Tíminn - 25.05.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.05.1978, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 25. mai 1978. 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: hórarinn Þórarinsson (ábm), og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurösson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöimúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar bláöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 100.00. Áskriftargjald kr. 2.000 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Skoðanakannanir og óskhyggja Samkeppni æsifréttablaðanna, sem koma út sið- degis i Reykjavik, tekur á sig ýmsar myndir. Ein er sú, að þau telja sig hafa efnt til skoðanakönnunar um væntanleg úrslit borgarstjórnarkosninganna og þingkosninganna i Reykjavik. Annað þeirra, Visir, skýrir lauslega frá þvi, hvernig þessi könnun hefur farið fram og er bersýnilegt á þvi, að henni hefur verið mjög hroðvirknislega háttað. Blaðið telur sig hafa haft samband við 401 kjósanda og þar af hafi aðeins 202 svarað ákveðið hvaða flokk þeir ætluðu að kjósa. Hitt blaðið, Dagblaðið, lýsir ekki þeirri að- ferð, sem það hefur beitt, en telur sig hafa fengið svör hjá 300 kjósendum og af þeim hafi aðeins 169 svarað hvaða flokk þeir ætluðu að kjósa. Á þessum 202 kjósendum, sem svara Visi, og 169 kjósendum, sem svara Dagblaðinu, byggja blöðin svo niðurstöð- ur um væntanleg úrslit kosninganna. Það er óþarft að taka fram, að slik vinnubrögð myndu þykja markleysa hvarvetna annars staðar, þar sem skoðanakannanir hafa verið framkvæmdar i alvöru. Þar eru þær lika yfirleitt framkvæmdar af sérstökum stofnunum, sem eru óháðar blaðaútgef- endum. En hvort sem það er tilviljun eða ekki, þá fara niðurstöður skoðanakannana Dagblaðsins og Visis mjög saman við óskhyggju þeirra, sem standa að útgáfu þessara blaða. Það hefur ekki dulizt neinum, sem fylgzt hefur með skrifum þeirra undanfarin misseri, að eigendur þeirra hafa mikla samúð með Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu. Þeir vilja augljóslega, að Alþýðuflokkurinn verði aftur svo stór, að hann geti myndað stjórn með Sjálfstæðis- flokknum, og þeir vilja, að Alþýðubandalagið verði næststærsti flokkurinn og þannig aðalkeppinautur Sjálfstæðisflokksins, þvi að kommúnistagrýlan tryggir það, að það verður Sjálfstæðisflokknum aldrei hættulegur keppinautur. Framsóknarflokkn- um hefur til þessa tekizt betur en bæði Alþýðu- flokknum og Alþýðubandalaginu að halda uppi merkjum raunhæfrar umbótastefnu og að vera aðalandstæðingur auðvaldsstefnu, þótt leiðir hans og Sjálfstæðisflokksins hafi legið saman um stund, sökum sundrungar vinstri aflanna. Það er hann, sem afturhaldsöflin óttast mest og vinna eindregn- ast á móti. Það getur ekki farið framhjá neinum, sem les ihaldsblöðin. Það ætti að vera ihaldsand- stæðingum góð hvatning til að fylkja sér um Fram- sóknarflokkinn. Eiríkur Tómasson Orslit siðustu borgarstjórnarkosninga og siðustu þingkosninga eru bezta visbendingin um það, hvaða flokkur muni liklegastur til að vinna niunda sætíð áf Sjálfstæðisflokknum. 1 borgarstjórnarkosningunum i mai 1974 var Framsóknarflokkurinn langnæst þvi af andstöðuflokkum Sjálfstæðisflokksins að vinna af honum niunda sætið. í þingkosningunum i júni 1974 hefði Framsóknarflokkurinn unnið niunda sætið af Sjálfstæðisflokknum og fengið þrjá borgarfulltrúa kosna, ef þá hefðu verið borgarstjórnarkosningar. Eirikur Tómasson, sem skipar þriðja sætið á lista Framsóknarflokksins, er þvi langnæstur þvi að fella niunda mann Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna verða andstæðingar borgarstjórnarmeirihlutans að herða sóknina til að tryggja kosningu Eiriks Tómassonar. