Tíminn - 10.09.1978, Blaðsíða 25

Tíminn - 10.09.1978, Blaðsíða 25
Sunnudagur 10. september 1978 25 Akrópólis í Aþenu ari árum og hjálpar mönnum til aö skýra marga áður torskilda texta Gamla testamentisins. A ég hér við kultiska- túlkun, sem svo hefur verið nefnd. Samkvæmt hinni kúltisku túlkunaraðferð lita menn svo á, aðtákn þauog myndir, sem notuð eru i textunum til að tjá trúarlega skynjun og reynslu, séu sött til guðsþjónustu Israelsþjóðarinnar við helgidómana viðs vegar um landið og siðar I musterinu i Jerúsalem. Reykurinn og elding- arnar visa þá til fórnaþjónust- unnar og táknin aö öðru leyti til hinna ýmsu þátta þeirrar mikil- fenglegu og leikrænu guðsþjón- ustu, sem flutt var á hátiðum þjóðarinnar. f guðsþjónustunni væntu mennogskynjuðusérstaka nálægð eða opinberun Guðs, er þvi mjög liklegt, að hugtök og hugsun guðsþjónustunnar móti tjáningu manna á guðsopinberun i sögulegum atburðum, eins og Sinaiatburðunum, hvernig svo sem þeir hafa raunverulega átt sér stað. Um einhæfa skýringu á mikil- vægum þáttum hugmyndasög- unnar skal drepið á skýringu um- rædds rits á upphafi og forsögu hinnar israelsku eingyðistrúar. Ljóst má vera, að hér er ekki um smáatriðiaðræða,þar sem iraun er fjallað um bakgrunn Gyðing- dóms og kristinnar trúar. í kaflanum „Jahve færir út kviarnar” (sjá bls. 36) er þvi I stuttumáli slegið föstu, að Jahve, sá Drottinn og Guð, sem Móse boðaði hafi verið þjóðarguð Midianita, en það var þjóðflokk- ur, er Móse tengdist eftir að hann flýði Egyptaland samkvæmt þvi, sem segir i 2. Mósebók 2. kap. Þessi skýring kemur ekki á óvart, hún var sett fram á mjög sannfærandi hátt um slðastliðin •aldamót (sbr. K. Budde: Religion of Israel to the Exile, 1899), en siðar hafa margir fræðimenn orð- ið til að draga hana i efa (t.d. John Bright, Roland De Vaux og F.C. Fensham). A siðari árum hallast margir að þvi, að rætur Jahve-trúarinnar sé að finna hjá ættfeðrum Móse sjálfs, en ekki hjá þjóðflökkum, er hann hafi sið- ar komist i kynni við. I raún verðuref til vill að segja, að hér sé fjallað um það fornan tima á grundvelli svo- tak- markaðra heimilda, að ekkert verði fullyrt með fræðilegri ná- kvæmni. I það minnsta verður aö telja skýringar og fullyrðingar á borð við þær, er höfundur leyfir sér i umræddum kafla næsta gagnrýni verðar. Söguskoðun og mann- dráp Hver sá, sem gluggar i menn- ingar- og trúarsögu Israelsþjóð- arinnar, kemst fyrr eða siðar að raun um, aðþar er um sérstæðan arf að ræða, sem ávallt blaktir likt og logi á skari. Sú spurning hlýtur enda áð vakna, hvað það sé, er raunverulega hélt lifi i ein- gyðistrú þjóðarinnar mitt á menningarsvæði f jölgyðistrúar. Við þetta vandamál fæst höfund- ur í köflunum „Harðsnúin presta- stétt” (bls 38) og „Enginn viki frá Jahvetrúnni” (bls 44). Æði virðist súsöguskoðun, sem framkemur i þessum köflum litt grunduð og ekki við hæfi ifræðiriti. Þar er þvi haldið fram, að með skefjalaus- um útrýmingum og manndrápum hafi leiðtogunum tekist að halda trúararfinum við lýði. Þvi skal ekki neitað, að æði margt i hugsun og atferli manna á 13. öld f. Kr. er næsta harð- neskjulegt og litið i ætt við mannúð, sé það dæmt á grund- velli þeirra hugsjóna, sem móta lif okkar á liðandi stundu. A hinn bóginn hljómar það ekki sannfær- andi, að blóðsúthellingar einar hafi nægt til að viðhalda trúnni á Drottinn Guð Israels og leggja grunninn að trú á almáttugan Guð kærleika og friðar. Innihaldsleg greining af skornum skammti Þegar augum er rennt yfir þá hluta bókarinnar, sem helgaðir eru eingyöistrú ísraelsmanna, vekur það athygli, hversu tak- markað er fjallað um innihald átrúnaðarins, sérstöðu hans gagnvart trúarbrögðum ná- grannaþjóðanna annars vegar og sameiginleg einkenni hins vegar. Um sáttmála og útvalningu, sem óumdeilanlega eru meginhugtök Jahveismans er fjallað á mjög ágripskenndan hátt og má i raun segja, að innihald og merking nefndra hugtaka