Tíminn - 25.05.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.05.1978, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 25. mai 1978. í-BORGARMAL Björk Jónsdóttir: Við æskulýðsstörf er nauðsynlegt að hafa unglingana með í ráðum Þeir sem starfaö hafa i ein- hverju þeirra félaga sem stund- um eru nefnd hin frjálsu félög ættu að vita öðrum betur hvar skórinn kreppir að og hverju þarf aö breyta i félagsmálum ungl- inga. Sameiginlegt þessum æsku- lýðsfélögum öllum er það að til- vera þeirra byggist á þrotlausu starfi áhugafólks. Venjulega er þar um að ræöa eldri félaga sem af eldmóði og áhuga taka á móti hverjum nýjum árgangi æsku- fólks og leiða hann gegnum erfitt timabil unglingsáranna i skáta- starfi, iþróttum eða einhverju öðru áhugaverðu og þroskandi. Störf þess fólks sem helgar sig þvi að leiðbeina æskufólki i sinum fjölmörgu félögum, verða seint fullþökkuð og fullmetin. Þvi er eðlilegt að sú spurning vakni hvortstarf sliks áhugafólks nýtist ekki betur og skili meiri árangri en þeirra aðila sem vinna að æskulýðsmálum sem launaðir starfsmenn borgarinnar. Við framsóknarmenn teljum að starf- semi og umsvif æskulýðsráös sé orðin alltof mikil og þeim rösk- lega 100 milljónum sem æsku- lýðsráð fær til ráðstöfunar á þessu ári mætti verja betur með þvi að láta a.m.k. hluta þessara fjármuna ganga til iþróttafélaga skátafélaga og annarra þeirra félaga sem vinna að æskulýðs- málum. Þá færi væntanlega minni timi leiðtoganna i að afla fjár til nauðsynlegra útgjalda en nýttist betur til annarra starfa. Ekki er nægilegt að byggja félagsmiðstöðvar i hverfunum. Það þarf lika að huga að þvi hvað þar fer fram og aö hinir launuðu embættismenn æsku- lýðsráðs dragi ekki úr þvi áhuga- starfi sem unnið er i dag. Við æskulýðsstörf er nauösyn- legt að hafa unglingana með i ráðum um alla tilhögun starfsins og gera þá ábyrga fyrir vissum þáttum. Þeir þurfa að finna að þeir séu einhvers metnir og tekið sé tillit til þeirra. Við frambjóð- endur Framsóknarflokksins höf- um sett fram nýjar og ferskar hugmyndir um æskulýðsstarf- semina i borginni. Bæði ungir og aldnir ættu að kynna sér þær til- lögur sem m.a. má finna i bláu bókinni okkar sem borin hefur verið heim til fólks. Þar sem ég er útivinnandi hús- móðir iBreiðholtigetég ekkilátið hjá liða að minnast nokkrum orðum á sérmál okkar sem þar búum. Mikið ósköp höfum við orðið að biða lengi eftir þeim framkvæmdum i hverfinu sem borgin hefur átt að annast. í Breiðholtshverfum er margt barna en fátt um dagvistarstofn- anir og leiksvæði. Þar er margt vinnandi fólks en engir vinnu- staðir. Þá finnst okkur einkum á veturna að i Breiðholti þyrfti að vera slökkvilið og þar þyrfti að vera læknisþjónusta helzt allan sólarhringinn. Slik veður geta komiðað þessu hverfi einangrist. Þá mundi það verða til mikilla bóta, ef teknar væru upp hrað- ferðir strætisvagna frá þessum hverfum. Lengi hefur verið rætt um að tengja Arbæjar- og Breið- holtshverfin með brú yfir Elliða- ár. Þetta er mikið hagsmunamál okkar. Borgarfulltrúar Fram- sóknarflokksins hafa á undan- förnum árum verið mjög vakandi i málefnum okkar Breiðholtsbúa og oftlega gert þau að umræðu- efni i borgarstjórn og flutt marg- ar tillögurum hagsmunamál okk- ar. Sumar þeirra hafa komizt i framkvæmd aðrar ekki. Þetta finnst mér að ibúar þessara hverfa mættu meta við þessa borgarfulltrúa. Þegar gengið verður að kjör- borðinu á sunnudaginn kemur ber aðkjósaum málefni borgarinnar. Þá ber að meta hvernig borgar- fulltrúar hafa staðið að málum og hvernig þeir hyggjast vinna í framtiðinni. Geri kjósendur það er ég viss um að atkvæði B-listans á sunnudaginn verða mörg. Þá vil ég að lokum hvetja sem flesta til að kynna sér bókina okk- ar. Þar er að finna svör við mörg- um spurningum. Bráðabirgðalög rikisstjórnarinnar: Stefna atvinnuöryggi í hættU — segir VSÍ JB — „Með útgáfu bráðabirgðarlaganna leggur rikisstjórnin á atvinnureksturinn að greiða á ný óskiptai’ verðbætur á dagvinnulaun til alls þorra launafólks og til nær allra er starfa i framleiðslugreinunum, sjávarútvegi og iðnaði. Horfið er frá þvi að takmarka verðbæturn- ar við hæð heildartekna og i þess stað miðað