Tíminn - 25.05.1978, Blaðsíða 14

Tíminn - 25.05.1978, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 25. mai 1978. Blaðamaður Timans brá sér niður á bryggju i Vestmannaeyj- um nú um lokin. Þar iðaði allt af lifi. Flestir bátar voru i landi. Það var verið að landa fiski, þrifa og hreinsa bátana eftir vertiöina. Lokastemmning í lúkarn- um t Suðurey VE var hópur ungra manna að ljúka löndun. Kokkur- innhafði veriðsendur i rikið til að höndla eina hálsmjóa svo að þeir gætu aðeins tekið úr sér vertiðar- hrollinn. Þeir buðu i kaffi meðan beðið var eftir vörubil. Strákarnir sögðu að þessi vertið hefði verið bæði góð og slæm. Byrjað var á netum, oftast var vont i sjóinn og aflinn rýr fram- anaf. Um miðjan april var skipt um veiðarfæri og tekið spærlings- troll og þá breyttist aldeilis ástandið. Það var mokfiskiri stutt frá landi og haldið út aftur strax 1 að lokinni löndun svo fri voru eng- in, rétt að hægt var að skreppa i sjoppu til að sækja sér vettlinga og tóbak og nær enginn timi til að sofa. En hluturinn var llka góður. Vélstjórinn sagði að þessi seinni helmingur af aprll heföi gefið sér i aðra hönd hátt á áttunda hundr- að þúsund krónur og eftir var að gera upp fyrir mai. Strákarnir vildu taka það fram hve gifurlegur munur það væri aö tekizt hefði að koma i samninga sjómanna að gert yröi upp fyrir hvern mánuð sérstaklega. Með þvi hefðu þeir góðan hlut ef vel veiddist einn mánuð, þótt annar væri lélegur. Aður hefði þetta allt jafnazt út yfir vertiðina. Sjónvarp á miðin Þeir báðu blaðamann einnig að koma þvi á þrykk — I von um aö það bæri fyrir augu einhverra ráðamanna — að þeir treystu Jóhann Halldórsson er fengsæll fiskimaöur. þeim til aö vinda að þvi bráöan bug að bæta sjónvarpsskilyrði á miðunum. Einn sagðisthafa verið við Ingólfshöfða mikinn part af siðasta sumri og aldrei séð neitt I sjónvarpi þann tima. Menn á sjó væru svo einangraðir að ekki veitti af aö þeir gætu fylgzt meö sjónvarpi og þyrftu þess kannski fiestum öðrum frekar. Það barst einnig i tal hve al- gengt væri að fólk sem aldrei hefði migið i saltan sjó liti öfundaraugum á aflahlut sjó- manna og ættu fjölmiðlar þar slæman hlut að máli með þvi að blása upp stórfréttir um hlut þeirra hæstu yfir tiltekin stutt timabil. En lítið væri aftur á móti getið um þá mörgu sem þræluðu árið Ut fyrir lágmarkslaun. En strákarnir voru nærri þvi að falla i sömu gryfjuna er þeir hófu að segja sögur af gifurlegri þén- ustu bónuskerlinganna i frysti- húsunum fyrir að dunda þar i fiski nokkra tima á dag. Sögðu þeir algengt að kerlingarnar heföu hundruðum þúsunda hærri árslaun fyrir þetta fokk en karlarnir þeirra fyrir þrældóm- inn á sjónum. Og það var lokastemmning i lúkarnum. Sumir voru aökomnir umlokin — sjómennskan er líklega stærsta * happdrætti á Islandi sem 3 vikur. Eru enda fáir betur að þvi komnir en fólkið sem vinn- ur við fiskinn að eyöa örlitlu broti af þeim gjaldeyri sem það aflar þjóðarbúinu til utanlandsferða. En var þaö satt sem sjóararnir sögðu að frystihúsakonur hefðu margar um 160 þúsund á viku? Þaö var llkt fjölmiðlafréttunum. Ein sú duglegasta hafði náð þessu einu sinni á vertiðinni en flestar vikur verið mikið lægri. Aðrar konur höfðu svo minna og allt niður undir rösklega timakaupið. Gestir \ hverju húsi En konurnar v.oru að flýta sér þvi að nú var að koma frihelgi eins og þær sögðu, þótt varla hafi það verið eiginlegt fri hjá mörg- um húsmæðrum. Og frihelgin var ekki notuð til aö leggjast til hvíldar. Það var mikið um að vera þessa helgi. Flugfélagið og Herjólfur fluttu þúsundir manna til Eyja svo gera má ráð fyrir að gestir hafi dvalið á flestum heimilum i bænum og að öðrum ólöstuðum er gestrisn- ara fólk en Vestmannaeyingar vandfundið. Aö visu er ekki vist að fótboltaliðið sem lék sögulegan leik i Eyjum þessa helgi (eða linuvörðurinn) vilji taka undir þetta athugasemdalaust. Þvi Eyjaskeggjum getur stundum orðið heldur heitt I hamsi ef lið þeirra tapar eins og nú gerðist. Þessa helgi var llka haldiö I Eyjum alþjóölegt sjóstangaveiöi- mót þar sem Akureyringar nældu sér i flest verölaunin. Einnig var haldið fjölmennt golfmót. Þá voru um hvitasunnuna fermd yfir 100 börn i Vestmanna- eyjum sem þýðir auövitað jafn- margar fermingarveizlur. Ekki var óalgengt aö fólki væri boðiö i 4 til 5 veizlur svo að margar ægi- legar freistingar hafa verið lagðar fyrir þá sem þurfa að passa