komi hvergi fram. Sama máli gegnir um mörg önnur höfuðatriði átrúnaðarins, sem þó eru gerð að umræðuefni. Undirrituðum virðist sem væntanlegum lesendum bókar- innar væri meiri greiði gerður með viðameiri, hlutlausri lýsingu á innihaldi og boðskap eingyðis- trúarinnar samkvæmt þeim heimildum, sem haldbestar þykja, en mörgum þeim skýringartilraunumog túlkunum, sem höfundur fellir inn I frásögu sina. Athugasemdir við kristindóms túlkun 1 Hugmyndasögu þeirri, sem hér ér um fjallað, er tiltölulega litlum hluta varið til umfjöllunar um kristna trú. Höfundur rök- styður þann hátt, er hann hefur á og hlýtur efnismeðferð hans aö dæmast á grundvelli þeirra orða. Hér skulu aðeins fáeinar athuga- semdir gerðar við þá kafla, sem hann ver til frásagnar af kristinni trú. I heild virðist höfundur gera ráð fyrir, að innihald og boðskap- ur kristinnar trúar hafi verið næsta óljós og óráðin allan þann tlma, sem nefndur hefur verið postulattminn. Þetta fær vart staðist þvi á þeim tima, verða flest ef dcki öll rit Nýja testa- mentisins til. Þetta mat höfundarins kemur mjög skýrt fram, er hann fæst við guðfræði- sögu eða uppruna ýmissa mikil- vægra. .Lristinnar trúar. Til ao mynda, =eignar hann Tertúllianusi þrenningarlærdóm kirkjunnar, kenninguna um erfðasyndina og tvenn eðli Krists, kenninguna um friðþæginguna telur hann aftur að rekja megi til Anselms frá Kantaraborg og rits hans: Cur Deus homo? Hér virðist höfundur ekki gera nægilega skýran greinarmun á upphafi ýmissa kristinna trúar- atriða annars vegar og mótunar þeirra i það form, er hlaut al- mennar undirtektir og fékk stað- ist um langan tíma. 1 þessu sambandi er vert að gefa niðurstöðum þeim, sem Gustaf Aulén kemst að i bók sinni Christus Victor (kom fyrst út 1931), en þar fæst hann við sögu hinnar kristnu friðþægingarkenn- ingar. Hann bendir á, að til skamms tima var taliö, að An- selm hafi fyrstur manna sett fram grundvallaða kenningu um friðþæginguna.l nefndri bóksinir Aulén siðan framá meö gildum rökum, að allt frá timum Nýja testamentisins hafi verið til stað- ar önnur mynd friðþægingar- kenningar, er hann nefnir hina klassisku. A hinn bóginn undir- strikar hann, að kenning þessi hafi ekki verið sett fram með eins samstæðilegum hætti og kenning Anselms, þvi hafi siðari tima mönnum yfirsést það samræmi, er gætir um friðþægingarlærdóm innan Nýja testamentisins og í ritum postullegu kirkjuferðr- anna. Sama máli virðist mér gegna um önnuratriði, ertekinerufyrir i guófræðisögulegu yfirliti Jóns Hnefils, kjarni eða innihald kenn- ingarinnar er tiðum til staöar með mjög augljósum hætti i rit- um Nýja testamentisins, þótt sið- ari tima höfundar, mótaöir af sinni samtið, hafi siðar felt hugsunina i þær skorður, sem kirkjan kaus að halda um aldir. Til aö mynda eru kenningar Agústinusar, sem reifaðar eru á bls. 122 og áfram ekki frumsamd- ar af honum sjálfum, eins og höfundur lætur á sér skilja. Þaö er augljóst, að ytra svip- mót kristinnar trúar breyttist mjög, er hún barst út úr gyðing- legu umhverfi sinu og var boðuð á gri'ska og siöar rómverska menn- ingarsvæðinu. Ýmis miðlæg hug- tök reyndust þá óskiljanleg og gri'pa þurfti til nýrra mynda og likinga til að gefa boðskapnum merkingu. Þó virðist mér höfund- ur gera of mikið úr þessari mót- un, er hann f jallar um vandamál- ið I köflunum „Kristur i hlutverki launhelgaguðsins” (bls 117) og „Kristur i hlutverki keisara Rómaveldis” (bls 117). Mat hans i þessu efni grundvallast i raun á þvi meginsjónarmiði, að innihald kristinnar trúar hafi lengi framanaf verið næsta óráðið, svo sem að framan var bent á. Krist- ur var til að mynda ekki boðaður sem konungur og stjórnandi nema þvi aðeins, að þessi hugtök samræmdust þeirri Kristsmynd, sem fyrir var. Þá var dagur hins heiðna sólarguðs ekki gerður að sunnudegi kristinna manna, er trú þeirra barst til Rómaveldis, eins og höfundur gerir ráð fyrir, heldur