Tíminn - 10.09.1978, Síða 19

Tíminn - 10.09.1978, Síða 19
Sunnudagur 10. september 1978 18 Sunnudagur 10. september 1978 J9 Hrefna Filippusdóttir og Árni Gunnarsson: Eyialífi ættu allir að kynnast — Við erum þátttakendur i félagslegri tilraun hér i Breiðholtinu, segir Árni Gunnarsson alþing- ismaður, sem býr ásamt konu sinni Hrefnu Filipp- usdóttur sem starfar hjá Ford umboðinu og fjórtán ára dóttur Sigriði Ástu i stóra sambýlishúsinu Asp- arfelli 2-12. Hús þetta er áfast öðru stórhýsi við Æsufeil og ibúarnir i þessum húsum eru mun fleiri en allir Stykkishólsmbúar. Upp undir 800 manns búa i Asp- arfellinu einu f hátt i 200 ibúöum. Sameignin i þessari miklu bygg- ingu er geysilega stór og rekur húsfélagið þar barnaheimili fyrir Ibúa hússins og aöra, heilsu- gæslustöð er einnig i húsinu og útibú frá Félagsmálastofnun Reykjavikur. tbúarnir geta nú valið sér heimilislækni, sem hefur aðsetur i húsinu, og næturlæknir fyrir hverfið mun i framtiðinni eiga þar samastað. Bygginga- vinnufelagið Aðalból (áður at- vinnubilstjóra) reisti húsið, og voru ibúðir á ótrúlega lágu verði. Arni á nú sæti i stjórn bygginga- samvinnufélagsins, sem um þess- ar mundir er að láta smiða stór- hýsi I Mjóddinni i Breiðholti. — Hér er ágætis sambýlisfólk, með örfáum undantekningum, segir Arni. Menn greinir á um skipulag þessara miklu sam- bygginga, og ég neita þvi ekki, að fjöldinn sem settur er niöur hér á litlu svæði er helst til mikill. — Við byggðum fyrst i Foss- vogi, sex félagar, fyrsta fjölbýlis- húsið þar. Við hjónin vorum siðan orðin skuldlitil þar og ákváðum að fjárfesta i meiri steypu, þessu gulli okkar Islendinga. En ég tek það fram að við værum ekki búin að eignast þetta, ef konan min hefði ekki unnið úti. Meðan Arni sinnir einni af fjöl- mörgum daglegum upphringing- um kjósenda Alþýðuflokksins inni ég Hrefnu eftir áhugamálum hennar. — Ég hef ekki eins mikinn áhuga á laxveiði og bóndinn. Hins vegar förum viö saman öll fjöl- skyldan á skiði eins mikiö og viö getum. Þetta er holl og góð Iþrótt og gaman aö fjölskyldan getur verið saman um hana. Það eru nokkur ár siðan ég byrjaði upp á nýtt aö fara á skiði, en Arni er gamall skiðamaður og keppti á sínum unglingsárum. Við förum mikiö upp I sveit að Næfurholti á Rangárvöllum, þar sem Arni var á sumrin sem drengur og dóttir okkar þangað til i fyrra, og svo I sumrbústaöi til kunningjanna. — Nú, svo vinn ég ýmis venjuleg kvennastörf, sem eru ekki frásagnarverð, fæst við handavinnu, saumaskap óg svo- litið við myndvefnað. — Nei,mérbregðurvarla mikiö við þegar Arni byrjar þing- mennskuna, segir Hrefna. Hann hefur lengst af verið i erilsömum störfum. Fréttamennskan hefur ekki verið starf frá niu til fimm. — Ég var einu sinni algert iþróttaidjót, segir Arni kominn úr simanum. — Ég var i handbolta I þvi fræga 1R liði með Hemma, Dadda og þeim gömlu köppum og fór i handbolta á hverjum degi. — Nú er þetta breytt, eins og hjá mörgum öörum fer mikill timi i bóka og timaritalestur. Ég les bókmenntir um stjórnmál og sögulega atburði úti i heimi og ég hef gaman af góðum reyfurum. Veiðiskap hef ég mætur á og hef fengis við fiskirækt og