Tíminn - 25.05.1978, Blaðsíða 19

Tíminn - 25.05.1978, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 25. mal 1978. ÍSÍ'iSMÍÍ 19 IOOO0OOOOI Erlendur Óskar saman hesta sínd — Vormót ÍR í frjálsum íþróttum á Laugardalsvellinum í dag • Ertenéwr og óskar Kringlukastararnir sterku, Eriendur Vaidimarsson og Óskar Jakobsson, veröa i sviðsljósinu á Laugardalsvellinum I dag, en þá fer fram vormót ÍR. Þessir sterku kappar jafa æft mjög vel að und- anförnu og kastað vel yfir 60 m á æfingum og má þvi búast við spennandi keppni á milli þeirra. Þeir Erlendur og Óskar munu leiða saman hesta sina ásamt 2-3 kösturum i viðbót, en kringlukastkeppnin er boðs- 1 keppni. Hreinn Halldórsson, kúluvarparinn sterki, verður einnig i sviðsljósinu, en hann er nú nær búinn að ná sér eftir meiðslin sem hann hefur átt við að stríða. Hreinn hefur kastað vel yfir 19 m að undanförnu og verður ekki langt að biða, þar til hann kastar yfir 20 m. Vormótið hefur um áraraðir táknaö, að nú sé keppnistimabil frjálsiþrótta hafið fyrir alvöru hér á landi, þvi það hefur að jafn- aði verið fyrsta meiriháttar frjálsiþróttamót ársins og svo er enn. Vormótið hefur hingað til farið fram á Melavellinum gamla, en vegna breytinga þeirra, sem þar hafa átt sér stað, er mótið nú flutt Stuttir punktar... Ungverjar fengu skell á Wembley — töpuðu fyrir Englendingum 1:4 í gærkvöldi ★ V.-Þjóðverjar eru komnir til Argentínu Englendingar unnu stórsigur (4:1) yfir Ungverjum sem taka þátt f HM-keppninni i Argentinu i gærkvöldi á Wembley. 74 þús. áhorfendur sáu Englendinga leika mjög vel —og þeir sýndu svo sannarlega að þeir eiga heima í HM-keppninni en eins og menn muna þá féllu þeir út úr keppninni á iakari markatölu heldur en ttalar, sem leika i Argentinu. Peter Barnes (Man. City) Phil Neal (Liverpool) Trevor Francis (Birmingham) og Tony Currie (Leeds) skoruðu mörk Englands en Nagy mark Ungverja. Englendingar léku snilldarlega i fyrrihálfleik— lékusér að Ung- verjum eins og köttur að mús og komust yfir 3:0. Heimsmeistarar V-Þýzkalands i knattspyrnu komu til Argentinu i gaarkvöldi og fóru þeir beint i æfingabúðir 100 km fyrir norðan Cordoba en þeir fljúga siðan til Buenos Aires á miðvikudaginn og leikasiðan fyrsta leik HM-keppn- innar gegn Pólverjum 1. júni. Win van Hanegem miðvallar- spilari hollenzka HM-liðsins til- kynnti i gær — 48 timum áður en Hollendingar fara til Argentinu að hann gæfi ekki kost á sér i hollenzka liðiö. Hanegem hefur leikið 51 landsleik fyrir Holland. Tvö mörká einni min. (79min) tryggðu Dönum jafntefli 3:3 gegn írum i Evrópukeppni landsliða i Kaupmannahöfn i gærkvöldi. Frank Stapleton, Tony Grealish ogGerry Daly, skoruðu mörk íra en Henning Jensen, Benny Niel- sen og Sören Lerby skoruöu mörk Dana. Finnar unnu sigur (3:0) yfir Grikkjum i Evrópukeppni lands- liða i' Helsinki i gærkvöldi. Gordon McQueen miðvörðurinn sterki hjá Manchester United og HM-lið Skota sem skall á stöng i landsleik gegn Wales fyrir viku — með þeim afleiðingum