Tíminn - 25.05.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.05.1978, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 25. mai 1978. 3 Reyöarfjörður. Reyðarfjörður: Utskipun í fullum gangi — og mikill hugnr í mönnum Kás— Frá áramótum hefur Snæfugl landað hér 530 tonnum og Gunnar 70 tonnum, en hann er jafnframt aflahæstur Aust- fjarðabáta að þvf er ég bezt veit, og allt er þetta stór og góður þorskur, enda hefur verið stanz- laus vinna i frystihúsinu frá áramótum, sagði Marinó Sigur- björnsson, fréttaritari Timans á Reyðarfirði, i samtali við blaðið i gær. Þá hefðu borizt um 550 tonn af fiski úr togaranum sem kaup- félagið ætti til helminga á móti Eskfirðingum, þannig að allt i allt hefðu borizt þangað, úr þessum þremurbátum, um 1790 tonn af fiski frá áramótum. Að auki hefðu verið bræddar átján þúsund lestir af loðnu. Siðustu helgi hefði verið skipað út nokkru af saltfiski, og i gær hefði Skaftafellið komið og lestað freðfisk. Útskipun gengi þvi óhindruð fyrir sig, og liklega væri Reyðarfjörður eina Aust- fjarðahöfnin sem ekki væri i útskipunarbanni. Þá nefndi Marinó, að vöru- flutningar um höfnina hefðu aukizt gifurlega á þessu ári. Nú væri búið að flytja um tólf þús- undir lesta á móti fimm þúsundum á sama tima i fyrra. En á öllu árinu 1977 hefði vöru- flutningar numið tuttugu þúsundum lesta þannig að sjá mætti að aukningin væri gifur- leg. Og er fiskur þá ekki með- talinn. Þessi aukning stafaði aðal- lega af flutningum á vegum RARIK, en einnig vegna auk- inna áburðarflutninga bænda þar i sveit, en þegar væri búið að skipa upp 3800 lestum. Þá skaut Marinó þvi inn i, að höfnin þar eystra væri orðin mjög góð. í fyrra hefði verið lokið við 100 metra stálþil, við- legukant, og öll aðstaða fyrir skip væri þvi mjög góð. Núeruframkvæmdiróðum að hefjast í bænum. Þegar er byrjað aö slá upp fyrirtólf ibúða blokk.sem allar eru ætlaðar til leigu. En að auki eru nokkrir einstaklingar komnir af stað, annaðhvort með nýbyggingar eða aðhalda áfram, þar sem frá var horfið i fyrra. Nú væri mik- ill hugur i mönnum. Tiðarfar kvað hann heldur kalt undanfarið, en úrkoma þó verið lítil. Snjór væri enn i fjöll- um, en nær snjólaust i byggð. Allir aðalvegir eru að verða færir, og sveitavegir senn að opnast, m.a. vegurinn i Jökul- dal. Að lokum sagði Marinó, að hlutafélagið Tollvörugeymsla Austurlands væri nýlega búið að reisa rúmlega fjögur hundruð fermetra skemmu, sem orðin væri fokheld. Nú vantaði hins vegar fjármagn til að koma henni i gang. Enn hefðu þeir þó ekki fengið náð fyrir augum lánastofnana og lægju þvi fram- kvæmdir niðri i bili. Vonandi rættist þó úr þessu fyrir kosn- ingar. t gærdag lét franska hafrannsóknarskipið d’Entacastbaux úr höfn f Reykjavfk, en skipið hafði þá legiö viö bryggju i Sundahöfn i tvo daga. Skipiö, sem er rúmlega tvö þúsund lestir aö stærö heyrir undir franska flotann og mun þaö aöaiiega stunda úthafsrannsóknir, en hér var skipiö aöeins I stuttri kurteisisheimsókn. Timamynd Tryggvi Grimsey: Getum ómögulega lifaðá loftinu pí y*11 - þótt það sé Clll laJL ómengað og gott Kás — Það hefur verið skinandi fiskiri hjá okkur siðan um áramót og aldrei komið meiri fiskur á land en einmitt nú. Liklega erum við komnir á fjórða hundrað tonn. Við erum alltaf að slá gömlu met- in okkar, sagði Guðmundur Jóns- son fréttaritari Timans i Grims- ey. Annars vorum við að losa okkur við saltfisk til Italiu nálægt fimm hundruð pakka. Útflutningsbann? Nei, við megum