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Hefur stríösgæfan yfirgefið Margo? Thatcher snýst gegn heimastjóm í Skotlandi SKOZKIR ihaldsmenn héldu landsfund i Perth i vikunni fyrir hvitasunnu. Þar var tek- in sú sögulega ákvörðun, að flokkurinn skyldi beita sér gegn þvi i þjóðaratkvæða- greiðslu, að Skotland fengi sérstaka heimastjórn. Sam- kvæmt stjórnarfrumvarpi, sem nú liggur fyrir brezka þinginu og liklegt þykir, að verði samþykkt, eiga Skotar að fá sérstakt þing með að- setri i Edinborg og allvið- tæka heimastjórn. Sá bögg- ull fylgir skammrifi, að áður en heimastjórnarlög þessi hljóta endanlegt gildi, verður að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um þau i Skotlandi og þurfa 40% kjósenda á kjörskrá að samþykkja þau. Annars skoðast þau fallin. Andstæð- ingar heimastjórnarinnar treysta á, að þessi 40% fáist ekki, sökum heimasetu margra kjósenda, m.a. þeirra, sem eru óánægðir með lögin vegna þess að þeir vilja fá fullt sjálfstæði og taka þvi ekki þátt i atkvæðagreiðslunni. Það þykir ýmsum vera nokkur kaldhæðni, að það skuli vera Margaret Thatcher, formaður íhaldsflokksins, sem beitir sér fyrir þeirri ákvörðun skozkra ihalds- manna, að þeir greiði atkvæði gegn heimastjórnarlögunum i þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það gerðist nefnilega fyrir 10 árum i Perth á landsfundi, sem skozkir ihaldsmenn héldu þar þá, að Edward Heath, þáv. formaður íhaldsflokks- ins, hvatti flokksmenn sina til að beita sér fyrir heimastjórn I Skotlandi og hlaut sú tillaga hans þá góðar undirtektir. Margaret Thatcher hefur nú breytt þessari ákvörðun og virðist augljóst hvað vakir fyrir henni. Hún ætlar að láta lönd og leið, hvort Ihaldsmenn halda fylgi sinu i Skotlandi, en i staðinn hyggst hún vinna Ihaldsflokknum aukið fylgi i Englandi, þar sem fyrirhuguð heimastjórn i Skotlandi er tor- tryggð og margir óttast, að hún geti orðið upphaf þess, að brezka rikið leysist sundur. AFSTAÐA stjórnmálaflokk- anna til heimastjórnarinnar i Skotlandi er nú orðin sú, að thaldsflokkurinn hefur tekið Margaret Thatcher, Margo MacDonald beitt sér fyrir heimastjórnar- frumvarpinu. Svo virðist sem sú millileið, sem þar er farin, eigi vaxandi fylgi i Skotlandi, þvi að flokkurinn er að rétta við þar aftur. I aukakosningu, sem nýlega fór fram i kjör- dæmi i Glasgow, hélt flokkur- inn þingsætinu, en yfirleitt hafði verið spáð, áð Þjóðernis- flokkurinn myndi vinna það. SENNILEGAverður þó ekki til fulls skorið úr þvi, hvort Verkamannaflokkurinn sé að endurheimta fylgi sitt frá þjóðernissinnum fyrr en i aukakosningu, sem fer fram i Hamiltonkjördæmi 31. þ.m. Það munaði litlu, að hann tapaði þvi til þjóðernissinna i siðustu kosningum. Fram- bjóðandi hans fékk þá 18.487 atkvæði, en frambjóðandi Þjóðernisflokksins, Margo MacDonald, sem þótti þá einn slyngasti atkvæðaveiðari þjóðernissinna, fékk 15.115 atkvæði. Frambjóðandi thaldsflokksins fékk ekki nema tæp 4 þús. atkvæði og frambjóðandi Frjálslynda flokksins 1000 atkvæði. Margo MacDonald vann sér mikla frægð 1973, þegar hún vann óvænt aukakosningu i Govankjördæmi i Glasgow. Henni tókst ekki að halda þvi i þingkosningunum, sem fóru fram i febrúar 1974, og i þing- kosningunum, sem fóru fram siðar á þvi ári, freistaði hún striðsgæfunnar i Hamilton, en það kjördæmi þótti þá öruggt vigi Verkamannaflokksins. Samt komst hún furðu nálægt þvi að vinna það. Margo, sem er 35 ára að aldri og barna- kennari að starfi, þykir einn mesti mælskugarpur þjóð- ernissinna og mjög slyng i persónulegum áróðri. Það styrkir aðstöðu hennar i Hamilton, að hún er fædd þar og uppalin og á þar mikinn hóp vina og kunningja. Takist henni ekki að ná kosningu i Hamilton að þessú sinni, þykir liklegt, að striðsgæfan hafi snúið baki við Þjóðernissinna- flokknum og Verkamanna- flokkurinn sé að vinna á. Það gæti aukið þá freistingu hjá Callaghan að efna til þingkosninga i haust. Þ.Þ. beina afstöðu gegn henni, Verkamannaflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn fylgja frumvarpinu, sem nú liggur fyrir þinginu, en skozki þjóð- ernisflokkurinn er óánægður með það. Hann vill helzt fullt sjálfstæði eða a.m.k. miklu viðtækari heimastjórn en lög- in gera ráð fyrir. Þó mun sennilega meirihluti flokks- manna hans heldur kjósa að fá heimastjórnarfrumvarpið en ekki neitt. Þetta virðist hafa gert flokkinn nokkuð ruglaðan i riminu og dregið úr vexti hans, a.m.k. um sinn. Flokk- urinn hefur til skamms tima náð mestu fyígi frá Verka- mannaflokknum, enda er þar af mestu að taka, þvi að hann hefur verið langstærsti flokk- urinn I Skotlandi. Verka- mannaflokkurinn hefur talið það mikilvægt fyrir sig að halda fylgi sinu þar, og á það sinn þátt i þvi, að hann hefur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.