að hann meiddist i hné, hefur fengið góða aðhlynningu og mun hann fara með skozka liðinu til Argentinu i dag. Brian Clough framkvæmda- stjóri Nottingham Forest er nú á höttum eftir markaskorarnum mikla Malcolm MacDonald hjá Arsenal. Hann ræðir við Terry Neill framkvæmdastjóra Arsenal — um væntanleg kaup á „Super-Mac” nú i vikunni. Ingi Björn fer til Noregs... þar sem hann mun leika með landsliðinu í knattspyrnu - 21 árs og yngri gegn Norðmönnum SOS — Reykjavik. — Ingi Björn Albertsson, fyrirliöi Vaisliðsins, mun Ieika meö Islenzka landslið- inu skipuöu leikmönnum undir 21 árs, sem mætir Norðmönnum i Fredrikstad 30. mal. Ingi Björn, sem er 25 ára, kemur i liðið i stað- inn fyrir Guðmund Þorbjrönsson úr Val, sem getur ekki farið til Noregs vegna prófa I Háskóian- um. Ingi Björn er gjaldgengur i lið- ið, þar sem tvein ieikmenn eldri en 21 árs mega leika með U-21 liðinu, eins og þaö er kallað. Það þarf ekki að efa að Ingi Björn mun koma til með að styrkja liöið mik- ið. Hann hefur yfir reynslu að ráða, sem strákarnir munu njóta góðs af. 14 leikmenn fara til Noregs, en það eru: Markverðir: Jón Þorbjörnsson, Akranesi. Guðmundur Baldurss., Fram. Varnarmenn: Róbert Agnarsson, Vikingi Guðmundur Kjartanss., Val Benedikt Guðmundss., Breiðab. Einar A Ólafsson, Keflavik Miðvallarspilarar: Sigurður Björgvinss., Keflavik Atli Eðvaldsson, Val Albert Guðmundsson, Val Rafn Rafnsson, Fram. Sóknarmenn: Ingi Björn Albertss., Val Pétur Pétursson, Akranesi. Arnór Guðjohnsen, Vikingi. Pétur Ormslev, Fram. Eins og sést á þessu er liðið skipað mjög sterkum leikmönn- um, sem leika stór hlutverk I þeim 1. deildarliðum, sem þeir leika með. inn á Laugardalsvöllinn og fer þar fram i fyrsta sinn nú. Jafnframt er gerð tilraun til að færa það betur til móts við áhorf- endur með þvi að það verður látið hefjast kl. 18,30 og er áætlað að þvi verði lokið kl. 19,40. Þá verður einnig inngangseyri stillt i hóf, en hann verður kr. 500 fyrir fullorðna og 200 fyrir börn. Keppnisgreinar verða nú: 100 m. 400 m og 1500 m hiaup, stöng, langstökk og kúla karla: 100 m, 400 m og 800 m hlaup, hástökk og kúla fyrir konur auk 200 m hlaups drengja. Marteinn og Stefán á leið inni heim? l»eir hafa ekki samið við ný félög i Belgíu SOS—Reykjavík. — Allt bendir til að þeir Marteinn Geirsson# landsliðsmið- vörður úr Fram og Stefán Halldórsson Vikingi, sem hafa leikið með belgiska 2. deildarliðinu i knattspyrnu — Royale Union frá Briissel/ snúi heim. Samningur þeirra viö félagii rann út fyrir stuttu og þeir endur- nýjuðu hann ekki. Þeir félagar hafa ekki fengið tilboö frá öðrum félögum i Belgiu sem þeir sættu sig við. Það er óvist hvort þeir félagar ganga aftur i raðir sinna gömlu féiaga hjá Fram og Vikingi, eða reyna fyrir sér hjá félögum i Sviþjóð eða Danmörku. K-pgf- - „ ... - l :t &’< > * .. É. - tiisto INGI BJORN... sést hér skora sigurmark lslendinga gegn N-lrum á Laugardatsvellinum sl. sumar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.