Tíminn - 25.05.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.05.1978, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 25. maí 1978 107. tölublað — 62. árgangur. Siðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Verðbætur 1. júní: 16 ÞUS. A LAUN A BILINU -4 C\C\ ET "hTTO —samkvæmt nýjum bráðabirgða- JLwMaBMfÖ Xr tJ lögnm ríkisstjórnarinnar KEJ — Samkvæmt nýjum bráða- birgðalögum rikisstjórnarinnar koma ca. 15600 kr. verðbætur á öll laun á bilinu 122 þús til 245 þús. 1. júni' næstkomandi. Miðast þetta við dagvinnulaun. Laun lægri en 122 þús. fá fullar verðbætur eða 12,8% miðað við 1. júni en laun hærri en ca. 245 þús. fá hálfar þessar verðbætur. í fréttatilkynningu sem fylgir bráðabirgðalögunum segir m.a. að i' þessum ákvæðum felist t.d. að fullar verðbætur verði greidd- ar á dagvinnukauptaxta verka- fólks i almennri fiskvinnu. Jafn- framt er með sérstökum hætti tryggt að fullar verðbætur komi einnig á dagvinnulaun þess verkafólks sem vinnur sam- kvæmt svokölluðu „bónuskerfi” eftir samningum verkafólks og iðnverkafólks t.d. við fiskvinnu og i verksmiðjum, þó verðbætur komi hins vegar ekki á slikar yfirvinnu- og bónustekjur. Þá segir að tilgangur laga- breytingarinnarséað tryggja.að veröbætur á dagvinnulaun be'rra sem lægst laun hafa verði ekki skertar frá þvi sem samningar gerðir á árinu 1977 ákváðu. Þetta sé ennfremur gert i trausti þess að það geti stuðlað að lausn yfir- Framhald á bls. 15. Hvers eigum við saklausir vegfarendur að gjalda, þegar sóldýrkendur yfirtaka þá hiuti sem venju- lega eru ætlaðir gangandi fólki. Ætli við fyrirgefum þeim ekki blessuðum. Þeir vita ekki hvað þeir gjöra. Timamynd GE r ; ^ Atvinnurekendur segja bráðabirgðalögin stefna atvinnuörygginu í hættu _____________Bis-6 J r~r~í : ' ASI: Ekki lausn á kjaradeilunni , _____ Bls. 0 i NÆSTA 1 SKREF — yfirvinna og bónus bönnuð? v_____________Bls. 6 j Ekki náðargáfa eins mann«a að geta verið borgarstjóri — Margir ungir menn stjórna bæjarfélögum með ágætum með fulltrúa tveggja eða fleiri flokka að bakhjarli J.H.Er þaö náðargáfu eins eða tveggja Sjálfstæðismanna i hverju sveitarfélagi að geta stjórnað bæ? Sjálfstæðismenn ganga um með þann kynlega boðskap að allt fari úr böndun- um, ef þeir missa meirihluta sinn i Reykjavik og enginn maður sé finnanlegur til þess að skipa sæti Birgis Isieifs Gunnarssonar borgarstjóra. Þetta er fráleitur áróður, sem dæmin afsanna og auk þess móðgun við marga menn, sem hafa sýnt með starfi sinu, hvers þeir eru megnugir. í Timanum i gær var sýnt svart á hvitu að enginn héraðs- brestur varð i Ólafsfjarðar- kaupstað, þótt Sjálfstæðis- flokkurinn missti þar meiri- hluta sinn i siðustu bæjar- stjórnarkosningum. Það hefur ekki heldur orðið neinn héraðsbrestur i öörum kaupstöðum landsins, þótt gamalgróinn meirihluti hafi fallið þar og nýir menn tækju við. Það varð enginn héraðs- brestur þótt Alþýðuflokkurinn missti meirihluta sinn i Hafnar- firði það varð enginn héraðs- brestur, þótt Alþýðubandalagið missti meirihluta sinn i Kópa- vogi, og það dundi ekki nein óár- an yfir þó að Sjálfstæðisflokkur- inn missti meirihluta sinn i Vestmannaeyjum. Hvilik firra það er að vand- kvæðum sé háö og einna helzt óhugsandi að finna mann i stað núverandi borgarstjóra, kemur bezt i ljós, ef litiö er til nokkurra af stærri kaupstöðum landsins. 1 Vestmannaeyjum er Páll Zóphoniasson bæjarstjóri og lik- léga sá maður sinnar stéttar sem þyngsta byröi hefur orðið að axla vegna þeirra áfalla sem Vestmannaeyjakaupstaöur varö fyrir af völdum eldgossins. Enginn kann annað að segja en Starfsmenn - draga ekki taum eins flokks öðrum fremur Páll Zóphoniasson, bæjarstjóri i Vestmannaeyjum. Helgi M. Bergs.bæjarstjóri á Akureyri. J óh a n n bæjarstjóri Einvarðsson, Keflavik. hann hafi stjórnað kaupstaön- um og málum hans af mikilli festu,áræði og hagsýni. í Vest- mannaeyjum hefur orðiö að reisa flest úr rústum — skipu- leggja byggja og græöa — og þar hefur hiti i ibúðir fólks verið sóttur i hraunið, sem muldi undir sig hluta kaupstaðarins og verður á næstu misserum gert i enn meiri mæli. Þetta er braut- ryðjandastarf i veröldinni allri. A Akureyri er Helgi Bergs bæjarstjóri. Hann er að koma langþráðri hitaveitu i höfuðstað Norðurlands og jafnframt er unnið að stórkostlegum fram- kvæmdum öðrum skipulagn- ingu og uppbyggingu nýrra hverfa, umfangsmikilli gátna- gerð til frambúðar og fjölmörgu öðru sem of langt yrði upp að telia. 1 Keflavik er það Jóhann Ein- varðsson sem öðrum sveitar- stjórnarmönnum fremur er for- göngumaður allsherjarhita- veitu i öll bvggðarlög á Revkja- nesskaga — hitaveitu sem sums staðar er þegar tekin til starfa, en annars staðar i vonum á næstu misserum og árum. öllum þessum mönnum hefur Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.