Tíminn - 10.09.1978, Qupperneq 7
Sunnudagur 10, september 1978
1'ímmn
menn og málefni
Hér eigum við verk
að vinna
Um áratugabil hafa áhrif og
staöa Framsóknarflokksins
tryggt þjóöinni umbætur og fram-
farirán öfga, og flokkurinn hefur
veriö þjóölegur og frjálslyndur
umbótavalkostur i stjórnmálun-
um, andspænis völdum auö-
hyggju og hægri stefnu, en flokk-
ur þeirra afla, Sjálfstæöisflokk-
urinn, hefur notiö yfirburöa i
krafti aöstööu bæöi i atvinnulifi,
opinberum stofnunum og hjá
Reykjavikurborg.
Allan þennan tima hafa hægri
menn haft hinn versta þokka á
Framsóknarflokknum. Astæöan
til þess er aö sjálfsögöu sú aö
hann stóö i vegi fyrir þeim og kom
i veg fyrir aö óskastaöa þeirra
kæmi upp á stjórnmálasviöinu,
nefnilega aö þeir gætu túlkaö
stjórnmálin einfaldlega sem átök
lýöræöissinnaös hægri flokks
annars vegar og rauöra bylt-
ingarsinna hins vegar, hverju
nafni sem þeir nefndu sig hverju
sinni.
Þennan sama tima hefur
Framsóknarflokkurinn veriö sem
fleinn i holdi sósialista af öllum
geröum. Þeirra óskastaöa hefur
vitanlega veriösúaö eiga aöeins i
höggi viö öfgaflokk hægri manna,
og geta taliö fólki trú um aö
sósialisminn sé eini valkosturinn.
Þaö er ekki aö undra aö þessir
aöilar hafa um árabii reynt hvaö
þeir getað hafa til að koma ræki-
legu höggi á Framsóknarflokk-
inn. Frá hægri hefur þaö verið
sagt að Framsóknarmenn séu
litiö skárri en „kommar”, en
sósialistarnir, „frá vinstri”, hafa
sagt aö Framsóknarmaddaman
sé einhver mesta afturhaldstík
landsins.
Allt kom f yrir ekki f öllum þess-
um áróöurshamagangi, og um-
bótasókn þjóðarinnar hélt áfram,
lengst af jöfn og stööug eftir þvi
sem aöstæöur leyföu, en öfgalaus.
Djúpsett ráð en
grunnhyggni þó
Þegar „Viöreisnarstjórnin”
var mynduö lágu þar að baki
djúpsett ráö Sjálfstæöismanna og
Alþýðuflokksmanna. Þau djúp-
settu ráö voru þó ekki betur
igrunduð en svo aö þau hvildu á
þeirri forsendu aö Framáoknar-
flokkurinn væri stefnulaus tæki-
færisflokkur sem liföi á fyrir-
greiðslu og misbeitingu valdaað-
stööu Meö þvi að sniðganga
Framsóknarmenn meö öllu hlytu
þeir aö missa öll áhrif og fýlgiö
myndi hrynja af flokknum.
Var þarna búiö aö semja svo
um aö ihaldið veitti krötum
brautargengi til aö „hiröa” þetta
fylgi af götu sinni, og tæki Alþýöu-
flokkurinn siöan sæti Fram-
sóknarflokksins i islenskum
stjórnmálum. 1 staöinn skyldu
jafnaöarmenn færa Sjálfstæöis-
flokknum skyldugan part af fyrra
Framsóknarfylgi í landinu, en af
þvi átti að leiða aö Sjálfstæöis-
flokkurinn yröi alhliöa borgara-
legur breiðfylkingarflokkur meö
visa von um hreinan meirihluta i
kosningum viö og viö.
Þessar hugleiöingar i upphafi
sjöunda áratugarins studdust
vitanlega viö alls kyns merkilega
speki, einkum útlenda. Var aftur
og aftur bent á flokkaskipan i
ýmsum þeim Evrópulöndum sem
forystumenn „Viöreisnarstjórn-
arinnar” þekktu best til og mátu
mest. Var þaö stundum haft á
orði aö rikisstjórnin væri nokkurs
konar „Grosse Koalition”, en
slikt orð viðhafa Þjóöverjar um
samstjórn tveggja stærstu flokk-
anna i landi sinu.
