Tíminn - 10.09.1978, Síða 20
20
Sunnudagur 10. september 1978
t
gróður og garðar
Ingólfur Davíðsson:
Lítíð í garða og
mínnst á æta sveppi
Flestum þykir þægilegt aö
ganga um trjágöngin löngu-Al-
exanderströBina á lóö Háskól-
ans. Ilmandi bjarkir á báðar
hendur veita skjól og frió. Ein-
staka Alaskaösp, þráðbein með
ljósan stofn og stór ilmandi lauf
eykur fjölbreytnina. Ganghell-
urnar þarf stundum aö laga og
þarna eru nokkur ungmenni að
verki rétt hjá Atvinnudeildinni
gömlu. Milli trjánna hjá „Deild-
inni” er allt snjóhvitt af skógar-
kerfli framan af sumri. Hann
fer prýðisvel þarna i blómi. En
framan við Deildina er allt
fagurgult af hávöxnum útlaga
(lysimachia). Það er hlýtt sunn^
an undir háum dökkum veggm
um og þar blómgast dvergalilj-
ur, vetrargosar o.fl. laukjurtir
einna fyrst á vorin. Trjálundur-
jnn framundan veitir mikið
'skjól áður var stundum varla
hægt að opna dyrnar i suðaust-
anveðrum!
Skjólbelti er viöa hægt að
rækta, a.m.k. þar sem sauðfé
kemst ekki að. Hin löngu skjól-
belti við Miklubraut eru lang-
mestu trjáraðir f Reykjavik —
aðallega viöir ogbirkiraðir með
sitkagreni i miðju. Og þessi tré
þrifast vel, enda gróðursett þétt
svo þau veita hvert ööru skjól.
Ber mikið á gljáviði vegna
dökkgrængljáandi laus hans. I
golu sindrar fagurlega á lauf
Alaskaviðis (silfurviðis). Blöö
hans eru silfurgrá að neðan og
kemur það i ljós i golu. Silfur-
litnum heldurhann langt fram á
haust.
Runnar eru oftast gróðursett-
ir i raöir og stundum klipptir
svo þeir mynda lifandi veggi —
limgerði. Til er hitt lika að
klippa þá þannig að þeir verði
sem toppur eða kúla. Það er
skemmtileg tilbreyting. Hér eru
tvær myndir af svona lifandi
skrúðgrænum toppum. önnurer
frá Akureyri og sýnir geita-
toppa (lonicera) gróskulega vel,
og runnamurugerði i baksýn.
Hin myndin er tekin að Laufás-
vegi 25 i Reykjavik. Þar mynd-
ar alparibs toppana, sem eru
hinir snotrustu. Alparibs er viða
ræktað sem lágvaxið geröi, en
toppar af þvi sjaldséðir. Fjöl-
breytnin er til bóta. Hægt er að
gera stóra toppa úr fleiri runn-
um en geitatoppa, t.d. úr ribsi.
Þessar nefndu tegundir þola vel
klippingu, en það er nauðsyn-
legt ef gera skal toppa og kiippt
limgerði.
Enn er timi villiblómvanda. í
könnunni frá Munchen ber mest
á þremur tegundum. Hæst mel-
gras. Það er ágætt i þurrkaöa
vendi til vetrarins. Merkileg
jurtmelgrasið. Þaðerræktaö til
að hefta sandfok. Sandurinn
fýkur að þvi, hleðst upp og
myndar þúfur og hóla, en mel-
grasi§ þolir þetta prýðilega.
Þaö vex bara upp úr og bindur
sandinn. En melgrasið var lika
nytjagóð matjurt öldum saman
á suöaustanverðu landinu. Mel-
kornið var hitaö, þurrkaö og
malaö og blandaö i mjöl til
grauta og brauögerðar. Hvit-
blómgaöa jurtin t.d. i könnunni
er vallhumall, alkunn jurt, fyrr-
um fræg lækningajurt viöa um
lönd. Blöö vallhumals voru lögö
við sár og fleiður til græðslu og
te af honum drukkið gegn melt-
ingaróreglu o.fl. Höfðu hermenn
fyrri alda jafnan vallhumal i
töskum sinum. Smyrsl til
geymslu voru gerð meö þvi að
sjóða vallhumalsblöð og ósaltað
smjör saman. Var og gerður
vallhumalsplástur gegn útbrot-
um, gikt o.fl. 1 vallhumli er
óstöðug olia, enda ilmar öll jurt-
in. Ennfremur beiskjuefni, sút-
unarsýrao.fl.Beiskjuefnin bæta
geymsluþol öls likt og humall
gerir, sbr. nafnið vallhumalsöl.
Kannski hafa sögualdarmenn
drukkið vallhumalsöl? Til var
nafniö mellifoliaá þessari jurt,
en það er afbökun úr öðru vis-
indanafni hans „millifolium”,
sem þýöir þúsundlaufa, enda
eru smábleðlar blaðanna afar
margir. Þið getið reynt að telja
þá! Rauðblómguð afbrigöi vall-
humals eru ræktuð til skrauts i
görðum — bæöi innlend og út-
lend. Sums staðar t.d. á Reyöar-
Unnið að hellulagfæringu við Atvinnudeild Háskólans 26/7 1978
firði, vex mikið af hvitum og
rauðum vallhumli, bæði hár-
rauðum og bleikrauðum, á
sama svæði.
Þriöja jurtin i könnuvendin-
uin er þistill með sinar rauðu
mjóu blómkörfur. A blöðunum
eru hvassir þyrnar — og ekki
gott að snerta þau! Þistillinn
stendur lágt I könnunni, en hann
getur orðið um eða yfir 1 metri
að hæð. Breiðist mikið út meö
rótarsprotum og vex i þéttum
breiöum. Látið hann ekki kom-
ast i garða! Til eru aðrar þistil-
tegundir hæfar til ræktunar.
Bæði vallhumal og þistil má
nota I þurrkaða vendi til
skrauts. Fjórða jurtin i könn-
unni er vallhæra og ber litiö á
henni innan um hinar stórvöxnu
tegundir. Þurrkuö vallhæra er
Vallhumall, melgras og þistill
Gras- og hálfgrasvöndur