Tíminn - 25.05.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.05.1978, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 25. mai 1978. 11 B- LISTANN Guðfinnur Sigurðsson Keflavikurflugvelli og Akranesi, auk annars. Við hittum Guðfinn að máli og hann^hafði þtta að segja: — Ég ernýfluttur til borgarinn- ar en hafði áður verið búsettur á Akranesi, þar sem ég var við löggæzlustörf. Við höfum fengið húsnæði. Ég er fæddur og uppal- inn i Austuurbænum, svo að ég er ekki að flytja á ókunnan stað. — Við erum með fimm börn og erum nú búin að fá leigt i Alfheimum 32 en það er auðvitað ekki nein langtimalausn fyrir stóra fjölskyldu. Það er á hinn bóginn ekki auðvelt að eignast húsnæði, þvi dýrtiðin er mikil um þessar mundir og opinberir aðilar létta mönnum ekki róðurinn. — Hvað um umferðina? Hvernig standa yfirvöld sig i umferðarmálum? — Umferðin verður seint full- komin, en i skipulagsmálum eru umf erðarmálin ekki ávallt grunduð nægjanlega. Leið barna og unglinga i skólana þarf helzt að liggja um rólegar götur og stiga, en viða háttar svo til að börn verða að fara yfir umferðaræðar tíhþess að komast i og úr skóla. Það getur verið örðugt að leiðrétta þetta siðar (samanb. Alftamýrarskóla). — Hvað um kosningarnar? Skiptirðu þér af þeim? — Já, ég vinn fyrir Framsókn- arflokkinn i þessum kosnkingum. Tel það skyldu mina og vona að flokkurinn fái góða Utkomu i kosningunum. — Hvaðum hrakspár i siðdegis- blöðunum, þar sem gert er ráð fyrir hruni sumra vinstri flokk- anna og sigrum Sjalfstæðisflokks- ins? — Ég veit ekki hvað segja skal, en þetta eru nýjar kenningar. Það er reynsla fyrir þvi að frjálslynd- ir flokkar sem byggja á samhjálp og félagslegum framkvæmdum tapa ekki og sigra á víxl heldur er um tíltölulega litlar breytingar að ræða, eftir þvi hvort straumurinn liggur til hægri eða vinstri. Ofga- flokkkar geta á hinn bóginn unnið mikla sigra og goldið afhroð á vixl, svo ég á ekki von á miklum breytingum hjá vinstri flokkun- um að þessu sinni. Mjög litlum a.m.k. og ég tel að svo geti farið að Framsókn bæti við sig einum manni i borgarstjörn. öfgafólkið kýs liklega Áíbvðuflokkinn núna. Jón Steinar Árnason: Unga fólkið hefur gengið til samstarfs við okkur... Jón Steinar Arnason, stýrimað- ur Fálkagötu 19 er 30 ára að aldri. Jón sagðist vera frá Seyðisfirði en hefði verið búsettur i Reykja- vik siðan árið 1960. Jón hefur verið stýrimaður á verzlunarflot- anum, þar af mest hjá Eimskipa- félagi Islands og við spurðum hann um viðhorfið tíl kosning- anna, en hann er einn þeirra sem Jón Steinar Árnason, stýrimaður. tekið hafa rækilega til hendinni i kosningaundirbúningi Fram- sóknarflokksins. — Kosningarnar leggjast frem- ur vel i mig að þessu sinni Framsóknarftokkurinn kemur sterkur út úr þessum kosningum. Ég tel að a lmennur áhugi sé fyrir flokknum og á ég þá bæði við borgarstjórnar og alþingiskosn- ingarnar. — Hvað borgarstjórn viðkem- ur, þá telja menn rétt að fara að breyta til. Sjalfstæðisftokkurinn hefur stjórnað svo lengi og nú þegar hagfræðitölur sýna að allt er á niðurleið, tekjur og annað, þá er mál að gefa flokknum leyfi frá stjórnarstörfum. Við sjómenn förum viða og við vitum að þetta gengur vel víðast, nema í Reykja- vik, þar sem Sjálfstæðisftokkur- inn stjórnar. Sér i lagi er það ánægjuefni að unga fólkið hefur gengið til sam- starfs við okkur Munar þar mest um unga menntamenn og skóla- æskuna. Ólafur Stefán Sveinsson. Gunnar Sæmundsson. Tl.mamyndir: Tryggvi. Ólafur Stefán Sveinsson laganemi: Telur rétt að breyta til i borgarstjórn Reykja- víkur. —Ég kýs i fyrsta skipti i Reykjavik núna og kýs Fram- sóknarftokkinn. Ég hefi reynt að kynna mér stjórnmál, þvi ég tel að að almennt hafi fólk, illu heilli, ekki gefið sér nægjanlegt ráðrúmT til þess að kynna sér stefnur stjórnmálaflokkanna. Ég hef tekið þátt i öflugu starfi Fél. ungra framsóknarmanna en þar hafa veriðfengnir ýmsir menn til þess að halda uppi pólitiskri fræðslu. Mér eru t.d. erindi Eysteins Jónssonar sérlega minnisstæð, en fáir hafa meiri stjórnmálareynslu og félags- málareynslu en hann. Við vorum með Eysteini I umræðuhóp i þrjú kvöld og það var m jög áhugavert, að ekki sé nú meira sagt. Eg geri mér góð- ar vonir með að Eiríkur Tómasson komist i borgarstjðrn. Framsóknarflokkurinn hefur að minum dómi einkar hagstæðar atkvæðatölur til þess að fella mann frá ihaldinu. Gunnar Sæmundsson, 27 ára: Það er unga fólkið sem ræður úrslitum. — Við spurðum hann um ko sningah orf ur na r: — Það er min skoðun að stjórn- málaflokkarnir þurfi ekki að elta mikið ólar við eldra fólkið. Menn haldadauðahaldi I lifsskoðun sina og hin pólitisku trúarbrögð. I þessum kosningum er það unga fólkið sem segir siðasta orðið. Þetta fólk er búið að stjórna landinu —og borginni alltof lengi. Unga fólkið þarf að komast að. Ég verð þó að segja að ég hef kynnzt ágætu fólki á öllum aldri i kosningastarfinu, en ég er að vinna fyrir Framsóknarflokk- inn, og það er sérlega áhugavert hvað allir taka Eiriki Tómassyni vel, en hann skipar baráttusætið hjá Framsókn að þessu sinni. Bæjar- og sveitastjórnarkosningar færast nú æ nær og þá borgarstjórnarkosningar. Stór hluti þjóðarinnar býr i höfuðborginni og kosningaúrslita þar bíða menn með hvað mestum spenningi. (Tímamynd: Róbert) ik um kosningarnar •»

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.