Eins og sumt fleira af þvi sem
þeir „viöreisnarpostular” tóku
sér fyrir hendur, mistókust ráöa-
gerðir þeirra um aumlegan endi
Framsóknarflokksins. Lá viö
sjálft aö enn þá verr færi fyrir
Alþýðuflokknum sjálfum.
Stendur styrkum
fótum I islenskum
jarðvegi
Astæöurnar til þess aö þessar
fyrirætlanir mistókust voru
margvislegar. Framsóknarflokk-
urinn hélt velli og sóth frekar í sig
veöriö en hitt. 1971 hófst undir
forystu Framsóknarmanna al-
hliöa framfaraskeiö i þjóölifinu,
og má segja aö hrein bylting hafi
siöan átt sér staö um land allt.
Þegar til kom sannaöist þaö aö
Framsóknarflokkurinn stendur
styrkum fótum i islenskum jarö-
vegi. Hann er samtök efnalega
sjálfstæöra vinnandi manna af
öllum stéttum atvinnuvegum og
landshlutum sem vilja leysasam-
eiginleg viöfangsefni meö sam-
vinnu, samhjálp og félagshyggju
án öfga, stofnanaveldis eöa
einokunar, auövalds eöa alræöis.
Og þegar til átti aö taka átti
þessi stefna mikil itök i þjóöinni
og samfélaginu, enda hefur hér
ekki þróast sú óæskilega stétta-
skipting sem viöa hefur oröiö i
öörum löndum.
Gleðin í rénun
Þaö er ekki aö undra aö and-
stæöingum Framsóknarflokksins
létti mjög viö úrslit kosninganna í
vor. Loks haföi rækilegu höggi
veriö komið á þennan óþægilega
flokk sem öll þessi árhaföi komiö
i veg fyrir aö hinir sundurgeröar-
mestu valdadraumar fengju aö
rætast. Og þaö var fögnuöur jafnt
meðal hægri manna sem
sósialista af öllum gráöum og
geröum.
Gleöin er bersýnilega heldur i
rénun eftir stjórnarmyndun Ólafs
Jóhannessonar . Núer þaö komið I
ljós hvaöa flokkur einn getur tek-
iöaö sérforystuna i samstjórnán
Sjálfstæöisflokksins.Nú er þaö aö
sinni ekki dregið i efa hvaöa
flokkur er forystuafl vinstri
manna i landinu og frjálslyndra
og þjóölegra umbótaafla.
Vissulega er staöa Fram-
sóknarflokksins oröin miklu
sterkarienáhorföistum hriö eft-
ir kosningarnar i vor og sumar.
Og það má gera ráö fyrir aö
mörgum Framsóknarmanninum
þykisem núhafi „mikill öldungur
veriö aö velli lagöur”, staöa
flokksins sé sterk og fátt að ótt-
ast.
Viðhorf sem þetta er hættulegt
og getur oröiö Framsóknar-
flokknum stórskaölegt. Staöa
flokksins og forystumanna hans
eftir stjórnarmyndunina má ekki
villa Framsóknarmönnum sýn.
Þaö stendur óhaggaö aö flokkur-
inn varö fyrir mjög alvarlegu
áfalli i kosningunum, og þetta
áfall hefur ekki veriö bætt enda
ekki komið til kosninga á ný sem
breytt gætu hlutföllum á Alþingi.
Hér er þvi mikiö að vinna, og
mikiö er að sönnu í húfi enn ef illa
fer.
Leita einnig
þar að ástæðum
og aðdraganda
Nú er fyrir öllu aö menn dragi
réttar ályktanir af þeim atburö-
um sem gerst hafa. Framsóknar-
menn veröa aö lita i eigin barm
ogleita einnig þaraöástæöum og
aðdraganda kosningaúrslitanna á
þessu ári. Þaö gerir enga stoð aö
menn skiptist á köpuryröum eöa
kenni hver öfrum um, heldur
veröa menn aö taka höndum
saman um málefnalegar um-
ræöur til að búa flokkinn sem best
undir þá baráttu og þá sókn sem
fram undan veröur aö vera.
MáTflutningur og málafylgja
Framsóknarmanna veröur aldrei
of góö eöa of frábær. Þar má
alltaf einhverju viö bæta, eða eitt-
hvað brott fella svo að betur fari.
