Tíminn - 10.09.1978, Qupperneq 24
24
,v*
Sunnudagur 10. september 1978
ATHUGASEMDIR VIÐ HUGMYNDASÖGU
HUGMYNDA
SAGA
— Frá sögnum til
siðskipta. Iðunn,
Réykjavik 1978
Lofsvert framtak
A siðastliönu vori sendi Iðunn
frá sér bók, sem nokkurt nýnæmi
er að. Er þar um að ræða rit Jóns
Hnefils Aðalsteinssonar um hug-
myndasögu. Ber þaö heitið:
Hugmyndasaga —Frá sögnum til
siðskipta.
Bók þessi veröskuldar, aðhenni
sé sýnd athygli og ber þar margt
til. A það má til að mynda benda,
að við sögukennslu innan Islenska
skólakerfisins hefur einkum verið
fengist við stjórnmála- og efna-
hagssögu, en hugmynda-,
menningar- og listasaga aftur á
móti veriö vanrækt á vitaverðan
hátt. Kostað hefur veriö kapps
um, aö nemendur tileinki sér
staðgóða þekkingu á striðum og
styrjöldum liðinna alda, en minna
verið gert til að kynna ýmsar
stefnur og strauma, er valdið
hafa þáttaskilum, hvað varöar
hugsun, heimspeki, tní og menn-
ingu. Með riti sinu freistar höf-
undur þess, að bæta úr tilfinnan-
legum skorti á kennslugögnum
viðhugmyndasögukennslu og þar
með efla þá grein innan skóla-
kerfisins. Er það lofsverð og
timabær tilraun.
Þá hefur of litið verið samið af
kennslubókum hér á landi til
notkunar á æðri skólastigum. Ber
að fagna hverri nýrri bók, sem
send er á þann markað.
Stefnumörkun höfundar
— Grundvöllur gagn-
rýni.
1 formála að bók sinni farast
höfundi meðal annars svo orö um
stefnu þá, er hann hefur markað
sér varðandi efnismeöferð og
samningu bókarinnar:
,,Við tslendingar lifum að
verulegu leyti I heimi goð-
sagna, þjóðsagna og hjátrúar
og slikur hugsunarháttur er
snar þáttur i daglegum veru-
leik manna. Viö erum hins
vegar ekki vanir þvi að nálg-
ast þessi viðfangsefni frá
fræðiiegu sjónarmiði, en hér
er reynt aö bæta úr þvf meö
þvi aö skipa þjóðsögum á sinn
markaða bás á vettvangi
vLsinda. Trúarhugmyndir og
stjórnm álahugmyndir eru
einnig teknar hlutlausum
fræöilegum tökum, eins og
gera ber I riti, sem ætlað er til
notkunar f skólakerfinu. Sama
er að segja um heimspekihug-
myndir, en heimspekin hefur
löngum átt öröugast
uppdráttar hér á landi af þess-
um greinum.” (Jón H. Aöal-
steinsson: Hugmyndasaga Ið-
unn, Rvik 1978, bls 5-6)
Hjalti Hugason
A þessum orðum hlýtur hver sá
að byggja, er beita vill umrædda
bók þá gagnrýni, sem skylt er,
þegar kennslubók á I hlut. Um
það hlýur að vera spurt, hvernig
höfundi hafi tekist að beita við
verkefni sitt hinum „hlutlausu,
fræðilegu tökum” og hver árang-
urinn hafi orðið. Gagnrýninn
lesandi hlýtur aö spyrja, hvort
allar þær stefnur og straumar,
sem fengist er við, njóti
sannmæiis og jafnréttis, eða
hvort einstaklingsbundin sjónar-
mið höfundar liggi um of til
grundvallar og ritið verði þar
meðóhæft til hlutlausrar kennslu
og uppfræðslu.
Við lestur bókarinnar
spurði ég þráfaldlega téðra
spurninga og hyggst hér
gera fáeinar athugasemdir á
grundvelli þeirra. Það skal tekið
fram, aö hér mun einungis f jallað
i mjög stuttu máli um þá kafla
bókarinnar, er fást við trú
ísraelsmanna og kristna trú, en
aðrir hlutar hennar látnir liggja
milli hluta. Skortir mig þekkingu
til að dæma um þá svo sem vert
væri.
Hugmyndasaga eða
persónulegt uppgjör?
í umræddri bók hyggst höfund-
ur spanna æði langan tima og vitt
Jón Hnefill Aðalsteinsson.
sviö hugmyndasögunnar, þaö er
frá sögnum til siðskipta. Gefur
þvl auga leið, að rit hans hlýtur að
vera næsta ágripskennt. 1 slikum
ritum verða sjónarmiö höfundar-
ins og skoðanir oft og tiðum mjög
auðsæ. A þetta er meöal annars
drepið í formálsorðum bókarinn-
ar, þar sem segir, aðætíðhljóti aö
orka tvimælis, hvað tekið sé með
og hverju sleppt i riti sem þvi, er
hér um ræöir (sjá bls. 6).
Við lestur bókarinnar virtist
mér þó tiðum sem efnismeðferðin
orkaði meira tvimælis en það
efnisval, sem fram kemur.
Kveður á stundum svo rammt að,
aö spyrja verður, hvort um sé að
ræða hugmyndasögu eða
persónulegt uppgjör höfundarins
við stefnur þær, sem við er feng-
ist. Þetta tvennt er að sjálfsögðu
illsamræmanlegt I einu og sama
riti og hið siðara, persónulegt
uppgjöf höfundarins, á litið erindi
I hlutlausa kennslubók. Þessi um-
mæli skulu rökstudd með einu
dæmi, þó fleiri séu fyrir hendi.
