Tíminn - 07.05.1978, Page 27

Tíminn - 07.05.1978, Page 27
!biíi .7 -lugfibifiinufi Sunnudagur 7. mai 1978. islendingar illa í stakk búnir til þess að taka við erlendum ferðamönnum. Gæzlumenn þykjast ekki til þess færir aö taka afstööu til þess út af fyrir sig,hvort æski- legt sé að fjölga eða fækka er- lendum ferðamönnum. Hins vegar benda þeir á að samræmi þurfi að vera milli þeirrar við- leitni að laða sem flesta útlend- inga til landsins og þess við- búnaðar sem við höfum til að taka á móti þeim og veita þeim þjónustu. Það er skoðun þeirra að eins og málum er nú háttaö séu Islendingar heldur illa i stakk búnir til að taka við þeim fjölda ferðamanna sem kemur til að ferðast um landið, ýmist sem einstaklingar eða i hópum. Þetta er fólk sem flest gistir i tjöldum og margt hvert fer um hálendið. Eðlilegt virðist að hvort tveggja sé reynt að gera ýmsar ráöstafanir til að fólk þetta megi njóta hér landvistar án þess að valda óþægindum eða skaða svo og að takmarka með einhverjum hætti ferða- mannaaukninguna meðan hið fyrra er fært til betra horfs. Ýmsar takmarkanir má auðvitað gera áður en menn i fullri alvöru fara að ræða itölu i landið. Draga þyrfti úr land- kynningu á vegum opinberra aðila. E.t.v. væri ráðlegt að fara sér hægt i aukningu gistirýmis. Gæta þarf sérstakrar varúðar við vegalagningu, þannig aö hún leiði ekki til umferðar um ný og viðkvæm svæði. A ráðstefnu gæzlumanna voru nefnd ýmis gömul og ný dæmi um óæskilega vegi t.a.m. vegarslóði vestan Jökulsár i þjóðgarðinum i Jökulsárgljúfrum, lagning veg- ar yfir Þröskuld i Þjófadali á sl. sumri og vegalagning Lands- virkjunarmanna i Landmanna- laugum. Enn skal nefnt að sjálf- sagt og æskilegt virðist að hópar erlendra ferðamanna njóti leiðsagnar islenzkra leiösögu- manna eöa þá sé a.m.k. tryggt að erlendir leiðsögumenn hafi atvinnuleyfi hér á landi. I þessu sambandi er rétt að vikja aö þvi að gæzlumönnum virðist flest- um að íslendingar (þótt misjafn sé sauður i mörgu fé) hafi næm- ari tilfinningu fyrir þvi hvernig á og má umgangast islenzka náttúru en útlendingar. Hér skal til nokkurs fróðleiks tilgreindur kafli úr starfsskýrslu gæzlu- manns i Herðubreiðarlindum 1977, Tryggva Jakobssonar: Engan ferðahóp án ís- lenzkrar leiðsagnar ,,Það á ekki að liðast að út- lendir ferðamannahópar án is- lenzkrar leiðsagnar séu á ferð um landið. Að visu er starfsfólk sumra þessara hópa svo sem Penn World hið ágætasta fólk og litil sem engin vandræði hlutust af þeim.en hrædd erum við um að leiðsögnin hafi ekki verið mikils virði. Aörir hópar út- lendinga voru hins vegar á si- felldum flótta undan gæzlu- mönnum til að losna viö aö borga. Gistu þeir ýmist viö Grafarlandsá eöa i Dreka. Þeir hópar sem við teljum nauðsynlegt að gera athuga- semdir við fyrir utan Penn World eru: Wikingen Reisen og svissneskirhópar,sem óku um á leigubilum frá Bilaleigu Akur- eyrar, ferðaskrifstofan Seven Ocean Tours (sem að visu hafði stundum tslendinga i sinni þjón- ustu) og Studiosus-ferðir verða hér einnig að fylgja með. Þaö sem vakti þó mesta furðu gæzlumanna var þýzkur her- trukkur með „boddi” húsi sem kom a.m.k. fjórar ferðir i Herðu breiðarlindir, aldrei með sama hópinn innanborðs. Hafa þessir menn atvinnuleyfi hér á landi? Allt um það, ósköp væri gott að hafa islenzkumælandi menn i þessum hópum.” Hér skulu enn talin nokkur at- riði sem hvert um sig mætti að nokkru verða til þess að draga úr ániðslu eða koma i veg fyrir örtröð á fjölsótium ferða- mannastöðum: 1. Aukin gæzla. Fjallað er hana fyrr i áliti þessu. 