við dagvinnutekjur og er þar með gengið til móts við kröfur verkalýðshreyfingarinnar um að yfirvinnutekjur hindri ekki að fólk fái verðbótaauka. Verðbæturnar eru hækkaðar verulega eða um 300 krónur fyrir hvert visitölustig, sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, er hann var inntur eftir viðhorfi ■ vinnuveitenda til bráða- birgðalaga rikisstjórnarinnar. Sagði Kristján Ragnarsson, að sérstök ákvæði sem væru i lögun- um um framleiðsluiðnað rýrðu ekki rétt verkafólks til verðbóta- auka, og væri það einnig grund- vallarbreytingfráfyrri lögum, og að öll þessi ákvæði rýmkuðu verulega rétt verkafólks til verð- bóta frá þvi sem var i fyrri lög- um. Kæmi þessi breyting til með að valda atvinnurekstrinum verulegum útgjöldum til viðbátar við þá 10% kauphækkun, sem hvortsem er hefðiorðið 1. júni nk. Siðan sagði Kristján Ragnarsson: „Leyfi ég mér að fullyrða að atvinnureksturinnhefur ekki getu til að standa undir þessum auknu útgjöldum og þvi mun þessi hækkun leiða til enn frekari rýrn- unar á verðgildi gjaldmiðilsins. Ekki verður á móti mælt að hér er um launajöfnunarstefnu að ræða sem gæti verkað ef hún verður virt af þeim, sem hæst laun hafa. Við munum hér eftir sem hingað til fara að lögum og greið- um þær verðbætur á laun, sem lög ákveða, en gerum okkur grein fyrir því að atvinnuöryggi er stefnt í hættu.” Verkalýðshreyfingin telur bráðabirgöalögin ekki lausn á kj aradeilunni JB — Miðstjórn ASl og 10 manna nefnd þess komu saman i gær til fundar um ræddu þar m.a. bráða- birgðalög rikisstjórnarinnar i efnahagsmálum. í fréttatilkynn- ingu sem send var út að fundi þessum loknum segir m.a. „Vegna gagnaðgerða verka- lýðshreyfingarinnar og ótta við að óánægja launafólks komi fram i komandi kosningum, hefur rikisstjórnin nú ákveðið aö hopa um sinn, með þvi að setja bráða- birgðalög, sem litillega laga kjaraskerðingarlögin. Bráða- birgðalögin eru breyting á ann- arri grein laganna um verðbóta- viðauka til láglaunafólks, en sú grein var illframkvæmanleg og skilaöi i reynd nær engu, sem sjá má af því að Eimskipafélag íslands, sem fór eftir lögum, greiðir 18—20 milljónir króna á viku i vinnulaun til verkafólks, og af þeirri upphæð er verðbóta- auki 12—14 þúsund krónur, eða 0,7 pro mill.” Segir að bráðabirgðalögin veiti nokkra hækkun á dagvinnulaunum, en hækkunin komi hins vegar ekki á neina yfirvinnu en eins og kunnugt sé hafi verkamenn og iðnaðarmenn um þriðjung tekna sinna af yfirvinnu. Með lögunum sé yfirvinnuálag láglaunafólks skert þannig, að 1. júni verður t.d. Framhald á bls. 18. Til sölu Massey Ferguson, 235 diesel, árg. 1961. Allur nýyfirfarinn, ný afturdekk. Verð kr. 450 þús. Ámoksturstæki geta fylgt ef óskað er. Upplýsingar i sima 1434, Selfossi, frá kl. 8- 17. f---BREJOHOLT ■ KÓPAVOGUR Látið kunnáttumennina smyrja bílinn á smur- stöðinni ykkar SMURSTÖÐ ESSO Stórahjalla 2, Kópavogi Snjólfur Fanndal SÍMI 43430 Bannar verkalýös- hreyfingin yfirvinnu og bónus? - í framhaldi skertra taxta? Eins og komið hefur fram, telur verkalýðshreyfingin ekki að kröfu þeirri, er hún gerði að markmiði sinu, eftir að kjaraskerðingarlögin voru samþykkt fyrr á árinu, um að samningarnir frá i fyrra væru i gildi, sé fullnægt með bráða- bigðarlögunum, er rikisstjórnin setti i gær til lausnar kjaradeil- unni. Telur hún laun láglauna- fólksins enn sem fyrr skert, t.d. ef litið er á yfirvinnu auk þess sem vegið sé að samningsrétti félaganna. Hafa verka- lýðsleiðtogararnir marglátið i þaðskina aðeinskis yrði svifizt, til að rétta hlut þeirra i ■. þess um málum. Aðþvierblaöiðhefur fregnað mun það nú alveg vera i hönd- um aðildarfélaganna hvert áframhald þessara mála verður af hálfu verkalýðshreyf- ingarinnar, og hvetur yfirstjórnin ekki né letur til neins. Telja menn ekki óliklegt að framhald mála verði á þá leið, að bannað verði að vinna yfir- vinnu, i hvers konar mynd sem og að vinna i bónus, þar sem sú skerðing, sem er að aliti verka- lýðshreyfingarinnar á greind- um töxtum séu það skertir, að það sé beinlinis verið að hegna fólki, sem leggur á sig tvöfalda vinnu, með því að greiða þvi slikt smánarkaup.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.