A bls. 105 er aö finna kafla, er
nefnist „Israelsk trú og grisk
heimspeki”, þar segir meðal
annars:
„Eingy ðistrúin krafðist
skQyrðislauss fylgis játenda
sinna við guðinn og fylgispekt-
ar við orð hans eins og þau
opinberuðust spámönnum og
voru sett fram f kenningum
presta og fræðimanna. -
Efasemdir, vangaveltur og
ihuganir einstaklinga áttu
hvergi heima innan þessa
Hjalti Hugason
skrifar um bók
Jóns Hnefils
Aðalsteinssonar
kerfis. t heimspekinni var
þessu þveröfugt farið. Þar
gildir sú meginregla að
mannshugurinn starfar frjáls
og óhindraður og hver heim-
spekingur setur yfirleitt fram
það eitt, sem hann sjálfur er
sannfærður um að sé sannast
og réttast, enda þótt það br jóti
stundum I bága við kenningar
virts lærimeistara.”
Viö lestur tilfærðra orða verður
óneitanlega að spyrja: Hvar sér
nú hinna „hlutlausu, fræðilegu”
taka staði? Hérer ekki fengist við
viðfangsefni hugmyndasögunnar
afþeirri vandvirkni, sem krefjast
verður af kennslubók i svo mikil-
vægri en jafnframt viðkvæmri
grein. 1 raun er hér gerður
samanburður á alls óskildum
fyrirbærum, trúog heimspeki, og
kveðnir upp gildisdómar, sem
vart eiga heima i kennslubók.
Varðandi þá niðurstöðu, sem
höfundur kemst að um eingyðis-
trú Israelsmanna, verður einnig
aðgera fáeinar athugasemdir. Ef
„efasemdir, vangaveltur og ihug-
anir einstaklinga” áttu þar
hvergi heima, hvernig getur höf-
undur þá skýrt allan þann fjöl-
breytileika, sem fram kemur
innan Gamla testamentisins?
Hvers vegna gætir þar svo
margra og ólikra lausna á ýms-
um veigamestu vandamálum
mannlegs lifs, ef allir urðu að
beygja sig fyrir ytri forskriftum
(Ath. til aö mynda lausnir á '
vandamálinu varðanditilvist hins
illa I Mósebókum,
Deuterónómisku söguritunum,
spámannaritunum og Jobsbók)?
Hvers vegna eru þá meginþættir
trúarinnar tjáðir á svo marga og
misjafna vegu á siöum Gamla
testamentisins? Loks veigamesta
spurningin: Ef trúin krafðist skil-
yrðislausrar hlýðni við orö
spámanna og kenningar presta og
fræSmanna, hvernig tekst okkur
þá að skýra þá staðreynd, að hér
er um tvö öfl aö ræða, tvær hefðir,
sem i raun tókust á um hugi al-
mennings. Annars vegar er hér
um að ræða verk og kenningar
presta og fræðimanna, er störf-
uöu við helgidóma þjóðarinnar og
siðar musterið i Jerúsalem, hins
vegar ritaspámenn 8. aldarinnar
f. Kr. og næstu alda, sem stöðugt
gagnrýndu hina opinberu guð-
fræði og helgihald, sem prestarn-
ir stóðu fyrir?
Þær meginniðurstöður, er höf-
undur kemst að um eingyðistrú
Israelsmanna, virðast af þessum
sökum annað tveggja byggjast á
ónákvæmni eða visvitandi ein-
földun, sem ekki sæmir I kennslu-
bók fyrir menntaskólastig.
Einhæfar skýringar.
Oft gætir þess i riti Jóns
Hnefils, er hann fæst við að skýra
einstaka þætti i eingyðistrú
braelsmanna eða túlkar forna
texta Gamla testamentisins, að
aðeins einn skýringarmöguleiki
eða túlkunaraðferð er kynnt, en
ekki getið um aðra möguleika.
Þessi einhæfni getur á stundum
orkað mjög tvimælis.
Varðandi einhæfa túlkun texta
skal látið nægja að tilfæra dæmi
af bls. 39. Þar er rætt um frásögu
2. Mósebókar 19. 16-20a, en þar
segir frá guðsopinberuninni við
Sínaifjall. 1 texta þessum koma
fram fjölmörg tákn, sem jafnan
eru til staðar i skyldum textum,
er segja frá opinberunum Guðs,
svo sem þrumur, eldingar, ský,
reykjarmökkur, lúðurþytur,
landskjálfti. Að sjálfsögðu er
mjög mikilvægt að gera sér grein
fyrir uppruna og táknrænni
merkingu nefndra atriða til að
skilja hugsun og boðskap text-
anna á réttan hátt.
1 riti Jóns Hnefils er aðeins
getið um einn túlkunarmögu-
leika, sem nefna mætti náttúru-
legatúlkun að litt athuguðu máli.
Þar er með öðrum orðum slegiö
föstu, að textinn lýsi náttúruham-
förum, þ.e. eldgosi, sem Móse eða
aörir trúarleiðtogar ísraels-
manna hafi túlkað „sem afleið-
ingar þess, að Jahve hefur stigið
niður tii jarðarinnar (sjá bls.
39).” Þessi túlkunarmöguleiki
átti sér marga formælendur á
fyrri áratugum aldarinnar og
nýtur ugglaust nokkurs fylgis enn
meðalfræðimanna. A hinn bóginn
er það ekki vansalaust, að láta
þeirrar túlkunar i engu getiö, er
mjög hefur rutt sér til rúms á síð-