hnýti svo- litiö laxa- og silungaflugur. Við Jóhannes Arason útvarps- þulur settum fyrir nokkrum árum bleikjuseiði i vatn austur á Rang- árvöllum sem var algerlega dautt. Það er gaman að fylgjast með þvi hvernig fiskurinn hefur dafnað og þrifist. Ég trúi þvi að búskapur með vatnafiska eigi mikla framtiö fyr- ir sér hér. Bændur gera alltof litið af þvf að nýta vötn og vatnahverfi i löndum sinum. Bleikjan er mjög harðger fiskur og einn albezti matarfiskurinn. Ég er viss um að bændur gætu stórkostlega drýgt tekjur sinar, ef þeir gæfu þessari ræktun meiri gaum. Norömenn t.d. moka upp verðmætum úr sjávarlónum og tilbúnum eldi- stöðvum og Japanir eru frægir fyrir að rækta hvers konar fiska og skeldýr i sjó. Að undanförnu hef ég ekki haft mikinn tima til að veiða i lax- veiðiám, enda hef ég alveg jafn- mikla ánægju af að renna fyrir silung i ám eða vötnum. Ekki má spiila Elliðaán- um meira en orðið er Ég hef átt sæti I veiöi- og fiski- ræktarráöi Reykjavikurborgar að undanförnu og hef átt þar ánægjulega samvinnu viö indæl- ismenn. Þaö veldur mér og öðrum veru- legum áhyggjum hvað kann aö veröa um lifriki Elliðaánna og hvernig hefur verið þrengt að þeim. Nú er ætlunin aö byggja lysti-og sportbátahöfn i Elliðaár- ósum. Mér finnst hart að vera að troöa þessu þarna þegar fyrir löngu var búið að gera ráö fyrir Auk þess hefur alls konar fyrir- tækjum, sem óþrif geta stafað af verið leyft að setja sig niður við voginn. Þarna er oliustöö, slipp- ur, malbikunarstöð, sements- geymslur og gifurlega mikið af skólpi rennur auk þess út i sjóinn, svo vogurinn er orðinn ein alls- herjar forarvilpa. Ég er ekki að segja að þetta séu ekki ágætisstofnanir, en óneitan- lega er staðarvalið fáranlegt. Ell- iðaárnar eru perla i landi Reykja- vikur,sem veitt hafa fólki ótaldar unaðsstundir. Þá á ég ekki fyrst og fremst við laxveiðimenn, það eru svo margir aðrir sem hafa gengið meö ánum og fylgst með laxagöngum á vorin og ööru lifi i náttúrunni. Það er hreint og beint menningarleg afstaöa að meta það að afa náttúrulegt umhverfi inni i borginni. Úr þvi sem komið er finnst mér eigi að gera fagurt útivistarsvæ i við árnar. Aldrei verður hægt að skapa aftur það sem búið er aö spilla, en hægt er að spyrna fótum við áframhaldandi eyðingu. Þá er ég sannfærður um að miklir möguleikar eru ónýttir i Einu sinni var ég iþróttaidjót, nú kemur af sjálfu sér að áhugamál- in tengjast einkum stjórnmálum. siikri höfn, norðar, eða i Eiðsvik utanvert viö Aburðarverksmiöju rikisins, þar sem er mjög góð að- staða. Við ætlum aö taka höndum saman nokkrir menn úr öllum stjórnmálaflokkum og gera okkar til aö hindra aö þessi nýja hug- mynd nái fram að ganga. Þegar hefur mikið verið eyði- lagt i Elliðaárvogi, leirurnar, þar sem vaðfuglar og smáfuglar áttu sér samastaö og leituðu ætis, voru skemmdar þegar Geirsnefið svo- kallaða var búið til. Nú sést þarna aðeins svartbakur, fylgifiskur „menningarinnar”. „Kötturinn heitir Keli þvf hann er svo kelinn, en ég kalla hann Þorkel þegar ég skamma hann”, segir Árni. „Vift erum þátttakendur i félagslegri tilraun”, Arni Gunnarsson og Hrefna Filippusdóttir. Guðrúnu