línurnar. Eftir þessa viðburðariku helgi tekur svo aftur við vinna af full- um krafti fram að þjóðhátið sem er næsta viðmiðun og til- hlökkunarefni. Fermingar- krakkarnir fara öll i vinnu, flest i frystihúsin og jafnvel dæmi að strákarnir ráði sig háseta á bát- ana. Eyjabúar alast ennþá upp við vinnu frá barnsaldri. Þeir mega lika vera stoltir af dugnaði sinum, sem meðal annars hefur sýnt sig i þvi að þeim hefur tekizt á ótrúlega skömmum tima að reisa bæinn sinn algerlega úr rústum i orðsins fyllstu merkingu svo kraftaverk má nánast telja. Og áfram halda þeir I sóknarhug. HEI Sverrir Agústsson frá Brúnastöö- um — fyrsta og síöasta vertlöin — og þó. nefnilega siður flestra að fá sér flösku i lokin, þvi lokaflaskan er állka sjálfsögö og réttapelinn I sveitinni á haustin. Nær alla leiö upp bryggjuna og undir veggjum fiskhúsanna lá leiðin framhjá endalausum stæðum af gjald- eyrisverðmætum þjóöarinnar I formi loðnumjöls. Er þaö jafnvel taliö liggja þarna undir skemmd- um,en okkur Islendinga munar vlst ekki um einn blóömörskepp I sláturtiðinni. 1 frystiþúsinu var kapp I kven - fólkinu aö klára sem fyrst.þvl að vinnu átti að vera lokiö fyrir kvöldmat .aldrei þessu vant, og hvitasunnuhelgi var framundan. Og frystihúsakonum, sem flestar Tólf ára nemendur barnaskóla Vestmannaeyja höföu nýlega myndskreytt þenna gráa húsgafl á salthúsi tsfélagsins meö aöstoö téiknikennarans, Sigurfinns Sigurfinnssonar. eru einnig húsmæður með mis- jafnlega stór heimili veitir trú- lega ekki af að fá smáfri. Segja má að allt frá páskum hafi verið unnið hvern dag nema sunnu- daga, frá átta á morgnana til tiu á kvöldin með ýtrustu afköstum, þvi unnið er eftir bónuskerfi. Kokkurinn og vélstjórinn á Suöurey strax búnir aö skrúfa Flestum konunum bar saman tappann af lokapytlunni. þ®r væru orðnar bæði Oft er stutt milli lffs og dauöa. Húsiö á myndinni huldist aöeins vikri sem nú hefur löngu veriö fluttur i burtu en næsta húsi náöi hraunstraumurinn svo aö þaö varð eyöileggingunni aö bráö. Alit á fullu aö loknum vinnudegi og fri framundan. á vertiöina en aörir voru heima- menn. Þetta var þvl I aðra rönd- ina kveðjustund, en kveðjuskál- ina skyldi drekka á balli I Höllinni um kvöldið. Bóndasonur úr Ar- nessýslu sagði þetta vera sina fyrstu og jafnframt slðustu ver- tið. En raunin er að Eyjarnar laða marga aðaftur, sem eitt sinn hafa verið þar. Aftan viö Suöurey var verið aö landa úr trollbátnum Sigurbáru. Skipstjórinn Jóhann Halldórsson var eðlilega nokkuð ánægöur, þvi Sigurbáran var aflahæst trollbáta á vertiðinni með 490 tonn. En Jói Halldórs er þekktur fyrir að vera einn af þeim fisknu i Vestmanna- eyjum. Að vera fiskinn er sérgáfa sem llklega er erfitt aö finna i hverju liggur. Það er bara staðreynd að sumir fiska oftast vel. Ekki er sjaldgæft að tveir bátar togi dag eftir dag nær hliö við hlið og annar fái nokkuð gott 1 hverju hali en hinn verði aftur og aftur að sætta sig við skaufaræfil. Flaska um lokin sjálfsögö A leið upp bryggjuna mátti sjá nokkra sem komu með poka undir hendinni sem bentu til að menn heföu brugðið sér i rlkið. Það er þreyttar og leiðar á þvl aö vinna til kl. 10 á hverju kvöldi og skyldi engan undra. Eftir lokin ætluðu llka margar þeirra að minnka puöið og vinna hálfan daginn. En aðrar halda áfram af fullum krafti jafnvel allt árið nema ef þær skyldu skreppa til afslöppun- ar og hressingar til Spánar svo- Lokadagur— vetrarvertiðarlok eru nánast orðin gömul og úrelt hugtök i hugum flestra borgarbúa og borgarbörnin verða að læra þessi orð í skóla til að vita merk- ingu þeirra. I sjávarplássunum úti um land er þessu á annan veg farið. Þar eru vetrarvertíðarlok merkileg tímamót ár hvert. Lokin eru tími uppgjöra og manna- skipta á skipunum. Sjómennska á vetrarvertíð á íslandi er alltaf erfitt starf. Munurinn er bara sá að sumir afla vel og hafa nokkuð gott upp úr puðinu, en aðrir fiska lítið og eftirtekjan verður eftir því. Sjómenn hafa oft á orði að mörgum iandkrabbanum fyndist líklega tímakaupið lágt ef þeir ynnu 12 til 20 tíma dag hvern við hinar verstu aðstæður og hefðu um 170 þúsund í kaup á mánuði. En sjómenn verða að sætta sig við þetta ef ekki fiskast nema fyrir tryggingu en það kemur oft fyrir. Hins vegar geta líka verið uppgrip öðru hverju. Líklega er sjómennskan stærsta happdrættið á Islandi. Lífið í Eyjum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.