Tíminn - 25.05.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.05.1978, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 25. mai 1978. 9 ÍÍEíÍWIt á víðavangi Þetta bákn burt 1 útvarpsumræðunum um málefni Reykjavikurborgar fyrr i þessari viku gerði Kristján Benediktsson að um- talsefni áhugaleysi og slen borgarstjórnarihaldsins í at- vinnumálum. Kristján Benediktsson sagði meðai annars: ..Borgarstjóri hefur kveinkað sér undan þeirri gagnrýni okkar Framsóknar- manna að áhuga- og sofanda- háttur borgarstjórnarmeiri- hlutans eigi sök á óheppilegri þróun atvinnulifs i borginni á undanförnum árum. Þetta er sjálfsagt mannlegt. En hvar eru tillögur borgarstjórnar- meirihiutans um atvinnumál frá siðustu 20 árum? Þvi tima- bili sem skipastóllinn sem gerður var út frá Reykjavfk var að minnka jafnt og þétt og fiskiðnaðurinn að dragast saman þannig að hlutur Reykjavikur i heildarfisk- vinnslu landsmanna lækkaði úr 16.8% i 8.7%.FróðIegt væri að fá að heyra þótt ekki væri nema eina tillögu sem meiri- hlutinn hefði flutt i borgar- stjórn um atvinnumál á þessu timabili og fram til þess tima að atvinnumálatillögur borgarstjóra birtust nú fyrir skömmu. Tillögur um at- vinnumál frá meirihlutanum er mjög erfitt að finna, þótt fundargerðir séu lesnar nema þá frávisunartillögur við at- vinnumálatillögur okkar Framsóknarmanna sem skipta tugum á þessu timabili. Arið 1966 var i uppsiglingu mesta atvinnuleysistimabil sem hér hefur komið i seinni tið og náði hámarki árin 1968 og ’69, þegar fjöldi Reykvik- inga flúði land. Þá fluttum við Framsóknar- menn ýtarlega tillögu i borgarstjórn um athugun á or- sökum minnkandi útgerðar og fiskvinnslu ' frá Reykjavik. Jafnframt fólst i tillögunni að hafnar yrðu aðgerðir til að efla þessar atvinnugreinar að nýju. Sem dæmi um áhuga og skilning borgarstjórnarmeiri- hlutans á þvi sem hér var að gerast i atvinnumálunum og sem dæmi um, hvernig at- vinnutillögur okkar voru yfir- leitt afgreiddar, skal ég lesa frávisunartQlögu meirihlut- ans við þessa tillögu okkar: „Borgarst jórn tclur að ástand og horfur i útgerðar- málum Reykjavikur eða at- vinnumálum borgarinnar almennt sé eigi svo alvarlegt eða uggvænlegt að ástæða sé til skipunar sérstakrar nefnd- ar nútil rannsóknar á þessum málum enda þótt erfiðleika hafi gætt hjá vissum þáttum útgerðarinnar vegna aflaleys- is og vinnuaflsskorts bæði hér i Reykjavík og nálægum ver- stöðvum. Telur borgarstjórn ekki tilefni frekari rannsókna umfram það sem hagfræði- deild borgarinnar og út- gerðarráð eiga jafnan að hafa með höndum. Borgarstjórn vísar þvi framkominni tillögu frá.” Kaldhæðni örlaganna er það að sá maður sem talaði fyrir þessari frávisunartillögu er núverandi borgarstjóri sem á sl. vetri lét sig hafa að tina saman flestar gömlu til- lögurnar okkar um atvinnu- mál og hann hafði átt þátt i að visa frá. Þær prýða núna I ör- litið breyttri mynd hina sið- búnu stefnuskrá borgarstjóra i atvinnumálum ásamt við- aukum og innskotum. Gallinn er bara sá að við gerð fjár- hagsáætlunar I desember sl. gleymdist að ætla nokkurt fjármagn til að hefja fram- kvæmdir skv. þessari stefnu- skrá. Ekki var áhuginn meiri þvi miður.” t ræðu sinni rakti Kristján Benediktsson ýmisleg dæmi um ámælisverða framkomu og ákvarðanir borgar- stjórnarihaldsins i Reykjavik. Minnti Kristján þar m.a. á ummæli sin i sjónvarpsum- ræðunum sem fram fóru fyrir nokkru. Kristján sagði: ,,Hér að framan minntist ég á atvinnuþáttinn og vanrækslu meirihlutans i þcim efnum. t sjónvarpinu I fyrri viku ræddi ég sérstaklega um það sem ungir Sjálfstæðismenn munu kalla báknið og hvernig það hefur vaxið jafnt og þétt^ekki að vizku og náð, heldur að mannafla og kostnaði. Benti ég á nauðsyn þess fyrir borgarbúa að starfshættir borgarinnar i heild yrðu Kristján Benediktsson. endurskoðaðir og nýskipan komið á. Sem dæmi tók ég at- hugun sem gerö var hjá hita- veitunni og átti vist ekki að fara hátt. Sú niðurstaða ætti vissulega að vekja menn til umhugsunar hvar I flokki sem þeir standa. Ýmis veigaminni atriði mætti nefna. Þannig byrjaði meirihlutinn á þeirri ósvinnu á miðju kjörtima- bilinu að úthluta eftirsóttri lóð til félags sem setti það inn- tökuskilyrði að Heimdallar- skirteini fylgdi. Minnihlutan- um og almenningi tókst að stöðva að framhald yrði á