Tíminn - 25.05.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.05.1978, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 25. mai 1978. Listahátið i Reykjavik „Eitthvað fyrir alla” — segir Atli Heimir Sveinsson um tónlistardagskrána Ætli menn veröi augu og eyru, þegar aö Listahátiö kemur? Framkvæmdastjórn Listahátiöar lofar frekar gróöa en tapi, en þaö fer aö sjálfsögöu eftir aösókninni. FI — Framkvæmdastjórn Listahátiöar boöaöi til blaöa- mannafundar sl. mánudag til þess aö kynna dagskrá hátiöar- innar, sem fram fer þann 3. júni til 16. júni nk. Mættir voru á fundinum Daviö Oddsson for- maöur framkvæmdastjórnar, Hrafn Gunnlaugsson fram- kvæmdastjóri Listahátiöar, Kristinn Hallsson varafor- maöur Listahátiöar og stjórnar- meölimirnir Thor Vilhjálmsson rithöfundur og Atli Heimir Sveinsson tónskáld aö ógleymd- um Eric Sönderholm forstööu- manni Norræna hússins, sem cinnig á sæti i framkvæmda- stjórn. Atli Heimir Sveinsson hafði lengst af oröiö á þessum kynn- ingarfundi, enda er þáttur tón- listarinnar — þessa alþjóða- tungumáls — langfyrirferðar- mestur. Reynt var að vanda dagskrána um leið og fundið var efni við allra hæfi. t þessari frétt veröa aðeins kynnt tónlistar- atriði — aö undanskildum þeim sem fram fara i Norræna hús- inu, en dagskráin i Norræna húsinu, myndlistarsýningar og hljómleikar verður kynnt siöar. Einnig biða aörar myndlistar- sýningar og leikstarfsemi betri tima. Þá er að lita á hljómleika- haldið i Laugardalshöll, Þjóð- leikhúsinu, Háskólabiói, Bú- staöakirkju og Iðnó. Miðað er við tegund tónlistar, en dag- skrárhald ekki rakið frá degi til dags. Slika leikfimi má þreyta á auglýsingaplakati frá Lista- hátið, sem auðvelt er að útvega sér. Jassunnendur fá sitt strax fyrsta kvöldið, 3. júni i Laugar- dalshöll, en þar munu sveifla sér trió Oscars Petersons með ekki minni mönnum en Joe Pass og Niels-Henning örsted Peter- sen, Pianóunnendur fá sitt daginn eftir, þann 4. júni og einnig sið- asta dag Listahátiðar þann 16. Fjórða júni verða Gisli Magnús- son og Halldór Haraldsson pianóleikarar með tónleika i Þjóðleikhúsinu. Gisli hefur leikið öll erfiðustu einleiksverk sem gerast með Sinfóniuhljóm- sveit Islands og ferill Halldórs er ámóta glæsilegur. Samspil þeirra er á tvö pianó. Eitt aðal- verkið er „Vorblót” eftir Stravinsky, sem vakti mikla hneykslun á þeim tima sem það var frumflutt, 1912-1913. Sextánda júni kemur svo frönsk tónlistarkona hingað til lands og leikur i Háskólabiói um kvöldið. Hér er um að ræða France Clidat pianóleikara, sem er mjög vel þekkt i heima- landi sinu og viðar, sér i lagi fyrir leik sinn á verkum Liszts. Nú þegar hefur frú Clivat leikið 200 af 550 pianóverkum Liszt inn á hljómplötur. Góður skammtur af Liszt verður á efnisskránni i Háskólabiói, en auk hans verða Scriabine, Debussy og Ravel á dagskrá. Poppunnendur fá sitt þann 7. júni i Laugardalshöll, en þá verður þar mætt brezka popp- hljómsveitin „Smokie”, sem er vinsæl meöal yngri poppara á Islandi sem og annars staðar á Norðurlöndum. Um hina þróuöu popphljómsveit „Santana” var ekki að ræða i ár, þar sem hún var upptekin við stúdióvinnu. „Smokie” spila sæt lög eins og t.d. „Living Next Door To Alice”, sem varla hefur farið fram hjá neinum. Óperuunnendur fá sitt þann 14. og 15. júni, en þá daga heim- sækja Listahátið tvær frægar sópransöngkonur, Elizabeth Söderström og Birgit Nilsson. Elizabeth syngur fyrra kvöldið i Háskólabiói og verður þar með ljóðasöngtónleika við undirleik Vladimirs Ashkenazys. A efnisskránni verða lög eftir Schubert, Grieg, Copland og Rachmaninoff. Birgit Nilsson mun syngja á tónleikum Sinfóniuhljómsveitar Islands seinna kvöldið, m.a. ýmsar dramatiskar óperuariur Verdis. Þegar minnzt er á Birgit Nilsson fer fiðringur um Kristin Hallsson óperusöngvara og fleiri, enda er Birgit talin bezta óperusöngkona heims um þess- ar mundir og svokallaður hetju- sópran Mesti tónlistarviöburður þessarar Listahátiðar verður I Laugardalshöllinni kl. 20.30 þann 6. júni, en þá leikur Mstilav Rostropovitch einleik með Sinfóniuhljómsveit lslands Að öllum öðrum ólöstuðum