Tíminn - 07.05.1978, Qupperneq 32

Tíminn - 07.05.1978, Qupperneq 32
Sýrð eik er sígild eign iftM Ift // I // ';\ TRÉSMIDJAN MEIÐUR U | A SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 Sunnudagur7. maí 1978 62. árgangur — 94 tölublað Gas úr mykju að verða orkugjafi í Danmörku? Þrjár stórar tilraunastöðvar verða reistar á næstu misserum Meðal þjóöa heims er nú margra ráða leitaö til þess að fullnægja orkuþörfinni. Olían er dýr, hún getur verið ægilegur mengunarvaldur, og að þvi rek- ur, að oliulindir jarðarinnar verði þurrausnar. Afkjarnorku- verum stendur aftur mikil ógn, I rauninni veit enginn, hvaða dilk þau gætu dregið á eftir sér, og það er óleyst mál, hvaö gera skal viö geislavirk úrgangsefni frá þeim. Þetta hefur leitt til þess, að nýrra úrræða er leitaö af kappi. Byrjað er að reisa stórar og traustar vindaflsstööv- ar og hafnar eru tilraunir meö notkun gass, sem myndast i úr- gangsefnum, einkum í sam- bandi viö landbúnað. Það er dæmi um þetta, að danska viðskiptamálaráöuneyt- ið hefur ákveðiö að verja 150 milljónum króna til þess að kanna, hvort hagkvæmt geti verið að vinna gas Ur efnum, sem til falla við landbúnað, einkum mykju. Verður byrjað á því aö rannsaka gasmyndunina nákvæmlega og safna allri vitn- eskju, sem tiltæk er um þetta efni. Tæknistofnunin danska og ráðgjafarstofnun um byggingar og smiði véla munu koma upp sérstakri þjónustu, sem miölar fenginni vitneskju til þeirra, sem fylgjast vilja með, og f framhaldi af þessu verður sam- in handbók, sem ætluö er þeim, Forir, þar sem þvagi og mykju frá gripahúsum er blandaö saman, eru vel failnar tii gasmyndunar. Ekkert af áburðarefnum fer for- görðum, þótt gasiö væri nýtt. Auk þess veröur unnt aö draga úr vondri lykt af áburöarleginum og útrýma þarmasýklum i honum. tima. Nú er það einn þáttur þess, sem gera skal, að koma upp þremur tiiraunavinnslu- stöðvum, og f sambandi við þær verður kannað, hvaða aðferðir henta bezt til þess að gera gasið sem lyktarminnst, koma i veg fyrir mengun i sambandi við nýtingu og útrýma sýklum úr innyflum dýra f saurnum. Getur þetta út af fyrir sig haft mikla þýðingu fyrir bændur. Loks verður rannsakað rækilega, hvaða úrgangsefni önnur en mykja geta komið að gagni til gasmyndunar og gasvinnslu. Gefi tilraunastöðvarnar góða raun, munu þær einkum verða til mikils stuðnings litlum fyrir- tækjum,sem orku þarfnast f tak mörkuðu mæli Uti um sveitir. 1 öðru lagi myndi það hafa i för meðsér, að hætt verður að nota fóðurefni, eða iblöndur, sem tortíma bakterium, þar eð slikt kemur i' veg fyrir gasmyndun i mykjunni eða saurnum. Myndin sýnir þurrkara, þar sem notaö er gas úr iffrenum efnum. Meö beizlun gass úr mykju er taliö, aö rekstrargrundvöllur hey- köggla- og heymjölsverksmiöja kunni aö veröa miklu traustari en áöur þar eö landbúnaöurinn legöi sjálfur tii orkuna. sem vilja hagnýta slikt gas og teikna og smiða útbúnaö handa gasstöðvum. Hafa Danir i huga, að hér er ekki aðeins vannýtt orka, heldur er gas i mykju og öðrum úr- gangsefnum vanræktur fram- leiðsluþáttur i landbúnaði og þjóðhagslegt atriði, ef gera má gasið að verzlunarvöru. Þessi tegund gass myndast, þegar sérstakar bakteriur breyta lifrænum efnum i lukt- um, súrefnissnauðum geymum. 