sliku, þótt einn af borgarfull- trúum meirihlutans lýsti því yfir að hann sæi ekkert at- hugavertvið þessa lóðaúthlut- un og sliku bæri að halda áfram. KRON og Sambandið vildu setja upp stórmarkað við Holtaveg og töldu sig geta lækkað vöruverö um 10%. Skipulagsnefnd hafði ekkert við staðsetninguna að athuga. A síðustu stundu var þó málið stöðvað. Einhverjir höfðu kipptispottann. Reykvikingar vorú sviptir þvi að geta fengið meira fyrir peningana sina. llagsmunir annarra sem hærra voru metnir hjá meiri- hlutanum máttu sin meira. Allir meiriháttar tekjustofn- ar borgarinnar eru nýttir til fulls nema aðstöðugjöld. Þar er stórum aðilum i borginni gefnar eftir um 200 milljónir á ári. Þeir sem mesta hlutann fá af þessari eftirgjöf eru að reisa eitt stærsta hús landsins i nýja miðbænum — hús verzlunarinnar. Ekki virðist skorta fé til þeirrar fram- kvæmdar enda sá meirihlut- inn til þess að gatnagerðar- gjaldið var haft i lágmarki.” Eins og fram kom í ræðu Kristjáns Benediklssonar eru þetta aðeins örfá dæmi um háttalag borgarstjórnar- ihaldsins i Reykjavik. Það hefur og sannazt hvarvetna er aðrir flokkar hafa tekið við forystu i sveitarfélögum eftir áralanga stjórn Sjálfstæðis- manna að framfarir og upp- bygging hefur sprottið eins og blóm i gróanda. Svo mun einnig fara i Reykjavik ef kjósendur afþakka leiðsögn Sjálfstæðismanna nú á sunnu- daginn. JS SKIPAUTfiCRB RÍKISINS M.s.Baldur fer frá Reykjavik miðviku- daginn 31. þ.m. til Patreks- fjarðar og Breiðafjarðahafna og tekur einnig vörur til Tálknafjarðar og Bildudals. Móttaka alla virka daga nema laugar- dag til 31. þ.m. M.s. Esja fer frá Reykjavik miðviku- daginn 31. þ.m. til tsafjarðar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: ísafjörð, Bolungarvik, Súgandafjörð, Flateýri og Þingeyri. Móttaka alla virka daga nema laugar- dag til 30. þ.m. M.s. Hekla fer frá Reykjavik föstudaginn 2. júni, austur um land til Vopnafjarðar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Vestmannaeyjar, Hornafjörð, Djúpavog, Breiðdalsv ik, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Nes- kaupstað, Seyðisfjörð, Borgarfjörð-Eystri og Vopna- fjörð. Móttaka alla virka daga nema laugar- dag til 1. júni. Brúðuvagnar og kerrur margar gerðir Póstsendum Leikfangahúsið Skólavörðustíg 10, simi 14806 Staða ritara í menntamálaráðuneytinu er laus til umsóknar. Vélritunarkunnátta nauðsynleg og nokkur þekking i dönsku og ensku æskileg. Laun samkvæmt launakerfi rlkisstarfsmanna. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sendist ráðu- neytinu fyrir 5. júni n.k. Menntamálaráðuneytið, 23. mai 1978. Laus staða staða framkvæmdastjóra við heilsugæzlu- stöðina i Borgarnesi er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi BSRB. (hálft starf). Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist stjórn heilsugæzlu- stöðvarinnar c/o Guðmundur Ingi- mundarson, formaður, fyrir 10. júni n.k. Upplýsingar i sima (93)7271 og (93)7173. F.h. stjórnar heilsugæzlustöðvarinnar Guðmundur Ingimundarson. Kennarar — Kennarar Kennara vantar að barna og unglinga- skóla Bolungarvikur. Kennslugreinar, auk almennrar kennslu: Stærð- og eðlisfræði i 6. til 9, bekk, mynd- og handmennt, iþróttir og forskóla- kennsla. Upplýsingar gefa Gunnar Ragnarsson, skólastjóri i sima (94) 7288 og sr. Gunnar Björnsson formaður skólanefndar i sima (94)7135. Fatapressun Laghentur starfskraftur óskast við fata- pressun. Framtiðarvinna. Upplýsingar á staðnum til kl. 4, (ekki i sima) Fataverksmiðjan Gefjun, Snorrabraut 56. Yokahama vörubílahjólbarðar á mjög hagstæðu verði „ Véladeild HJÓLBARÐAR Sambandsins ^ !«5S'493.,t» Kjörstaðir við borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 28. maí 1978 verða þessir: við borgarstjórnarkosningar i Reykjavik 28. mai 1978 verða þessir: Álftamýrarskóli, Árbæjarskóli, Austur- bæjarskóli, Breiðagerðisskóli, Breiðholts- skóli, Fellaskóli, Langholtsskóli, Laugar- nesskóli, Melaskóli, Miðbæjarskóli, Sjó- mannaskóli, ölduselsskóli, Elliheimilið „Grund”, „Hrafnista” D.A.S. „Sjálfs- bjargarhúsið” Hátún 12. Heimilisfang 1. des. 1977 ræður kjörstað. Á öllum kjörstöðum eru nákvæmar upp- lýsingar um kjörsvæða- og kjördeilda- skiptingu. Reykjavik, 24. mai 1978. Skrifstofa borgarstjóra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.