þykir mestur fengur að komu hans hingað. Aðeins nafn Cas - als jafnast á við hans. Efnis- skráin er skemmtileg að sögn Atla Heimis og ber þá fyrst að nefna verk eftir þann sem kall- aður hefur verið faöir rússn- eskrar tónlistar, M. Glinka: Forleikur að óperunni Ruslan og Ludmilla. Einnig eru á efnis- skránni tveir sellókonsertar eft- ir J. Haydn og A. Dvorak. Mikill viðburður er einnig að hafa fyrir tilstilli Ashkenazys fengið sellóleikarann Lynn Harrel og fiðluleikarann Itzhak Perlman til þess aö koma hingað til lands, en þeir verða með tónleika i Laugardalshöll föstudaginn 9. júni. Harrel er bandariskur en Perlman er frá Israel. Báðir eru þeir ungir og i alfremstu röð. A efnisskrá tón- leikanna er rómantiskur for- leikur eftir Weber: Forleikurinn að óperunni Euryanthe og fiðlu- konsert i e-moll eftir Mendel- sohn. Einnig verður konsert fyrir fiðlu, selló og hljómsveit I a-moll eftir Brahms. Einir tónleikar verða að þessu sinni staðsettir i Iðnó, en það eru flautútónleikar Manuelu Wiesler og Julian Dawson- Lyell. A efnisskrá eru m.a. „Svarti skógarþrösturinn”, „La merle noir” eftir Messiaen og Sonantina eftir Pierre Boulez, en Boulez er tónlistarstjóri Beaubourg listamiðstöðvarinn- ar i Paris. Siðast á efnisskránni eru verk eftir Þorkel Sigur- björnsson, „Calais” frá 1976 og Atla Heimi Sveinsson, „Xanties” frá 1975. Þessir tón- leikar verða kl. 20.00 i Iðnó mánudaginn 12. júni. Framlag Kammersveitar Reykjavikur, sem þekkt er fyrir mjög vandaðan tónlistarflutn- ing, eru tónleikar i Bústaöa- kirkju sunnudaginn 11. júni kl. 16. A efnisskrá eru tveir Brandenborgarkonsertar eftir Bach. Enn eru ótaldir svokallaðir „Maraþonhljómleikar” i Laugardalshöll þann 10. júni, sem standa munu frá kl. 13 til 22, en á þessum hljómleikum munu koma fram ýmsir islenzk- ir áhugamenn um tónlist og söng viða um land. Að sögn Atla Heimis er með þessum hljóm- leikum verið að beina áhuga- fólki ýmsu i kórum og I lúðra- sveitum inn i sviðsljósið. Einnig verða þarna stignir þjóðdansar. Og svo verður að geta þess að gefnu tilefni að hljómleikar „Dubliners”, irsku þjóölaga- söngvaranna, verða i Laugar- dalshöll fimmtudaginn 8. júni kl. 20.00 en ekki i Iðnó. Með þessu vill framkvæmdastjórn sýna mönnum, að Listahátið sé ekki snobbhátið fyrir fáa út- valda. „Dubliners” gera að visu garðinn frægan i irskum krám, en þegar þeir koma stundarkorn til tslands verða sem flestir aö fá að njóta þeirra. Hvort þeim likar „Höllin” er svo önnur saga. Jónas Árnason rithöf- undur hefur gert marga ágæta texta við lög „Dubliners”. Mestur fengur er að sellóleikaranum Rostropovitch á Listahátiö.... Sendiö okkur (í ábyrgö) þá skartgripi sem þér þurfið aö láta gera viö/ ásamt smálýsingu á þvi sem gera þarf/ heimilisfangi og síma- númeri. Aö af lokinni viögerö/ sem verður inn- an 5 daga frá sendingu/ sendum viö ykkur viö- geröina i póstkröfu. Allar viögeröir eru verð- lagðar eftir viögeröaskrá Félags ísl. gull- smiða. Stækkum og minnkum hringi (sendum mál- spjöld)/ gerum viö armbönd, nælur, hálsmen, þræöum perlufestar. Gyllum. Hreinsum. Sendum einnig í póstkröfu allar gerðir skart- gripa. Fljót, góö og örugg þjónusta. Hringiö og leitiö upplýsinga. GULL HÖLLIN Verzlunarhöllin — Laugaveg 26 101 Reykjavík Simar (91) 1-50-07 & 1-77-42 í Skjót viðbrögö Þaö er hvimleitt aö þurfa aö biöa lengi meö bilaö rafkerfi, leióslur eöa tæki. Eöa ný heimilistæki sem þarf aö leggja fyrir. Þess vegna settum viö upp neytendaþjónustuna - meö harösnúnu liöi sem bregöur skjótt viö. Í 'RAFAFL Skólavöröustig 19. Reykjávik Simar 2 17 00 2 80 22 Sprungu- og þakþéttingar á gamalt og nýtt með álkvoðu* 10 ára ábyrgð á efni og vinnu. (Sem endist i 20-30 ár). Einnig múrviðgerðir, flisa- lagnir og pússning. Álþétting s.f. Simi 91-24954 og 20390 eftir kl. 16. verkpallaleic sa umboðssa a a a Stálverkpallar til hverskonar viðhalds- og málningarvinnu úti sem inni. Viðurkenndur öryggisbunaður. ■ Sanngjörn leiga. VERKPALlAR TENGIMOT. UNDIRSTÖÐUR HH VERKPALlAR TENGIMOT UNDIRSTODl TEBmu&s VIÐ MIKLATORG.SÍMI 21228/ H F

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.