi fyrirtæki, á sviði blöndunartækja. YK BYGGINGAVÖRUVERZLUN KÓPAVOGS NÝBÝLAVEGI 8 SÍMI:41000 Jörð til leigu Jörðin Sveinungseyri i Gufudalshreppi, A- Barðastrandarsýslu er laus til ábúðar i vor 1978, eða i haust. Bústofn og vélar geta fengizt leigðar eða keyptar. Tilboð óskast sem fyrst. Upplýsingar gefa Sæmundur M. óskars- son, Sveinungstungu (Nökkvavogur 62, simi 3-76-53), eða Kristinn óskarsson, Kúrlandi 1, Reykjavik, simi 8-57-62. Júlíus Ingimarsson bifreiðastjóri frá Akureyri Július Ingimarsson fæddist að Litla-Hóli i Hrafnagilshreppi í Eyjafirði 10. janúar 1903. Hann lézt i Landsspitalanum i' Reykja- vik 30. april 1978. Útför hans verð- ur gerð frá Fossvogskapellu mánudaginn 8. mai n.k. kl. 15. Foreldrar Júliusar voru hjónin Sigurbjörg Jónsdóttir og Ingimar Hallgrimsson, bóndi á Litla-Hóli. Ingimar var einn af stofnendum Kaupfélags Eyfirðinga. Hann var einn stofnenda á lifi þegar minnzt var fimmtiu ára afmælis kaup- féla gsins. Þau hjónin áttu þrjár dætur sem allar eru á lifi. Þær eru: Sigrún, búsett i Reykjavik, gift Hans Jörgenssyni, skólastjóra. Birna, búsett á Akureyri, var gift norskum manni, Jóhannesi Væhle, sem látinn er fyrir all- mörgum árum. Helga, búsett á Akureyri, var gift Svafari Helgasyni, verk- smiðjustjóra Smjörlikisgerðar KEA. Svafar lézt fyrir skömmu. Ingimar var tvíkvæntur. Hann eignaðist dóttur með fyrri konu sinni. Eiginkonan lézt fyrir aldur fram. Þessi hálfsystir Júliusar heitir Hrefna. Hún er á tiræðis- aldri og dvelur á Elliheimilinu Grund. Július var i fööurgaröi fram- undir tvitugsaldur. Arið 1922 inn- ritaðist hann i Bændaskólann á Hvanneyri og brautskráðist það- an vorið 1924. Að námi toknu sneri hann aftur heim að Litla-Hóli til foreldra sinna og starfaði við bú- reksturinn um nokkurra ára skeiö. Um þessar mundir var bila- og vélaöld að ganga i garð á Islandi. Eins og titt er með unga menn hreifst Július af þessari nýju tækni. Arið 1928 festir hann kaup á vörubil og tekur að sér mjólkur- flutninga fyrir bændur i Hrafna- gilshreppi. Mjólkina fluttihann til Akureyrar. Július starfaði að þessum flutningum á annan ára- tug. Meðan á mjólkurflutningun- um stóð hafði Július keypt sér fólksbil og stundaði hann leigu- bilsakstur á Akureyri um árabil. Arið 1930 kvæntist Július Jór- unni Guðmundsdóttur frá Urriða- koti i Garðahreppi. Þau hjónin eignuðust einn son, Ragnar, skólastjóra og borgarfulltrúa i Reykjavik. Ragnar er gif tur Jónu Guðmundsdóttur, ættaðri úr Ólafsfirði. Ragnar og Jóna eiga fimm börn. Þá tóku þau Július og Jórunn til sin fósturbarn, Hildi Jónsdóttur. Dvaldi Hildur hjá jieim frá sjö ára aldriþartil húngiftist. Eigin- maður hennar er Jón Stefánsson, aðalbókari hjá Kaupfélagi Ey- firðinga. Július og Jórunn slitu samvist- um árið 1954. Sama ár flyzt hann búferlum til Keflavikur og ræðst til starfa á Keflavikurflugvelli og vann þar til æviloka. Fyrstu árin syðra, vann Július hjá verktökum viö ýmis störf. Snemma árs 1957 hóf hann störf við afgreiðslu millilandaflugvéla, fyrst hjá flugmálastjórn og siðar hjá Loftleiðum hf. Þessum störf- um gegndi hann óslitið þar til hann náði eftirlaunaaldri, en þá varö hann að hætta störfum i samræmi við afskriftareglur vel- ferðarþjóðfélagsins. Það kom fljótt á daginn að Július undi illa aðgerðarleysi eftirlaunalifsins, enda haföi hon- um aldrei fallið verk úr hendi frá þvi hann var barnaö aldri. Hann brauzt þess vegna fljótt út úr hin- um helgasteini og tók til starfa á nýjan leik. Hann réði sig aftur i vinnu til flugmálastjórnar og tók að sér að halda umhverfi flug- stöðvarbyggingarinnar á Kefla- vikurflugvelli hreinu. Þessi störf annaðist hann af mikilli prýði fram á siðasta dag. Dugnaður og þrautseigja þessa gamla manns, sem burðaðist með pokann sinn um lóðina, hvernig sem viðraði var aðdáunarverður. Hætt er við að margur ungur maðurinn hefði veifað læknisvott- orðum þegar kaldast blés á heið- inni, hefði hann staðið i sporum Júliusar, sem var orðinn slitinn og lúinn, eins og gefur að skilja, og heilsan þar að auki farin að bila. Július kvæntist aftur árið 1963 eftirlifandi eiginkonu sinni, Olgu Eliasdóttur. Olga er fædd og upp- alin i Bolungarvik, dóttir hjón- anna Jómnu Sveinbjörnsdóttur og Eliasar Magnússonar, skipstjóra og útgerðarmanns. Július og Olga bjuggu i Kefla- vik nær allan sinn búskap. Þar áttu þaueinkar hlýlegt heimili og notalegt ævikvöld. Þar var gott aö koma. Þau voru prýðilega samrýnd og undu glöð við sitt. Þau Július og Olga hafa verið i hópi beztu vina sem fjölskylda min hefur eignazt um dagana. Kynnin hafa staöið lengi, eða i rúma tvo áratugi. Þau tóku börn okkar ástfóstri, enda barngóð meðafbrigðum. Segja má að þau hafi gengiðbörnum okkar i afa og ömmu stað, ef svo má að orði kveða. Oll þau ár sem við vorum búsett á Keflavikurflugvelli var það föst regla að Július og Olga kæmu i heimsókn til okkar siðla á að- fangadagskvöld. Einhvern veg- inn var það þannig, að okkur fannst að hátiðin gengi ekki al- mennilega i garð fyrr en gömlu hjónin birtust i dyragættinni. A slikum stundum var gaman að blanda geði viö Július, sem var maður margfróöur og skemmti- legur. Hann átti mjög auövelt með að halda uppi samræðum, enda af þeirri kynslóð sem vand- ist á að nota öll skilningarvitin og kunni þar af leiðandi að orða hugsanir sinar, hvort heldur var með tungu eða penna, og fáa menn hefi ég séð skrifa fallegri rithönd en Julius Ingimarsson. Nú er Július vinur okkar allur, en minningin um góðan dreng mun lifa. Ég og fjölskylda min sendum eiginkonu Júliusar og öllum öör- um sem um sárt eiga að binda samúðarkveðjur. Pétur Guðmundsson. NÝJUNG! VATNSNUDDTÆKIÐ FRÁ GROHE ER BYLTING

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.