Tíminn - 10.09.1978, Síða 13

Tíminn - 10.09.1978, Síða 13
Sunnudagur 10. september 1978 13 bækistöövar á Kola-skaga. Þar á skaganum eru lika öflugar radarstöðvar, sem gera viðvart um árásir Ur lofti. Geysilegum fjármunum hefur verið variö til að koma upp eldflaugastöðvum, radarstöövum og flugvöllum fyrir herflugvélar á Kola-skaga. Þar er lfka höfn norðurflota So- vétrikjanna, sem er hinn öflug- asti aí fjórum flotadeildum þeirra. Hernaðarlegt gildi norður- svæðanna fyrir stórveldin er slikt, að óhugsandi er fyrir Norömenn að láta, sem þeim komi það ekki við. Norömenn geta ekki annaöen tekið tillit til hernaöartafls risaveldanna. Or- •yggi Noregs og afstaöan til hernaðarjafnvægisins i veröld- inni hlýtur að fara saman. Holst sagði, að stefna Norðmanna i öryggismálum yröi aö vera þannig aö hiln ylli sem minnstri spennu i alþjóöamálum. Jafn- vægi i stérveldapólitikinni gæti raskast et Norðmenn geröu eitthvaö það, sem Sovétmönn- um virtist ógna áhrifum sinum i Norðurhöfum. En Norðmenn verða samt sem áöur aö koma þannig fram, aö þeir slái ekkert af kröfum sinum til þeirra svæða, sem þeirtelja sér beri að ráöa yfir. Þeir verða að mati Holst aö forðast að gera samn- inga við Sovétmenn, sem tryggi þeim (Sovétmönnum) sérrétt- indi á norskum land- og haf- svæðum. Norðmenn veröa að koma i veg fyrir, aö i reynd verði einhvers konar norsk-so- vésk samstjórn á Barentshafi og á Svalbarða. Bandariskur sálfræðingur, og stærðfræðingur Atkinson að nafni tel- ur að tölvuöldin sé rétt að byrja. Hin nýja tækni upplýsingamiölunar sem er að skapast, mun að ölium lfkindum bylta þjóðfélaginu við. Atkinson hefur starfað að þessum málum I þrjátiu ár og hingað tii kveðst hann aðeins hafa verið að fást við byrjunina á þróun sem eigi eftir að hafa gifurleg áhrif á bandariskt þjóðfélag. Hann bendir á að nú þegar séu tölvur notaðar til að jafna bensin- eyðslu i bilum, til að taka myndir af innyflastarfsemi og i fæðingu séu tölvur, sem skrifi verslunar- bréf eftir upplestri. Fyrir þremur áratugum gátu dýrar tölvur leyst fáein viðfangs- efni á sekúndu, — nú geta þær leyst milljón verkefni á sekúndu og kosta aðeins nokkrar krónur. Til þessa hafa tölvur eingöngu fengist við verkefni sem menn gátu leyst af hendi en á langtum skemmri tima en nokkur mann- vera. Nú er verið að fá tölvur til að gera hluti, sem menn geta ekki leyst af hendi. Sem dæmi má nefna tölvur sem breyta röntgen- myndum i þrividdarmyndir. Hafa þær veriö notaðar i læknisfræðí i nokkur ár og gera sjúkdóms- greiningu langt um öruggari en áður. Þá eru tölvur notaðar til að rannsaka óhemju magn upp- lýsinga sem fást i kjarna efna og hafa þannig aukið þekkingu manna á kjarnaeðlisfræði. Kollafjörður I Færeyjum. Haraldur Ólafsson: Johan Jörgen Holst deildar- stjóri i norska varnarmála- ráuneytinu hélt nýlega fyrir- lestur um ný viðhorf i varnar- málum Norömanna. Hann telur að með tilkomu langdrægari eldflauga, sem skotið er frá kaf- bátum, hafi Barentshaf, Nor- egshaf og Grænlandshaf aðra hernaðarþýöingu en áður. A þessu hafsvæði eru sovéskir kafbátar i slfellu á ferð fram og aftur. Hin miklu sovésku áhrif á þessu svæði valda þvi, að fyrir varnir Bandarikjanna er eftirlit með kafbátaferðum á þessu hafi ákaflega mikilvægt. Norðurhöf eru þar af leiðandi lykilsvæði i hernaðartafli stórveldanna. Holst sagði, að 70 af hundraöi þeirra kafbáta Sovétmanna, sem búnir eru eldflaugum, hafi Getum nú boðið Byron sófasettið í nýrri útgáfu. Enn glæsilegra en áður! Hvort sem er i leðri eða áklæði ef tir eigin vali. Sjón er sögu ríkari. Lítið inn og skoðið þetta nýja sett — ásamt öllu öðru sem við höf um upp á að bjóða i húsgögnum. Skeifu-verð — Skeifu-gæði — Skeifu-skilmálar. VERIÐ VELKOMIN! Ný stefnuskrá Þj ó ðveldisf lokksins A þessu ári eru liðin 30 ár frá stofnun Þjóðveldisf lokksins i Færeyjum. Flokkurinn hefur jafnan haftað meginstefnumarki að slita stjórnarfarsleg tengsl við Danmörku og stofna færeyskt lýöveldi. Frá upphafi hefur Er- lendur Patursson verið áhrifa- mesti leiðtogi flokksins. A auka- þingi flokksins nú i ágúst var samþykktný stefnuskrá flokksins sem undirbúin var á flokksþing- inu i april i vor. Stefnuskráin hafði verið óbreyttfrá 1948 þar til nú. Ekkier þó i neinu hvikað frá stefnunni, sem mörkuð var 1948 og var skiljanlfcga undir sterkum áhrif- um frá lýöveldisstofnuninni á Is- landi 1944. 1 hinni nýju stefnuskrá er fjallaö nánar um ýmis mál sem taka verður til meöferðar án taf- ar og óháðeru sjálfstæði eyjanna. Sex mál eru mest um verð að mati þeirra, sem sömdu hina ný ju stefnuskrá. Þau eru þessi: 1) Stofnað verði færeyskt lýöveldi á lýðræöislegum grundvelli 2) Færeyingar taki að sér öll sin utanrikismál. 3) Færeyingar nýti sjálfir land- helgi sína. 4) Byggðastefna veröi samræmd. 5) tbúðabygginar verði skipulagöar i samræmi við lagafrumvörp sem Lögþingiö hefur fengið til meðferöar. B) Flokkurinn vill eyða þeirri mismunun sem rikir i launa- málum, tekjum og skattamál- um. t grein um stefnuskrána sem Erlendur Patursson skrifaði i blaö flokksins 14. september sl. laugardag segir hann aö mestu - skipti aö útrýmt sé misrétti og mun á lifskjörum manna. Berjast veröi fyrir réttlæti og jöfnuði sannri velferð i velmegun i fær- eysku þjóðfélagi. Erlendur Patursson Hemaðargildi Norðurhafa Heimshorna- pistill Tölvuöldin er að renna upp imý lína í BYRON

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.