Að sama skapi stendur flokks-
starfiö alltaf til bóta og skipulag
og starfsháttu þarf stööugt aö
endurskoöa viö hæfi liöandi
stundar. Flokkur sem vinnur að
alhliöa framför og viðurkennir
engar lokaöar endanlegar kenni-
setningar má aldrei staöna sjálf-
ur.
Þaö er athyglisvert aö i kosn-
ingunum á þessu ári tapaöi
Framsóknarflokkurinn fylgi um
land allt, i öllum kjördæmum.
Hins vegar veröur aö segja þaö
eins og þaöer aö fylgihans hrundi
á Suövesturlandi, i kjördæmun-
um Reykjavik og Reykjanesi.
Hið foma
Kjalarnesþing
hefur sérstöðu
Nú er þaö vissulega alvarlegt
aö fylgi hrynji af flokki i tveimur
samliggjandi kjördæmum, og
gefur til kynna aö eitthvað hafi
misfarist um málefni þess lands-
hluta. En hiö forna Kjalarnesþing
er ekki hvaða tvö kjördæmi sem
vera skulu. A þessu svæöi búa
meira en tv.eir þriöjungar lands-
manna. A þessu svæöi hefur mest
fólksfjölgun veriö um langt ára-
bil, þótt nokkuö hafi lægt á spenn-
unni fyrir tilstilli byggöastefnu
Framsóknarmanna.
Og þaö er rétt að itreka aö á
þessu svæöi eru stjórnarstofnanir
lýöveldisins og þaö fólk sem viö
þær vinnur. Þarna eru flestar
menntastofnanir þjóöarinnar,
miöstöö iðnaöarins og hinna ört
vaxandi þjónustugreina. Og
þarna er hjarta launþegahreyf-
inganna i' landinu.
Kjalarnesþing hiö forna veröur
þvf aö teljast þungamiöja
nútimaþjóölifs enda þótt undir-
stööuatvinnuvegirnir séu stund-
aðir um öll byggðarlög landsins.
Hvað sem þvi liður er þaö ljóst aö
flokkur sem missir fótanna i
þessum byggðarlögum er i mikl-
um vanda staddur og á það mjög
áhættu aö veröa settur til hliöar i
þjóölifinu.
Það gildir einu hvað Fram-
sóknarmenn sjálfir margir hverj-
ir vildu um þetta sagt hafa. Eins
og þjóðháttum, þjóðlifi og at-
vinnuskipan landsmanna er nú
háttaö, veröurekki fram hjá þvi
gengiö aö stjórnmálaflokkur sem
raunverulega vill vera hlutgeng-
ur veröur aö horfast i augu viö
þessar staöreyndir. — Og jafnvel
ef menn viija bakhverfast viö
nútiöinni og hunsa framtiöina:
Viö vitum hve margir búa á Vest-
fjöröum, en vitum viö hve margir
Vestfiröingar búa viö Faxafló-
ann? Viö vitum og hve margir
búa á Norðausturlandi, en hve
margir Eyfiröingar, Þingeyingar
og Norömýlingar eru nú búsettir
syöra?
Brjótast á ný í
gegná
Suðvesturlandi
Það sem augljóslega er fram
undan i sókn Framsóknarmanna
er aö brjótast á ný gegn hindrun-
um og mótbyr á Suövesturlandi.
Og til þess verður flokkurinn aö
sýna fólkinu á þessu svæöi raun-
verulegan vilja. Þaö er ekki um
það að ræöa aö hverfa frá
byggðastefnunni, — nema siður
væri: Þar sem yfirgnæfandi
meirihluti þjóðarinnar býr hljóta
aö vera byggöir’.
Byggöastefnan hlýtur hins
vegar að taka miö af þeim glæsi-
lega árangri sem þegar hefur
náöst um land allt. Nú hlýtur aö
vera komiö aö þvi aö móta
byggöastefnunni verkefni i sam-
ræmi viö þá áfanga sem náöst
hafa.
Tengt þessu er vitaskuld viö-
horf flokksins til jafnræöis i kosn-
ingarétti landsmanna. — Þaö
skulu Framsóknarmenn vita aö
ibúarnir i Kjalarnesþingi eru al-
mennt mjög farnir aö velta þvi
máli fyrir sér.