ekki vera að þvi að st.anda i svoleiðis vitleysu. Við erumi öðruvisi en aðrir landsmenn og getum ómögulega lifað á loft- inu einu saman þótt það sé gott og ómengað. Guðmundur sagði að eftir helg- ina stæði til að hefja byggingu fiskhúss,stálgrindarhúss, en það yrði reist á grunni sem steyptur hefði verið i fyrra. Með tilkomu hins nýja húss myndi aðstaða þeirra Grimseyinga til fisk- verkunar gjörbreytast enda gömlu húsin bæði þröng og boru- leg. Einnig ykist hagkvæmnin að sama skapi þvi að með hinu nýja húsi gætu flutningar farið fram á lyftara sem jafnframt yrði fyrsti lyftarinn i Grimsey en i dag fara allir flutningar fram á hjólbörum. Svo eiga vist að verða einhverj- ar framkvæmdir hér við höfnina i sumar. Ætli þeir séu ekki búnir að finna hafnargarðinn einhvers staðar marandi i kafi sagði Guö- mundur glettinn. Nei, en i alvöru þá eru þetta nokkuð fjárfrekar framkvæmdir, heildarverðmæti nálægt tvö hundruð milljónum króna, en i sumar stendur til að vinna fyrir áttatiu milljónir. Ætlunin væri að steypa nýtt plan á bryggjuna sem nú væri mjög illa farið en einnig stæði til aö dýpka höfnina. Guðmundur sagði allt lif vera að vakna i eyjunni menn meira að segja byrja að siga i björg og fá sér egg i soðið. Þá hefði nýlega komið til þeirra danskennari frá Akureyri sem hefði verið með tiu daga námskeið i fótaburði fyrir eyjarskeggja. Að visu hefði hann ekki visiterað það en þátttaka hefði verið góð allt frá smábörn- um uppi i áttræð gamalmenni. Nýlega var stofnaður Kiwanis- klúbbur i eynni og var almenn þátttaka i honum. Að visu væri klúbburinn aðeins fyrir karlmenn en konurnar hefðu sitt kvenfélag, þannig að þetta væri hrein kyn- skipting. Jú veður er alveg prýðilegt hjá okkur, gróandi mikill og grasið að þjóta upp, en þó óvenju þurrt. Sauðburði er nær alveg að ljúka en flestir Grimseyingar stunda einhvern búskap nokkurs konar sjálfsþurftarbúskap og eru sjálf- um sér nógir. Hafnarfjörður: Strætisvagna- ferðir um Norðurbæ að hefjast A föstudag munu Hafnar- fjarðarvagnar Landleiða aka fyrstu áætlunarferðir sinar um Norðurbæ f Hafnarfirði og vest- asta hluta gamla bæjarins. Þessi hverfi fá nú strætisvagnateng- ingu við öll önnur hverfi i Hafnar- firði samtimis sem þjónusta batnar fyrir þá sem búa i þessum hverfum og þurfa að fara til Reykjavikur eða annarra bæja. Um átta ár eru liðin frá þvi að byggð byrjaði að risa i Norðurbæ. Nú múnu sömu vagnar og þá voru látnir fara Álfaskeið og Hringbraut i annarri leiðinni einnig fara gegnum Norðurbæ um Hjallabraut og Vesturgötu i stað Reykjavikurvegar. Einnig mun aukavagn fara um Norðurbæinn vegna fólks sem fara þarf til vinnu um kl. 07.30 og 08.30 á morgnana. EU, Mikið flutt út í apríl þrátt fyrir útflutningsbann 1 aprilmánuði voru fluttar út vörur fyrir 12,649 milljarða, sem er mikill útflutningur þegar tillit er tekið til þess, að 13. april var sett á útflutningsbann, en gefnar hafa verið fjöldi undan- þága. Fyrstu þrjá mánuði árs- ins var útflutningur samtals 42,412 milljarðar og er þvi út- flutningur i aprilmánuði aðeins um 1.5 milljarði lægri en meðal- tal af heildarútflutningi fyrstu þriggja mánaðanna, að þvi er kemur fram i frétt frá Hagstof- unni um inn- og útflutning i april. Innflutningur til landsins nam i april 12,565 milljörðum og er vöruskiptajöfnuður hagstæður um 84.4 stig. wmí it ngrnmiin nTniri K7«Bsa3WcnBacna: —mwwbthi Tmraan m-wnr—iT ittw »!'■ i i garMMwuna—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.