Tíminn - 25.05.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.05.1978, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 25. mai 1978. ÞAU STYÐJA ■w*----- Kosningastarfið er nú í fullum blóma hjá stjórn- málaf lokkunum— flestum að minnsta kosti, og hundr- uð- ef ekki þúsundir manna vinna nú við að undirbua kjördaginn, svo allt megi nú fara sem bezt fyrir flokkinn. Þótt margir telju kosningabaráttuna nú vera með daufara móti, fylgist almenningur samt vel með því sem er að gerast, og þegar við lögðum leið okkar um bæinn nú fyrir skömmu hittum við að máli alls konar fólk, og ræddum við það um borg- arstjórnarkosningarnar, Kom þaö í Ijós, að Fram- sóknarf lokknum hefur bætzt fjöldi nýrra kjós- enda á siðustu mánuðum og vikum. Meðal þeirra er fjöldinn allur af ungp fólki, sem nú kýs í fyrsta sinn. Flestir láta sér þó nægja að kjósa B-listann, en aðrir vinna að því af al- efli að tryggja sigur B- tistans á sunnudaginn kemur. Sigurjón Haröarson Sigurjón Harðarson, hefur slæma stjórn fyrir augunum alla daga. Fyrst hittum við að máli Sigurjón Harðarson bif- vélavirkja. Hann er 25 ára og býr i Hrafnhólum 8 ásamt konu sinni, Valgerði Jensdóttur, og tveim drengjum. Sigurjón er kunnur bilaiþrótta- maður og hefur m.a. tekið þátt i rall-akstri. Hann hafði þetta að segja um borgarstjórnarkosningarnar: — Ég kýs Framsóknarflokkinn i þessum borgarstjórnarkosning- um og þetta er i annað skipti, sem ég kýs. — Égerfremurbjartsýnn en vil þó taka það fram að ég tel að kosningarnar fari að þessu sinni mjög eftir þvi hvernig kosninga- baráttunni er hagað. Sjalfstæðis- flokkurinn stendur illa mál- efnalega að þessu sinni, og vil ég þar sérstaklega nefna atvinnu- mál, skipulagsmál og umhverfis- málin. Ef menn þegja þunnu hljóði yfir ávirðingunum, þá sleppa þeir með skrekkinn, annars... Ég bv i Breiðholtinu og hefi ágætt útsýni yfir þær hörmungar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt yfir Breiðholtsbúa. Við töld- um að héryrði öðruvisi umhorfs, þvi ýmsu var lofað, en það hefur orðið minna um efndirnar. Breiðholtið er gott dæmi um það, hvernig ekki á að standa að málum, og ég tel að Breiðholtsbú- ar ættu að sameinast um að kjósa nýjan meirihluta i borgarstjórn Reykjavikur. — Ætlar þú að vinna á kjördag? — Já það ætla ég svo sannarlega að gera og er þegar byrjaður. Auður Þórhallsdóttir Verð tvitug á kosningadaginn.... Auður Þórhallsdóttir. Næst hittum við að máli Auði Þórhallsdóttur, en hún kýs nú i fyrsta skipti, en hún verður tvitug á kosningadaginn. — Ég er fædd i Reykjavik, sagði Auður, en er uppalin á Súganda- firði. Ég er nú flutt aftur i bæinn. Ég stunda nám i Fjölbrautaskólanum i Breiðholti. Aðspurð sagðist hún helzt vera að hugsa um að verða kennari. — Ég hefi hugsað mikið um stjórnmái að undanförnu, sagði Auöur og ég kýs Framsóknar- flokkinn. — Hvernig er útlitið? — Ég veit það svei mér ekki, allir eru sammála um að kosn- ingaáhugi sé minni að þessu sinni en oft áður og menn vita ekki hver áhrif þaökannað hafa, og gqð má þvi vita hvernig þetta fer. Ymsir telja aðprófkjörin hjá flokkunum hafi sitt að segja og almenningur sé þvi orðinn þreyttur á stjórn- málflokkunum, en ég tel þó að Framsóknarfbkknum hafi bætzt margir nýir kjósendur. Jón Geir Hlynason Katrin Marisdóttir Þorvaldur Ingi Jónsson: Samhjálpin byrjar á réttum stað.... Þorvaldur Ingi Jónsson, heitir fvitugur verzlunarskólanemi, sem lýkur stúdentsprófi nú i vor, en mun hefja nám i viðskipafræð- um við háskólann i haust. Viö spurðum Þorvald Inga um kosningarnar. — Éghefi reynt að vinna dálitið fyrir Framsóknarflokkinn i þess- um kosningum, þrátt fyrir miklar annir. Við erum lika að undirbúa skólaferðalag til Spánar og við förum 28. eða á kosningadaginn. Ég er samt búinn að kjó’sa og það hafa flestir af félögum min- um einnig gert. — Astæðan fyrir þvi að ég er að vinna við kosningarnar er sú að i vetur sótti ég nokkra fundi þar sem reyridur stjórnmálamaður Eysteinn Jónsson, fv. ráðherra og alþingisforseti, flutti erindi um Framsóknarflokkinn og sam- vinnustefnuna. Ég mætti þarna og leizt vel á málflutning hans. — Ef Framsóknarflokkurinn fylgir þeirri stefnu er hann mótaði á landsfundi sinum: „Framsóknarflokkurinn, grund- völlur