Jónsdóttur og Páli Líndal finnast: Skipulagsmál áhugaverð Frásögn Sólveig Jónsdóttir heimsókn Myndir Tryggvi Þórmóðsson Páll: „Þaft þótti sjálfsagt aft heilsulitlir gáfumenn ynnu á gamla Bæjarbókasafninu, en þó var tæpast hægt aft hugsa sér crfiftara starf en aðsitja viö borð umkringdur viðskiptavinum og sjá ckki einu sinni út fyrir hringinn” — Viö stundum ekki lik- amsrækt heldur fitnum og borðum landbúnaðarvör- ur. Ég les ekki mikið því ég hef alla tið verið ákaflega . stirðlæs/ en Páll les fyrir okkur bæði. Enn eru áhugamálin á dagskrá og viðmælendur eru Guðrún Jónsdóttir arkítektog Páll Líndal lög- maður. — Já, ég er vist elsti viðskipta- vinur Borgarbókasafnsins eöa Al- þýöubókasafnsins eins og það hét þegar ég fór að venja komur min- ar, hef haft stöðug skipti við safn- ið siðan 1935,” segir Páll. — Ég komst meira aö segja i þaö einu sinni aö flytja erindi á bóka- varðaþingi um fyrstu samskipti min við safnið. — Hvað ég les? Ég les mikið ævisögur og sagnfræöi, en litið af skáldsögum. Ég missti snemma hæfileikann tilaðlesa reyfara. Þó eru reyndar einstaka undantekn- ingar frá þessu, t.d. les ég Góöa dátann Svæk minnst einu sinni á ári. Nú svo les ég rit um landa- fræöi og náttúrufræöi, þótt Pálma Hannessyni heföiþóttég óliklegur til þess. — Nei, ég les sem minnst lögfræði. Raunar hefur það vilja loöa viö marga lögfræðinga aö hallast mjög að sagnfræði. — Ég hugsa satt að segja um litið annaö en hús og húsateikn- Páll Jakob meft móftur sinni ingar, segir Guðrún. Ég er eigin- lega fagidjót. Það vill til aö húsa- gerðarlist kemur inn á marga hluti, og er þvi ekki mjög þröngt sviö. Það er svo margt sem teng- ist minu starfi, og t.d. eru mörg verkefni óleyst i sambandi við gömul hús. Það hefur æxlast svo, að ég hef unnið miklu meira að skipulags- málum en húsateikningum, þótt ég sé menntuö I þeim. Skipulags- málin tengjast mjög ýmsum mál- um á félagssviði, aldursskiptingu hópa i þjóðfélaginu o.s.frv. — Það er þar sem við náum saman, skýtur Páll inn i, en ég hef lika unniö aö skipulagsmálum, og gömul hús eru raunar sagnfræði út af fyrir sig. „Akváftum aft fjárfesta i meiri steypu" sambandi viö skiðaiþróttina. Kerlingarfjöllin hafa sýnt, aö hér er hægt að vera á skiðum allan ársins hring og hugmyndir um skiðaland i Vindheimajökli við Akureyri hafa verið uppi. Það væri áreiðanlega hægt að auka ferðamannastraum hingað meö þvi að bjóöa fólki að skoða landið og dunda sér svo a ákiðum nakið I beltisstaö hálfan daginn. — Svo eigum við eitt áhugamál, segir Arni — eyjalif. Við höfum oft farið út i Breiðafjarðareyjar og ég hef farið I úteyjar Vest- mannaeyja. Hvergi kemst maður i nánari snertingu við elskulega náttúru þessa lands, mér finnst — Það er margt, sem mætti gera i þessum málum, segir Guö- rún. — Mér finnst að það ætti að hætta að skipta fólki niöur i hópa i umhverfisskipulaginu. Það er ekki gott að þetta sé svona klofið, fólkið sem er að vinna fyrir sér og svo börnin og gamla fólkið. Hvort út af fyrir sig. Það er mikiö talaö um barnaheimili sém lausn fyrir fólk. Ég held I raun og veru að þetta sé ekki svona einfalt. Það væri æskilegt að t.d. börnin gætu