2. Dreifing ferðamanna. Hér visast fyrst til óbyggða- skýrslu umhverfisnefndar Ferðamálaráðs (bls. 13). Er útilokaö að samvinna gæti tekizt milli opinberra aðila (Ferðamálaráðs, Náttúru- verndarráös) almennings- félaga (Ferðafélags Islands, Útivistar) og ferðaskrifstofa um að beina ferðamönnum, innlendum sem erlendum, inn á ný og litt notuð útivistar- svæöi? Benda má á t.d. aö á öllu Snæfellsnesi eru hvergi (utan þéttbýlis?) skipulögð tjaldsvæði né nokkur nýtileg sæluhús. 3. Sæluhús ætti ekki aö reisa i viðkvæmum gróðurvinjum á hálendinu, heldur fremur ein- hvers staðar ekki allfjarri þeim. Eins og bent er á i óbyggðaskýrslunni eykur sæluhúsið aödráttarafl staðarins J samræmi við þetta sýnist gæzlumönnum það mjög vafasöm og jafnvel hættuleg ákvöröun að reisa nýtt og stærra sæluhús á Hveravöllum. 4. Upplýsingar til ferðamanna þurfaaðaukast verulega t.d. i formi spjalda, bæklinga og ýmiss konar umferðaskilta þannig að mönnum sé ljóst hvað þeir mega og eiga aö gera. Sérstaklega er áriðandi að útlendingum sé greint frá þvi sem þeir þurfa nauðsyn- lega að vita um islenzkar að- stæður (náttúrufar, lög o.fl.) um leið og eða áður en þeir koma inn i landiö (t.d. um borð i Smyrli). Að lokum þessa álits skal lögö áherzla á nauðsyn þess að mót- uð verði heildarstefna i islenzk- um ferðamálum. I þvi efni hvilir auðvitað skylda á opinberum aðilum,ekki sizt Ferðamálaráði. Ekki skyldi þó allri ábyrgð þangað varpað. Almenningi er málið skylt. Það er von gæzlu- manna að samvinna megi tak- ast um slika mótun með al- menningssamtökum svo sem ferðafélögum og náttúru- verndarsamtökum, stéttarfélög- um þeirra er við feröamanna- þjónustu vinna og þeim aðilum sem atvinnurekstur stunda, tengdan ferðamennsku. STAR FATASKÁPAR Sænsk gæðavara - Málaðir hvítir að innan - Hurðir brúnar eða hvítar Verð: 60x210 með 5 hillum kr. 39.900 100x210 með hillum og slá kr. 59.900 120x210 með hillum og slá kr. 69.500 Jl! Jón Loftsson hf Hringbraut 121 Sími 10600 SEnoum CEcn pústkröfu Hollenskir táningajakkar Laglegir og þægilegir táningajakkar frá Hollandi nýkomnir Stærðir 36-42. Litir: Hvítt, Ijósgult, Ijósgrænt. Verð: Kr. 15.500.-. Frá Tónlistarskól- anum Reykjavík Inntökupróf i tónmenntakennaradeild skólans, verða dagana 18. og 19. mai n.k. Umsóknarfrestur er til 15. mai. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu skólans og þar eru einnig gefnar nánari upplýsingar um prófkröfur og nám i deild- inni. Skólastjóri. Suðurnes Lóðaskoðun hjá fyrirtækjum á Suðurnesj- um er hafin og er þess vænzt að eigendur og umsjónarmenn fyrirtækja á svæðinu taki virkan þátt i fegrun byggðarlaganna með snyrtilegri umgengni við fyrirtæki sin. Heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.