og markmið”, þá höfðar stefna flokksins mjög mikið til unga fóiksins. Mér virðist flokkur inn vilja gefa ungu fólki, reyndar öllu fólki, tækifæri í lifinu. Einstaklingarnir geta notið sin, eri réttindi þeirra sem minna mega sin eru þó rækilega tryggð. Framsóknarflokkurinn er félagshyggjuflokkur, sem þó vill leyfa einstaklingunum nokkurt svigrúm. Þetta er kannski fólgið i þvi að gripa inn i á vissum stöð um. öfgaflokkar vilja fá allt í kerfi, eða þeir hirða ekki um samhjálp og félagsleg störf fyrr en allt er ióefnikomið. Þetta er ef til vill spurningin um það, hvað riki eða yfirvöld eiga að gripa inn i, og ég tel Framsóknarflokkinn hafa heilbrigð viðhorf gagnvart fólkinu. Hann metur þá sem standa vilja á eigin fótum en hefur fullan skilning á félagslegu afli og mikilvægi þess að öll- um séu tryggð mannsæmandi kjör. Samhjálpin byrjar á réttum stað. 1 raun og veru eru allir Framsóknarmenn ef þeir vilja hugsa. Jón Geir Hlynason: — Ef það er rétt að kosningabaráttan snúist um unga fólkið, þá örvænti ég ekki... Jón Geir Hlynason er 22 ára og nemur viðskipafræði við Háskóla íslands. — Ég er ættaður úr Skagafirði en bý nú hér fyrir sunnan. Ég er á fullri ferð að vinna fýrir Fram- sóknarflokkinn. Ég hefi verið búsettur hér fra 11 ára aldri og tei að ég hafi haft ágætt tækifæri til þess að fylgjást með borgarmálum og þjóðmál- um, eins og allir sem áhuga hafa fyrir þeim. — Hvernig leggjast kosning- arnar i þig? — Ég kýs Framsóknarflokkinn og ég geri ráð fyrir að flokknum bætist margir nýir kjósendur að þessu sinni og það er einkum unga fólkið. Við erum eini flokk- urinn sem er með ungan mann i baráttusætínu og þvi tekur unga fólkið eftir. Eirikur Tómasson hefur staðið sig alveg sérlega vel i kosninga- baráttunni og hefur fengið fjölda ungra manna og kvenna tíl liðs við sig og flokkinn. Þótt auðvitað viti maður ekki hvernig þetta fer, fyrr en upp er staðið, þá er ég samt vongóður. Reyndir menn halda þvi fram, að i raun og veru þá snúist allar kosningar um unga fólkið, þvi að tslendingar eru svo fastheldnir á gamla góða flokkinn sinn, en þessi flokkatryggð hefur verið misnotuð á Islandi, kannski meira en nokkuð annað i pólitik- inni. Ef það er rétt að kosninga- baráttan snúist um nýja fólkið — unga fólkið — örvænti ég ekki, þvi að það er mikið af ungu fólki núna að vinna fyrir Framsóknarflokk- inn. — Hvað segir þú um kosninga- spár siðdegisblaðanna? —Ég held að framsóknarmenn hafi ekki viljað tjá þessum ihalds- blöðum skoðun sina, og það er næstumhelmingur,sem vildi ekki svara blöðunum. Katrin Marisdóttir: Hef séð nýtt hverfi byggjast. — Ég hef ekki kosningarétt og kýs þvi engan flokk fremur en aðrir jafnaldrar minir, þvi svo er séð um, að við höfum ekki mikil áhrif ágang mála. Þetta hindrar mig þó ekki að öðru leyti i stjórn málastarfi, þvi að ég hef nóg að gera fyrir kosningarnar að tryggja sigur B-listans. — Ég er f ædd i Arbæjarhverfi, i Arbæjarbletti, og hef þvi haft ágætt tækifæri til þess að sjá hvernig borg eða bær verður til. Þegar ég man fyrst eftir mér voru hér smáhus i litilli þyrpingu og gróðursæld var mikil. Við bjuggum við dræma opinbera þjónustu. Fyrst var enginn strætisvagn, siðan tvær ferðir á dag, en svo fór Arbæjarhverfi byggjast og er nú að minu mati mjög vel heppnað hverfi, þótt talsvert vanti enn af þvi, sem menn telja nauðsynlegt fyrir vel heppnað og þægilegt ibúðahverfi. Ég tel að borgarbúar muni hafa meiri og heillavænlegri áhrif á þróun mála, ef þeir hvildu Sjalf- stæðisflokkinn um stund, þó ekki væri það nú annað. —Ég tel að skipulag Arbæjar- hverfis hafi tekizt sérlega vel. — A Framsóknarflokkurinn mikið fylgi i Arbæ? —Já, það held ég, 500-1000 atkvæði að minnsta kosti. Það er h’ka talsvert af ungu fólki i ) hverfinu og það fer ekki troðnar slóðir. — Hvað starfar þú? — Ég hefi nú verið mest i skóla til þessa en er núna að byrja að vinna og hef sótt um starf i verk- smiðju. Guðfinnur Sigurðsson, lögreglusflokkst jóri: Hef ekki trú á miklum breytingum. Guðfinnur Sigurðsson lögregluflokksstjóri er nýkominn i borgina aftur, eftir að hafa verið við löggæzlustörf úti á landi, á Rabbað við ungt fó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.