verið i meiri tengslum við vinnu- staði fullorðna fólksins. Þau Guðrún og Páll búa i ein- býlishúsi við Bergsstaöastræti og þar rikir ekki einangrun kynslóð- anna. Sá yngsti i fjölskyldunni er sonur þeirra Páll Jakob 4 ára og elst er móðir Guðrúnar Hulda Stefánsdóttir 81 árs. Þrjú börn Guðrúnar eru einnig i heimilinu. A neðstu hæð hússins er barna- dagheimilið Hálsakot, sem for- eldrar átta barna stofnuðu fyrir 3 1/2 ári. Starfsemin hefur nú verið aukin og eru sextán börn á heim- ilinu og þriggja manna starfsliö. Þriggja manna starfsráð foreldra stjórnar rekstrinum þrjá mánuði i senn. t upphafi var ætlunin að foreldrar sæju um ýmislegt sjálf- ir, svo sem ræstingu, til aö gera reksturinn ódýrari, en brátt var gefist upp á þvi. Gjald fyrir barn á heimilinu er nú 40.000 kr. á mánuði fyrir allan daginn. — Ég hef engar fristundir dags daglega, segir Guörún, en ég hlakka alltaf til að fara i vinnuna á morgnana, svo kannski er þetta allt leikur. að hver einasti tslendingur ætti að reyna það. Annars er alveg fyrirsjáanlegt, að meðan ég verð á þingi hljóta áhugamál min að mótast af þörf- um mins kjördæmis Norðurlands eystra. Það æxlaðist svo að ég var kosinn á þing eiginlega þvert ofan i það sem búist var við. Ég ætla að reyna að vinna kjósendum minum vel. Þegar hafa mér bor- -ist fjöldamörg mál úr kjördæm- inu.sem mönnum liggur áhjarta. Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópa- skererualltstaðir sem hafa oröiö mjög útundan með alla þjónustu að undanförnu. Þórshöfn er sennilega nú eitt mesta upp- gangspláss hér á landi. A Húsavík hefur um langt skeið verið mikill dugnaður og framsókn i fólki. Svo eru staðir við Eyjafjörð, sem veriö er að byggja upp. Þaö er ekki vafi aö mikill árangur hefur orðið af byggðastefnunni, og af þviað þetta birtist I Tímanum, vil ég geta þess sem vel er gert, en byggðastefnan er að nokkru frá Framsóknarflokknum komin. Ég er sannfærður um, að óviða ef nokkurs staðar, er hægt að lifa betra lifi en hér á landi, það er verst hvað okkur hefur tekist aö klúðra ýmsum hlutum fyrir okk- ur, en vonandi lærum viö af reynslunni. Páll Lindal og Guftrún Jónsdóttir I sumar ferðuðust þau Guðrún og Páll mikiö um landið. — Þaö er geysilega skemmtilegt. Við höf- um bæði feröast mikið eriendis, en aldrei eins mikið hér heima og nú. — Ég hef mikinn áhuga á gönguferðum, en litla getu, segir Guðrún. Páll á sæti i Náttúru- verndarráði og árleg ferðalög með þvi eru með skemmtilegri viðburðum hjá þeim hjónum. Tvö undanfarin ár hef ég farið til Djúpavogs en ég er aö vinna að skipulagi þar. Páll var svo elsku- legur aö koma með mér i sumar. Djúpivogur er áhugaveröur sögu- lega og landslagið er sérkenni- legt. Þar eru m.a. sérkennileg klettabelti sem taka þarf tillit til við skipulag staðarins. — Svo er ég að reyna að fá Pál til aö hafa gaman af hrossum. Sem barn var ég mikið til alin upp á hestbaki, og það er alltaf ofar- lega i mér að hafa gaman af land- búnaöi. — Ég er nú eiginlega hræddur við hesta, segir Páll, mér hefur alltaf fallið betur við kýr, þær eru svo heimspekilegar og rólegar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.