1 gasinu er einkum metan og koltvisýringur, sem ekki má að- eins nota til brennslu, heldur einnig sem orkugjafa handa sprengimótorum, og þess vegna er það nothæft til vinnslu á raforku. Langt er siðan menn byrjuðu að þreifa fyrir sér um hagnýt- ingu þessa gass, en þeim til- raunum hefur ekki verið mikill gaumur gefinn til skamms Togarinn Júní lagðist á hliðina vestur af Garðskaga i fyrrinótt JB — Um klukkan niu i fyrri- nótt, kallaöi togarinn Júni, frá Hafnarfirði, sem staddur var á veiöum tuttugu til þrjátiu gráö- ur vestur af Garösskaga á varð- skip og tilkynnti aö sjór væri kominn inn á vinnsluþilfar skipsins og væri þaö farið að hallast. Var skipinu siðan siglt til hafnar f Hafnarfirði. Er það kom þangaö um klukk- an þrjú i fyrrinótt, beiö slökkvi- bill á bryggjunni með tvær dæl- ur. Var þá mikil siagsiöa komin á skipiö. Um klukkan hálf fimm var aftur kallaö á varðskip og það beðið að koma með dælu inn i Hafnarfjaröarhöfn sem þaö og geröi. Kom varöskip þangaö um hálf sex leytið og var þá 35 gráðu halli kominn á togarann. Búiö var að dæla öllum sjó úr skipinu um sjöleytiö i gær- morgun.en það munu hafa verið um hundrað lestir af sjó sem i honum voru. Togarinn var sem áöur segir á veiðum þegar þetta geröist og var hann meö um 150 tn. afla. Veröur aflanum landað úr skip- inu á morgun. Er blaöið fór i prentun i gær, lá ekki Ijóst fyrir hvaö heföi valdiö þvi að sjór komst inn i skipiö, en þegar skip eru á veið- um, er sjó dælt inn á vinnsluþil- far til að þvo það. Alitið er að dælur sem hafi dælt út af þilfar- inu aftur hafi bilað, en haldið hafi veriö áfram aö dæla inn á það eftir sem áður, og þvi fariö sem fór. Tveir bilar fuku út af vegi í ofsaveðri í fyrrakvöld JB — Aætlunarbill er var að flytja fólk á leið frá Borgarnesi i Munaöarnes, fauk út af veginum undir Akrafjalli, skammt frá Berjadalsá i fyrrakvöld meö þeim afleiðingum, að flytja þurfti um tuttugu af þrjátiu og fjórum farþegum á sjúkrahúsið á Akranesi. Ekki var þó um alvar- leg slysaðræöa. Læknar á Sjúkrahúsinu á Akranesi gerðu að sárum fólksins er voru smærri og stærri skurðir, og var þvi slöan leyft að fara heim. Fjórir eru ennþá á Sjúkra- húsinu en eru allir vel haldnir. Að sögn lögreglunnar á Akranesi var afspyrnuveöur er þetta gerðist og kemur rosalegur strengur þarna meö ánni I ákveöinni átt. Billinn valt eina veltu og kom niður á hjólin. Á mjög svipuðum slóðum varö ann- aö likt slys, i fyrrakvöld, er jeppi meö kerru fauk út af veginum. Enginn meiddist við það. Megas á rúntinum Islenzka sjónvarpið mun nú i kvöld sýna hina margumtöluðu kvikmynd Ballööuna um ólaf Liljurós. Mynd þessi er eftir Rósku og Manrico Pavolettoni og fer heiðursmaöurinn Megas þar með stórt hlutverk ásamt þvi að útsetja alla tónlist. Af Megas er annars það að frétta aö hann skemmtir nú landanum á meginlandinu, sem sagt i þriggja vikna hljómleika- ferðalagi i boði samtaka Is- lendinga I Kaupmannahöfn, Arósum og Lundi. Auk þess aö skemmta á þessum stööum er fyrirhugaö aðhann haldi hljóm- leika i Osló, Stokkhólmi og gömlu góðu Paris. Þá er nú að vænta nýrrar hljómplötu frá Megasi sem ber heitið Núerég klæddur og kom- inn á ról og hefur aö geyma klassiskislenzkbarnalög. Nýtur Megas aðstoðar Guðnýjar Guð- mundsdóttur konsertmeistara og Sinfóniuhljómsveitar íslands og Scotts Gleckler sem starfar einnig i Sinfóniunni. Haft er eft- ir Megasi að platan sé fyrir alla sem enn eru börn i anda. Tvö önnur stórverk Megasar bíðaútgáfu: Rokkverk sem gef- ið verður út á tveim hljómplöt- um og úrval úr Passiusálmum Hallgrims Péturssonar, sem upphaflega var flutt á páskum 1973. Dægilegur sá gamli

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.