Var flokkurinn
„gamaldags”
og ótrúlega
ihaldssamur?
Ein ályktunin sem dregin
verður af úrslitunum i kosningun-
um fyrrá þessu ári er sú aö fiokk-
urinnhafi ekki náö úl unga fólks-
ins nægilega. Svo viröist sem
flokkurinn hafi i augum þess ver-
iö of „gamaldags”, — hvaö svo
sem þaö kánn aö merkja. Og þaö
veröa Framsóknarmenn aö skilja
aö þaö er ekki nóg aö hiusta á
unga fólkið og óskir þess. Þaö
veröur aö hafa unga fólkiö meö i
ráöum og láta þaö setja sinn svip
á starfiö. Vafalaust er aö á þessu
sviöi veröa ungir Framsóknar-
menn sjálfir aö standa sig miklu
. betur en þeir hafa gert um langt
árabil.
Onnur ályktunin er sú aö flokk-
urinn hafi ekki tekiö þaö úllit til
kvenna eöa veitt konum þau tæki-
færi til áhnfa sem sjálfsagt
veröur aö teljast i núú'maþjóö-
félagi. Margt bendir til þess aö
Framsóknarflokkurinn hafi veriö
ótrúlega fhaldssamur að þessu
leyti. Þaö er ekki óskynsamleg
regla i lögum Framsóknarflokks-
ins aö yngri menn eigi jafnan aö
minnsta kosti þriöjung fulltrúa á
flokksþingi og i miöstjórn. Um
slik hlutföll má vissulega deila,
einkum þegar haft er i huga aö
„yngri menn" teljast aö 35 ára
aldri og undir þeim aldri er einu
sinni meirihluti sjálfrar þjóöar-
innar! En vafalaust væri þaö vel
til fundið aö setja reglu i lög
flokksins aö konur skuli aldrei
vera færri en t.d. helmingur i
þessum stofnunum flokksins.
Tengsl rofin
við launþega-
hreyfingaraar?
Loks veröur sú ályktun dregin
af úrslitum kosninganna aö fiokk-
urinn hafi rofnaö illilega úr
tengslum viö fylgismenn sina i
launþegahreyfingunum i landinu.
Fiokkur sem ekki tekur slika
áiyktun alvarlega er ilia staddur.
Slikur er hlutur launþegahreyf-
inganna i lýðfrjálsu velferöar-
samfélagi aö þær hljóta aö njóta
sérstakrar athygli, enda þótt
viöurkennt sé aö verkefni þeirra
eru ekki aö þjóna flokkspólitisk-
um sérhagsmunum, fremur en
verkefni stjórnmálaflokka séu aö
ala á stéttasundrung.
Sé þessi ály ktun réttmæt — þótt
erfitt sé aö sanna af eöa á i þessu
efni —, þá hlýtur aö leiða af þvi að
Framsóknarflokkurinn veröur aö
taka það mál til sérstakrar meö-
ferðar og úrlausnar. Þaö er t.d.
athugandi hvort allt er meö felldu
þegar enginn framkvæmda-
stjórnarmaður er úr hópi þeirra
sem einkum láta sig mál laun-
þegahreyfinganna varöa.
Veltur alveg
á okkur sjálfum
Sagan hefur sannað þaö og
sýnt, og þaö hefur verið staðfest
enn einu sinni á þessu sumri, aö
Framsóknarflokkurinn er besta
svariö við auöhyggjunni annars
vegar og sósialismanum hins
vegar. Alhliöa þjóöieg og frjáls-
lynd umbótastefna og félags-
hyggja á sterkan hljómgrunn i
islensku þjóðlifi. Framsóknar-
flokkurinn á þvi að eiga alla
möguleika og hafa alla buröi til
þess aö veröa stærsti flokkur
landsmanna fremur en sá
minnsti.
En hér veltur alveg á okkur
Framsóknarmönnum sjálfum.
Hér eigum við verk aö vinna.
Sagt hefur verið aö orö séu til
alls fyrst. Þær opinskáu umræöur
sem Ti'minn vill vekja um þessi
efni eiga aö geta orðið hvatinn til
þeirrar endurnýjunar sem fram
undan er.
JS