hættu kristnir menn að halda s jöunda daginn heilagan að gyðinglegum hætti og héldu hátið fyrsta dag vikunnar til minningar um upprisu Krists (sjá bls. 118). Kvöldmáltið og blót- veislur Loks vil ég drepa á eitt atriöi enn, sem orkar mjög tvímælis i umfjöllun Jóns Hnefils Aðal- steinssonar um kristna trú. Er það sá mikli skyldleiki, sem hann telur vera milli kristinnar trúar og átrúnaðar frumbyggja Grikk- lands. Um þetta segir á bls. 117: Má raunar i kristninni sjá sama atferli i guðsdýrkunarsiðum og við höfum kynnst hjá frumbyggj- um Grikklands og sem haldist hafði alla tiö, þrátt fyrir það að yfirvöld styddu annan átrúnað lengstaf. Einnig skulu tilfærö ummæli af bls. 52-53: Höfðu mörg atriði i kenningum orfeinga bein áhrif á kristindóm- inn. Má þar, auk þess sem áður gat, nefna kenninguna um helviti, hreinsunareld, um andstæður likama og sálar, kenninguna um guðssoninn, sem deyddur var og endurborinn, og kenninguna um helga máltið, þar sem menn neyttu likama og blóðs guðsins til þess að öðlast hlutdeild i guðdóm- leika hans. Þessi ummæli eru bæði mjög villandi og kemur þar einkum tvennt til. Annars vegar eru kristnar og griskar hugmyndir bornar saman, án þess að geta um þanndjúpstæða mun á heims- mynd og timaskilningi, sem ligg- ur til grundvallar þessum trúar- brögðum, hins vegar eru kristnu hugmyndirnar settar i beint sam- band við hinar grisku, án þess að geta i nokkru um þann beina bak- grunn, sem þær íyrrnefndu eiga i trúarheimi Israelsþjóðarinnar. Þegar þess er gætt, að boöskap- ur kristinnar trúar um dauða og upprisu JesúfráNazaret byggir á ákveðnum sögulegum atburðum, sem voru nýafstaðnir, er boð- skapurinn var fyrst fíuttur, en grisku hugmyndirnar um hinn deydda og endurborna guð eöa guðsson eiga heima i hugarheimi goðsögunnar, sem byggir á þeim timaskilningi, semgerirráð fyrir óaflátanlegri hringrás I stað stöðugrar, sögulegrar framvindu, má ljóst vera, að litiö fer fyrir skyldleika milli þessara hug- mynda. Þá virðist undirrituðum sem fræðilegu hlutleysi sé næsta mis- boðið, þegar kvöldmáltið krist- innar kirkju er sett i beint sam- band við grískar blótveislur, án þessaðgeta i nokkruum þá beinu hliðstæðu, sem kvöldmáltiðin á i páskamáltíð Gyðinga. Heimildir? t formála að bók sinni gefur höfúndur i skyn, að við samantekt og samningu bókarinnar hafi hann stuðst við mikinn fjölda heimildarita. Hvergi gerir hann á hinn bóginn tilraun til að tilfæra heimildir fyrir fullyrðingum sin- um. Þá birtir hann hvorki heimildaskrá með riti sinu, né nafngreinir heimildamenn með öðru móti. Dregur þetta óneitan- lega mjög úr notagildi bókar hans. Fræðirit án skýrgreindra heimilda verðskuldar vart það traust, sem kennslubækur fyrir æðri skólastig verða að njóta. Betur má, ef duga skal Hér að framan var drepiö á þá öskustó, sem hugmyndasaga hef- ur lengst af setið I innan islenska skólakerfisins og þann mikla skort, sem er á öllum kennslu- gögnum i þeirri grein. A það var lika drepið, að hugmyndasaga er viðkvæm grein. Um hana er tor- velt að fjalla, án þess að ein- staklingsbundin sjónarmið ráði ferðinni um of. Höfundum bóka á umræddu sviði hættirtíðum um of til að láta andúð sina eða samúð með stefnum og straumum móta niðurstöður og efnismeðferð með einum eða öðrum hætti. Svo sem fram hefur komið virðist mér „Hugmyndasaga — Frá sögnum til siðskipta” vera um of undir þessa sök seld, hvað varðar þá hluta bókarinnar, sem teknir voru til meðferðar i þessari um- fjöllun. Orkar mjög tvimælis, hvortþeir eiga erinditil islenskra skólanemenda i óbreyttri mynd. Virðist mér sú timabæra til- raun,sem Jón Hnefill Aðalsteins- son hefur gert til ritunar hug- myndasögu fyrir islenska skóla ætti að verða mönnum hvatning til að fást við vandamál hug- myndasögunnar og auka veg hennar á sviði hérlendrar mann- kynssögukennslu. - - ■gUHmHHHBÍ liiia^ísSaÉsiSl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.